Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 1
fHffrgmnitlflfrife C 1997 FIMMTUDAGUR 24. APRIL BLAD Juventus sigraði örugglega JUVENTUS sigraði Ajax örugglega 4:1 er liðin mættust öðru sinni í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi. Frakkínn Zinedine Zidane átti frábæran leik og fagnar hér, annar frá hægri, ásamt félögum sínum. í hinum undanúrslitaleiknum vann þýska liðið Dortmund lið Manchest- er United 1:0 í Manchester og mætir því Juventus í úrslitum þann 28. maí í Miinchen. Trúfan ráðinn til Víkings ALEXEI Trúfan hefur verið ráðinn þjálfari meist- araflokks karla iijá Víkingi. Frá samningi var gengið í gær og nær hann til þriggja ára en er uppsegjanlegur af beggja hálfu. „Við stefnum að því að eiga samstarf við Trúfan næstu þijú árin,“ sagði Sigurður Björnsson, formaður handknatt- leiksdeildar Víkings, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Sigurður sagði að Trúfan yrði þjálfari meist- araflokks karla auk þess sem hann hefði yfirum- sjón með starfi og skipulagningu yngri flokka félagsins. „Þetta er fyrsta skrefið í að ná ákveð- inni festu í uppbygginguna hjá okkur, en mikill hugur er í mönnum um að byggja upp til framtíð- ar. Trúfan er fyrsti þjálfarinn sem við ráðum fyrir næsta tímabil en alls þarf að ráða þjálfara hjá fjórtán flokkum," sagði Sigurður. Varðandi leikmannahópinn fyrir næsta tímabil sagði Sigurður að ætlunin væri að styrkja hópinn eitthvað en þó væri stefnan sú að byggja á þeim efniviði sem fyrir væri hjá félaginu. Birgir Leifur líklega áfram BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur frá Akra- nesi, tekiu- þátt í úrtökumóti fyrir sænsku móta- röðina og í gær lék hann á fjórum höggum yfir pari. „Þetta var í raun ágætt skor miðað við hvað ég klúðraði oft klaufalega - hitti ekki nógu margar flatir. Það var rok og kalt þannig að ég er nokkuð sáttur við skorið,“ sagði Birgir Leifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Það eru 312 kylfíngar sem keppa á tveimur völlum og 100 fá rétt til að leika í sænsku mótaröð- inni. „Ég er í kringum 20. sætið eftir fyrri daginn á vellinum sem ég leik á. Ef ég held mínu striki á morgun [I dag] þá á ég að sleppa inn. Annars á ég að get gert miklu betur því ég lék ekki vel. Það var einn sem grísaði á að leika á fímm högg- um undir pari í gær, fékk einn albatros og Iék eina braut á erni. Einn lék á einu höggi undir og afgangurinn var yfír parinu þannig að skorið var ekkert sérstakt,“ sagði Birgir Leifur. Kolbeinn alþjóð- legur júdódómari KOLBEINN Gislason, fyrrum formaður Júdósam- bandsins, varð um liðna helgi fyrsti Íslendingur- inn sem hlýtur aiþjóðlegt dómarapróf í júdói. Prófið tók Kolbeinn í tengslum við Opna breska mótið og stóðst það með prýði. Með skirteinið upp á vasann hefur Kolbeinn réttindi til að dæma á öllum alþjóðamótum að undanskildum Ólympíu- leikum og heimsmeistaramótum. Vemharð með Noregi VERNHARÐ Þorleifsson, júdó- maður, vonast til þess að keppa fyrir hönd Noregs á Norður- landamótinu sem fram fer síðari hluta maí. Norska júdósamband- ið hefur óskað eftir jeyfi Júdó- sambands íslands (JSÍ), en hefur ekki enn fengið svar. „Norska sambandið er búið að faxa til íslands og biðja Júdó- sambandið um leyfi fyrir því að ég fái að keppa fyrir Noreg á Norðurlandamótinu. Málið er í höndum JSÍ og ég bíð eftir svari en held að þetta verði ekkert á NM? mál - þeir óskuðu mér að minnsta kosti góðs gengis í blöð- um þegar ég fór út. Og Norð- menn segja mér að íslendingar geti ekki komið í veg fyrir þetta,“ sagði Vernharð við Morgunblaðið, og segist stefna að því að keppa fyrir Noreg í fyrsta skipti á umræddu Norður- landamóti. Vernharð varð tvöfaldur Norðurlandameistari á síðustu tveimur mótum; sigraði bæði í mínus 95 kg flokki og opnum flokki. Gísli varð sjöundi á Opna breska Gísli Magnússon úr Ármanni varð um helgina í 7. sæti í þungavigt á Opna breska mótinu í júdó, en í hans flokki voru 18 kepp- endur frá 8 þjóðum. Auk Gísla tóku fimm íslenskir júdómenn þátt en keppendur voru alls um 500 á mót- inu frá 20 þjóðum. Allir íslensku keppendumir voru að taka þátt í mótinu í fyrsta sinn en það er eitt sterkasta júdómót sem haldið er í Evrópu ár hvert. Gísli lagði breskan júdómann í fyrstu umferð en varð síðan að játa sig sigraðan í næstu umferð að lok- inni viðureign við ísraelskan kappa. Þar sem ísraelsmaðurinn komst alla leið í úrslit fékk Gísli uppreisnar- glímu og eygði möguleika á brons- verðlaunum. Gísli bryjaði á að leggja Frakka í uppreisnarglímunni en í næstu umferð mætti hann 170 kg Spánverja og fór höllum fæti í þeirri viðureign og var þar með úr leik en Spánveijinn fékk síðar bronsverðlaun. Friðrik Blöndal, KA, vann eina viðureign og tapaði tveimur, Bjarni Skúlason, Selfossi, tapaði báðum viðureignum sínum og þeir Þorvald- ur Blöndal, Ármanni, Hilmar Harð- arson, KA, og Magnús Magnússon úr Keflavík urðu allir að láta í minni pokann í fyrstu umferð og heltust þar með úr lestinni. Næsta verkefni landsliðsins í júdó verður þátttaka í Norðurlanda- meistaramótinu í Svíþjóð 24. og 25. maí nk. KÖRFUKNATTLEIKUR: EINKAVIÐTAL VIÐ GRANT HILL HJÁ DETROIT PISTONS / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.