Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ (T 5° 4 C FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ÚRSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 ísland - Króatía 16:22 Víkin, undankeppni Evrópumótsins kvenna í handknattleik, fyrri viðureign þjóðanna, miðvikudaginn 23. apríl 1997. Gangur leiksins: 1:0, 4:2, 4:4, 6:4, 6:6, 7:7, 7:11,11:12,12:13, 12:15,14:18,16:22. Mörk tslands: Hulda Bjarnadóttir 6, Halla María Helgadóttir 4/1, Auður Hermanns- dóttir 2, Ragnheiður Stephensen 2, Thelma Árnadóttir 1, Svava Sigurðardóttir 1. Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 9 (þaraf 1 til mótheija), Helga Torfadóttir 1/1 (þar- af 1/1 til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Króatíu: Samira Hasagic 6, Klaudija Bubalo 6/4, Renata Damjanic 4, Natasa Kolega 4, Marija Celina 2. Varin skot: Irina Maljko 9 (þaraf 3 til mótheija). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Rune Forbond Ole Jorstad frá Noregi, prýðilegir. Áhorfendur: 300. Þýskaland Nettelstedt - Essen...............26:26 Fredenbeck - Kiel................22:27 Magdeburg - Niederwúrzbach........19:30 Schutterwald - Gummersbach.......33:29 Flensburg - Dormagen..............22:20 Lemgo - Minden...................26:26 Hameln - Grosswallstadt..........30:31 Rheinhausen - Wallau.............20:28 ■ Ein umferð er eftir og er Lemgo efst sem fyrr með 51 stig, Flensburg í öðru sæti með 41 stig og Niederwúrzbach með 37 stig. Fredenbeck og Schutterwald eru neðst með 18 stig en Dormagen og Hameln eru með 20 stig. Knattspyrna Meistaradeild Evrópu Seinni leikir í undanúrslitum Old Trafford, Manchester: Manchester United - Dortmund......0:1 - Lars Ricken (8.). Manchester United: Peter Schmeichel; Gary Neville, Gary Pallister, David May (Paul Scholes 87.), Phil Neville Nicky Butt, Ronny Johnsen, David Beckham, Eric Cantona - Andy Cole, Ole Solskjær (Ryan Giggs 57.). Borussia Dortmund: Stefan Klos - Júrgen Kohler, Wolfgang Feiersinger, Martin Kree - Lars Ricken (Michael Zorc 61.), Stefan Reuter (Rene Tretschok 24.), Paul Lam- bert, Jörg Heinrich, Karlheinz Riedle (Heiko Herrlich 72.), Andreas Möller, Stephane Chapuisat. Áhorfendur: 53.500. Dómari: Urs Meier frá Sviss. ■ Dortmund vann 1:0 í fyrri leiknum og leikur til úrslita. Delle Alpi, Tórínó: Juventus - Ajax...................4:1 Attilio Lombardo (34.), Christian Vieri (36.), Nicola Amoruso (79.), Zinedine Zid- ane (81.) - Mario Melchiot (76.). Juventus: Angelo Peruzzi; Ciro Ferrara, Alessio Tacchinardi, Paolo Montero, Mark Iuliano; Didier Deschamps, Attilio Lomb- ardo, Angelo Di Livio, Zinedine Zidane (Antonio Conte 85.); Alen Boksic, Christian Vieri (Nicola Amoruso 69.). Ajax: Edwin Van der Sar; Frank De Boer, Danny Blind, Mario Melchiot, Winston Bog- arde; Richard Witschge (Marino Juan 85.), Ronald de Boer, Arnold Scholten (Kiki Musampa 57.); Jari Litmanen, Marc Overm- ars, Tijani Babangida. Dómari Kim Nielsen frá Danmörku. Áhorfendur: 62.377. ■ Juve vann fyrri leikinn 2:1 og leikur til úrslita við Dortmund í Múnchen 28. maí. England Derby - Nottingham Forest........0:0 18.087. Leicester - West Ham.............0:1 - Moncur 75. 20.327. Staðan Man. Utd ....34 20 9 5 69:39 69 Arsenal ...36 18 11 7 59:30 65 Liverpool ,...35 18 10 7 58:33 64 Newcastle ....34 17 9 8 67:40 60 Aston Villa ....36 16 10 10 44:31 58 Sheff. Wed ....35 14 14 7 48:44 56 Chelsea 15 10 11 56:54 55 Wimbledon ....35 13 10 12 45:44 49 Leeds 11 11 14 27:37 44 Tottenham ...35 12 7 16 41:47 43 Derby 10 13 13 42:54 43 Everton ....36 10 12 14 43:52 42 Blackburn ...35 9 14 12 40:37 41 Leicester ...35 10 10 15 39:50 40 Southampton..., ...36 9 11 16 48:55 38 West Ham ...35 9 11 15 34:45 38 Coventry ,...36 8 14 14 35:51 38 Sunderland ...36 9 10 17 32:52 37 Middlesbrough. ...33 9 9 15 44:53 33 Nott. For ...36 6 15 15 30:53 33 ■ 3 stig voru dæmd af Middlesbrough. Skotland Undanúrsiit bikarkeppninnar Celtic - Falkirk..................0:1 ■ Þetta var aukaleikur um úrslitasætið en Falkirk leikur til úrslita í fyrsta sinn í 40 ár og mætir Kilmarnock 24. maí. Íshokkí Úrslitakeppni NHL: Austurdeildin: Montreai - New Jersey.............4:6 New Jersey er 3:0 yfir. NY Rangers - Florida..............4:3 Eftir framlengingu. Rangers er yfir, 2:1. Vesturdeildin: Chicago - Colorado................6:3 Staðan er 2:2 St Louis - Detroit................4:0 Staðan er 2:2 Edmonton - Dallas.................3:4 Staðan er 2:2 Phoenix - Anaheim.................2:0 Staðan er 2:2 Opið mót í Leirunni HARD Rock Cafe mótið var haldið í Leir- unni um helgina. Þátttakendur voru 123 og var keppt með punktafyrirkomulagi: Sveinn Sigurbergsson, GK..............40 Gísli Böðvarsson, GK..................38 Guðni Sigurðsson, GS..................37 Kristinn Árnason, GR..................37 Jen Kr. Guðmundsson, GR...............37 Kristinn Sörensen, GS.................37 Vignir Freyr Ágústsson, GO............36 Lehman á toppinn BANDARlKJAMAÐURINN Tom Lehman komst um helgina í efsta sæti heimslistans í golfi og varð þar með áttudi kylfingurinn til að verma það sæti en 11 ár eru liðin síðan listinn var fyrst byrtur. Greg Norman frá Ástralíu hefur verið í efsta sæti listans í 96 vikur samfellt og það hefur enginn leikið eftir. Efstu menn listans eru (kylfing- ar frá Bandaríkjunum nema annað sé tekið fram); 1. Tom Lehman..................9,90 stig 2. Greg Norman (Ástralíu)..........9,80 3. Steve Elkington (Ástralíu)......8,79 4. Nick Price (Zimbabwe)...........8,76 5. Tiger Woods.....................8,73 6. Colin Montgomerie (Bretlandi)...8,68 7. Mark O’Meara....................8,43 8. Ernie Els (Suður-Afriku)........8,41 9. Masashi Ozaki (Japan)...........8,30 10. Phil Mickelson..................7,27 11. Fred Couples....................7,00 12. Nick Faldo (Bretlandi)..........6,64 13. Scott Hoch......................6,48 14. BradFaxon.......................6,10 15. DavisLove.......................5,92 15. Steve Jones.....................5,74 16. Jesper Pamevik (Svíþjóð)........5,79 17. Steve Jones.....................5,74 18. Corey Pavin.....................5,68 19. Tom Watson......................5,60 20. Bemhard Langer (Þýskalandi).....5,53 FERÐALOG Veisla í Manchesler STUÐNINGSMANNAKLÚBBUR Manchester United á íslandi og ÍT ferðir hafa skipulagt ferð á leik Manchester United og West Ham í síðustu umferð ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu. Farið verður frá íslandi á föstudegi, horft á leik- inn á Old Trafford laugardaginn 11. maí og komið heim á mánu- degi. Stuðningsmannaklúbburinn fékk 150 miða á leikinn og er búið að panta fyrir hópinn á sigurhátíð á Red Café á Old Trafford um kvöldið. Nánari upplýsingar hjá stjórn klúbbsins og ÍT ferðum. GotfáSpáni GOLFFERÐAKLÚBBUR Sam- vinnuferða-Landsýnar fer í sér- staka golfferð til Spánar 14. maí og kemur heim aftur hinn 26. maí. Dvalið verður á Villamartin íbúðarhótelinu sem er skammt sunnan við flugvöllinn í Alicante. Ferðin kostar 53.340 krónur og er þá miðað við að tveir gisti sam- an í íbúð með einu svefnherbergi. Fararstjóri í ferðinni verður Kjart- an L. Pálsson. ídag Knattspyrna Deildabikarinn Leiknisvöllur: Leiknir - HK.......11 Ásvellir: Ægir - ÍBV.............12 Ásvellir: Skallagrímur - Fjölnir .14 fR-völlur: fR - Grindavík........14 Keflavík: Keflavik - Njarðvík....14 Kópavogi: Breiðablik - VíkingurR.,14 Sandgerði: Fram - Reynir S........14 Þórsvöllur: Þór - Dalvík.........14 Þróttarvöllur: Þróttur - Fylkir..14 Valsvöllur: Léttir- Valur........14 Varmá: UMFA - Stjarnan...........14 Ásvellir: Haukar - Selfoss.......16 Frjálsíþróttir Víðavangshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13 við Ráðhús Reykjavíkur. keppt verður í sjö aldurs- flokkum, 12 ára og yngri, 13 til 15 ára, 16 til 18 ára, 19 til 39 ára, 40 til 49 ára, 50 til 59 ára og 60 ára og eldri. Badminton Sumardagsmót unglinga hefst klukk- an 10 í dag. Keppt verður í einliða, - tvíliða, - og tvenndarleik í sveina-, meyja-, hnokka- og tátuflokki. Afmælisgolfmót Keilis Opið afmælismót verður hjá Golf- klúbbnum Keili í Hafnarfirði á laugar- daginn. Keppt verður með 7/8 Stable- ford punktakerfi og verður ræst út frá kl. 8 árdegis. Skráning í golfversl- un í síma 555-3360. Dortmund í úrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn United óð ífærum áOldTrafford Reuter Gleði ATTILIO Lombardo, sem er á miArl mynd að ofan, kom Juventus á bragðið f gær- kvöldl og samherjar hans kunnu vel að meta markið. Stuðnlngsmenn Dortmund voru ekki síður kátlr þegar flautað var tll leiksloka á Old Trafford eins og sjá má til hllðar. Reuter Einstefna Áður en flautað var til leiks var ljóst að United varð að gera tvö mörk til að komast áfram en eftir þetta áfall urðu mörkin að vera þrjú. Heimamenn gerðu sér grein fyrir því, settu í fluggír í sókninni, sköpuðu sér mörg góð færi en lánið lék ekki við þá og gestimir vörðust vel auk þess sem heppnin var stund- um með þeim. Reyndar var með ólík- indum hvemig menn eins og Can- tona, Cole og Pallister gátu eyðilagt færin hvað eftir annað, jafnvel fýrir opnu marki, en greinilega átti ekki fyrir þeim að liggja að komast lengra í keppninni. United fékk átta hom- spymur gegn tveimur í fyrri hálfleik og sex á móti tveimur eftir hlé, en Dortmund fékk aðeins eitt umtals- vert færi - fímm mínútum fyrir leiks- lok eftir gagnsókn. Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri United, ætlaði sér Evrópu- meistaratitilinn og ekkert nema óheppni kom í veg fyrir að liðið léki til úrslita. Liðið gerði í raun allt vel en tókst ekki að setja punkt- inn yfir i-ið, að skora. „Stundum Ottmar Hitzfeld, þjálfari Dort- mund, sagði að liðið hefði aldreí fengið eins mikla mótspymu. „Ég átti von á miklum ágangi og það gekk eftir. United lék frábæra knattspymu en tókst ekki að skora. Við vorum mjög heppnir en stundum þarf heppni til að sigra. Mark snemma leiks gerði okkur mögulegt að ná okkur niður og það veitti okk- ur ákveðinn styrk umfram móthetj- ana. Þetta var stór sigur fyrir okk- ur, ekki síst með það í huga að við vorum án fímm landsliðsmanna." MANCHESTER United sótti án afláts á móti Dortmund á Old Trafford í gærkvöldi, átti vel á annan tug góðra marktækifæra en Englandsmeisturunum var fyrirmunað að skora. Þjóðverjarn- ir, sem unnu fyrri leikinn 1:0, gerðu óvænt mark snemma leiks og þar við sat. Dortmund leikur þvítil úrslita í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í fyrsta sinn og er fyrsta þýska liðið til að ná svo langt síðan Bayern Munchen var í úrslitum fyrir áratug. Miðjumaðurinn Lars Ricken skoraði á áttundu mínútu eftir sendingu inn í teiginn frá fyrirliðanum Andreas Múller sem var við hægri hliðarlínu. Varnar- menn United voru of seinir að átta sig, Peter Schmeichel sömuleiðis í markinu og Ricken kom boltanum í neðra hornið fjær. bæta menn sig eftir tap en ég get ekki gagnrýnt leikmenn mína,“ sagði Ferguson. „Þeir gerðu allt sem þeir gátu en ég viðurkenni að við áttum að skora úr einhveijum marktækif æranna. “ Juve sigraði Ajax af miklu öryggi ÞAÐ fór eins og marga grunaði, að Juventus yrði ekki í teljandi erfið- leikum með að leggja Ajax í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Juventus sigraði 2:1 ífyrri leiknum í Amsterdam og þvíef til vill eðli- legt að búast við að Juve kæmist áfram. Og sú varð rauninn. Evrópu- og heimsmeistararnir frá Tórinó unnu 4:1. Þar með var bundinn endir á sigurgöngu Ajax á útivelli en liðið tapaði síðast á útivelli í Evrópu- keppni árið 1994. Leikmenn Ajax mættu mjög ákveðnir til leiks. Léku hratt og örugglega og áttu tiltölulega auðvelt með að komst inn fyrir vörn Juventus á köntunum. Fyrirgjafirnar voru fínar og liðið fékk nokkur ágæt marktæki- færi á upphafsmínútum leiksins, enda hafði liðið boltann í 70% leiktímans fyrstu 25 mínúturnar. Peruzzi, hinn frábæri markvörður Juventus, var ör- yggið uppmálað og það var strax greinilegt að hollenska liðið yrði að vera mun beittara í sókninni ætlaði það sér sigur. Lombardo kom Juve á bragðið Lombardo fékk högg á kinnbein þegar hálf klukkustund var liðin af leiknum og var við hliðarlínuna til aðhlynningar í fimm mínútur. Þegar hann kom inná fékk Juventus horn- spyrnu eftir gott skot frá Vieri. Lomb- ardo hljóp beint á stöngina nær, bakk- aði aðeins út í markteiginn þegar Zid- ane tók spyrnuna og sneiddi knöttinn með höfðinu í hornið fjær. En „sá gamli“ var ekki hættur því tveimur mínútum síðar voru hann og Vieri aftur á ferðinni. Lombardo lék skemmtilega upp að endamörkum vinstra megin og lagði boltann fyrir Vieri sem skoraði af stuttu færi. Mörkin tvö komu svo sannarlega gegn gangi leiksins því gestirnir höfðu ráðið öllu á vellinum. En um það er ekki spurt. Það eru mörkin sem gilda. Rétt fyrir leikhlé sýndi Peruzzi að hann er einn besti markvörður heims, ef ekki sá besti. Eftir horn frá hægri var skallað snöggt neðst niður í hornið en Peruzzi var eins og köttur og varði meistaralega með því að slá boltann út í vítateiginn. Zidane frábær Frakkinn snjalli, Zinedine Zidane, átti stórleik. Hann lagði einnig upp þriðja mark Juventus, ptjónaði sig af snilld í gegnum vörn Ajax, komst upp að endamörkum innan markteigs og lagði boltann út til Amoruso sem þurfti ekki annað en renna honum í netið. Hafi Zidane sýnt snilli sína á 79. mínútu þegar Amoruso skoraði sann- aði hann hana ennfrekar mínútu síð- ar. Þá splundarði hann vörn Ajax í miðjum vítateignum, tók eina snagg- aralega gabbhreyfíngu til viðbótar þannig að markvörðurinn lá kylliflatur og renndi boltanum síðan sjálfur í netið. Stórkostleg frammistaða. Ajax tókst að minnka muninn áður en Zidane teiknaði síðari tvö mörk heimamanna. Ekki er hægt að segja að Ajax hafí leikið eins og lið sem þurfti að gera þijú mörk á stuttum tíma, en þess ber þó að geta að vörn og miðja Juventus var gríðarlega sterk. Á 75. mínútu fékk Ajax þó hornspyrnu og eftir hana skoraði hægri bakvörðurinn Mario Melchiot með skalla. Louis van Gaal, þjálfari Ajax, lofaði leik Juventus í gær. „Juve er með frá- bært lið sem unun er á að horfa,“ sagði hann og bætti því við að þrátt fyrir að vera með stórkostlegt lið hefði það verið brokkgengt í fyrri hálfleik, en „okkur tókst ekki að nýta okkur það,“ sagði þjálfarinn. Árangur Juventus í ár er frábær og ekki amalegt fyrir félagið takist því að verða Evrópumeistari á 100 ára afmælisárinu en fyrir er félagið heims- meistari félagsliða og hefur sex stiga forystu í ítölsku deildinni. Aðeins Inter hefur tekist að vinna titlana þijá á einu og sama keppnistímabilinu, 1964-1965. „Við vorum of varkárir í byrjun en eftir að Lombardo gaf tóninn fóru strákarnir að leika eins og þeir eiga að sér,“ sagði Marcello Lippi þjálfari Juve. Aðspurður hvort það hefði áhrif, að úrslitaleikurinn yrði í Þýskalandi sagði hann nei. „Helmingurinn af áhorfendum verður með okkur og þó svo við séum taldir sigurstranglegri hefur það ekki slæm áhrif á okkur,“ sagði Lippi. Mm FOLK ■ STACEY Gragila heimsmeist- ari kvenna í stangarstökki innan- húss setti um síðustu helgi banda- rískt met í greininni utanhúss er hún lyfti sér yfir 4,24 m, gamla metið sem var í hennar eigu var 4,22 m. íslandsmet Völu Flosa- dóttur utanhúss er 4,17 m. ■ DOMINGOS Castro lang- hlaupari frá Portúgal sigraði um síðustu helgi í Rotterdam mara- þoninu á 2:07.51 cg náði þar með 12. besta tíma frá upphafi í mara- þonhlaupi karla. Alejandro Gomez var í öðru sæti í hlaupinu á 2:07.54 en þetta var hans fyrsta maraþonhlaup og tíminn er sá besti sem nýliði hefur náð. ■ TEGLA Loroupe sigraði í kvennaflokki á 2.22.07 og náði 4. best tíma konu í maraþonhlaupi frá upphafi. Annars náðist mjög góður tími í Rotterdammaraþoninu að þessu sinni, átta karlmenn hlupu undir 2:09 klst. ■ MARTINA Hingis, svissneska tennisstjarnan unga, missir af næstu þremur tennismótum. Hún datt af hestbaki á mánudaginn þegar hún var í útreiðartúr á hesti sínum og meiddist á fæti. Hingis komst nýverið í efsta sæti á heims- listanum, yngst kvenna - aðeins 16 ára - en hætt er við að hún missi sætið fyrst hún verður ekki með á næstu þremur mótum. Trú og úlsjón- arsemi skorti Er sáttur „Mínar stúlkur léku þokkalega en þar sem þetta er fyrsti liðurinn í undirbúningi okkar fyrir heims- meistarakeppnina og liðið hefur ekki lengi verið saman fyrir leikinn verð ég að vera sáttur,“ sagði Vatr- omir Srhoj, þjálfari Króatíu. „í fyrri hálfleik var sóknarleikur- inn okkar lélegur en skánaði mikið í þeim síðari. Vörnin var hins vegar lengst af ágæt hjá okkur. íslenska liðið barðist vel og stóð sig betur en ég hélt,“ bætti hann við. Morgunblaðið/Geir Ólafsson Hingað og ekki lengra KRÓATÍSKU stúlkurnar gátu verið fastar fyrir í vörninni eins og Auður Hermannsdóttir fékk að reyna. Hún eins og aðrar skyttur íslenska liðsins fékk að finna fyrir styrk og hæð gestanna í Víkinni og átti erfitt uppdráttar. Sjö íslending- aráHMí borðtennis HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í borðtennis hefst í Manchest- er á Englandi í dag og eru íslendingar á meðal þátttak- enda en liðið er skipað Guð- mundi Stephensen, Kjartani Briern, Adam Harðarsyni, Ingólfí Ingólfssyni, Evu Jó- steinsdóttur, Li(ju Rós Jó- hannesdóttur og Líneyju Árnadóttur. Mótherjar íslenska karlal- iðsins verða Tyrkir, írar, Argentínumenn og Súdanir, en konurnar leika við Indo- nesíu, Portúgal og Guernsey. Þjálfarar eru Hu Dao Ben og Ólafur Rafnsson. Mótinu lýkur 5. maí. ÍSLENSKA kvennalandsliðið vantaði meiri trú á eigin getu og aukna útsjónarsemi til að- gerða er það mætti Króatíu, einu sterkasta landsliði heims, í gærkvöldi. Eftir að hafa tekist að halda í við gestina í mistæk- um fyrri hálfleik urðu mistök í upphafi síðari hálfleiks þess valdandi að gestirnir náðu und- irtökunum sem þeir héldu allt til loka. Vissulega gáfust möguleikar hjá íslenska liðinu til að minnka muninn og sleppa með tveggja til fjögurra marka tap í stað þeirra sex marka sem skildu að í leikslok, en þeir möguleikar voru ekki nýttir - lokatölur 22:16. Fyrri hálfleikurinn var tilþrifalít- ill og mikið var um mistök á báða bóga. íslenska liðið lék flata vörn og með bar- áttugleði tókst að lvar halda þeim króat- Benediktsson ígku niðrL Sóknir íslenska liðsins voru flestar hvetjar langar en leikmenn- ina vantaði meiri trú á að þeir gætu komist framhjá fremur há- vöxnum varnarmönnum gestanna. Hver mistök voru hins vegar dýr- keypt því króatíska liðið svaraði um hæl með hraðaupphlaupum en til allrar hamingju fyrir það íslenska rötuðu mörg skotin úr þeim í mark- stangirnar. Sjálfstraust íslensku sóknarmannana virtist aukast er á leið og enn frekar þegar Auður Hermannsdóttir kom inn á upp úr miðjum hálfleik. Hvað sem öllu leið var frumkvæðið í höndum íslenska liðsins sem var ætíð fyrra að skora og var engu líkara en óvænt mót- spyrna heimastúlkna hafí slegið gestina út af laginu. Staðan í hálf- leik var jöfn, 7:7. Króatíska liðið kom með tromp upp í erminni til leiks í síðari hálf- leiks sem sló íslenska liðið út af laginu um stund. Trompið var að breyta vörninni úr því að leika 6-0 í 3-2-1 og fjórar fyrstu sóknir ís- lenska liðsins strönduðu á þessu útspili gestanna sem nýttu sér það til fulls og refsuðu með ijórum mörkum í röð og eftir 5 mínútur var staðan orðin 11:7. Vörnin var áfram sterk hjá íslendingum og í tvígang með stuttu milli bili var dæmd leiktöf á gestina og heima- stúlkur náðu að minnka muninn í eitt mark i tvígang og höfðu alla burði til þess að jafna. Ónákvæmur sóknarleikur þar sem alla útsjónar- semi skorti gerði út um að það tækist. Hver sóknarlotan á fætur annarri rataði i hendur varnar- manna Króatíu eða þá endaði með ómarkvissum skotum. Gestirnir komust á flug á ný og innsigluðu öruggan sigur. „Þær eru mun sterkari líkamlega en við svo það var barningur að vera inni á línunni," sagði Hulda Bjarnadóttir að leikslokum, en hún átti einna bestan leik íslensku stúlknanna. „Er þær breyttu vörn- inni vorum við ekki reiðubúnar að svara og missturh þær fram úr okk- ur. En er á leið fannst mér ein- hvern neista vanta í leik okkar. Við hefðum getað sloppið með minna tap, en við sigrum ytra,“ bætti hún við með bros á vör. Úrslitin eru e.t.v. viðunandi fyrir íslenska liðið þegar horft er til þess að króatíska liðið er í allra fremstu röð, en eins og leikurinn þróaðist þá var tapið óþarflega stórt. Leik- menn virtust hafa talið orustuna tapaða áður en hún hófst og þegar í ljós kom að svo var, var sem þær tryðu ekki eigin augum, þess vegna fór sem fór. Króatíska iiðið var ekki eins sterkt og samstillt og búast mátti Við og helgast það m.a. af því að það hefur nýlega komið saman til æfinga. Of mörg mistök í síð- ari hálfleik „EINS og leikurinn þróaðist þá er ég nokkuð sáttur við úrslit leiks- ins, þetta eru atvinnumenn í hand- knattleik sem við vorum að eiga við,“ sagði Theodór Guðfinnsson landsliðsþjálfari íslands að leiks- lokum. „Segja má að það hafi komið okkur á óvart að hafa í fullu tré við þær í upphafi og sú staðreynd gaf okkur byr i seglin i fyrri hálf- leik, þá lékum af skynsemi og vörn- in var góð. í síðari hálfleik var of mikið um mistök í sókninni og við færðum þeim þar af leiðandi knött- inn oft á mjög auðveldan hátt; segja má að skortur á skynsemi og þolin- mæði hafi orðið þess valdandi að við náðum þeim í tveimur til fjórum mörkum, sex mörk voru of mikið er öllu er á botninn hvolft.“ Theódór sagði ennfremur að meiri trú á eigin getu hafi skort til þess að halda í við gestina. „En vörnin var góð og það verður að teljast gott að fá ekki nema tuttugu og tvö mörk á sig gegn einu sterk- asta liði Evrópu sem er skipað at- vinnumönnum í hverri stöðu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.