Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1997 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR Þórir IMorðurianda- meistari á bogahesti Þórir Arnar Garðarssson, fim- leikamaður úr Ármanni, varð um síðustu helgi Norðurlandameist- ari unglinga á æfingum á boga- hesti og hreppti bronsverðlaun fyrir æfingar í hringjum. Mótið fór fram í Oðinsvéum í Danmörku. Dýri Krist- jánsson, Gerplu, komst í úrslit á svifrá og varð í 6. sæti. Tvær stúlk- ur, Eva Þrastardóttir, Björk, og Lilja Erlendsdóttir úr Gerplu náðu í úrslit í æfmgum á slá. Hafnaði Eva í 5. sæti og Lilja í 6. sæti. Er árangur þeirra athygliverður þar sem þær eru aðeins 12 ára þar sem keppend- ur í stúlkna flokki eru á aldrinum 12 tii 15 ára, en í piltaflokki voru keppendurnir 15 til 18 ára. í æfingum á bogahesti karla- flokki var spennandi keppni og deildi Þórir fyrsta sætinu með sænskum andstæðingi sínum, báðir fengu 7,700 í einkunn en danskur piltur varð þriðji með 7,450. Fyrir æfingar í hringjum hlaut Þórir 7,750 og þriðja sætið að launum. Enn bætir Örn í safnið Orn Arnarson sundmaður úr SH slær ekki slöku við þessa dagana. Um síðustu helgi bætti hann eigið piltamet í 100 m flugsundi á unglinga- meistaramóti Hafnarfjarðar í sundi. Synti hann vegalengd- ina á 57,82 sekúndum. Gamla metið var 59,17 sett í Sund- höll Reykjavíkur 22. febrúar sl. __ Á unglingameistaramótinu var keppt í átta flokkum og voru veittir bikarar til sigur- vegara hvers flokks, en það var sá er fékk flest stig í þrem- ur greinum. Sigurvegarar flokka voru sem hér segir: Hnátuflokkur: Ólöf Halldórs- dóttir; hnokkaflokkur: Eric Ólafur Wiles; meyjar: Anja Ríkey Jakobsdóttir; sveinar: Kári Níelsson; telpur: Sunna Björg Helgadóttir; drengir: Unnar Þór Þórunnarson; stúlkur: Hlín Sigurbjörnsdóttir piltar: Öm Arnarson. Sigurvegarinn fékk 7,950 og sá er hreppti annað sætið fékk 7,850 í einkunn. Dýri komst í úrslit á svifrá og hlaut 6,550 í einkunn en sigur- vegarinn hreppti einkunina 7,600 fyrir æfingar sínar. Eva varð í 5. sæti á jafnvægislá með 6,900 í einkunn og Lilja kom í kjölfarið hennar með 6,650. Sigur- vegari í þessari þraut var sænsk stúlka fékk hún 7,450. Taka ber tillit til þess að Lilja og Eva voru yngstar af þeim stúlkum sem kom- ust í úrslit. í liðakeppni mótsins urðu ís- lensku sveitirnar í fjórða sæti bæði í pilta og stúlknaflokki. íslensku piltarnir fengu samtals 124,200 en finnska sveitin sigraði með 140,100 í einkunn, Norðmenn ráku hins veg- ar lestina. í stúlknaflokki urðu Svíar hlutskarpastir með 96,400 en ís- lensku stúlkurnar fengu 89,450. Dönsku stúlkumar urðu síðan að bíta það súra epli að verða í síðasta sæti. Nautikts ÞÓRIR Arnar Garðarsson úr Ármanni (á efri myndinni), sem varð Norðurlandameistari ungl- inga á æfingum á bogahesti og bronshafi í hringjum. Á neðri myndinni að ofan er stúlkna- landsliðið sem keppti á Norðurlandamótinu ásamt þjálfara sínum. Efri röð f.v.: Hanna Lóa Friðjónsdóttir, þjálfari, Bergþóra Einarsdóttir, Lilja Erla Jónsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdótt- ir. Fremri röð f.v.: Eva Þrastardóttir, Lilja Erlendsdóttir. Tvö ungl- ingalands- lið valin TILKYNNT hafa verið tvö ungl- ingalandslið pilta í handknattleik sem eiga að taka þátt í verkefnum sem framundan eru í sumar. Ann- ars vegar er hópur sem verður val- ið úr til þátttöku á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Portúgal 18. til 24. júlí og hins vegar lið sem kepp- ir á Opna Norðurlandamótinu 19 ára yngri sem fram fer í Svíþjóð 28. júní til 3. júlí. Hópurinn sem valinn var vegna Ólympíudaga Evr- ópuæskunnar er skipaður eftirtöld- um leikmönnum: Atli Þórarinsson...........KA Bergþór Andrésson........Fram Bjarni Gunnarsson...Stjörnunni Bjami Fritsson.............ÍR Bjarki Sigurðsson.........Val Gísli Kristjánsson.........KR Davíð Höskuldsson.........Val Gunnar Jóhannsson....Selfossi Hafsteinn Ingason........Fram Hannes Jón Jónsson........Val Haukur Sigurvinsson......Fram Hermann Grétarsson.........ÍR Hjalti Þór Pálmason...Víkingi Hilmar Stefánsson..........KA Hreiðar Guðmundsson........KR Ingimundur Ingimundarson...ÍR Jónatan Þór Magnússon......KA Níels Reynisson............KA Ragnar Þór Helgason........ÍR Róbert Gunnarsson........Fram Sigursteinn Arndal.........FH Snorri Guðjónsson.........Val Sverrir Pálmason...........KR Stefán Þór Hannesson......Val Trausti Sigurðsson.......Fram Þráinn Magnússon......Víkingi Valdimar Þórsson.....Selfossi Pálmi Hlöðversson..........FH Hópurinn sem fer á Opna Norð- urlandamótið í Svíþjóð er skipaður eftirtöldum drengjum. Andri Úlfarsson...............ÍR Bjartur Sigurðsson............ÍR Daníel Ragnarsson............Val Einar Jónsson...............Fram Guðjón Valur Sigurðsson...Gróttu Gísli Guðmundsson.......Selfossi Helgi Jónsson.........Stjörnunni Halldór Sigfússon.............KA Heimir Örn Árnason............KA Hjalti Gylfason..........Víkingi Jóhann Guðmundsson......Selfossi Kristján Þorsteinsson.........KR Ragnar Þór Óskarsson..........ÍR Sigurgeir Árni Ægisson........FH Sigurgeir Höskuldsson........Val Sindri Sveinsson............Fram Sverrir Þórðarson.............FH Vilhelm Sigurðsson..........Fram Karl Grönvold............Víkingi Úrslitakeppni EM ad hefiast Islenska unglingalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 16 ára og yngri heldur á laugardag- inn til Þýskalands þar sem það tek- ur þátt í úrslitakeppni Evrópumóts- ins í knattspyrnu. Alls leika 16 þjóð- ir í keppninni og keppt verður í fjór- um riðlum. íslenska liðið er í riðli með Tyrkjum, Slóveníu og Slóvakíu. Fyrsti leikur Islands er á mánudag- inn gegn Slóvökum, síðan mætir það Slóveníu tveimur dögum síðar. Lokaleikurinn í riðlakeppninni verð- ur við Tyrki á föstudaginn. Tvö lið fara áfram í hverjum riðli í 8-liða úrslit sem leikin verða mánudaginn 5. maí. Þaðan halda áfram fjögur lið í undanúrslit mið- vikudaginn 7. maí. Leikið verður um 3. til 4. sætið föstudaginn 9. maí og daginn eftir verður úrslita- leikurinn. Gústaf Björnsson lands- liðsþjálfari hefur valið hópinn sem leikur fyrir íslands hönd að þessu sinni og er hann skipaður eftirtöld- um leikmönnum. Markverðir: Gunnar Björn Helgason......Selfossi Stefán Logi Magnússon..........Fram Aðrir leikmenn: Matthías Guðmundsson............Val Daði Guðmundsson...............Fram Indriði Sigurðsson................KR Auðunn Jóhannsson.................KR ÓlafurP. Snorrason............Fjölni Ólafur Gunnarsson.........Stjörnunni Bernharður Guðmundsson...Stjörnunni Benedikt Árnason..................FH Jón Fannar Guðmundsson..........UMFG Þórarinn Kristjánsson.......Keflavík Hjörtur Fjeldsted...........Keflavík Emil Sigurðsson...................ÍA Andri Albertsson.................Þór Kristján Sigurðsson...............KA Bikarmeistarar FH BIKARMEISTARAR í 3. flokki kvenna í handknattleik, lið FH. Efri röð f.v.: Jón Auðunn Jónsson, stjórnarmað- ur, Viðar Símonarson, þjálfari, Linda Guðmundsdóttir, Gunnur Ingimarsdóttir, Drífa Skúladóttir, Karen Guð- mundsdóttir, Þórdís Brynjólfsdóttir, Dagný Skúladóttir, Guðrún Hólmgeirsdóttir, Hafdís Hinriksdóttir, Helga Magnúsdóttir, stjórnarmaður. Fremri röð f.v.: Sigurður M. Jónsson, Anna Pálmadóttir, Guðbjörg Helgadóttir, Brynja Jónsdóttir, fyrirliði, Inga Pétursdóttir, Jónína Þorsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.