Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 B 3 Kristján þjálfar FH, Bjarfci enn óákveðinn Hálfdán Þórðarson samningsbundinn bæði FH og Aftureldingu KRISTJÁN Arason var ráðinn þjálfari 1. deildar liðs FH um helgina. Afturelding hafði einnig áhuga á að fá Kristján sem þjálfara, en þegar hann kaus að halda á heimaslóðirnar snéru Mosfellingar sér til Bjarka Sigurðssonar, leikmanns liðsins, og óskuðu eftir því að hann yrði þjálfari þess. Bjarki hefur enn ekki gefið svar - sagðist ígærkvöldi ætla að hugsa málið betur. Drammen í Noregi hefur gert Bjarka tilboð um að leika ytra og enn kemur til greina af hans hálfu að taka þvítilboði, og svo gæti einnig farið að hann léki áfram með Afturelding þó hann verði ekki þjálfari. Kristján Arason hefur verið þjálfari í Þýskalandi undan- farin þrjú ár en hann þjálfaði FH áður en hann hélt út - gerði liðið m.a. að íslandsmeistara vorið 1992. „Þetta er öðruvísi verkefni en ég hef áður sinnt, því fyrst og fremst verður um uppbyggingarstarf að ræða,“ sagði Kristján við Morgun- blaðið. „Stefnan er að byggja upp sjálfs- traust hjá leikmönnum og stuðn- ingsmönnum, fá stemmningu aftur í kringum liðið.“ Kristján þjálfaði FH 1991 til 1994 og þá varð liðið einu sinni íslandsmeistari, einu sinni deildar- meistari og tvisvar bikarmeistari. „Liðið var sterkara þá en það er núna en efniviðurinn er góður. FH hefur oft átt góða yngri flokka en of fáir hafa skilað sér sem lykil- menn í meistaraflokki og því viljum við breyta. Við hugsum ekki um titil en aðalatriðið er að byggja upp leikgleði og taka eitt skref í einu.“ Kristján sagði ennfremur að reynsla eldri manna liðsins hefði mikið að segja og Guðjón Ámason yrði í stóru hlutverki. „Segja má að hann verði framhald af mér inni á vellinum." Afturelding vildi einnig fá Krist- ján sem þjálfara en hann valdi FH að vel athuguðu máli. „Staða FH er ekki góð og mér fannst ég skulda félaginu. Ég og stjórnin þurfum að rífa FH upp úr öldudal og til þess er leikurinn gerður," sagði Kristján. Óljóst hvaö Hálfdán gerir Hálfdán Þórðarson, línumaður í FH, skrifaði á sunnudag undir samning til þriggja ára við Aftur- eldingu að sögn Jóhanns Guðjóns- sonar, formanns handknattleiks- deildar félagsins. Hálfdán rifti í framhaldi af því skriflega leik- mannasamningi sínum við hand- knattleiksdeild FH í gærmorgun. Þegar leið á daginn í gær hafði Hálfdáni hins vegar snúist hugur og sagði við Morgunblaðið seint í gærkvöldi: „Það eina sem er öruggt er að ég fer ekki í Aftureldingu.“ Meira vildi hann ekki láta hafa eft- ir sér, en jafnvel kemur til greina að hann leiki alls ekki næsta vetur skv. heimildum blaðsins. Sigurjón þjálfar Selfoss Handknattleiksdeild UMF Sel- foss og Siguijón Bjarnason, sem lék með Aftureldingu í vetur eftir að hafa áður verið línumaður Selfoss, hafa gert með sér samkomulag um að hann taki við þjálfun meistara- flokks félagsins sem féll í 2. deild á liðnu tímabili. Hann tekur við af Guðmundi Karlssyni og er samning- urinn til þriggja ára. Morgunblaðið/Golli BJARKI Sigurðsson á lands- IIAsæfingu í gær. Hann velt- Ir því nú fyrlr sér hvort hann eiga að taka að sér þjálfun Aftureldingar eða ekki. Andrés þjálfar lið KRog Gróttu Gunnar fór í Fram Essen býður Patreki nýjan samning Patrekur Jóhannesson stóð sig vel með Essen í þýska hand- boltanum í vetur og vill félagið gera nýjan samning við hann í sum- ar en hann gerði samning til tveggja ára í fyrra. „Ég gerði alls 128 mörk í deildinni sem þykir gott hjá nýliða og félagið er ánægt,“ sagði Patrek- ur við Morgunblaðið en hann var í 19. sæti yfir markahæstu menn fyrir síðustu umferðina. Hann var með tvö mörk í síðasta leiknum þegar Essen tók á móti meisturum Lemgo sem unnu 27:28. „Þetta var ekki góður leikur og ég var óánægð- ur með sjálfan mig en Lemgo er með besta liðið og það var gaman að spila fyrir troðfullu húsi, milli sex og sjö þúsund manns voru í höllinni. Þetta hefur líka verið ánægjulegt tímabil og ég tek örugg- lega tilboði Essen um nýjan samn- ing.“ Héðinn Gilsson gerði fimm mörk fyrir Fredenbeck sem tapaði 28:27 fyrir Sigurði Bjarnasyni og sam- heijum í Minden en Fredenbeck var fallið fyrir leikinn. „Þetta er það lægsta sem ég hef upplifað í boltan- um,“ sagði Héðinn. „Það er mjög sárt að falla en ég get huggað mig við það að slíkt hefur komið fyrir bestu menn.“ Héðinn gerði samning til tveggja ára í fyrra og sagðist frekar eiga von á að vera áfram hjá félaginu. „Ég hef ekki fengið tilboð um ann- að en nokkrar fyrirspurnir." Róbert Sighvatsson og samheijar í Schuttei'wald töpuðu 40:33 í Kiel og féllu en Róbert á möguleika á að leika áfram í efstu deild. Hann hefur gert samning við Dormagen sem leikur um sætið við Bad Schwartau eða Dutenhofen, en þessi lið, sem urðu í 2. sæti í riðlun- um í 2. deild, mætast fyrst. Hameln, sem Alfreð Gíslason tekur við, slapp ineð skrekkinn og hélt sæti sínu á markatölu. GUNNAR Berg Viktorsson, landsliðsmaður í handknattleik, undirritaði í gær eins árs samn- ing við Fram um að leika með félaginu. Gunnar hefur til þessa dags leikið með IBV en hyggur á nám í Reykjavík á næsta hausti og taldi það ekki ganga að leika með Eyjamönnum sam- hliða því. Hér á myndinni er Gunnar til vinstri en hægra megin er Brynjar Freyr Stef- ánsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar Fram, sem er að vonum glaður með liðsmanninn sem næsta vetur mun klæðast peysunni sem þeir halda á. ANDRÉS Gunnlaugsson verð- ur þjálfari sameinaðs 1. deild- ar liðs Gróttu og KR í hand- knattleik kvenna á næsta tímabili en um helgina gerði hann samning til þriggja ára um þjálfun liðsins og hefjast æfingar 1. maí. „Þetta er framtíðarlið og spennandi verkefni,“ sagði Andrés við Morgunblaðið en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá HK í Kópavogi undanfarin ár með góðum árangri. Hann tók við átta ára gömlum drengjum fyrir sex árum og hefur þjálf- að þá síðan en undanfarin þijú til fjögur ár hafa þeir verið í 1. til 3. sæti á íslands- mótum. Andrés, sem er 36 ára, var aðstoðarþjálfari meistaraflokks HK áður en Sigurður Sveinsson tók við liðinu. Hann lék með HK, ÍR og í Belgíu þar sem hann var í námi í íþróttahóskóla í Lo- uvain. Hann hefur sótt þjálf- aranámskeið í Júgóslavíu, Þýskalandi og síðast í Noregi þar sem hann fylgdist ma. með æfingum norska kvenna- landsliðsins. Þess má geta að Gunnlaug- ur Hjálmarsson, faðir Andr- ésar, var um árabil einn fremsti handknattleiksmaður landsins en Guðný móðir hans lék með KR á árum áður. „íslendingaherdeildin" í Þýskalandi tryggði sér sæti í 1. deild Bikarinn afhent- ur á ráðhústorg- inu íWuppertal VIGGÓ Sigurðsson stýrði Wup- pertal til sigurs í 2. deild þýska handboltans og leikur liðið því í 1. deild næsta tímabil. Wuppertal sótti Spandau heim í Berlín í loka- umferðinni og vann 25:18. Bad Schwartau, sem var stigi á eftir Wuppertal, vann 37:23 í síðasta leik, en var með lakari markatölu en Wuppertal sem hefði nægt jafntefli í Berlín til að halda efsta sætinu. „Mikil taugaveiklun einkenndi leik okkar í byijun en eftir að hafa verið undir 9:8 tókst okkur að snúa dæminu við, staðan var 11:9 okkur í vil í hléi og síðan komumst við i 23:13 og þar með var þetta afgreitt," sagði Viggó við Morgunblaðið. „Við vorum með mi’kið betra lið og áttum þetta skilið,“ sagði Dag- ui- Sigurðsson, sem gerði fjögur mörk. „Þetta var tæpt þar til í lokin þannig að við þurftum að bíða fram á síðustu stundu með fagnaðarlætin," sagði Ólafur Stefánsspn sem var með 8/2 mörk. „Ég fór út með því mark- miði að spila í efstu deild og nú er því náð, ég fæ að spila á með- al þeirra bestu.“ Dimitri Filippov skóraði tvö. Mikil spenna var í síðustu um- ferðunum og gerði Bad Schwartau allt sem félagið gat til að koma Wuppertal úr jafnvægi. Það hét mótheijum liðsins hveiju sinni 50.000 mörkum í leikmannasjóð fyrir sigur á Wuppertal auk þess sem það keypti 300 miða á leikinn í Berlín og gaf þá íbúum í borginni. „Spennan hefur verið ógurleg," sagði Viggó. „Ekki aðeins inni á vellinum og í baráttunni um stigin heldur I öllu umhverfi félagsins. Liðið er ekki nógu sterkt til að leika í 1. deild og því var ákveðið að færi það upp yrði bætt við fjór- um til fimm mönnum. Menn hafa því beðið í 34 umferðir en fyrst núna er ljóst að hópurinn verður styrktur verulega enda liggur fyr- ir að styrktaraðilar leggja meiri pening í dæmið vegna breyttrar stöðu.“ Geir Sveinsson hefur þeg- ar gert samning við félagið en Viggó sagði að fyrst og fremst vantaði vinstri hornamann. Leikmenn Wuppertal flugu frá Berlín og var tekið á móti þeim eins og þjóðhöfðingjum. „Fleiri þúsund manns biðu eftir okkur á ráðhústorginu og borgarstjórinn tók sérstaklega á móti okkur," sagði Viggó. „Þarna fengum við bikarinn afhentan við mikinn fögnuð borgarbúa og gleðin var gífurleg. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið verður meistari og tilfinn- ingunni má líkja við andrúmsloft- ið sem ríkti þegar ég varð Islands- meistari með Víkingi 1975 í fyrsta sinn.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.