Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ISLANDSGLIMAN Bestur INGIBERGUR Sigurðsson sigraði verðskuldað í ís- landsglímunni. Hér tll hllð- ar glímir hann við Orra Björnsson, þar sem Ingi- bergur hafði betur. Á myndinni að ofan er Ingi- bergur með Grettisbeltið. Jón kjörinn JÓN M. ívarsson var endurkjörinn formaður Glímusambands íslands til eins árs á ársþingi þess sem fram fór á sunnudaginn. Jón Ármann Héðinsson, fyrrver- andi alþingismaður, sem lengi sat í framkvæmdastjórn íþróttasam- bands íslands, bauð sig fram á móti Jóni og segja má að giíma þeirra hafi verið hörð og tvísýn; Jón fékk 25 atkvæði en Jón Ar- mann 22. Kona í stjórn ÞAÐ bar til tíðinda á þinginu að kona var í fyrsta sinn kjörin í stjórn Glímusambandsins. Jóhanna Krist- jánsdóttir var kosin í varastjórn, en hún er dóttir Kristjáns Yngva- sonar glímukappa, aldursforseta Íslandsglímunnar daginn áður. Morgunblaðið/Jón Svavarsson yrir Ingibergur glímukóngur íslands annað árið í röð INGIBERGUR Sigurðsson úr Víkverja varð glímukóngur íslands annað árið í röð á laugardaginn. Hann hlaut átta vinninga af níu mögulegum á Íslandsglímunni í íþróttahúsi Kennaraháskólans, Arngeir Friðriksson varð í öðru sæti og Orri Björnsson þriðji. Mótið var skemmtilegt og spennandi og boðið upp á skemmtileg- ar glímur. Sigur Ingibergs var verð- skuldaður. Hann var mjög tæknilegur og lagði suma mótherj- ana með glæsibrögðum; Jón Birgi Valsson t.d. með ut- Skgptj anfótar-hælkrók á Hallgrímsson sekúndubroti. skrifar Flauta dómarans var varla þögnuð þegar andstæðingurinn var kominn á herðablöðin; bragð þetta er ein- mitt sérgrein Ingibergs og hann hefur oft beitt því með góðum ár- angri. Meistarinn sýndi mesta tækni, lipurð og snerpu allra keppenda. Enda tapaði hann aðeins einni glímu en gerði ekkert jafnglími. Ekki var neitt þóf í glímum hans. Þá mótherja sem hann sigraði af- greiddi hann alla vel; aldrei var vafamál að hann sigraði, nema gegn Helga Kjartanssyni. Hann veitti andstæðingunum hreinar byltur. Snemma mótsins mættust þeir Orri Björnsson og Ingibergur og þar hafði KR-ingurinn betur. Viðureign þeirra var hörkurimma og skemmti- leg og Orri fagnaði sigri sínum með tilþrifum. Aðeins ein glíma var á milli þessarar viðureignar og þess að Orri þurfti að mæta Arngeiri og þá hafði Þingeyingurinn betur. Þeg- ar þeir Ingibergur og Arngeir mætt- ust svo, síðar í mótinu, hafði Ingi- bergur vinninginn. Hann tapaði að- eins glímunni gegn Orra, en Arn- geir og Orri gerðu báðir jafnglími tvívegis - og urðu því jafnir í öðru til þriðja sæti. Orri gerði jafnglími við félaga sína í KR, Jón Birgi og Jón Unndórsson og Arngeir við Jón Birgi og Pétur Eyþórsson, félaga sinn úr HSÞ. Því er hægt að segja að félagar þeirra Orra og Arngeirs hafi ekki verið þeim þægur ljár í þúfu. í aukaglímu um silfurverðiaun hafði Arngeir betur. Ingibergur hlaut 8 vinninga sem fyrr segir, Arngeir 7 (plús 1 eftir sigur á Orra Björnssyni í aukaglím- unni) og Orri 7. Ólafur Sigurðsson HSK, Jón Unndórsson KR og Jón Birgir Valsson KR fengu allir fjóra og hálfan vinning, Ólafur Kristjáns- son HSÞ þijá vinninga, Kristján Yngvason úr HSÞ hlaut tvo og hálf- an og jafnir í níunda og tíunda sæti voru Helgi Kjartansson HSK og Pétur Eyþórsson með tvo vinn- inga hver. „Mótið hefur líklega aldrei verið eins sterkt og núna. Það sýnir mik- inn styrk að neðstu menn eru með tvo vinninga og aldrei hefur verið svo lítill munur miili efstu og neðstu manna í _svo ljölmennu móti,“ sagði Jón M. ívarsson, formaður Glímu- sambandsins, við Morgunblaðið eftir mótið. „Það var enginn liðléttingur með á mótinu nú; þetta voru allt vaskir menn, sem tóku vinninga hver af öðrum.“ Ungu mennirnir á mótinu, Ólafur Kristjánsson og Pétur Eyþórsson, vöktu báðir verðskuldaða athygli. Ólafur, sem er 17 ára nýliði, fékk þrjá vinninga sem fyrr segir og gerði m.a. jafnglími við föður sinn, Kristján Yngvason. Glíma þeirra var fjörug, strákur ætlaði sér greinilega að sigra en „gamli maðurinn“ var jafn ákveðinn í að tapa ekki og báðir hafa líklega verið sáttir við niðurstöðuna Pétur er 18 ára og einnig nýliði í Islandsglímunni. Þar er greinilega á ferðinni frábær varnarmaður; „eitt mesta afrek mótsins var, að mínu mati, að Pétur skyldi standast hin jötunefldu átök Jóns Unndórsson- ar,“ sagði Jón M. ívarsson. „Það er varla hægt að kalla þetta glímu. Jón fór yfir mörkin að mínu mati, grýtti honum hvað eftir annað í gólfið en drengurinn hélt alltaf velli. Eg sé engan mann sem hefði stað- ist þetta, nema drenginn. Hann er framtíðarmaður; er lifandi eftir- mynd föður síns, Eyþórs Pétursson- ar sem var með liprustu og flink- ustu glímumönnum okkar - var einmitt svona léttur og lipur þegar hann kom fyrst fram.“ faém FOLK ■ FRÉTTIR frá Englandi herma að þau stórtíðindi verði jafnvel í sumar að Newcastle og Totten- ham skipti á frægum framheijum; Teddy Sheringham fari til New- castle og félagi hans í enska lands- liðshópnum, Les Ferdinand, fari hina leiðina. ■ EKKERT hefur verið staðfest í þessu efni, en bent er á að Shering- ham og Alan Shearer, framherji Newcastle, hafi náð mjög vel sam- an með enska landsliðinu og sá fyrrnefndi sé óánægður með slakt gengi Tottenham. ■ EINNIG er bent á að þegar Ferdinand var hjá QPR í London - og gekk geysilega vel - var þar knattspyrnustjóri Gerry nokkur Francis. Hann er nú við stjórnvöl- inn hjá Tottenham... ■ DENNIS Bergkamp leikur með Hollandi í riðlakeppni HM í knatt- spyrnu í San Marínó á morgun. Bergkamp er mjög flughræddur en lagði á sig 20 tíma ferð í bíl til að geta spilað. ■ ARSENAL leikur á heimavelli gegn Newcastle í ensku úrvals- deildinni á laugardag. Bergkamp verður ekið frá San Marínó eftir landsleikinn og verður kominn til London í tæka tíð. ■ PA UL Ince, enski landsliðsmað- urinn hjá Inter Milan á Italíu, virð- ist á heimleið í sumar skv. fréttum frá Englandi. Líklegast er að Li- verpool og Arsenal bítist um hann. ■ PETER Shilton, fyrrum iands- liðsmarkvörður Englands, leggur skóna líklega endanlega á hilluna eftir að samningi hans við 3. deild- arlið Leyton Orient var sagt upp í gær. Shilton er 47 ára. ■ ASTÆÐA þess að samningi Shiltons var sagt upp í gær er óvenjuleg: markvörðurinn getur ekki lengur sparkað nógu langt út! „Peter er frábær miðað við aldur og gæti hann sparkað lengra myndi ég halda honum," sagði Tommy Taylor, knattspyrnustjóri Orient við London Evening Standard í gær. „Það hljómar heimskulega, en til að skapa marktækifæri í þessari deild þarf lið markvörð sem getur spyrnt knettinum inn í vítateig and- stæðinganna,“ sagði Taylor. ■ SHILTON kom til Orient frá West Ham í haust og einn þeirra tíu leikja sem tók þátt í með liðinu var 1000. deildarleikur hans í Eng- landi. ■ MICHAEL Johnson heimsmet- hafi í 200 m hlaupi er kominn á ferðina á ný eftir vetrarleyfi. Um helgina tók hann þátt í keppni í 200 m hlaupi í heimalandi sínu, Banda- ríkjunum, og sigraði í hlaupinu á 20,05 sekúndum. ■ STACY Dragila heimsmeistari kvenna í stangarstökki innanhúss bætti síðasta föstudag bandaríska metið í stangarstökki utanhúss er hún stökk 4,29 m. Bætti hún fyrra met um 5 sm en það átti hún. ■ DRAGILA lét ekki þar við sitja heldur keppti einnig í sjöþraut á mótinu og náði þar að öngla saman 5.393 stigum. ■ TIFFANY Lott landi Dragilu hljóp á besta tíma ársins í 100 m grindahlaupi kvenna á sama móti er hún kom í mark á 12,72 sek. ■ MARY Slaney ein fræknasta hlaupakona síðustu áratuga en jafnframt ein sú óheppnasta setti um helgina óopinbert heimsmet í míluhlaupi kvenna i sínum aldurs- flokki, en Slaney er nú 38 ára. Hún hljóp á 4.26,10 mín, gamla metið, 4.29,36 mín. átti rússneska konan Yekíiterina Podkopayeva sem sigraði Slaney í 1.500 m hlaupi á HM innanhúss í París í mars sl. ■ SLANEY var þó fjarri hinu eina sanna heimsmeti kvenna í grein- inni, 4.12,56, í eigu Svetlönu Ma- sterkovu frá Rússlandi, en það var sett í fyrrasumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.