Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL1997 B 5 ÍÞRÓTTIR JUDO Armenningurinn Þorvaldur Blöndal tvöfaldur meistari á Islandsmótinu Toppurínná feríi mínum orvaldur Blöndal, Ármanni, varð tvöfaldur meistari á Is- landsmótinu í júdó sem fór fram á Selfossi á laugardag. Hann sigraði í -95 kg flokki og síðan í opnum flokki. „Ég var íslandsmeistari í -86 kílóa flokki 1994 og 1996 en þetta er toppurinn á ferlinum," sagði Þorvaldur við Morgunblaðið en hann byijaði að æfa júdó í KA hjá Jóni Óðni Óðinssyni á Akureyri fyr- ir tæplega fimm árum. Guðmundur öflugur Þrír keppendur voru í -95 kg flokki. „Guðmundur Smári Ólafsson frá Selfossi var erfiðari en Jakop Smári Pálmason úr Tindastóli," sagði Þorvaldur sem verður 22 ára í sumar. „Guðmundur var mjög öflugur, mætti ákveðinn til leiks og glíman var spennandi en sigurinn var samt aldrei í mikilli hættu.“ Átta keppendur voru í opnum flokki og glímdi Þorvaldur við Ár- menninginn Gísla Jón Magnússon í úrslitum og varð rimma þeirra spennandi. „Fyrir keppnina veðjaði ég á hann en ég fann mig æ betur eftir því sem leið á mótið og var mjög „heitur“ í úrslitunum. Þegar glíman hafði staðið yfir nokkra stund sá ég að ég ætti ágætis mögu- leika og fylltist bjartsýni en samt átti ég ekki von á sigri.“ Margir efnilegir Þorvaldur sagði að júdóið stæði ágætlega. „Við eigum unga, efnilega og góða menn en þurfum að fá tækifæri til að auka við reynsluna með því að keppa við þá bestu á mótum erlendis. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Stokkhólmi í lok maí og æfmgarnar miðast við það.“ Alls voru 45 keppendur frá átta félögum mættir á íslandsmótið á Selfossi. Að sögn stjómarmanna júdódeildar Selfoss voru þeir ánægðir með mótið og hvernig til tókst, en vinsældir júdóíþróttarinn- ar eru vaxandi á Selfossi. Boðið var upp á margar skemmti- legar glímur á mótinu og ein sú besta var á milli Freys Gauta Sig- mundssonar, KA, og Bjarna Skúla- sonar, Selfossi, þar sem sá fyrr- nefndi sigraði í flokki -78 kg flokki; þetta var fjórða árið í röð sem Freyr Gauti fagnar sigri í þessum flokki og hann vann bikarinn þar með til eignar. Morgunblaðið/Sig. Fannar GUÐMUNDUR Smárl Ólafsson frð Selfossl, til hægri, og Þor- valdur Blöndal úr Ármannl í einnl af úrslltaglímum mótsins. KAPPAKSTUR / FORMULA 1 Frentzen svarar gagn- rýni með góðum sigri UPI SIGRI fagnað í San Marínó. Þjóðverjinn Mlchael Schumacher sprautar kampavíni yflr landa sinn, Heinz-Harald Frentzen, eftlr fyrsta sigur þess síðarnefnda í Formula 1. ÞJÓÐVERJINN Heinz-Harald Frentzen kom vart upp orði eftirsiguríFormúla-1 kapp- akstrinum í Imola í San Marínó á sunnudag. Andlitið var eitt bros enda fyrsti sigur hans í greininni í höfn en hann hafði ekki komist í mark í fyrstu þremur keppnunum og margir, m.a. annars frammámenn í Williams-liðinu, efuðust um að hann hefði taugar til að berjast til sigurs. Má segja að hann hafi þaggað niður í þeim. Af þessum sökum var sigur Frentzens sætur. Einnig sakir þess að næstur honum kom landi hans og fyrrverandi félagi í Mercedes- Ásgeirsson kartliðinu Michael skrilar Schumacher, sem stakk undan honum fyrir mörgum árum og kvæntist unnustu Frentzens. Þó var ekki minnst á þau mál er sigri Frentzens var fagnað strax eftir keppnina og Schumacher samgladdist honum innilega. Var þetta í fyrsta sinn sem tveir Þjóðveijar eru í fyrstu sætum í formúlu-1 kappakstri frá upphafi. Sigur Frentzens skrifast ekki á aksturssnilli og lengst af var hann á eftir félaga sínum Jacques Vil- leneuve og Schumacher. Er hann tók hins vegar eftir því að þeir tveir fóru inn á viðgerðarsvæði um mið- bik kappakstursins lagði hann allt í sölurnar, ók tvo hringi á feikna- hraða og náði forskoti sem dugði til að koma út í fyrsta sæti er hann stuttu seinna tók sjálfur eldsneyti og skipti um hjólbarða. Villeneuve var fremstur á rás- marki fjórða kappaksturinn í röð en er leið á keppnina bilaði tölvu- búnaður kúplingar svo hann neydd- ist til að hætta. Með smáútsjónar- semi náði Frentzen fyrsta sætinu. Bróðir Schumachers, Ralf, sem ekur fyrir Jordan, virtist um tíma ætla að vera í baráttu um sæti á verðlaunapalli; var fjórði á 19. hring er hann varð að hætta vegna bilaðs drifskafts. Hill í vanda Heimsmeistarinn Damon Hill sagðist þurfa að gleyma keppninni í Imola. í forkeppninni á laugardag náði hann einungis 15. besta tíma og þegar bílarnir höfðu raðað sér upp í rásmarkinu kom í Ijós olíu- leki. Varð hann að fara inn til við- gerðar og því að hefja keppni það- an. Ók hann síðan af heldur meira kappi en forsjá en er hann ætlaði eftir 10 hringi að komast fram úr Prost-bíl Shinji Nakanos í einni beygjunni ók' hann aftan á hann svo að báðir féllu úr keppni. Hill kvartaði undan því að ökuþórarnir á undan honum hefðu ekki vikið eðlilega til hliðar og gefið honum færi á að komast fram úr en sagð- ist ekki hafa afsökun fyrir ákeyrsl- unni. Dómurum keppninnar þótti Hill hafa ekið heldur ógætilega og var hann dæmdur í skilorðsbundið akstursbann en hljóti hann engar aðfinnslur í næstu keppni fellur bannið niður. Félagi Hills hjá Arrows-liðinu, Brasilíumaðurinn Pedro Diniz, hlaut sömu refsingu fyrir ógætileg- an akstur. Hann varð að hætta keppni á 54. hring vegna bilunar. Hill og Diniz voru þó ekki einir um að fá bann. Báðir Williams- ökumennirnir, Frentzen og Villene- uve, voru settir á bann sem einnig er skilorðsbundið; kemur ekki til framkvæmda hljóti þeir enga áminningu í næstu tveimur keppn- um. Báðum var refsað fyrir að virða ekki gul aðvörunarflögg í undankeppninni á laugardag. Báru þeir því við að hafa ekki séð flögg- in þar sem öryggisveggir úr notuð- um hjólbörðum hefðu verið í sama lit. Aðeins helmingur bílanna 22 komst í mark, rétt eins og í Argent- ínukappakstrinum fyrir tveimur vikum. Austurríkismaðurinn Ger- árd Berger keppti nú í 200. sinn í formúla-1 en spann Benetton-bíl sínum útaf brautinni á fimmta hring. Rafkerfið hrundi í Sauber- bifreið Bretans Johnny Herbert á 20. hring af 65, en þetta var 100. keppni hans. Þá sprakk Mercedes-vél í bíl Bretans Davids Coulthards, sigur- vegara fyrstu keppni ársins, á 39. hring en þá var hann í fjórða sæti og í baráttu um sigur. í þriðja sæti varð félagi Schumachers hjá Ferrari, Norður- írinn Eddie Ii-vine, fjórði ítalinn Giancarlo Fisichella á Jordan-bíl. Vík hefur nú myndast milli öku- þóra Jordans eftir að Ralf Schum- acher keyrði Fisichella út úr braut- inni í Argentínu svo hann varð að hætta. „Við erum starfsfélagar en vinskapur okkar er brostinn," sagði Fisichella, sem vann sín fyrstu stig í formúlu-1 kappakstri að þessu sinni. ítalskir áhorfendur í Imola fögnuðu frammistöðu hans og Ferri vel og lengi. Spenna í stigakeppni Þó Villeneuve sé efstur að stig- um með 20 stig hefur stigakeppni ökuþóra galopnast fyrst hann varð að hætta. Schumacher hefur 14 stig og fimm eru með 10, Coult- hard, Berger, Frentzen, Irvine og Finninn Mika Hakkinen hjá McLar- en, sem lauk ekki keppni nú. Sömuleiðis er meiri spenna í keppni bílsmiða en í fyrra og búast má við harðari rimmu milli Will- iams-Renault og Ferrari liðanna þar sem þeir síðarnefndu virðast hafa ráðið bót á vélarvanda og fleiri kvillum sem gerðu að verkum að þeir voru fremur mistækir í fyrra. Að vísu á eftir að úrskurða hvort nýr mótor, sem Schumacher notaði í forkeppninni á laugardag, standist leikreglur formúlu-1. Will- iams-Renault hefur hlotið 30 stig í keppni bílsmiða, Ferrari 24, McLaren-Mercedes 20 og Benet- ton-Renault 13. í báðum flokkum hljóta aðeins sex fyrstu í mark í hverri keppni, stig. Næsti kappakstur verður í Món- akó 11. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.