Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1997 ANDRESAR ANDAR-LEIKARNIR MORGUNBLAÐIÐ Á skíðum skemmti... ANDRESAR andar-leikarnir, 22. í röðinni, fóru fram í Hlíðar- fjalli við Akureyri um helgina og þóttu takast vel þrátt fyrir lítinn snjó ífjallinu. Leikarnir eru fyrst og fremst hátíð barn- anna, sem nutu sín vel í leik og keppni eins og á fyrri leikum. Að þessu sinni voru 722 þátttakendur og er það næstmesti fjöldi frá upphafi, flestir voru þeir fyrir tveimur árum, 862, er mótið hélt upp á 20 ára afmæli sitt. Valur B. Jónatansson skrifar Andrésar andar-nefndin sem sér um leikana hefur verið skipuð nær sömu mönnum frá upphafi. Þessir menn hafa unnið gott og uppbyggj- andi starf og ber að þakka það. Mikil vinna liggur að baki svo hægt sé að halda svona fjölmennt mót, en starfsliðið er samhent og kann vel til verka. Um tíma var óvíst hvort hægt yrði að halda leikana vegna snjóleysis, en Andrésar-nefndin sýndi og sannaði að ýmislegt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. „Við vorum orðnir frekar óróleg- ir tveimur vikum fyrir leikana því þá var hér allt upp í 18 stiga hiti og við sáum snjóinn bráðna. En við í Andrésar-nefndinni vorum ákveðnir í því að bregðast ekki börnunum og reyndum því allt sem við gátum til að gera þetta mögu- legt. Með góðri skipulagningu var þetta hægt og ég held að allir hafi verið ánægðir með hvernig til tókst. Það var oft þröngt í brekk- unum en með tillitssemi allra sem komu að ieikunum gekk þetta áfallalaust,“ sagði Óðinn Árnason, einn þeirra sem hefur starfað við mótið frá upphafi. Leikamir hafa öðlast fastan sess hjá skíðakrökkum um land allt. Það er vel við hæfi að fagna sumri með svona hátíð sem er lokapunkturinn á skíðavertíðinni. Börnin hafa æft í allan vetur og beðið þess með óþreyju að komast á Andrés. Allt snýst um þetta mót hjá þeim og varla talað um annað síðustu vik- urnar fyrir leikana. Flestir taka þátt til að vera með en aðrir taka mótið alvarlega og keppa til verð- launa. Ólafsfirðingar voru stórtækir Önfirðingar stálu senunni á verðlaunapallinum og unnu flest gullverðlaun, 14 talsins. Vaskleg framjnistaða Önfirð- inga vakti athygli en þeir komu með 21 keppanda á leikana. Þar hefur verið unnið gott starf. Norð- maðurinn Kjell Hymer, sem er kennari í barnaskólanum í Holti í Önundarfirði, tók það upp hjá sjálf- um sér að fara með alla krakkana í skólanum á gönguskíði í fyrravet- ur þar sem íþróttaaðstaða innan- húss er af skornum skamti. Hann var heiðraður sérstaklega af Skíða- sambandi Islands eftir leikana fyr- ir brautryðjendastarf í þágu skíða- íþróttarinnar. Krakkarnir úr Ön- undarfirði fóru heim með fern gull- verðlaun, tvenn silfurverðlaun og þrenn bronsverðlaun. En besta veganesti þeirra og annarra sem tóku þátt í leikunum er minningin um skemmtilega daga í Hlíðarijalli. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson ANDRI Þór Kjartansson úr Breiðabliki er hér á fullri ferði í svigi 12 ára drengja. Keppendurnir á Andrésar andar-leikunum sýndu oft skemmtilega takta og eiga framtíðina fyrir sér. Morgunblaðið/V alur GRÉTAR Már Pálsson úr Breiðabliki og Andri Geir Gunnarsson úr Haukum. Spennandi að keppa Andri Geir Gunnarsson úr Haukum sigraði í svigi og stórsvigi í flokki 7 ára drengja. Grétar Már Pálsson úr Breiðabliki var annar í sviginu og í 5. sæti í stórsvig- inu. Þeir voru báðir með sigurbros á vör þegar blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti þá á meðan þeir biðu eftir að vera kallaðir upp á verðlaunapallinn í íþróttahöllinni. Þeir sögðust vera búnir að æfa skíðaíþróttina í tvö ár, báðir í Bláfjöllum, og að fá að fara á Andrésar-leikana væri það skemmtilegasta við þessa íþrótt. „Við erum ánægðir með leikana og við erum búnir að kynnast mörg- um krökkum. Það er mest spennandi að keppa.“ Norðmaðurinn Kjell Hymer, kennari í barna- skólanum í Holti, hefur lyft grettistaki í uppbyggingu skíðagöngunnar í Önundarfirði. Hann mætti á Andrésar-leikana með 21 barn sem hann hefur verið að þjálfa í tvö ár og má segja að þau hafi komið, séð og sigrað. Brynjólfur Ó. Árnason, sem er sjö ára og frá bænum Vöðlum í Önundarfirði, sigraði í sínum flokki bæði í göngu með hefðbundinni og fijálsri aðferð. Hann sagðist hafa æft tvisvar til þrisv- ar í viku yfir vetrarmánuðina. „Ég bjóst alveg eins við að sigra vegna þess að þegar við höf- um verið að keppa við ísfirðingana hef ég allt- af unnið. Það er gaman að vera hér á Andrés- ar-leikunum og ég ætla örugglega að koma aftur næsta vetur,“ sagði Brynjólfur. Arnar Björgvinsson sigraði í níu ára flokki í báðum greinum. „Mig dreymdi það fyrir keppnina að ég myndi fá bikar. Ég kom á leik- ana í fyrra en fékk þá ekki að keppa vegna þess að yngstu flokkarnir voru felldir niður vegna snjóleysis. Það var ofsalega gaman að vera með og ég er ákveðinn í að halda áfram að _æfa göngu,“ sagði Arnar. Óskar Halldórsson var annar í báðum göngunum, rétt á eftir Arnari félaga sínum. „Ég bjóst ekki við að við myndum ná svona góðum árangri. Það eru allir að óska okkur til hamingju," sagði Óskar. Morgunblaðið/Valur ÞEIR voru ánægðir með frammistöðuna á Andrés- ar andar-leikunum. Frá vinstri: Arnar Bjjörgvins- son, Óskar Halidórsson og Brynjólfur Ó. Arnason. Norðlenskir g Guðný Ósk Gottliebsdóttir frá Ólafsfirði hefur verið sigursæl í göngukeppninni á Andrésarleikum undanfarin ár. Hún sigraði í flokki 12 ára stúlkna með fijálsri aðferð og var önnur á eftir Freydísi Konráðs- dóttur í keppni með hefðbundinni aðferð. „Ég er að keppa á Andrésar- leikum í sjötta sinn og ég held að þetta séu skemmtilegustu leikarnir. Það er gleðilegt að kveðja þessa leika með sigri. Nú flyst ég upp í unglinga- flokk. Ég er ákveðin í að halda áfram í göngunni," sagði Guðný. Faðir hennar Gottlieb Konráðsson er fyrr- um íslandsmeistari. „Pabbi fylgist vel með mér og er oft að æfa mig.“ Hjörvar Maronsson frá Ólafsfirði vann báðar greinarnar í göngu 11 ára drengja og ekki í fyrsta sinn sem hann gerir það. Hann lét sér ekki nægja að keppa í göngu því hann tók einnig þátt í svigi og stór- GUÐNÝ Ósk Gottliebsdóttir frá Ólafsl Sigiufirði og Ólafsfirðingurinn Jensína Magnúsdóttir, formaður skíðadeildar Víkings, hefur aðeins misst úr tvenna Andrésar- leika frá upphafi. Hún sagði að leikamir væru orðnir hluti af lífi sínu enda var hún nú í 20. skipti á leikunum. „Ég hef ofsalega gam- an af þessu. Það er yndislegt að koma hingað og fylgjast með böm- unum, þau Ijóma öll af lífsgleði og hafa greinilega mikla ánægju af því að taka þátt. Ég mætti ekki á fyrstu leikana og þriðju, en hef komið á alla hina. Þegar ég kom fyrst bjuggu allir keppendumir á Skíðahóteiinu í Hlíðarfjalli. Mótið hefur því vaxið jafnt og þétt og þá sérstaklega í yngstu flokkunum og það er orðið erfitt að fá gisti- tými fyrir alla þessa krakka í bænum,“ sagði Jensína. „Ég h'éf mesta ánægju af því að horfa á yngstu bömin. Það sem mér finnst standa upp úr er braut- arskoðunin hjá sjö ára krökkunum, ég vil ekki missa af henni. Það er frá- bært að horfa á þau fara niður í halarófu á eftir þjálfara sín- um sem er að reyna að segja þeim hvem- ing þau eiga að beygja. Krakkamir taka yfirleitt ekkert eftir því hvað þjálf- arinn segir, eru að hugsa um allt annað. Þar er leikgleðin í fyrirrúmi.“ „Fyrstu árin komum við oftast með flugvél úr Reykjavfk og þá voru bara nokkrir fararstjórar með. Nú taka foreldrar miklu meiri þátt í þessu en áður. Skíðaíþróttin er sannkölluð ijöl- skylduíþrótt. Ég er búin að vera í íþrótt- um í yfir þijátíu ár og mér finnst skíðin standa upp úr hvað þétta varðar. Það er af hinu góða því í nútima þjóðfélagi hafa foreldrar verið að fjarlægjast börn- in sín, en i þessari íþrótt verða foreldr- af að styðja við bak- ið : á börnunum og taka þátt í þessu með þeim. Ég held að skíðaíþróttin styrki fjölskyldu- böndin. Ég fæ alltaf fiðring þegar kemur að Andrésar-leikunum. Það er orðið hluti af lifinu hjá mér og fjölskyldunni að koma hingað. Ég kom hingað fyrst með börnin mfn og næst kem ég með bamabamið - er að venja það við núna.“ Jensína segir það aðdáunarvert hve mikið Akureyringar hafa gert fyrir skíðaíþróttina með því að haida leikana. „Þeir standa frá- bærlega að þessu móti. Þótt að- stæður hafi ekki alltaf verið upp á það besta hefur þeim tekist að halda leikana þessi 22 ár.“ Jensfna hefur lengi verið í for- ystusveit skíðadeildar Víkings og eiginmaður hennar, Hjörleifur Þórðarson, hefur starfað mikið fyrir handboltahreyfínguna og er nú formaður aganefndar HSÍ. Börnin þeirra, Hördís og Þórður, eru bæði skíðaþjálfarar hjá Vík- ingi. „Við höfum öll mikinn áhuga á íþróttum. Förum oft á íþrótta- kappleiki og fylgjumst vel með.“ Jensína Haukamaður og FH-ingur FANNAR Gíslason úr Haukum varð Andrésar-meistari í stórsvigi í flokki 11 ára drengja. Hann var með besta tím- ann eftir fyrri um- ferðina í sviginu en datt í síðari umferð- inni. „Ég steig óvart á innra skíðið í beygju og datt. Það kemur stundum fyrir að ég dett, en ef ég kemst niður brautina þá er ég yfirleitt með besta tímann. Ég vann lfka í fyrra og get ekki annað en verið ánægður," sagði Fannar. Hann æfir einnig handknattleik og fijáls- íþróttir með FH og hefur því í nógu að snú- ast. En hvort er er hann meiri Haukamaður eða FH-ingur? „Jafnmikill. Ég get ekki gert upp á milli félaganna, ég á góða vini í báðum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.