Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1997, Blaðsíða 12
I <* t KORFUKNATTLEIKUR / NBA Davis úr leik á HM STEVE Davis, sem hefur sex sinnum orðið heimsmeistari í snóker, féll úr keppni í 2. um- ferð HM í Sheffield um helgina. Hann tapaði 13:3 fyrir Iranum Ken Doherty, sem er númer sjö á heimslistanum, og er þetta stærsta tap kappans síðan hann lá 10:1 fyrir landa sínum Tony Knowles fyrir 15 árum. Skoraði eftir IÞRSNnR. Jordan frábær 16 sekúndur SERGEI Petrenko frá Slóvakíu skoraði á móti Rússlandi í HM í íshokkí þegar aðeins 16 sek- úndur voru liðnar af leiknum en liðin gerðu jafntefli, 2:2. Mark hefur sjaldan verið gert svo snemma í sögu heimsmeist- arakeppninnar og úrslitin voru þau óvæntustu til þessa í keppn- inni í Helsinki í Finnlandi. Di Canio leikmaður arsins ÍTALSKI miðherjinn Paolo Di Canio hjá Celtic var kjörinn leikmaður ársins í Skotlandi en kjörinu var Iýst um helgina. Leikmaður Celtic hefur ekki verið kjörinn sá besti síðan 1991. Weah situr eftir Óstöðvandi gegn Wash- ington og gerði 55 stig Michael Jordan sýndi enn einu sinni að þegar á brattann er að sækja hjá Chicago Bulls, er það hann sem tekur af skarið. Eftir auð- Gunnar veldan fyrsta sigur skrifarfrá Chicago gegn Bandarikjunum Washington á föstudag, lentu meistararnir í erfiðieikum í öðrum leik liðanna á sunnudag. Hið unga lið Washington kom grimmt til leiks og hafði forystuna lengi vel, en í fórða leikhlutanum var það Jordan sem tók leikinn í sínar hendur og Chicago vann nokkuð önagglega, 109:104. Jord- an hélt ræðu yfir samheijum sínum í hálfleik þar sem hann lét menn vita að það væri ekki liðið af hans hálfu að lið í fyrstu umferð vinni leik í þeirra heimahúsi! Chicago ætti að gera út um þessa seríu annað kvöld. Jordan gerði 20 stig í lokaleik- hlutanum og alls 55 stig í leik. Hann á stigametið í úrslitakeppn- inni, 63 stiggegn Boston árið 1986. Jordan hefur skorað langflest stig að meðaltali í sögu deildarinnar í úrslitakeppninni, 34,4 stig í leik. Næst honum kemur núverandi framkvæmdastjóri Los Angeles Lakers, Jerry West, með 29. Fyrsta leikhelgi úrslitakeppn- innar fór að mestu eftir bókinni. Flest sterkari liðin sáu um heima- leiki sína, en búast má við að leik- irnir í vikunni verði meira spenn- andi þegar þau leika á útivelli. Liðin þurfa aðeins að vinna þijá leiki í fyrstu umferðinni. Annars líta viðureignir liðanna þannig út: Austurdeild Chicago virðist geta bætt við að vild gegn Washington og ætti ekki að vera í neinni hættu. New York var talið geta verið í hættu gegn Charlotte, en liðið vann tvo góða heimasigra um helg- ina. Liðið vann 100:93 á laugar- dag, þrátt fyrir stórleik Glen Rice, sem gerði 39 stig fyrir gestina. Charlotte saknar leikstjórnandans Muggsy Bogues, sem er meiddur. Reuter Óstöðvandi MICHAEL Jordan var frábær gegn Washington. Hér skýtur hann að körf- unni áður en Calbert Cheaney eða Chris Webber fá stöðvað hann. GEORGE Weah, miðherji AC Milan og Ieikmaður ársins 1995, leikur ekki á HM í Frakk- landi að ári eins og hann hafði gert sér vonir um. Draumurinn varð að engu þegar Líbería tapaði 2:0 í undankeppninni um helgina. Túnis þarf aðeins eitt stig á móti Egyptalandi eða Namibíu til að komast í úrslita- keppnina. Rudy ráðinn RUDY Tomj- anovich, þjálfari Houston Rockets, hefur verið útnefndur þjálfari banda- ríska „drauma- liðsins" á heims- meistaramótinu í Aþenu á næsta ári. Hann stýrði Houston til sig- urs í NBA-deild- inni 1994 og 1995. Vinnings- hlutfall hans sem þjálfara í NBA-deildinni er 63,9 prósent, hefur unnið 281 leik og tapað 159. Hann hef- ur verið með Houston í úr- slitakeppni NBA sex ár í röð. Dunleavy hættur MIKE Dunleavy, fram- kvæmdasljóri Milwaukee Buck, sagði af sér um helgina í kjölfar lélegs árangurs liðs- ins. Liðið hefur ekki náð inn í úrslitakeppnina síðustu sex árin. Bucks endaði nú í sjötta sæti miðriðils með 40,2 pró- senta vinningshlutfall, vann 33 leiki en tapaði 49. HANDKNATTLEIKUR Króatía vann Island með 26 marka mun „Aldrei lent í öðru eins“ Án hans verður ekki séð að liðið vinni þijá leiki í röð gegn reynslu- miklu liði New York. Miami hefur rúllað Orlando upp tvisvar. Á fimmtudag, 99:64, og á sunnudag, 104:87. Vö.rn Miami hefur verið allsráðandi og lið undir stjórn Pat Riley gefur aldrei neitt eftir. Orlando gæti verið slegið út fjórða árið í röð án þess að vinna leik í seríunni. Atlanta og Detroit eru jöfn eftir góðan sigur Detroit, 93:80, í Atl- anta á sunnudag. Atlanta vann fyrsta leikinn 89:75, en Detroit er nú með pálmann í höndunum og gæti gert út um þessa viðureign á heimavelli í vikunni. Grant Hill gerði 25 stig fyrir Detroit í sigur- leiknum, sem var fyrsti sigur liðs- ins í úrslitakeppni í fimm ár. Vesturdeild Shaquille O’Neal hefur verið allsráðandi í viðureignum Los Angeles Lakers og Portland. Ar- vinas Sabonis, miðheiji Portland, hefur ekkert ráðið við kappann. Þjálfari liðsins þráast við að senda fleiri leikmenn á O’Neal þegar hann fær knöttinn og ekki verður séð hvernig Portland á að geta stöðvað hann án þess. O’Neal gerði 46 stig í fyrsta sigrinum (95:77) og 30 stig á sunnudag í leik sem endaði 107:93 fyrir Lakers. Liðið gæti náð langt í keppninni ef O’Ne- al heldur áfram eins og hann hefur gert síðan hann hóf leik á ný eftir meiðsl. Phoenix kom mest á óvart það sem af er í fyrstu umferðinni í úrslitakeppninni þegar liðið vann Seattle á útivelli á föstudag 106:101, mest fyrir stórleik Rex Chapman sem gerði 49 stig. Heimaliðið svaraði fyrir sig á sunnudag með sigri, 122:78! Seattle byijaði leikinn 22:2 og hreinlega kafsigldi annars léttleik- andi lið Suns. Þeir Shawn Kemp og Gary Payton skoruðu 23 hvor fyrir Seattle. Seattle verður að sigra í Phoenix í vikunni ef liðið vill áfram í keppninni. Houston vann báða heimaleiki sína gegn Minnesota, en í öðrum leiknum á laugardag þurfti góðan endasprett til. Houston skoraði tólf stig gegn þremur stigum Minnesota á síðustu þremur mínútum leiksins og vann 96:84. „Ég verð að segja að ég ber mun meiri virðingu fyrir þessu liði eftir þennan leik,“ sagði miðherji Houston, Hakeem Olajuw- on, eftir leikinn. Houston ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að kom- ast í aðra umferð. Utah Jazz hefur aldrei slegið út lið í úrslitakeppni án þess að tapa að minnsta kosti einum leik, en ætti að eiga góðan möguleika á því gegn Los Angeles Clippers eftir tvo góða heimasigra. Íslenska kvennalandsliðið í hand- bolta fékk stóran skell á móti Króatíu í síðari leiknum í undan- keppni HM sem fram fór í Virovitica í Króatíu á sunnudag. Lokatölurnar urðu 34:8 og er það eitt stærsta tap íslenska kvennalandsliðsins frá upp- hafi. Staðan í hálfleik var 20:4. Is- lenska liðið er úr leik en Króatía kemst áfram í keppninni. „Okkur var pakkað saman og við áttum aldrei möguleika. Ég hef aldr- ei lent í öðru eins,“ sagði Theódór Guðfinnsson, þjálfari íslenska liðs- ins. Hann sagði að heimamenn hafi komist í 3:0 og 4:2, en þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13:2. „Eg var búinn að segja stelpunum fyrir leikinn að spila af skynsemi því ef þær gerðu það ekki gæti farið mjög illa og sú varð raunin. Þetta er slakasti leikur sem ég hef séð kvennalandsliðið leika. Stelpurnar voru alls ekki til- búnar í þennan slag, gerðu hver mistökin á fætur öðrum í sókninni og var refsað með mörkum úr hrað- aupphlaupum. Ég held að Króatía hafi gert helming marka sinna úr hraðaupphlaupum. Þetta er versta útreið sem íslensku leikmennirnir hafa nokkru sinni lent í.“ Theódór sagði að munurinn á lið- unum væri gríðarlegur. „Þetta er eitt besta lið sem Island hefur spilað við. Það kom greinilega fram að annað liðið er skipað atvinnumönnum en hitt áhugamönnum. Það er langur vegur milli þessara tveggja liða. Við sáum ekki til sólar frá fyrstu mínútu. Það er vonandi að við getum lært af þessum úrslitum. Við þurfum að gera stórátak í kvennaboltanum heima á íslandi," sagði þjálfarinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.