Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 1
LAÐ ALLRA LANDSMANNA fUwjpuiI'Iafrife 1997 Daníel hættur DANÍEL Jakobsson, sem hefur verið besti skíðagöngumaður landsins undanfarin fimm ár, hefur ákveðið að leggja göngu- skíðin á hilluna varðandi keppni á eriendri grundu. Hann hefur þegar innritað sig í viðskipta- fræði í Háskóla Islands næsta vetur. Daníel hefur stundað æfingar í Svfþjóð sl. sjö ár. Var fyrst í skíðamenntaskóla í Jerpen og síðan þjálfari hjá unglingaliði Ásarna jafnframt því að þjálfa sjálfan sig. í vetur stundaði hann eingöngu æfingar og keppni í Svíþjóð. Hann varð fjór- faldur íslandsmeistari á Skíða- móti ísland um paskana og hef- ur borið ægishjálm yfir landa sinaí skíðagöngu undanfarin ár. „Ég er búinn að æfa á fullu í sjð ár og nú er ég einfaldlega búinn að fá nóg. Það hefur ver- ið staðið vel við bakið á mér og ég hef ekki þruft að kvarta yfir því. Ég tók þessa ákvörðun upp á eigin spýtur," sagði Daníel sem er nú í fríi ásamt fj'ölskyldu sinni á Spáni. „Ég hef ekki þann áhuga sem þarf til að ná lengra. Æfingarnar hafa kostað mikla fjarveru frá fjölskyldu og vinurn og ég var farinn að finna að tengslin við ísland voru farin að rofna. Ég verð líka að huga að framtíðinni og það er komið að þeim tímapunkti núna," sagði Daníel. Hann sagðist þó reikna með að keppa á skíðamótum hér heima næsta vetur, en skíðin yrðu ekki númer eitt eins og hingað til. „Ég hef einnig áhuga á að reyna mig meira í lang- hlaupum og þá helst hálfmara- þoni." MIÐVIKUDAGUR 30. APRIL HANDKNATTLEIKUR BLAÐ c Fæst hjá **% SEIKO KINETIC6 Gunnar þjálfar Drammen Gunnar Gunnarsson var í gær ráðinn þjálfari norsku meist- aranna Drammen og gerði við þá tveggja ára samning. „Ég var að taka endanlega ákvörðun og var að koma frá því að tilkynna for- ráðamönnum og leikmönnum Elv- erum niðurstöðu mála," sagði Gunnar í samtali í gærkvöldi, en hann þjálfaði lið Elverum í vetur. „Þetta er mjög spennandi verk- efni og mér finnst það heiður að vera boðið það. Félagið hefur sótt mjög í sig veðrið á undanförnum fjórum árum og hefur á þeim tíma unnið sig upp því að vera gott annarrar deildar lið upp í það að vera besta félagslið Noregs, eitt fremsta félagslið Evrópu." Bjarki Sigurðsson handknattleiksmaður hefur verið orðaður við Drammen sem leikmaður næsta vetur og sagðist Gunnar aðspurður vonast til þess að Bjarki tæki þá ákvörðun vera í sínum leikmannahópi næsta vetur. „Félagið vantar Ieikmann í hægra hornið og Bjarki er svo sannarlega maðurinn sem ég vildi að skipaði þá stöðu." Gunnar tekur við þjálfun Drammen af Kent Harry Anderson sem hefur verið þjálfari félagsins sl. fjögur ár. Gunnar lék undir hans stjórn hjá sænsku félagslið- unum Malmö og Ystad um miðjan síðasta áratug. Morgunblaðið/Golli KORFUKNATTLEIKUR Fríðrik til Njarðvíkur FRIÐRIK Ingi Rúnarsson var í gær ráðinn þjálfari úrvalsdeildar- liðs Njarðvíkur í körfuknattleik, en hann hefur sl. þrjú ár þjálfað Grindavíkurliðið og gerði það m.a. að Islandsmeista í fyrsta sinn í fyrravor. Samningur Friðriks við Njarðvík er til tveggja ára. „Ákvörðunin um að söðla um eftir þrjú frábær ár í Grindavík var mjög erfið, en ég er eigi síður ánægður með að vera búinn að ákveða mig," sagði Friðrik í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „End- anlegur leikmannahópur Njarðvík- urliðsins liggur ekki fyrir en ég vona að sem flestir af þeim sem voru í vetur haldi áfram. Síðan verður farið í að byggja upp og koma liðinu í þann styrkleika sem það verðksuldar," bætti hann við. Friðrik er ekki ókunnugur í her- búðum Njarðvíkur því hann hóf þar þjálfunarferilinn í meistara- flokki karla þar og gerði liðið að deildar- og Islandsmeisturum 1991 og ári síðar stýrði hann liðinu til sigurs í bikarkeppninni. Bjarki bestur BJARKI Sigurðsson, landsliðsmaður úr Aftureldingu, var besti leikmaður íslandsmótsins í handknattleik í vet- ur að mati íþróttafréttamanna Morg- unblaðsins og hlaut viðurkenningu í tilefni þess í gær. Bjarki var lykilmaður í sóknarleik Aftureldingar, sem varð deildar- meistari í fyrsta skipti í sögu félags- ins, fór alla leið í úrslit íslandsmóts- ins — sömuleiðis í fyrsta skipti. Bjarki fór fremstur í flokki á ferð liðsins í vetur; átti að öðrum ólöstuð- um stærstan þátt í velgengni liðsins að mati Morgunblaðsins. Bjarki fór á kostum í deildarkeppninni í vetur og hélt uppteknum hætti þegar í úrslitakeppnina kom; var mjög góður framan af og síðan í tveimur fyrstu úrslitaleikjunum gegn KA. Aftureld- ing sigraði í þeim fyrri á heimavelli og var nálægt sigri í næsta á Akur- eyri, en eftir þetta settu meiðsli strik í reikninginn hjá Bjarka og það kom niður á leik liðsins, sem varð að sætta sig við silfurverðlaun á ís- landsmótinu. „Ég er sáttur við frammistöðu mína í vetur þótt ég hefði viijað enda keppnistímabilið með íslands- meistaratitli," sagði Bjarki í gær. „Ég var í góðri æfingu í vetur og slapp við öll meiðsli fram eftir öllu keppnistímabili, en það má kannski segja að þau hafi farið að gera vart við sig þegar mest á reið." Bjarki hefur verið í Aftureldingu síðustu tvö ár en nú er samningur hans við félagið útrunninn og óvíst hvað hann tekur sér fyrir hendur á næsta vetri. „Ég tel mig hafa bætt mig töluvert sem handknattleiks- maður á þessum tveimur árum í Mosfellsbæ og það hefur verið gam- an að vera liðsmaður í þessu frá- bæra liði. Hvort ég verð þar áfram eða fer til Drammen hef ég ekki ákveðið ennþá." KNATTSPYRNA: SLÓVAKAR SIGRUÐUISLENDINGA íTRNAVA / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.