Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ URSLIT Slóvakía - Island 3:1 Leikvangurinn í Trnava í Slóvakíu, vináttu- landsleikur í knattspyrnu, þriðjudaginn 29. apríl 1997. Aðstæður: Ágætar. 12 stiga hiti, úrhelli á köflum en sólskin þess á milli. Logn. Mörk Slóvakíu: Július Simon 2 (36. vsp., 83. vsp.), Jaruslav Timko (55.). Mark íslands: Helgi Sigurðsson (26.). Gult spjald: Slóvakarnir Marek Spilar (49.), Peter Dzúrik (65.), Július Simon (84.), allir fyrir brot. Lárus Orri Sigurðsson (70.) og Eyjólfur Sverrisson (72.) báðir fyrir brot. Rautt spjald: Vladimir Kinder (56.) fyrir brot þegar boltinn var hvergi nærri. Dómari: Jaremcuk frá Úkraínu. Dæmdi mjög vel. Aðstoðardómarar: Jugas og Selmenskij frá Úkraínu. Áhorfendur: 3.403. Slóvakía: Ladislav Molnar - Ivan Kozák (Marek Ujlaky 33.), Dusan Tittel, Miroslav Karhan (Jozef Majoros 55.), Vladimir Kind- er - Igor Balis (Jozef Kozlej 55.), Marián Zeman, Július Simon, Marek Spilár - Ja- roslav Timko (Peter Dzúrik 60), Szilárd Németh. fsland: Ólafur Gottskálksson - Ólafur Adolfsson (Heimir Guðjónsson 68.), Guðni Bergsson (Ríkharður Daðason 71), Lárus Orri Sigurðsson - Hlynur Birgisson (Einar Þór Daíelsson 63.), Eyjólfur Sverrisson, jArnar Grétarsson, Rúnar Kristinsson, Sig- ursteinn Gíslason - Helgi Sigurðsson (Bjarni Guðjónsson 78.), Þórður Guðjónsson. Þórður Þórðarson kom ekki inná. Deildabikarinn ÍBV - Stjarnan.......................................3:1 •Tryggvi Guðmundsson, Hlynur Stefánsson, íSteingrímur Jóhannesson - Goran Micic. Skallagrímur - Grindavfk.....................2:4 Fylkir - Breiðablik................................1:4 sErlendur Gunnarsson - Kjartan Einarsson 12, Ivar Sigurjónsson 2. "FH - Valur..............................................0:0 Frakkland Caen - Montpellier...................................0.1 iStrassborg - Mónakó...............................0:2 íshokkí Heimsmeistaramótið iA-riðiU "[Heisingi, Finlandi: Þýskaland - Rússland............................1:5 •Bradley Bergen (31.38) - Oleg Belov j(25.09), Sergei Petrenko (32.14), Anatoly Fedotov (47.19), Mikhail Sarmatin (59.39), sAlexei Morozov (59.58). 12.865. Slóvakía- Frakkland............................5:3 Zdenko Ciger (07.21), Roman Stantien (22.35), Roman Kontsek (24.44, 36.19), Jan Pardavy (25.56) - Brian Arnaud (03.13, 57.08), Cristian Pouget (05.08). 12.911. B-riðill Turku: Bandarikin - Noregur...........................3:1 Don Brashear (11.56), Ted Donato (19.14), Michael Sullivan (59.04) - Svein Enok Norstebo (5.49. 3.450. Lettland - ftalía.....................................4:5 ' Leonids Tambijevs (8.17), Andrei Maticins (28.03), Harius Vitolins (28.18), Aleksandrs Macijevskis (29.40) - Leo Giuseppe Insam (25.38), Gaetano Orlando (33.07), Mario Chitarroni (42.08), Bruno Zarrillo (45.38, 49.37). 3.506. Körfuknattleikur Úrslitakeppni NBA I Austurdeild New York - Charlotte........................104:95 ¦ New York sigraði 3:0. Vesturdeild Utah - LA Clippers............................104:92 .¦Utah sigraði 3:0. Golf Amælismót Keilis Mótið var haldið á Keilisvelli laugardaginn 26. april. URSLIT: punktar 1. Sigurþór Jónsson, GK.........................238 2.J6nPéturJónsson, GR..........................37 3. Skúli Ágústsson, GA............................36 4. Sigurjón Gíslason, GK..........................36 Opnað í Grafarholti Grafarholtsvöllur verður formlega opnaður laugardaginn 3. maí. Þá verður keppt um Arnesonsskjöldinn. Mótið er innanfélags- mót. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Skráning á skrifstofu GR. IÞROTTIR KNATTSPYRNA Ikvöld Deildabikarkeppni KSÍ Meistaraflokkur kvenna Stjörnuv.: Stjarnan - ÍA.......20 Opna litla Wembley BKARKEPPNl stuðningsmannaklúbba knatt- spyrnuliða, Opna litla Wembley, fer fram í annað sinn á vegum Ölvers f Glæsibæ á getvi- grasinu í Laugardal laugardaginn 3. maf. Dag- skrain hefst kl. 10.15 með þvi að horfa á leik Manchester United og Leicester. Kl. 12 verður gengið frá Ölveri að gervigrasinu, leikirnir spil- aðir og síðan horft á leik Tottenham og Liverpo- ol, sem verður í beinni útsendingu kl. 16. Leikið verður í tveimur riðlum. Hver leikur verður í 2x7 mín. og verður spilað til þrautar. Sigurvegari í 1. riðli mætir liði númer 2 í öðrum riðli og öfugt í undanúrslitum. Dregið hefur verið í riðla og eru West Ham, Manchester City, Parma, Bolton, Arsenal og Tottenham í 1. riðli en Leeds, Manchester United, Chelsea, Liverpool og Everton í 2. riðli. Liverpool á titil að verja en auk fyrrnefndra liða geta stuðnings- menn annarra félaga myndað sameiginlegt lið og verið með. Nánari upplýsingar í Olveri. Óþarfttap í Slóvakíu Einbeitingarleysi og hugsunarleysi íslend- inga ísíðari hálfleik dugði heimamönnum ÍSLENSKA knattspyrnulandsliðið tapaði 3:1 fyrir Slóvakíu í vin- áttulandsleik í Trnava í gær og er óhætt að segja að menn séu ósáttir við það. Þrátt fyrir að Slóvakar séu mun hærra skrifaðir í alþjóðlegri knattspyrnu en við var gangur leiksins slíkur að ís- lenska liðið hefði átt að geta miklu betur. Jafntefli hefði hugsan- lega verið ásættanlegt og sigur í rauninni sjálf sagður því slóvak- íska liðið var slakara en það íslenska í gær. Það verður bara að segja það eins og er að það var hreinn og beinn aumingja- skapur að ná ekki hagstæðari úrslitum. Skúli Unnar Sveinsson skrífar frá Bratislava Það var virkilega gaman að vera íslendingur í fyrri hálfleik. Slóvakísku blaðamennirnir voru hrifnir af leik ís- lenska liðsins enda full ástæða til. Liðið lék lengstum ljóm- andi vel, varist var af festu og nákvæmni, menn héldu einbeitingu og þegar boltinn var á valdi liðsins gekk hann vel manna á milli. Raunar var talsvert mikið um þversendingar en þær voru góð- ar enda full ástæða til að leika af varkárni framan af leik. Vörnin gleymdi sér einu sinni, eða öllu heldur miðjan, og Slóyakar náðu einu skoti að marki en Olafur Gott- skálksson varði meistaralega. Þar með eru færi heimamanna upptalin ef undan eru skilin þau þrjú sem gáfu mörk. Rúnar, sem stjórnaði leik liðsins ágætlega, átti ágætt skot á 10. mínútu en framhjá. Tíu mínútum síðar gaf Eyjólfur fyrir frá vinstri og boltinn rúllaði í gegnum miðjan markteiginn án þess að nokkur blá- klæddur leikmaður væri þar nærri til að pota boltanum inn fyrir mark- línuna. Þegar 25 mínútur voru liðnar af leiknum kom hellidemba og mínútu síðar kom Helgi Sigurðsson íslandi í 1:0 með fallegu marki sem vel var að staðið í alla staði. Slóvakarnir jöfnuðu á 33. mínútu úr víti sem þeir fengu og það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið ein- skær óheppni að fá vítið dæmt á sig. Skömmu síðar átti Rúnar gott skot sem var varið. Leikmenn héldu því til búningsklefa og markataflan sýndi 1:1. íslenska liðið hóf síðari hálfleikinn af sama krafti og þann fyrri. Boltinn gekk vel manna á milli og liðið sótti tölvert, en sem fyrr vantaði herslu- muninn - að skapa sér marktæki- færi. Það gerðu heimamenn ekki heldur og íslendingnum í áhorfenda- stúkunni leið vel. En þá kom kjafts- höggið. Heimamenn komust í sókn, fengu ódýrt horn og íslensku leik- mennirnir gleymdu sér gjörsamlega og skoruðu eftir það á meðan ís- lenska liðið svaf vært. Einum fleiri i 35 mínútur En hagur liðisins átti eftir að vænkast, eða það hélt maður. Á 56. mínútu, mínútu eftir mark heimamanna, var Vladimir Kinder, sem leikur með Middlesbrough, rek- inn af leikmvelli fyrir að sparka Eyjólf Sverrisson niður þegar bolt- inn var víðsfjarri. En því miður virt- ist sem allt hugmyndaflug íslensku leikmannanna hefði farið af velli um leið og Kinder. Einum fleiri gekk hvorki né rak. Allir virtust ætla að eiga síðustu sendingu á þann sem átti að skora og í stað þess að reyna að tæla mótherjana, sem færðu sig aftar á völlinn við þetta, framar og reyna að nýta liðs- muninn, gekk allt á afturfótunum. Logi landsliðsþjálfari reyndi að breyta með því að setja nýja menn inná en allt kom fyrir ekki. Slóvak- arnir áttu þau færi sem sáust eftir þetta, brunuðu nokkrum sinnum fram í skyndisóknir og voru þá stundum fleiri en íslensku varnar- mennirnir. Liðið missti boltann allt of oft á hættulegu svæði þegar ónákvæmar sendingar fóru til mót- herjanna sem brunuðu fram. Eftir eitt slíkt hraðaupphlaup var dæmd önnur vítaspyrnan á ísland og heimamenn skoruðu örugglega °g tryggðu sigurinn enda ekki nema sjö mínútur eftir þegar þriðja mark- ið kom. Raunar má segja að annars ágætur dómari leiksins hefði getað sleppt því að dæma vítið því Eyjólf- ur og Majoros voru í kapphlaupi um boltann rétt innan við hliðarlínu vítateigisins og sá slóvakíski datt þegar Eyjólfur stjakaði við honum, öxl í öxl, en engu að síður var dærnt víti. íslenska liðið átti að ná betri úrslitum en raunin varð. Liðið lék vel í fyrri hálfleik en síðan datt botninn úr leik þess, menn misstu einbeitinguna og sumir hverjir voru hreinlega ekki með eftir hlé. Það er ekki á hverjum degi sem íslenska liðið leikur á útivelli við þjóð sem er þó þetta hærra á alþjóðalistan- um, og hefur alla burði til að sigra. En þannig var ástatt í gær. Því miður tókst ekki að sigra og er ekki hægt að kenna neinu öðru um en klaufaskap, og sumir vilja örugg- lega segja aumingjaskap, íslensku leikmannanna. Þeir geta betur og það vita þeir, en það þarf að sýna það líka. Ólafur Gottskálksson var trautur í markinu og verður ekki sakaður um mörkin. Það sem hér fer á eftir á nær eingöngu um fyrri hálfleik- inn, í þeim síðari léku allir talsvert undir getu og þarf ekki að fjölyrða frekar um það. Guðni Bergsson og Lárus Orri Sigurðsson voru traustir í vörninni en Olafur Adolfsson náði sér ekki á strik. Sömu sögu er að segja af Hlyn Birgissyni, hann komst aldrei í takt við leikinn. Vinstra megin var Sigursteinn Gíslason ógnandi og sprækur, og hættulegri vinstra megin en hægra megin. Eyjólfur var sterkur en þarf að taka meira frumkvæði. Arnar Grétarsson lék vel, en bæði honum og Rúnari Kristinssyni hætti til að senda fullmikið af-þversendingum, sérstaklega þegar mikið ríður á að sækja hratt fram með fáum send- ingum. Sigursteinn Gíslason átti fínan leik og hann var sterkari á vinstri vængnum en þeim hægri, þar sem hann lék síðustu mínúturn- ar. Helgi Sigurðsson er eldfljótur og mjög duglegur og Þórður Guð- jónsson er leikmaður sem verður sterkari með hverju árinu sem líð- ur. Hann naut sín þó enn betur sem fremsti maður á miðjunni þar sem hann lék síðustu mínúturnar. Varamennirnir náðu ekki að setja mark sitt á leikinn að þessu sinni, en sá grunur læðist að undirrituðum að Eyjólfur eigi eftir að leika við hlið Guðna Bergssonar í vörninni áður en langt um líður, hann lék aftast undir lokin og er traustur þar. HELGI Sigurðsson kom íslendingum yflr með glæsilegu marki á 26. mín. eftlr glæsllegan undlrbúnlng Þórðar Guðjónssonar og Eyjólfs Sverrlssonar. Helgl skallaði knöttinn laglega í markið. Ekki ánægður Slóvakísku blaðamennirnir voru ekki ánægðir með sína menn í leiknum í gær, en Jozef Jankech, þjálfari liðsins, benti þeim á eftir leikinn að þetta hefði verið æfingaleikur fyrir lejkinn gegn Tékkum í næsta mánuði. „Ég var ekki ánægður með hvernig strákarnir léku. Við eigum að geta leikið miklu hraðar og markvissar. Vörnin var slök, menn gerðu mistök sem kostuðu mark og því skipti ég snemma leiks og setti fleiri í sóknina. Mark íslands var mjög glæsilegt og vel að því staðið, en mér er sama. Varnarmaðurinn átti að eiga fyrirgjöf- ina," sagði þjálfarinn eftir leikinn. „Eftir að við gerðum annað markið í upphafi síðari hálfleiks var eins og losn- aði um einhverja óþarfa spennu sem virt- ist í mínum leikmönnum. Þá fór boltinn að ganga betur og hraðar manna á milli og leikurinn varð miklu betri af okkar hálfu. Ég var tiltölulega ánægður með vörnina í síðari hálfleiknum og þegar Kozlej og Majoros komu inná komu þeir með þann hraða sem ég vildi að liðið léki á. í heildina má segja að ég sé ánægður með úrslitin en ekki leikinn." Aðspurður um íslenska liðið sagði þjálf- arinn að það hefði leikið svipað og hann hefði búist við. „Liðið leikur mjög skipu- lagðan leik og gerði það vel á köflum. Þrátt fyrir að við gerðum þrjú mörk lék vörnin veí en sóknarleikurinn var frekar hugmyndasnauður, sértaklega eftir að við misstum mann útaf. Ykkur tókst ekki að nýta það." Eru einhverjir leikmenn í íslenska tið- inu sem þú gætir notað í þínu liði? „Vissulega. Ég hefði ekkert á móti því að hafa leikmenn númer 3 [Þórður Guð- jónsson] og númer 9 [Helgi Sigurðsson] í liðinu hjá mér. Annars fannst mér vinstri vængurinn komast mjóg vel frá leiknum og þar nefni ég sérstaklega leikmann númer 6 [Rúnar Kristinsson] og 8 [Sigur- steinn Gíslason]," sagði þjálfari Slóvakíu. Island í riðli með Búlg- aríu og Aserbaidsjan I Islenska kvennalandsliðið tekur þátt í forkeppni Evrópumóts landsliða sem fer fram í Hoilandi á næsta ári. í gær var dregið í riðla og er ísland í riðli með Búlgaríu og Aserbaidsj'an. „Við hefðum viHað fá aðra mótherja. Það er ljóst að mikill ferðakostnaður fylgir þátttöku okkar í þessum riðli," sagði Atli Hiimarsson, starfsmaður HSÍ. Efsta liðið í forriðlinum fer í 2. riðil keppninnar en þar leika Þýskaland, Ungverjaland og Tékkland. Það er því óhætt að fullyrða að róður íslenska liðs- ins verður þungur. Um helgina lauk undankeppni HM kvenna og er því rjóst hvaða 14 þjóðir koma til með að taka þátt í úrslitum heimsmei3taramótsins sem fram fer í Þýskalandi í desember á þessu ári. Þess- ar þjóðir eru: Danmörk, Noregur, Aust- urríki, Þýskaland, Rúmenía, Kroatía, Rússland, Makedónía, Prakkland, Ung- verjaland, Pólland, Hvíta-Rússland, Tékkland og annað hvort Slóvakía eða Ástralía. Dregið verður í riðla 4. maí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.