Morgunblaðið - 30.04.1997, Side 3

Morgunblaðið - 30.04.1997, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 C 3 ÍÞRÓTTIR Þórður Guðjónsson vann boltann á miðj- unni á 26. mínútu, !ék á fimm vamarmenn áður en hann renndi ut fyrir hægra vítateigs- homið á Eyjólf Sverrisson sem vippaði glæsilega inn undir markteig þar sem Helgi Sig- urðsson stökk hærra en varnar- maðurinn sem gætti hans og skallaði snyrtiiega neðst í hægra marhomið. Glæsiiegt mark í alia staði. 1m 4 Eftir homspymu frá ■ | vinstri á 36. mínútu var dæmd vítaspyrna þegar boltinn hrökk í_ hönd Amars Grétarssonar. Úr spymunni skoraði Július Simon af öryggi. 2a 4 Þegar tiu mínútur ■ I voru iiðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn aftur hom, nú frá vinstri, Boltinn var sendur út á vítateigshomið nær þar sem Ujlaky sendi á höfuðið á Timko sem lyfti knettinum aftur fyrir sig og yfír Ólaf mark- vörð sem gerði þó heiðarlega tilraun til að veija. 3m 4 Sjö mínútum fyrir ■ I leikslok var aftur dæmt víti, nú á sakleysisleg samskipti Eyjólfs og eins sókn- armanns Slóvakíu. Simon skor- aði af sama örygginu og úr fyrra vftinu. EinbeKingarieysi varð dýrkeypt Eg er mjög ánægður - með fyrri hálfleikinn. Þá vorum við að ná því fram sem við vildum, þ.e.a.s að veijast af festu og sjá til þess að mótheijarnir fengju engin færi. Þeir voru ef til vill meira með bolt- ann en það var engin hætta á ferð- um,“ sagði Logi Ólafsson landsliðs- þjálfari eftir leikinn í gær. „Síðan kemur vítaspyrnan sem ekkert er hægt að segja við í sjálfu sér. En það er blóðugt að fá á sig mörk sem koma uppúr föstum leik- aðferðum eins og horni. Þar eigum við að vera sterkir en í dag fengum við tvö mörk eftir hornspyrnur og það er ekki nógu gott og lýsir að- eins einbeitingarleysi leikmanna. Það var farið yfir þessa hluti í leikhléi og það var góð stemmning í hópnum en þá kemur annað mark- ið og enn og aftur er það einbeiting- arleysi í hornspyrnu. Eftir að þeir misstu mann útaf reyndum við að sækja meira en það virðist henta okkur afskaplega illa enda mun vanari því að veijast og sækja síðan hratt.“ Bjarta hliðin á þessu er auðvitað sú að það er skárra að tapa, ef það getur einhvern tímann verið skárra að tapa, í vináttuleik en í leik þar sem við þurfum nauðsynlega á stig- um að halda. Einnig það að ef það eina sem þarf að laga er einbeiting leikmanna ætti það að vera auðveld- asta mál í heimi. Það getur ekki verið flókið að fá leikmenn sem eru atvinnumenn til að halda einbeit- ingu sinni í 90 mínútur, ég trúi því bara ekki. Ég held að það sé orðið langt síðan að meðalaldur byijunarliðs íslands í knattspyrnu hefur verið 24 ár þannig að liðið hefur ekki mjög mikla reynslu í alþjóðlegri baráttu en samt er það frumskil- yrði að menn haldi einbeitingu.“ Nú hafði maður á tilfinningunni að við myndum hafa sigur í þessum leik en sú varð ekki raunin. „Nei því miður. Maður hefur lygi- lega oft á tilfinningunni að við eig- um að geta sigrað og ég hafði það mjög sterkt á tilfinningunni í dag. Við fengum sóknarmöguleika en það vantaði alltaf þessa blessaða síðustu sendingu og það er mjög svekkjandi að tapa fyrir liði sem við eigum að geta unnið, þótt það sé miklu ofar en við á styrkleika- lista. Ég held að leikkerfið sem slíkt hafi ekki brugðist í dag,“ sagði Logi landsliðsþjáflari. Súrt að ná ekki meiru „Það er súrt að ná ekki meiru út úr þessu. Við lékum vel í fyrri hálfleiknum og þegar þeir misstu manninn útaf bjóst maður við að okkur tækist að nýta okkur liðs- muninn en sú varð því miður ekki raunin," sagði Guðni Bergsson fyr- irliði íslenska landsliðsins. „Vörnin var sterk hjá okkur og rangstöðuaðferðin gekk vel, sem betur fer, en það er alltaf áhætta að leika svona. Það er grábölvað að fá á sig tvö mörk eftir hornspym- ur en við teljum okkur vera sterka í að veijast slíku og í raun er það synd og skömm að fara ekki til búningsherbergja í leikhléi og vera 1:0 yfir. Mér fannst við vinna fylli- lega fyrir því í fyrri hálfleiknum en eftir hlé var þetta dapurt og tapið var sárt,“ sagði fyrirliðinn. Hann bætti því við að hann væri búinn að finna sér herbergisfélaga í næstu leiki, Arnar Grétarsson. „Hann er eins og hugur manns. Hann er mýkri maður en Ólafur Þórðarson þótt Óli sé algjört ljúf- menni innan við hið harða yfir- borð,“ sagði Guðni. Var ákveðið fyrirfram „Við Eyjólfur vorum búnir að ákveða að annar hvor okkar myndi skora í dag,“ sagði Helgi Sigurðs- son, herbergisfélagi Eyjólfs Sverris- sonar, um markið sem hann gerði eftir glæsilega sendingu frá Eyj- ólfi. „Við höfðum alla burði til að gera miklu betur í fyrri hálfleik en í þeim síðari rann þetta allt ein- hvern veginn út í sandinn. Það vant- aði alla baráttu i okkur miðað við hvernig hún var fyrir hlé. Markið var gott enda sendingin frábær frá Eyjólfi og Þórður undirbjó þetta af mikilli kostgæfni. Það er alltaf gam- an að skora, sérstaklega í lands- leik,“ sagði Helgi. „Við lékum mög vel í fyrri hálf- leik en í þeim síðari gekk allt á aftur- fótunum, við fórum að tapa í fiestum návígum og sofnuðum hreinlega á verðinum. Eftir að þeir misstu manninn útaf var eins og allir vildu gefa glæsisendingu, sem gæfi mark, ew York og Utah Jazz tryggðu sér sæti í 2. umferð úrslita- keppni NBA í fyrrinótt. New York vann Charlotte 104:95 í þriðja leik liðanna í New York og Útah vann LA Clippers 104:92. Fyrrverandi leikmaður Charlotte, Larry Johnson, var stigahæstur í liði New York með 22 stig og Houston kom næstur með 20 stig. Glen Rice var með 22 stig fyrir Charlotte og Muggsy Bogues kom næstur með 19. New York leikur við annað hvort Miami eða Orlando í 2. umferð aust- urdeildar. „Ég hlakka til næstu umferðar," sagði Patrick Ewing, sem gerði 16 stig fyrir New York og vonaðist til að mæta gamla þjálfara sínum Pat Raley hjá Miami. Dave Cowens, en við áttum auðvitað að leika af yfirvegun og rósemi þannig að fær- in kæmu,“ sagði Eyjólfur Sverris- son. Um atvikið þegar Slóvakinn var rekinn af velli sagði hann: „Hann hélt mér í aukaspymu sem við feng- um og ég reif mig lausan. Honum líkaði það ekki og kom á eftir mér og sparkaði mig niður. Vítaspyman sem dæmd var á mig var tómt bull. Þetta var öxl í öxl og auk þess var hann á leiðinni út að hornfána þann- ig að það var engin hætta en svona er þetta,“ sagði Eyjólfur. „Ég veit ekki hvað gerðist en boltinn fór í höndina á mér,“ sagði Arnar Grétarsson eftir leikinn. „Eg missti jafnvægið og boltinn fór í höndina á mér. Hvort einhver ýtti mér eða ekki veit ég hreinlega ekki. Leikurinn var fínn fyrir hlé en svo drabbaðist hann niður, við fór- um að tapa boltanum á slæmu svæði þannig að þeir komust í nokk- ur hættuleg hraðaupphlaup. Úrslit leiksins gefa ekki rétta mynd af honum, það var agalegt að tapa svona,“ sagði Arnar. „Það var gaman að koma inní hópinn og kynnast strákunum," sagði nýliðinn Bjarni Guðjónsson eftir leikinn. „Þetta var ekkert erf- itt og það var auðvitað gaman að fá að spila í fyrsta sinn sem maður er valinn í hópinn, þótt ekki væri það lengi,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ekkert sérstakt hefði verið gert við sig sem nýliða, eins og tíðkast í mörgum íþróttagreinum. „Það hefði ömgglega eitthvað verið gert ef vörubílstjórinn af Akranesi hefði enn verið í landsliðinu," sagði Bjami. Hann sagðist súr að tapa en nú hefði hann séð leikinn frá öðru sjónarhorni en áður og það væri mjög erfitt að setja útá ein- hveija ákveðna hluti í leiknum. þjálfari Charlotte, sagði að vörnin hafi ekki verið nægilega sterk. „Við getum ekki ætlast til að vinna ef við gefum þeim 24 sinnum mögu- leika á sniðskoti." Jeff Hornacek og Karl Malone vora í aðalhlutverki hjá Utah Jazz sem vann LA Clippers 104:92 á heimavelli. Homacek gerði 28 stig og Malone 26. Loy Vaught setti nið- ur 20 stig fyrir Clippers og Bent Bariy 17. Utah leikur í 2. umferð í úrslitakeppni vesturdeildar við annað hvort Portland eða LA Lakers, en Lakers hefur 2:0 yfir. „Þeir sópuðu okkur út,“ sagði Bill Fitch, þjálfari Clippers. um Utah. „Ég er ánægður með frammistöðu minna manna þrátt fyrir tapið. Við lékum eins vel og við gátum nær allan ieikinn.“ KORFUKNATTLEIKUR / NBA Knicks og Jazz áfram Arnar til FH-inga? FH-INGAR hafa, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, haft samband við Arnar Pét- ursson, handknattleiksmann úr Vestmannaeyjum, og kannað hug hans til þess að leika með Hafnarfjarðarlið- inu á næstu leiktíð. Arnar hefur ekki svarað FH-ingum en hann hefur lýst því yfir að hann hyggi á nám í Reykjavík á næsta hausti og ætli sér þess vegna ekki að leika með ÍBV. Arnar, sem er á 22. ári, var leikstjórnandi í ungu liði ÍBV sem náði fjórða sæti á ís- landsmótinu í vetur og lék þar lykilhiutverk ásamt Gunnari Berg Viktorssyni sem í mánudaginn gekk frá samningi við Fram. Auðunn fær brons AUÐUNN Jónsson kraftlyft- ingamaður hlaut bronsverð- launin í -110 kg flokki á heimsmeistaramótinu í kraft- lyftingum sem fram fór í Salzburg í Austurríki i nóv- ember á síðasta ári. Auðunn hafnaði í fjórða sæti á um- ræddu móti, en þar sem heimsmeistarinn í flokknum, Ed Coan frá Bandaríkjunum, féll á lyfjaprófi sem tekið var eftir mótið var hann sviptur gullinu og aðrir keppendur færðust því upp um eitt sæti. Coan varð uppvís að því að nota steralyfið Testosterone og fékk Iífstíðar keppnis- bann. Jón Gunnarsson féll einnig á lyfjaprófi á HM og var úr- skurðaður í tveggja ára keppnisbann og sviptur bronsverðlaununum í -90 kg flokki. Sigurjón 7. og 18. SIGURJÓN Arnarson, kylf- ingur úr GR, keppti á tveimur mótum í Tommy Armour mótaröðinni á Flórída á ný- liðnum dögum og varð í 18. sæti á þriggja daga móti en í 7._sæti á eins dags móti. Á mótinu á Oaks vellinum í Kissimme lék Sigurjón á 73-73-70 höggum eða alls á 216 höggum sem er par. 52 kylfingar kepptu og fór sigurvegarinn á 207 höggum. Sigurjón var einnig á pari á Heathrow vellinum, lék á 72 höggum og varð í 7. sæti af 56 keppendum. Aðstæður voru erfiðar, mikill vindur og rigning. LA LEIKJADAGUR Á UEIUGJUIUIUI í beinni á ^jSVfl í kvöld KnofcíiiiA - -j Rúmenía - írland Danmörk - Slóvenía Svíþjóð - Skotland Tyrkland - Belgía Noregur - Finnland Grikkland - Króatía Júgóslavía - Spánn Sviss - Ungverjaland Ítalía - Pólland England - Georgía 1,35 3,35 4,75 1,15 4,00 7,70 1,80 2,80 3,00 1,90 2,75 2,80 1,25 3,65 5,70 2,35 2,55 2,35 2,10 2,65 2,55 1,45 3,10 4,25 1,20 3,85 6,40 1,15 4,00 7,70 1,40 8,40 1,70 knati. HM-UB

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.