Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 4
fl^jpttftfa&ife KNATTSPYRNA Sigurvin aftur til IBV Sigurvin Ólafsson, sem hefur verið hjá Stuttgart í Þýska- landi í tæplega fjögur ár, leikur með Eyjamönnum í sumar nema eitthvað óvænt komi upp á. „Ég hef ekki skrifað undir neinn samning en ég hef hug a að koma heim og halda áfram í skóla, ljúka stúdentsprófinu, og kem heim í sumar nema aðstæður breytist verulega á næstu vikum," sagði hann við Morgunblaðið í gær. Sigurvin, sem hefur verið fyrir- liði ungmennalandsliðsins undan- farin tvö ár, sagði að komið væri að ákveðnum tímamótum hjá sér. „Ég hef leikið með varaliði Stutt- gart undanfarin ár og félagið hef- ur boðið mér að vera áfram á sömu kjörum en ég fæ fá tækifæri með aðalliðinu," sagði kappinn, sem lék æfingaleik með aðalliði Stuttgart á móti landsliði Búlgaríu í gær- kvöldi. „Mér hefur gengið mjög vel og ég hef öðlast mikla reynslu en valið stendur á milli þess að taka áhættuna og bíða eftir tæki- færinu sem óvíst er að komi eða láta námið hafa forgang." Miðjumaðurinn er samnings- bundinn Stuttgart til 1. júlí en síð- asti leikur varaliðsins er í lok maí. Liðið stendur vel að vígi í keppn- inni og á mikla möguleika á að komast upp í efstu deild varaliða. Sigurvin sagði að léki hann með Eyjamönnum, eins og hann væri nánast búinn að ákveða, kæmi til greina að hann fengi að sleppa síðasta leiknum, ef viðureignin skipti ekki máli í lokastöðunni, og gæti því komið fyrr heim, en ljóst væri að hann yrði ekki með í fyrstu umferðunum. Ólafur þjálfar Gróttu STJÓRN handknattleiks- deildar Gróttu hefur gert samning við Ólaf Lárusson um þjá lf u n 2. deildar liðs meistaraflokks karla. Ólafur, sem er 39 ára og íþróttakennari að mennt, er reyndur þjálfari og hefur m.a. þjálfað meistaraflokk karla hjá KR en á liðnu tíma- bili þjálfaði hann kvennalið Stiörnunnar sem lék til úr- sUtaumíslandsmeistaratitiI- inn. Eins og fram hefur komið standa yfir viðræður milli Gróttu og KR um samvinnu og jafnvel samruna og halda þær áfram en handknatt- leiksdeildir félaganna senda sameiginleg lið til keppni í kvennaflokkum næsta tíma- bil. FOLK ¦ ANDYMöller og félagi hans frá Dortmund, Stefan Reuter, verða hvorugur með landsliði Þýskalands, í HM-leiknum gegn Úkraínu í dag vegna meiðsla. ¦ FIORENTINA var í gær dæmt til þess að leika næstu tvo leiki sína í Evrópukeppninni í knattspyrnu í 500 km fjarlægð frá heimavelli sín- um í Flórens. Auk þess skal félagið greiða 3,5 milljónir króna í sekt til knattspyrnusambands Evrópu vegna óláta á heimaleik liðsins gegn Barcelona í undanúrslitum Evrópu- kepgni bikarhafa í síðustu viku. ¦ Á UMRÆDDUM leik var kastað flösku í Bobby Robson þjálfara Barcelona og tveir Ieikmanna hans Sergei Barjuan og Ivan de la Pena urðu fyrir því að þeim var kastað rusli frá áhorfendum. ¦ RUI Costa og félagi hans Stefan Schwarz leikmenn Fiorentina voru dæmdir í leikbann í Evrópukeppninni fyrir að móðga dómara leiksins eftir að flautað hafði verið af. Costa fékk fjögurra leikja bann og Schwarz þriggja. ¦ LUIS Olivera liðsmaður Fior- entina er vísað var af leikvelli í margumræddum leik fékk tveggja leikja bann svo og Miguel Nadal leikmaður Barcelona sem einnig fékk reisupassann. ¦ AEK Aþena fékk einnig sektar- miða frá knattspyrnusambandi Evr- ópu vegna óláta stuðningsmanna þeirra er félagið tók á móti Paris Saint Germain í Evrópukeppni bik- arhafa í mars sl. Grikkjunum var gert skylt að greiða sem svara til 20 milljóna króna. ¦ RAY Houghton, miðvallarleik- maður frá Crystal Palace, er á ný í landsliðshópi írlands, sem mætir Rúmenum í HM í dag í Búkarest. Houghton er orðinn 35 ára. ¦ SANDOR Puhl knattspyrnu- dómari frá Ungverjalandi dæmir úrslitaleik Juventus og Dortmund í Meistaradeild Evrópu. Hann hefur áður dæmt viðureign þessara liða en það var er þau áttust við í úrslit- um UEFA keppninnar vorið 1993. Þá dæmdi Puhl fyrri viðureignina. ¦ PUHL er þó kannski þekktastur fyrir að dæma úrslitaleik heims- meistarakeppninnar í Bandaríkj- unum árið 1994 er Brasilíumenn lögðu ítali í vítapsyrnukeppni, eftir framlengdan og markalausan leik. Morgunblaðið/Kristinn SAMNINGUR Knattspyrnusambands íslands og Búnaöarbankans handsalaður f gær. Frá vlnstrl: Jón Adolf Guðjónsson, banka- stjórl Búnaðarbankans, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, og Sólon Slgurðsson, bankastjórl Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn og KSI í samstarf lAiiattspyi-nusamband íslands ¦^ gerði samkomulag við Búnaðarbanka íslands sl. haust um að bankinn annaðist fjármögn- un upp á 230 milljónir vegna fram- kvæmda á nýrri stúku á Laugar- dalsvelli sem verður lokið 1. júní og ýmsar aðrar endurbætur á vell- inum. í gær voru samningar undir- ritaðir í höfuðstöðvum KSÍ og var um tvíhliða samning að ræða. Annars vegar samningur um framangreindar framkvæmdir og hins vegar samstarfssamningur, að verðgildi um 10 milljónir króna, sem er til allt að fimm ára. Búnað- arbankinn verður einn helsti sam- starfsaðili KSÍ og verður nafn bankans áberandi á nýja Laugar- dalsvellinum. Framkvæmdirnar eru fjár- magnaðar með erlendu láni hjá Búnaðarbanka íslands og er end- urgreiðsla tryggð með 15 ára samningi Reykjavíkurborgar og KSÍ um framkvæmdir á Laugar- dalsvelli. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagðist mjög ánægður með samstarfið við Búnaðarbankann. „Við gerðum þennan samning fyrst og fremst til að hraða fram- kvæmdum. Við máttum búast við því að fá á okkur heimaleikjabann og jafnvel sektir ef stúka yrði ekki byggð. Nú er ljóst að stúkan verður tilbúin 1. júní, áður en Smáþjóðaleikarnir hefjast og fyrir HM-leikinn á móti Litháen 11. júní. Ég vil lýsa ánægju minni með samstarfið við Búnaðarbank- ann því hann gerði okkur mögu- legt að hraða framkvæmdum." Sólon Sigurðsson, bankastjóri Búnaðarbankans, sagði að bank- inn hefði lengi stutt við bakið á íþróttum í landinu. „Við höfum styrkt íþróttastarfið í landinu mik- ið á síðustu árum og erum við meðal annars aðalstyrktaraðili Smáþjóðaleikanna. Við erum ekki að gera það af eintómri mann- gæsku að styrkja íþróttastarfið því við teljum okkur líka tengja bank- ann við íþróttaæsku landsins með þessu," sagði Sólon. Eggert sagði að stefnt væri að því að flytja skrifstofur KSÍ niður á Laugardalsvöll, undir gömlu stúkuna, 15. júní í sumar. KSÍ á húsnæðið þar sem skrifstofur sam- bandsins eru nú, í íþróttamiðstöð- inni í Laugardal, en sambandið hyggst leigja húsnæðið þegar það flytur niður á Laugardalsvöll. Capello | frá Real FABIO Capello, þjálfari Real Madrid, staðfesti í útvarpsviðtali í gær að hann færi frá félaginu eftir yfirstandandi tímabil. Að undanförnu hefur verið hávær orðrómur um að hann væri á leið- inni aftur til AC Milan en Capello sagðist hafa tekið fyrrnefnda ákvörðun sl. sunnudag og árétt- aði að hann hef ði ekki gert samn- ing við annað félag. Jupp Heync- kes, þjálfari Tenerife, er talinn líklegastur til að taka við Real Madrid. Capello sagðist hafa ákveðið að hætta hjá Real eftir að hafa fullreynt að ekki væri hægt að starfa með stjórn félagsins. „Ég hef haft mínar efasemdir um framhaldið í viku og sagði forset- anum frá því en ekki er hægt að vinna með mönnum sem leka öllu í fjölmiðla sem sagt er," sagði hann. Capello bætti við að hann ætlaði að ljúka ætlunarverkinu, að gera Real að Spánarmeistara, en liðið er með átta stiga forystu í deildinni. „Ég er sannfærður um að Real verður meistari og Evrópumeistari að ári," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.