Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 41

Morgunblaðið - 03.05.1997, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ1997 41 AÐSENDAR GREIIMAR Einstæður tvískinnungur landsbyggðarþingmanns ÞVÍ hefur stundum verið haldið fram, að þrátt fyrir að Reykvík- ingar eigi flesta al- þingismenn séu þessir sömu Reykjavíkur- þingmenn afar litlir kjördæmisþingmenn og séu frekar þing- menn landsins alls, meðan þingmenn ann- arra kjördæma ganga fram með odd og egg í málefnum sinna kjör- dæma. Davíð og Ingibjörg Sólrún Þetta hefur leitt til þess, að borgaryfirvöld á hveijum tíma hafa þurft í auknum mæli að gæta hagsmuna Reykjavíkur í samskiptum við ríkisvald og Al- þingi. I þessu hlutverki var Davíð Oddsson meðan hann gegndi borg- arstjórastöðunni og þessu hlut- verki gegnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í dag. í störfum mínum sem borgar- fulltrúi hef ég aldrei heyrt raddir innan borgarstjórnar, sem ekki hafa haft skilning á að jafnvægi þyrfti að ríkja milli höfuðborgar og strjálbýlis og jafnframt um skyldur Reykjavíkur sem höfuð- borgar. A móti Nesjavallavirkjun Það er hins vegar fráleitt, eins og haldið er fram í grein Sturlu Böðvarssonar, þingmanns sjálf- stæðismanna, í Morgunblaðinu sl. miðvikudag, að Reykvíkingar megi í engu njóta frumkvæðis síns, t.d. í orkumálum. Þessi sami þingmað- ur greiddi atkvæði gegn því í stjórn Landsvirkjunar, að Reykvíkingar fengju að virkja á Nesjavöllum og framleiða raforku annars vegar fyrir sitt eigið orkusvæði og hins vegar fyrir stóriðju, þó að fyrir lægi, að þjóðhagslega væri þessi virkjunarkostur sá hagkvæmasti, sem völ væri á. Tvískinnungur þingmannsins Tvískinnungur þessa þingmanns er einstæður, því að í kjördæmi hans á Vest- urlandi njóta íbúar í stærsta kaupstaðnum, Akranesi, þess að fá raforku úr eigin orku- veri, sem er Andakíls- virkjun. M.ö.o. hann vill banna Reykvíking- um það, sem hann tel- ur sjálfsagt mál í sínu eigin kjördæmi. Það virðist jafn- framt vera bjargföst skoðun þessa þingmanns, að Reyk- víkingar eigi um aidur og ævi að greiða niður raforku til lands- Eiga Reykvíkingar ekki, spyr Alfreð Þorsteins- son, að njóta frumkvæð- is síns í orkumálum? byggðarinnar í gegnum eignahlut sinn í Landsvirkjun með því að Reykjavík fái ekki greiddan eðli- legan arð af eign sinni. Öðru vísi bregðist Reykjavík skyldu sinni sem höfuðborg. Aðalsteinn Guðjohnsen, raf- magnsveitustjóri í Reykjavík, ritaði nýlega í grein í Morgunblaðinu þar sem hann sýndi fram á með hvaða hætti Reykvíkingar hafa á undan- förnum árum og áratugum greitt niður raforkuverð til lands- byggðarinnar. Þessi landsbyggðar- skattur Reykvíkinga nemur millj- örðum króna. Bréf borgarstjóra sjálfstæðismanna Það var ekkert sjálfgefið, að Reykvíkingar, sem stórir eignarað- ilar í Landsvirkjun, gerðu ekki kröfu um auknar arðgreiðslur frá fyrirtækinu eftir að ríkisvaldið hef- ur kreppt að Reykjavík með ýmsu móti, eins og t.d. afnámi aðstöðu- gjalds fyrirtækja. Það er hins vegar misskilningur þingmannsins, að það sé sérstök uppfinning núverandi borgar- stjórnarmeirihluta asð krefjast aukinna arðgreiðslna frá Lands- virkjun. í skjalasafni Reykjavíkur- borgar er að finna bréf fyrrverandi borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins, þeirra Davíðs Oddssonar og Mark- úsar Arnar Antonssonar, þar sem þeir gera slíkar kröfur fyrir hönd borgarinnar. Eini munurinn er sá, að núverandi meirihluta hefur tek- ist það, sem þeim tókst ekki. Raforkuverð svipað um allt land Málflutningur á borð við þann, sem Sturla Böðvarsson viðhafði í Morgunblaðsgrein sinni, er lands- byggðarsjónarmiðum ekki til fram- dráttar, enda er beinlínis farið rangt með ýmsar staðreyndir. Raf- orkuverð er t.d. mjög svipað um land allt og þó að það sé lágt í Reykjavík er það lægra sums stað- ar annars staðar. Jafnframt er það mikilvægt, að nú liggur fyrir sam- eiginlegt markmið eiganda Lands- virkjunar um raunlækkun raforku- verðs frá aldamótum um 2-3% á ári. Því markmiði er mögulegt að ná, m.a. vegna nýlegra stóriðju- samninga, þar sem Nesjavalla- virkjun kemur við sögu og gerði kleift að reist yrði nýtt álver á Grundartanga, í kjördæmi Sturlu Böðvarssonar þingmanns. Það er því mikill misskilningur þessa þingmanns að halda því fram að núverandi borgaryfirvöld ógni landsbyggðinni, eins og hann held- ur fram. Þvert á móti mun Reykja- vík hér eftir sem hingað til vinna með landsbyggðinni, en í þeim samskiptum verður að gæta sann- girni á báða bóga. Höfundur er borgarfiúltrúi í Rcykjavík. Alfreð Þorsteinsson Osannindi verða að sannindum EKKI batnar hlutur fréttastofu Ríkissjón- varpsins við skrif fréttastjórans, Boga Ágústssonar, hér í blaði 30. apríl sl. um fréttaflutning af styjk Rannsóknarráðs ís- lands til Hins íslenzka bókmenntafélags vegna heildarútgáfu á ritum Sigurðar Nor- dals. Fréttastofan fékk rangar upplýsingar frá framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs sem virðast eiga rót að rekja til misminnis eða einhvers annars misskilnings um að Jóhannesi Nordal hafi verið veittur styrkur sem Bókmenntafé- Ósannindin voru vísvit- andi ítrekuð, segir Sig- urður Líndal, off þar með var Sjónvarpið ekki að flytja ósanna frétt, heldur búa hana til. iagið sótti um og fékk. í greininni fullyrðir fréttastjórinn að þetta hafi einnig komið frarh í gögnum sem dreift hafi verið á ársfundi Ráðsins. Mynd sem fylgir greininni sýnir þó að Jóhannes er tilgreindur sem verkefnisstjóri en ekki styrk- þegi. Daginn eftir framangreindan fréttaflutning voru fréttastofu Sjónvarpsins afhent gögn sem sýna með óyggjandi hætti að Bók- menntafélagið var styrkþeginn og fjárhæðin hafði geng- ið beint til þess. Var óskað leiðréttingar. Yfirlýsing var birt í fréttatíma sama kvöld, en í henni „var ' raunar sagt undir lok- in, að Jóhannesi hefði verið veittur styrkur- inn og færð fyrir því svipuð rök og áður höfðu komið fram í máli Vilhjálms" eins og féttastjórinn kemst að orði. Þetta gerir fréttastofan þótt hún hafi þá haft undir höndum óvéfengjan- leg gögn um að þetta er rangt. Ósannindi eru þannig endurtekin gegn betri vitund. í lok greinar sinnar vísar frétta- stjórinn því á bug að upphafleg frétt hafi verið ósönn. Ef svo sé hafi upplýsingar Rannsóknarráðs verið ósannar. Þess vegna hafi ekkert verið að leiðrétta og engin leiðrétting birt. Kenning Boga Ágústssonar fréttastjóra er þá í stuttu máli: Ef frétt er flutt sem styðst við rangar eða villandi upp- lýsingar, en síðan kemur hið sanna í ljós og frá því greint, er ekki verið að leiðrétta neitt. - Hvað er þá verið að gera? Reyndar gerði fréttastofan {- meira. Ósannindin voru vísvitandi ítrekuð og þar með var Sjónvarpið ekki að flytja ósanna frétt, heldur búa hana til og hefur síðan haldið þeim tilbúningi til streitu. Ég ætla að ráðleggja þeim fréttamönnum sem hér eiga hlut að máli að leggjast undir feld og rannsaka samvizku sína. Höfundur er Iagaprófessor við Háskóla íslands. Sigurður Líndal Nýtt orgel í Langholtskirkju BÚIÐ er að skrifa undir samning við org- elsmiðinn Fritz Noack í Bandaríkjunum um að smíða orgel fyrir Langholtskirkju, og verður það tilbúið síðla sumars árið 1999. Frá því að Langholtskirkja var vígð haustið 1983 hefur verið leikið á lít- ið orgel sem Kór Langholtskirkju á. Það hljóðfæri er að- eins 4 raddir og eitt spilaborð. Arkitekt hússins sem og Lang- holtssöfnuður hafa frá upphafi ætlað að gott orgel yrði sett upp í kirkjunni. Var haft eftir arkitektinum á sínum tíma að hann teldi smíði kirkjunnar ekki lokið fyrr en orgel væri kom- ið í hana. Langholtskirkja er án efa eitt hljómbesta hús landsins. Talað orð skilar sér vel í kirkjunni og vart er hægt að finna betra hús fyrir flutning tónlistar, hvort. heldur er söngur að hljóðfæraleikur. Gott orgel mun bæði koma að góðum notum við helgihald í kirkjunni sem og á tónleikum. Það hljóðfæri sem kemur í Lang- holtskirkju verður 34 raddir. Þetta telst ekki stórt orgel, enda nokkur orgel hér á landi stærri. Orgelsmið- urinn telur hins vegar hljómburð kirkjunnar það góðan að þetta org- el muni fullkomlega geta fyllt kirkjuna þeim hljómi sem vænst verður. Raddir orgelsins í Langholtskirkju vora valdar með það í huga að hljómur þess hefði einkenni barokkhljóð- færis, en ekkert slíkt hljóðfæri er til hér á landi. (Orgel Hall- grímskirkju er reyndar svo stórt að raddskip- an þess gefur mögu- leika á flutningi tón- listar frá öllum tíma- bilum sögunnar). En þó að orgel Langholts- kirkju hafi blæ barokkhljóðfæris verður vitaskuld hægt að leika á Gott orgel mun bæði koma að góðum notum við helfflhald í kirkjunni sem og á tónleikum, segir séra JónHelgi Þórarinsson í tilefni af kynningarfundi orgel- sjóðs Langholtskirkju sem haldinn verður annað kvöld kl. 20. það flestar tegundir orgeltónlistar. Orgelið Langholtskirkju verður staðsett innst í kór kirkjunnar, á bak við altarið. í tengslum við uppsetningu hljóðfærisins þarf að hanna kór kirkjunnar upp á nýtt. Sóknarnefnd hefur nú þegar ráðið arkitekt til þeirrar vinnu. Á fund- um sóknarnefndar, sóknarprests og organista með arkitektinum hafa verið ræddir ýmsir möguleik- ar á því hvernig málum verði best fyrir komið. Lokaátak söfnunai- í orgelsjóð - kynningarfundur og tónleikar Sunnudaginn 4. maí kl. 20.30 verður kynningarfundur orgelsjóðs Langholtskirkju, eins konar vorhá- tíð í upphafi lokaátaks söfnunar fyrir orgelið. Á þessum fundi mun arkitektinn m.a. sýna þær hug- myndir sem fram eru komnar um útlit orgels og skipan mála í kór kirkjunnar á stóru tjaldi í þrívídd, en slíkt er hægt með hjálp tölvu- tækni. Þá flytja séra Jón Heigi Þórarinsson og Guðmundur Andri Thorsson ávörp og Kór- og Gradu- alekór Langholtskirkju og ein- söngvararnir Björn Jónsson, Garð- ar Cortes, Signý Sæmundsdóttir og Þóra Einarsdóttir munu syngja. Þá verður einnig greint frá því hversu mikið er til í orgelsjóði, hvað orgelið muni kosta, hvaða fjáröflunarleiðir eru fyrirhugaðar o.s.frv. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Höfundur er sóknarprestur í Langholtskirkju. Jón Helgi Þórarinsson ^Fiesta víngerðarefni Nú ioksins fara verd og gæði saman. Eitt af vinsælustu víngerðarefnum á Norðurlöndum er nú komiðtil Islands. V Verðdæmi: Rósavín 1.700 • Hyítvín 1.700 • Vermouth 1.900 Ath. 30 flöskur úr einni lögn Höfum einnig víngerðarefni fyriry rauðvín, sérri, og púrtvij; Sendum i póstifi’díu Vínsto Laugarnesvegi 52, sími 533 1888, FAX, 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.