Alþýðublaðið - 14.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1920, Blaðsíða 2
a ALÞYÐOBLAÐIÐ Skritnar angiýsingar. Sem kunnugt er, eru Ameríku- menn mjög séðir auglýsendur og frumlegir i þeirri list ad kitla at- hygli manna. Hér koma nokkur sýnishorn af amerískum auglýs- iogum. Kaupmaður í Brookiya fann upp á því snjallræði, að koma upp- hækkuðum bókstöfum fyrir á bif- reiðarhjólum sínum, og með sér- stökum hætti bar hann hvítan lit á þá. Að svo búnu ók hann bif reiðinai um jarðbikaðar götur New- Yorkborgar, og prentuðust stafirnir þá á þær jafnóðum, eins og það væri gert í prentvél. Kona iét seija á legstað látins bónda síns: „Heiðrið minningu A... T ..., sem dó 72 ára að aldri. Hann lætur eftir sig unga, ■elskulega ekkju, sem haan, vegna hins mikla aldursmunar, fór með eins og hann væri faðir hennar." Hijóðfærasali auglýsti: »Mr, Bronson hefir hér með þann heið* ur og þá sorg, að tilkynna við- skiftavinum sínum, að hann hefir gefið út nýjan vals, og mist dótt- ur sína, Mary Ann Deborah, 15 ára gamla. Valsinn fæst hjá hljóð- færasölum, og jarðarföria verður á morgun kl. 11.“ Maður var dæmdur til dauða, og hattagerðarmaður í New-York bauð konu hans 125 doilara fyrir auglýsingu á aftökustaðnum. Þeg- ar hinn dauðadæmdi gekk upp á afíökupailmn, bað hann um að fá að segja nokkur orð. Honum var leyft það, og hrópaði hann með styrkri röddu: „Það sem eg vildi sagt hafa er, að beztu hattarnir sem hægt er að fá í New-York, fást hjá N, N. hattagerðarmanni, —götu 53.“ Leikhússtjóri einn fann upp nýtt ráð til þess að láta fóik Iesa aug- lýsingarnar sem hann sendi út, Hann lét auglýsinguna innan f umslag, lét frímerki fylgja og skrifaði: „Eg geri ráð fyrir, að ársinntektir yðar séu 1500 doliar- ar, og vegna þess að tíminn er peningar, læt eg hér fylgja fjög- urra senta frímerki sem þóknun fyrir, að þér eyðið tveimur mín- útum af tíma yðar til þess að lesa hjálagða Ieikskrá." Oft eru smellnar áskriftir í búð- argluggunum, t. d.: „Silkiormarnir mundu deyja af vonsku, ef þeir fréttu það, hve hlægilega ódýrt við seljum framleiðslu þeirra." — „Hanskar ágætir hér. Tvíburar kosta aðeins einn og hálfan do!l ar.“ — „Hálsbindi okkar niæla sjálf með sér. Þér getið heyrt til þeirra í margra mílna fjarlægð.“ Á vínsöluhúsglugga stóð þessi auglýsing: „Ef konan yðar er 6 þolandi, og þér í örvæntingu farið að drekka, þá getið þér fengið birgðir hér. Komið inni“ ?rá ÐaitmSrku. (Frá sendiherra Dana) Danir í Rússlandi. Fjármálanefnd þjóðþingsins hefir veitt 150 þúsund kr. til hjálpar ' dönskum þegnum, sem dvelja í Rússlandi. Áður hefir fé verið veitt í sama augnamiði, ýmist Dönum f Rússlandi, eða Dönum sem kom ið höfðu eignaiausir þaðan. Landkönnnnarferð. Danski landkönnuðurina Peter Freuchen, sem nýlega er kominn heim úr grænlandsför, undirbýr nú ásamt hinum fræga Knud Ras- mussen landkönnunarferð mikla að vori komandi. Ætlast er til, að Freuchen fari frá Baffinslandi (fyrir norðan Ameríku) beint í vestur, til þess að kynsiast Eskimóum þeim er þar búa, sem talið er að séu alveg ókunnir menningu Ev- rópumanna. Síðar ætlar Knud Ras- mussen að hitta hann, og hefst þá höfuðleiðangurinn, sem verður farinn um öll lönd Norður Kanada, og mun standa yfir f 5 ár. blaðssns er í Alþýðuhúsinu við’ tngólfsstræti og Hverfisgötu. Sími Augiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kh 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma f bkðið. Askriftargjald ein lxr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm, eindálkuð. Utsölumenn beðnir að gera skil tii afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðucgslega. Qm dagínQ og Togii. Kyelkja ber á hjólreiða- og bífretðaljóskerum eigi síðar en kL 3 í kvöld. Afli hefir verið óvenju mikill á Eyjafirði fram eftir öllu hausti, að því er vermenn að norðan segja, en válbátar hættu veiðum löngu áður en fiskur var genginn af miðum, vegna fjárskorts. Lngarfoss fór í morgun til Englands, áleiðis til Amerfku. Kemur hann við í Hafnarfirði og Vestmannaeyjum og tekur þar saltfisk til Leith, ísland var í Leith í gærdag, Eimskipafélag Suðurlands heldur aðalfund sinn 3. febr. næstk., á skrifstofu hæstaréttar- málafiutningsmanns L. Fjeldsted, Aðalstræti 18. Fundurinn hefsfc kl. 4 e. m.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.