Morgunblaðið - 03.05.1997, Side 51

Morgunblaðið - 03.05.1997, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1997 51 MINNINGAR ANTONY LEIFUR BOUCHER + Antony Leifur Boucher fæddist í Ealing, London, Englandi, 8. maí 1954. Hann lést af slysförum á Gíbraltar 5. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram á Gíbraltar 10. apríl. Mig langar að skrifa hér nokkur kveðjuorð til vinar míns, Antonys Leifs Boucher, sem lést 5. apríl síðastliðinn af slysförum á Gíbralt- ar. Þar sem ég er staddur erlendis þá frétti ég ekki strax af því sem gerst hafði. Það er erfitt að sitja hér og skrifa þessar línur þar sem þetta er svo harmþrungið og óvænt. Minningar og söknuður er það fyrsta sem hel- tekur mann á svona stundu og það er erfítt að sætta sig við að þetta skuli vera staðreynd. Maður verður víst aldrei viðbúinn dauðanum. Við Antony kynntumst í æsku í Bólstaðarhlíðinni og hefur vinátta okkar verið sterk allar götur síðan. Samskipti okkar hafa þó oft verið með hléum, sérstaklega vegna bú- setu okkar beggja í óh'kum löndum, við höfum þó alltaf haldið sam- bandi hvor við annan. Antony var mjög tilfinninga- næmur maður og hafði einnig mik- inn áhuga á tónlist og tónsmíðum. Hann var mikill heimsmaður í sér og hafði gaman af að ferðast. Hann hafði lengi átt sér þann draum að geta dag einn lagt af stað og siglt um heimsins höf á seglskútu. Það voru margir draumar sem hann átti og sem við deildum saman. Gaman hefði verið að sjá þá verða að veruleika. Antony var sérstak- lega hugmyndaríkur maður og koma mér í hug mörg síðkvöldin sem við áttum saman og ræddum hugmyndir hans í þaula. Þrátt fyr- ir langa búsetu erlendis þá bar Antony ávallt sterkar taugar til íslands. Núna er mér efst i huga síðasta skiptið sem við Antony hittumst og þær yndislegu stundir sem ég átti með honum er ég heimsótti hann til Spánar á síðastliðnu ári. Það voru góðar stundir því sjaldan eða aldrei hef ég séð Antony svo hamingjusaman. Kæri vinur, nú ert þú farinn. Þú varst sannur vinur og er þín sakn- að hér en ég vona og veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Eg votta börnunum þínum og fjölskyldunni þinni mína dýpstu samúð og bið guð að gæta þeirra og gefa þeim styrk. Þinn vinur, Ólafur. AUGLY5I IM G AR TILKYNNINGAR Prestkosning í Garðaprestakalli í Kjalarnessprófasts- dæmi. Laugardaginn 31. maí 1997 ferfram prests- kosning í Garðaprestakalli. Kjörskrár verða lagðarfram föstudaginn 2. maí og liggja frammi á eftirfarandi stöðum. Kjörskrá fyrir Bessastaðasókn liggurframmi á skrifstofu sveitastjórnar á Bjarnastöðum alla virka daga kl. 10.00—15.00. Kjörskrá fyrir Garðasókn liggur frammi á Bæjarskrifstofu Garðabæjar alla virka daga á skrifstofutíma. Kjörskrá fyrir Kálfatjarnarsókn liggurframmi á skrifstofu sveitastjórnar alla virka daga kl. 9.00-15.00. Utankjörstaðakosning hefst föstudaginn 16. maí og lýkurföstudaginn 30. maí. Kosið verður í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ alla virka daga milli kl. 17.00 og 19.00, Gesthúsum, Bessastaðahreppi, milli kl. 18.00 og 19.00 og Austurgötu 5, Vogum, milli kl. 18.00 og 19.00. Prófasturinn í Kjalarnessprófastsdæmi R Styrkir —~ til menningarmála Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar mun í júní nk. veita styrki til menningarstarfsemi í Hafn- arfirði. Umsóknir um þessa styrki þurfa að hafa borsit fyrir 1. júní nk. til Menningarmálanefndar Hafn- arfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær. KENNSLA HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Helgarnámskeið í ungbarnanuddi ásamt sýnikennslu í svæðanuddi fyrirforeldra og ungbörn 7. og 8. júní, 5. og 6. júlí og 30. og 31. ágúst. Möguleikar á helgarnámskeiði a landsbyggðinni í sumar ef pantað er með góðum fyrirvara. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu milli 11 og 13 virka daga í síma 562 4745 og í síma 552 1850 um helgar. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Nýtt námskeið í svæðameðferð miðvikudagskvöldin 7., 14., 21. og 28. maí. Námskeiðið býður upp á framhaldsnám sem byrjar í september 1997. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í síma 562 4745 milli 11 og 13 virka daga og um helgar í síma 552 1850. Athugið, takmarkaður þátttakendafjöldi. NAUQUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálf- ri, sem hér segir: Höfðastígur 6 e.h., þingl. eig. Jón Gunnarsson, gerðarbeiðendur Byggingasj. ríkisins húsbréfadeild og Byggingasj. ríkisins, miðviku- daginn 7. mai 1997 kl. 14.30. Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins, Aðalstræti 12, Bolungarvík, miðvikudaginn 7. maí 1997 kl. 15.00 á eftir- farandi eignum í Bolungarvfk: Hólsvegur 6, þingl. eig. Gunnar Sigurðsson, Kristinn Þ. Sigurjónsson og Jóna Sigriður Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingasj. ríkisins. Völusteinsstræti 4, þingl. eig. Sveinbjörn Ragnarsson, gerðarbeiðandi Byggingasj. ríkisins. Þuríðarbraut 5, þingl. eig. Sigurður Pálsson og Páll Arnór Sigurðsson, gerðarbeiðandi Lifeyrissjóðurinn Framsýn. Þuríðarbraut 7 e.h., þingl. eig. Guðbergur Ingólfur Arnarson, gerðar- beiðandi Byggingasj. ríkisins húsbréfadeild. Sýslumaðurinn í Bolungarvík, 2. maí 1997. Jónas Guðmundsson. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf Aðalfundur Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. verður haldin föstudaginn 16. maí 1997 kl. 16:00 í kaffistofu félagsins á Eyrarvegi 16, Þórshöfn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 19. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 4. Tillaga um heimild til stjórnar félagsins um kaup á eigin hlutabréfum félagsins. 5. Önnur mál. Dagskrá, tillögur og ársreikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hlut- höfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á staðnum. Stjórn Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. TONVER TONLISTARSKOLA KÓPAVOGS Tölvutónleikar Vortónleikar tónvers Tónlistarskóla Kópavogs verða sunnudaginn 4. maí kl. 17.00 í sal skól- ans, Hamraborg 11. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. A dagskrá verða glæný verk eftir nemendur tónversins. Lofað er góðri skemmtun með fjöl- breyttri tónlist og fallegri sviðsmynd. Fullyrða má að hér eru á ferðinni einir sérstæðustu tón- leikar sem boðið er upp á hér á landi. Fella- og Hólakirkja Aðal safnaðarfundur Fella- og Hólabrekku- sókna verður haldinn þriðjudaginn 13. maí kl. 20.00 í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefndir. SMAAUGLY 5IIMGAR FÉLA6SLÍF Leíklistarstudíó Eddu og Gísla Vornámskeið í framsögn og tján- ingu eru að hefjast. Símar 581 2535 og 588 2545. Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma i kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson talar. □agsferð sunnudaginn 4. maf kl. 10.30 Reykjavegurinn. Þingvellir - Heiðarbær. 1. áfangi. Netslóð: http://www.centrum.is/ utivist FERÐAFÉLAG @ ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 4.maí kl. 10.30 1. Reykjavegurinn 1. áfangi Þingvellir — Heiðarbær. Verið með frá byrjun í 10 ferða raðgöngu Ferðafélagsins og Úti- vistarfrá Þingvöllum að Reykjan- esvita um þessa nýju og skemmtilegu gönguleið um Reykjanesskagann. Kynningar- verð kr. 500. Brottför frá BSÍ, sunnanmegin, Mörkinni 6 og Kaupfél. Mosfellsbæ. 2. Skíðaganga yfir Kjöl. Gengið frá Stíflisdal að Fossá. Verð 1.200 kr. Ferð á Skjaldbreið fellur niður vegna ófærðar. Brottför frá BSI, austanmegin og Mörkinni. Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl 14.00. Gestapredikari: Guðmundur Jónsson. Allir hjartanlega velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Aöalfundur safnaðarins i kvöld kl 19.00. Viö viljum hvetja safnaðarmeð- limi til að mæta vel. TILKYNNIN6AR Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbún- um atvinnu-, rað- og smáauglýs- ingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeild Sími 569 1111 simbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is ÝMISLE6T Ferðaþjónusta Tungu Svínadal Ættarmót, húsnæði fyrir hópa, góð leikaðstaða, tjaldstæði, heit- ir pottar. Tvær helgar lausar í júní, ein í júlí og tvær í ágúst. Ca 80 km frá Reykjavík. Fax og sími 433 8956. KENNSLA HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Nýjung! Heilsubótahelgar í sumar 24. og 25. maí, 21. og 22. júní, 12. og 13. júlí og 23. og 24. ágúst. kennsla í andlits og baknuddi. Kennsla i spennandi grænmetis- réttum. borðað saman, hugleitt og farið í heilsubótargöngur. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu, sími 562 4745, milli kl. 11.00 og 13.00 virka daga og 552 1850 um helgar. Undirbúningsnám í svæðameðferð hefst í Reykjavík 7. maí nk. Innritun í síma 557 9736. Nuddskóli Nuddstofu Reykjavíkur. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.