Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 C 3 KNATTSPYRIMA RALL Hodgson flýr órólegu deildina MIKIL átök hafa verið innan félags- ins í vetur og endalaus upphlaup í fjölmiðlum. Fyrir skömmu ákvað svo þjálfarinn Roy Hodgson að hann væri búinn að fá nóg af hringavit- leysunni og ákvað að halda heim til Englands og taka við stjórninni hjá Blackburn Rovers. Inter hefur þurft að sætta sig við að falla algerlega í skuggann af nágrönnum sínum AC Milan allan þennan áratug og frá því að liðið sigraði síðast í deildinni 1989 er þýska þríeykið Mattháus, Klinsmann og Brehme fóru fyrir liðinu, hefur það aldrei komist verulega nálægt því að vinna titilinn. Liðið sigraði reyndar tvívegis í Evrópukeppni fé- lagsliða, 1991 og 1994, en það þótti lítil sárabót fyrir þá skömm að horfa upp á Milan raða inn titlum. Fyrir tveimur árum keypti svo Massimo Moratti liðið af Ernesto Pellegrini og sáu aðdáendur Inter fram á bjart- ari tíma er liðið kæmist aftur í hend- ur Moratti fjölskyldunnar en faðir Massimos, Angelo Moratti, átti liðið á gullaldarskeiði þess á sjöunda ára- tugnum er argentínski þjálfarinn lit- ríki Helenio Herrera stýrði því til þriggja meistaratitla og tveggja Evrópumeistaratitla. Hvað vill enskur þjðlfari upp á dekk? Moratti er ekki maður lítillátur og taldi aðeins tímaspursmál hvenær Milan yrði gleymt og grafið undir hæl Inter. Hann fjárfesti í fjölda frægra leikmanna og fékk enska þjálfarann Roy Hodgson til liðsins en hann hafði náð mjög góðum ár- angri með Malmö FF í Svíþjóð og svissneska landsliðið. Óþolinmæðin sem hafði grafið um sig í herbúðum Inter reyndist liðinu hinsvegar erfíð og aðdáendur og fjölmiðlar gáfu Hodgson ekki þann tíma sem hann taldi sig þurfa til að byggja það upp. ítaiskir fjölmiðlar hafa verið afar harðir í garð Hodg- sons, veltu sér mikið upp úr því þeg- ar hann var ráðinn að hann hefði aldrei leikið sjálfur í fremstu röð en leikmannsferill Hodgsons var fremur tilþrifalítill og það lengsta sem hann komst var að leika í stuttan tíma með Crystal Palace í þriðju deild í Englandi (menn virðast hafa gleymt því að sjálft goðið Herrera var ekki rnjög merkilegur leikmaður). Einnig spurðu ítalir sig að því hvað enskur þjálfari vildi eiginlega upp á dekk en á Ítalíu hefúr ensk knattspyma löng- um þótt fremur frumstseð. Skipti engu að Hodgson hafði lengstum starfað á meginlandinu. Hodgson lét þó engan bilbug á sér finna og vann sér inn prik hjá fjölmiðlum með að leggja sig fram við að ná tökum á ítölskunni en enskir leikmenn á Ítalíu hafa gjarnan verið latir við þá iðju. Ýmsar tilraunir með uppstillingu Síðasta vor sáust batamerki á leik liðsins og með komu sterkra leik- manna til þess um sumarið, Frakk- anna Youris Djorkaeffs og Jocelyns Angloma, Svisslendingsins Ciriacos Sforza, Chilemannsins Ivans Zamor- Liðið leikur til úrslita í Evrópukeppni félags- liða, komst í undanúrslit í ítölsku bikarkeppninni og heyr harða baráttu við Parma um annað sætið í deildinni sem gefur sæti í Meistara- deildinni næsta vetur. Árangur sem flest lið gætu eflaust sætt sig við en Einar Logi Vignisson segir svo ekki vera um Inter- nazionale frá Mílanó. anos og Hollendingsins Arons Wint- ers, þótti liðið líklegt til stórafreka - titillinn sjálfur, „Lo scudetto", jafnvel í sjónmáli. Liðið byrjaði nokk- uð vel og var við toppinn en Juvent- us stakk þó fljótlega af og eiginlega hefur aldrei leikið vafi á hvaða lið beri sigur úr býtum. Þrátt fyrir að sá árangur, sem tilgreindur var í byijun greinar þess- arar, geti vart talist lakur hefur gagnrýnin á Hodgson og leikmenn verið óvægin. Miklar sveiflur hafa verið í leik liðsins og Hodgson gert ýmsar tilraunir með uppstillingu Morgunblaðið/Golli ROY Hodgson, þáverandi landsliAsþjálfarl Svlss, ð æfingu á Laugardalsvelli, fyrlr Evrópuleik gegn ís- lendingum í ágúst 1995. Hann fer frá Inter I sumar og tekur vlð Blackburn. þess sem hafa fallið í grýttan jarð- veg hjá fjölmiðlum sem telja hann ekki hafa hugmynd um hvað hann er að gera og leikmenn hafa verið missáttir, fyrirliðinn áhrifamikli Giuseppe Bergomi ekki alltaf par- hrifinn en Ince, Djorkaeff og Zan- etti hrósað Hodgson mjög en þeir hafa einmitt verið bestu leikmenn liðsins í vetur. „Hodgson er alveg einstakur maður, mannlegur í fram- komu og afar vel að sér um knatt- spyrnu. Hafíð þið tekið eftir því hvað hann fínnur margar taktískar lausn- ir?“ sagði Zanetti fyrir skömmu. Hodgson varð hins vegar langþreytt- ur á gagnrýninni og sérstaklega mislíkaði honum yfirlýsingar forseta félagsins og það sem hann nefndi rógsherferð blaðanna. „Ég þarf ekki að lesa blöðin ti! að vita hvort ég hef staðið mig vel en jafn óhóflegt magn af ósanngjarnri gagnrýni og framreitt hefur verið hefur skemmt mikið fyrir liðinu. Það er auðveldlega hægt að eyðilegga langt uppbygg- ingarstarf á tveimur dögum og það hryggir mig. Ég tel _mig hafa skilað góðu starfi hér á Ítalíu en ég er búinn að fá nóg af rógnum og hef því ákveðið að yfirgefa félagið," sagði Hodgson er hann tilkynnti að hann væri á förum til Blackburn. Tiltekt nauAsynleg utan vallar Þegar Inter hefur náð sér á strik á yfirstandandi tímabili hafa fá lið þótt leika jafn vel og jafnvel Juvent- us þurft að lúta í gras. Hodgson þykir hafa náð að temja Englending- inn Paul Ince og hefur hann leikið vel í vetur. Eins hefur sú ákvörðun að flytja hina ungu Salvatore Fresi og Javier Zanetti úr vörninni fram á miðjuna skilað góðum árangri. Þeir hafa þó iðulega þurft að færa sig aftur í vörn liðsins því Inter hef- ur ekki mörgum góðum varnar- mönnum á að skipa og er ljóst að Moratti þarf að styrkja liðið á þeim vígstöðvum. Hann mun þó líklega bíða eftir því að Gigi Simoni, fyrrum þjálfari Napoli, komi til starfa í júní er tímabilinu lýkur en Moratti til- kynnti fyrir nokkru að Simoni yrði eftirmaður Hodgsons. Talið er að Simoni vilji fá Napoli leikmennina Andre Cruz og Fabio Pecchia til Inter og myndu þeir leysa af hólmi á miðjunni þá Sforza og Ince sem að öllum líkindum fara frá félaginu. Engum kæmi á óvart þótt Winter yrði látinn fara, jafn skelfilega léleg- ur og hann hefur verið og hugsan- legt er að Marco Branca sé orðinn þreyttur á að eiga ekki öruggt sæti I liðinu, sérstaklega þar sem sam- keppnin eykst enn frekar um fram- herjastöðurnar þegar Nígeríumaður- inn Kanu fer að leika á ný. Aðdáendur Inter eru þó margir á því að til þess að Inter nái að skáka Juventus næsta tímabil þurfi ekki síst að taka til utan vallar, forsetinn Moratti verði að læra að farsælast sé að búa þjálfara liðsins sómasam- legt umhverfi og hlusta á hann af alvöru þegar leikmannakaup eru fyrirhuguð. Hvort slík auðmýkt er á færi Morattis er hins vegar annað mál. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson IMýr keppnisbfll Stelngrímur Ingason var aA raAa þessum Honda Clvic saman sem rallbíl f vlkunnl og kepplr í fyrsta rallmótl árslns. Rúnar Jónsson íslandsmeistari í raili „Sjaldan venðjafn spenntur“ FYRSTA rall ársins verAur á Suðurnesjum á laugardaginn. Keppni hefst í Hafnarfirði en lýkur síðdegis i Keflavík. Meðal 18 keppenda verða íslands- meistararnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson á Mazda. Þeir mæta m.a. Sigurði Braga Guð- mundssyni og Rögnvaldi Pálma- syni, sem hafa keypt Rover fjór- hjóladrifsbíl fyrrum meistar- anna Ásgeirs Sigurðssonar og Braga Guðmundssonar. Gunntaugur Rögnvaldsson skrifar Norðdekkmeistararnir Hjörtur P. Jónsson og ísak Guðjónsson munu aka bíl Steingríms Ingasonar í ár, 250 hestafla Nissan. Þeir urðu Norðdekkmeistarar í fyrra á Toyota Co- rolla og bæta bíla- kost sinn verulega hvað hestöfl varð- ar, fara úr 125 í 250. Steingrímur leggur þó ekki árar í bát, hefur fjár- fest í nýjum 150 hestafla Honda Civic sportbíl. Sá bíll er framdrifínn og þarf Steingrímur því að breyta um akstursstíl, eldri bíll hans er aft- urdrifinn. „Mig langaði að breyta til og kaup á nýjum fjórhjóladrifsbíl voru of mikil fjárfesting. Ég þarf litlu að breyta og erlendis hefur Civic bíllinn komið á óvart í rallinu, er léttur og öflugur. Ég var orðinn fast- ur í sama farinu á hinum bílnum og þetta er skemmtilegt viðfangsefni. Ég mun reyna að kitla toppana eitt- hvað,“ sagði Steingrímur. Guðbergur Guðbergsson mætir á Porsche ásamt Jóni Helga Pálssyni. Bíllinn fór ekki langt í alþjóðarallinu í fyrra. „Við gerðum mistök, settum ranga öxla í drifrásina og það hefti framför okkar. Núna eru þeir réttu komnir í. Það hefur verið lítill tími til að skoða leiðir, en ég vonast engu að síður eftir verðlaunasæti, kannski bronsinu,“ sagði Guðbergur. Stórt spurningamerki hvílir yfír Sigurði og Rögnvaldi á öflugasta rallbíl keppninnar. „Það er sérkenni- leg staða að aka þessum bíl. Ef við vinnum, þá segja menn að það sé útaf bílnum. Ef við töpum, þá verð- um við sagðir aular,“ sagði Sigurður og hló, „en þetta er skref fram á við fyrir okkur. Nýr bíll hefði kostað 7-8 milljónir og við vorum ekki til- búnir í slíka fjárfestingu. Það er al- veg nóg að bóka 10 helgar yfir sum- artímann fyrir rall og rallskoðun - stela þeim tíma frá ijölskyldunni - þó mjólkurpeningarnir renni ekki líka í dæmið. Rover fjórhjóladrifsbíll- inn er hagkvæmur í rekstri og sigur- stranglegur á pappírnum. Hinsvegar eru feðgarnir með gífurlega reynslu og gjörþekkja keppnistæki sitt. Það leikur sér enginn að því að vinna þá hér heima, hvorki innlendir né erlendir ökumenn," sagði Sigurður. Rúnar og Jón hafa orðið meistar- ar þrjú ár í röð og hyggjast verja titil sinn, en fagna um leið aukinni samkeppni. „Við þurfum að hafa fyrir hlutunum og það verður gaman að takast á við rallvegina að nýju. . Við setjum strax á fulla ferð og ég hef sjaldan verið jafn spenntur að setjast undir stýri,“ sagði Rúnar. Níu sérleiðir verða eknar í rallinu um helgina; lagt verður af stað frá Kleifarvatni inn á fyrstu sérleið kl. 9, en keppendur koma í endamark kl. 16 við Staðinn í Reykjanesbæ. R FIMMTUDAGUR i*svn I kvöld f beinni á |^SVn fkvöld Houston - beaiiie Blackburn - Middlesbro Napoli - Vicenza Breiðablik - Valur Grindavík - ÍBV Manch. United - Newcastle Chicago - Atlanta LA Lakers - Utah c»rt..na vci\\n - Carl Zeiss i. 1,90 2,75 2,80 1,80 2,80 3,00 2,65 2,70 2,00 3,35 2,90 1,65 1,60 2,95 3,50 1,15 9,85 2,20 1,40 8,40 1,70 1,65 2,90 3,35 Kn.Urvalsdeili Bikarkeppni Deildarbikar Úrvalsdeild NBA 1. deild I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.