Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ KAPPAKSTUR FIMMTUDAGUR 8. MAÍ 1997 C 5 rstadæmis Rísandi vinna við bílana á svæði sem er notað til dekkjaskiptinga og bens- ínáfyllingar í sjálfum kappakstrin- um á sunnudag. Klassísk keppní að mati heimsmeistarans „Þessi keppni er klassísk, braut- in mjög ólík öðrum og keppnin ólík öðrum á keppnistímabilinu. í raun þyrfti að vera á öðrum keppn- isbíl en þeim sem við notum öllu jöfnu. Við tjöldum því sem til er, en eigum kannski ágæta mögu- leika þar sem hraðinn er mun minni en á hefðbundnum brautum," sagði heimsmeistarinn Damon Hill í sam- tali við Morgunblaðið í San Marino fyrir skömmu. Damon Hill hefur átt erfitt uppdráttar í ár, á slakari bíl en hann hefur ekið síðustu ár. Hann bíður þó spenntur eftir keppninni í furstadæminu, en besti árangur hans í keppninni þar er annað sæti í tvígang. Rigning gerði ökumönnum lífið leitt í fyrra. Það byijaði að rigna rétt fyrir ræsingu og sumir öku- menn tóku þá áhættu að skipta ekki um dekk, vonuðust til að brautin þornaði. Aðeins örfáir bílar komust í mark, Frakkinn Oliver Panis ók listavel og vann sinn fyrsta sigur í Formula 1. „Eg ók greitt í fyrra, en David Coulthard var rétt fyrir aftan mig og setti mikla pressu á mig. Mér hafði verið sagt að slaka á undir lokin, því bensínið var að klárast á lokasprettinum, en lét slag standa og slapp með það. Ég skipti samt varlega í fimmta gír síðustu hringina og steig ekki bensíngjöf- ina alla leið í botn á síðustu hringj- unum, til að vera öruggur,“ sagði Panis eftir sigurinn í fyrra. í ár eiga fjölmargir ökumenn mögu- leika. Þeir ná mun minni hraða í Monte Carlo en í öðrum keppnis- brautin. Því eiga ökumenn aflminni bíla góðan möguleika á að velgja þeim, sem venjulega stinga af, verulega undir uggum. stjama HEINZ Harald Frentzen HEINZ Harald Frentzen vann sinn fyrsta signar í Formula 1 í San Marino kappakstrinum fyrir tveim- ur vikum. Þessi geðþekki þrítugi ökumaður var á árum áður harður keppinautur Michaels Schumach- ers í Formula 3 kappakstri og hafði oftast betur. En Schumacher nældi hins vegar í fyrrum kærustu Frentzens, Corinnu, sem hann er giftur í dag og hefur eignast dótt- ur með henni. Margir áttu von á stríði milli þeirra utan kappakst- ursbrautarinnar, en úr því hefur ekki orðið. Telja sumir að fæðing dóttur Schumachers hafi mildað framkomu hans talsvert upp á síðkastið. Hann láti því Frentzen í friði í íjölmiðlum, ólíkt því sem gerðist með Hill um árið. Sekúnduslagur Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson GERÐARHLÉ hjá Ferrari. Yfirleltt tekur 6-8 sekúndur að skipta um fjögur dekk og bæta bensíni á ina. Rétt naegilegt magn af bensíni er sett á bílana svo þelr geti komist í endamark. Stundum er *t elnu sinnl um dekk, en mest þrívegls í elnni og sömu keppni og bensín sett á í sama mund. Kepp- ii tapar í heild um 30 sekúndum á viðgerðarhléi, þannlg að tæknimenn llðanna reikna út hvað er hagstæðast með tilliti til dekkjasllts, bensíneyðslu og tímataps i viðgerðarhléum. í fótspor heimsmeistara En Frentzen er mikils metinn. Honum hefur ekki gengið vel síð- ustu ár með Sauber Ford liðinu, en Frank Williams lét heims- meistarann Damon Hill fara frá liði sínu í fyrra og fékk Frentzen til liðs við sig. Frentzen hafði áður neitað Williams að koma til liðsins, vildi ekki svíkja þá menn sem hann hafði þegar skrifað undir samning við, þó lið þeirra væri ekki hátt skrifað. „Ég gat ekki yfirgefið Sauber-liðið. Karl Wendlinger sem ók með mér hafði slasast alvarlega í keppni í Monte Carlo og liðið hefði ekki verið með neinn öku- mann kláran í slaginn. En ég er ánægður að Frank mundi eftir mér en móðgaðist ekki,“ segir Frentzen um tilurð samningsins við Will- iams. Tak á Schumacher Frank Williams hefur gert marga ökumenn að meisturum gegnum tíðina, en hefur stundum þótt sparka þeim full fljótt. „Ég hef trú á því að Frank hafi viljað fá mig til að vinna Schumacher, því á árum áður hafði ég ágætis tak á honum,“ segir Frentzen, „en ég var hálf skelkaður þegar ég ók Williams Formula 1 bíl í fyrsta skipti, aflið var meira en ég var vanur. Ég nota vinstri fótar heml- un núna til að missa ekki aflið úr drifrásinni og það var mikið stökk að fara úr Sauber-bílnum yfir í Williams-bílinn. Ég hef bara tvo pedala í stað þriggja, því skipting- in er í stýrinu, rafstýrð. Það hefur tekið tíma að venjast því, en dugði í síðustu keppni og vonandi líka í Monte Carlo.“ „Skipulag fyrir keppni getur ráðið úrslitum" „ÞAÐ ræður öllu að ná góðum árangri í tímatökunni á laugardeg- inum, því það er geysilega erfítt að komast framúr í þessari keppni. Það eru þrír staðir sem hægt er að kom- ast framúr. Við Loews vinkilbeygj- una, við Mirabeau og St. Devote. En það er mjög erfítt," sagði Trevor Foster, sem skipuleggur hvernig Jordan liðið mun haga bensínáfyil- ingu og dekkjaskiptingu í Monte Carlo. Það tvennt er mjög mikilvægur þáttur í þátttöku allra keppnisliðanna. „Það getur ráðið úrslitum hvemig við skipuieggjum okkur. Eftir að tímatöku lýkur, sest ég niður með aðstoðarliðinu og met stöðuna. Með aðstoð töivubúnaðar skoðum við ýmsar útfærslur og möguleika á við- gerðarhléum til þess að skipta um dekk og fylla bílana af bensíni. Hve mikið bensín á að byija með og hve- nær er best að skipta um dekk, mið- að við slit þeirra á æfíngum fyrir keppnina. Vissulega vantar ýmsa óvissuþætti inn í myndina, t.d. hvem- ig stíl ökumenn beita, veðurfar í keppninni og annað. En um leið og við höfum ákveðið eitthvað, þá stend- ur það, nema ef eitthvað óvænt ger- ist þegar keppnin er hafín,“ sagði Foster. „Ökumaður þarf gífurlega ein- beitingu í þessari keppni. Það er hvergi bein braut, þar sem ökumað- ur getur slakað lítillega á og bílarn- ir snerta nánast grindverkin með- fram akstursleiðinni. Það er teflt á tæpasta vað. Það er mikilvægt að jafnvægi bílsins og uppstilling alls búnaðar sé gott. Bíllinn skriki ekki óþarflega til að aftan eða framan. -Ég hef trú á að við náum góðum árangri í keppninni, bíll okkar hentar brautinni vel,“ sagði Trevor Foster. Elsti sigur- vegarinn var 55 ára ÁRIÐ 1931 vann Louis Chiron í Monte Carlo á Bugatti. Hann var 55 ára gamall og er elsti ökumaður sem hefur unnið í heimsmeistarakeppni í kapp- akstri. Góðar minningar JORDAN ökumennimir Ralf Schumacher (bróðírMichaeis heimsmeistara) og Giancarlo Fisichella hafa báðir náð góðum árangri í Monte Carlo, ekki Formula 1, heldur í Formula 3. Fisichella vann árið 1994 og er í góðum gír eftir góða frammi- stöðu í Formula 1 mótinu í San Marino. Newey til McLaren ADRLAN Newey sem vann að hönnun Williams keppnisbílsins hefur verið ráðinn til McLaren. Að sama skapi fer hönnuðurinn John Bamard frá Ferrari til Arrows, sem Ðamon Hill ekur. Á skilorði DAMON Hill, Jacques Ville- neuve og Heinz Harald Frentzen eru allir í skilorðsbundnu eins móts banni vegna brota í keppn- inni í San Marino. Hill ók Ukyo Katyama klaufalega útúr braut- inni og hinir tveir óku of geyst þegar viðvörunarflagg var á lofti. Bijóti þeir af sér í Monte Carlo fá þeir fjársekt og jafnvel frekari refsingu. ■ ■ Okumenn óánægðir MAX Mosley, forseti alþjóða bflaíþróttasambandsins mun funda með ökumönnum í Monte Carlo. Mikil óánægja er meðal þeirra vegna fyrirhugaðra breytinga á reglum um dekk í Formula 1. Rætt hefur verið um að dekk verði munstruð til að minnka gripið. Það hefur mætt talsverðri andstöðu í röðum öku- manna. Gott gengi hjá Ford FORD vélar hafa oftast verið í sigurbflum í Formula 1, 174 sinnum, en Ferrari vélar hafa borið ökumenn að gullinu í 108 skipti. Renault hefur 86 sinnum verið í bíl þeirra fljótustu og vélar frá Renault hafa _ haft mikla yfirburði síðustu ár. í þijú síðustu skipti hefur Williams bfll með Renault vél sigrað. Nokkrir á heimavelli SKATTAFRÍÐINDIN í Monte Carlo hafa laðað að margar stór- stjörnur í íþróttaheiminum. Fjöl- margir Formula 1 ökumenn búa þar og hafa örugglega æft sig á sportbílum sínum á götunum sem keppt er á. Heinz Harald Frentzen, Jacques Viileneuve, Pedro Diniz, Gerhard Berger, Mika Hakkinen, David Coult- hard, Ralf Schumacher, Johnny Herbert, Ukyo Katyama og Rubens Barrichello búa allir í Monte Carlo. Allir aka þeir glæsilegum sportbíium um göt- umar, Benz, Ferrari, Jaguar eða öðrum glæsivögnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.