Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA flbrcpmlMbifófe 1997 Skagamenn fá þriðja útlend- inginn ÍSLANDSMEISTARAR Skaga- manna eru að fá tíl sín þriðja út- lendinginn í næstu viku. Það er Júgóslavi sem er með ítaiskt vega- bréf og heitir Dragan Ristic. Hann er þritugur sóknarmaður og hefur leikið f 3. deild á ítalíu um nokk- urtskeið. Orn Gunnarsson, varaformaður Knattspyrnufélags í A, og Uros Ivanovic, sem fer sem túlkur, halda utan í dag til að ganga frá samningum við Ristic. „Við gerum ráð fyrir því að Ristic verði klár í fyrsta leikinn í íslandsmótinu á móti ÍBV ef við náum samningum við hann sem allt bendir til," sagði Gylfi Þórðarson, formaður Knatt- spyrnufélags IA. Ivan Golac, þjálfari Skaga- manna, þekkir Ristic vel og lagði rnikla áherslu á að fá hann til IA. Hann lék sem framherji hjá Dundee United í Skotlandi þegar Golac þjálfaði liðið. Fyrir eru tveir Júgóslavar hjá IA, Vladan Tomic, varnar- og miðjumaður og Alek- sanda Linta, vinstri útherji. Teitur leikur með Njarðvík TEITUR Örlygsson, landsliðsmað- ur í körfuknattleik, hefur ákveðið að leika með sínum gðmlu félögum í Njarðvik næsta vetur. Hann gerði eins árs samning við Njarð- víkinga. Teitur, sem er einn besti kðrfuknattleiksmaður landsins, lék með gríska 1. deildar liðinu Larissa í fyrravetur og hafði ekki áhuga á að vera áfram í Grikk- landi. Nýráðinn þjálfari Njarðvík- inga er Friðrik Ingi Rúnarsson, sem var með Njarðvík fyrir nokkr- um árum og þá lék Teitur einnig með félaginu. Birgir Leifur áfram í Kalmar ÍSLANDSMEISTARTNN í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, tryggði sér í gær rétt til að leika þriðja og fjórða keppnisdaginn á fyrsta mótinu í sænsku mótaröðinni, sem stendur yfir í Kalmar. 159 kylfing- ar hófu keppni og hafnaði Birgir Leifur í 29.- 44. sæti og komst því áfram. Hann var i 83. til 102. sætí eftír fyrsta keppnisdag, lék á 77 höggum, fimm yfir pari vall- arins. f gær lék hann á pari, eða 72 höggum. Birgir Leifur lék sam- tals á 149 höggum, besta skor var 142 httgg. UWGARDAGUR 10. MAÍ HANDKNATTLEIKUR BLAÐ C s- Fæst hjá 4> SEIKO KINETIC' Landsliðið til Japans undir verndarvæng Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Sárt að þurfa að setja Rúnar út FRIÐRIK Pálsson, for- stjóri SH, og Guðmundur Ingvarsson, formaður HSÍ, takast í hendur eftir undirritun samstarfs- samnjngs SH og HSÍ í gær. í tilefnl Japansferð- arlnnar bauð SH upp á japanska rétti í Perlunni tll að búa landsllðshðp- inn sem best undlr það sem koma skal. Guðmundur Ingvarsson, for- maður Handknattleikssam- bands íslands, og Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, undirrituðu í Perl- unni í gær samstarfssamning vegna þátttöku landsliðins í loka- keppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Japan eftir viku. „Þetta er stór stund fyrir okkur í HSÍ, samn- ingurinn er okkur mikils virði," sagði Guðmundur og bætti við að allur stuðningur skipti mjög miklu máli því ferðin væri mjög dýr. SH opnaði söluskrifstofu í Japan 1989. Fram kom á fundinum í gær að fyrirtækið væri stærsti söluaðili loðnu í Japan og væri með um 10% markaðarins í sölu á úthafsrækju, sem þætti gott, auk þess sem það hefði sterka stöðu í viðskiptum með karfa og grálúðu. Friðrik sagði að fyrirtækið hefði farið í landvinninga í austur með góðum árangri og því væri við hæfi að styrkja landsliðið þegar það færi á sömu slóðir enda væru vinnubrögð- in á sömu nótum, „allir fara héðan til Japans til að gera sitt besta." Á fundinum tilkynnti Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, endan- legan hóp þeirra sem fara til Jap- ans á mánudag. Að undanförnu hafa 17 mmmmmmm leikmenn búið sig undir keppnina en aðeins má fara með 16 menn og því verð- ur einn að sitja eftir heima. Þorbjörn sagði að valið hefði verið erfitt en reglur væru reglur og niður- staðan hefði verið að sleppa Rúnari Sig- tryggssyni úr Hauk- um. „Það er sárt að þurfa að setja Rúnar út, því hann hefur sýnt að hann á heima í hópnum og hefur staðið sig vel," sagði Þorbjörn. Landsliðið f hand- knattleik leikur kveðjjuleik sinn áður en það heldur til Morgunblaðið/Kristinn Kumamoto, gegn úrvals- liði Sigurðar Gunnars- sonar, þjálfara Hauka, í Smáranum í Kópavogi í dag kl. 16. Japansfararnir Landsliðshópurinn sem tekur þátt í HM í Kumamoto, er þannig: Markverðir: Reynir Þ. Reynisson, Fram Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bergsveinn Bergsveinsson, UMFA Aðrir leikmenn: Róbert Sighvatsson, Schutterwald Björgvin Björgvinsson, KA Bjarki Sigurðsson, UMFA Valdimar Grímsson, Stiörnunni Dagur Sigurðsson, Wuppertal Patrekur Jóhannesson, Essen Gústaf Bjarnason, Haukum Konráð Olavson, Stjðraunni ólafur Stefánsson, Wuppertal Geir Sveinsson, Montpellier Julian Róbert Duranona, KA Jason Ölafsson, Leutershausen Júlíus Jónasson, TV Suhr Sigtryggur í KA og Duranona til Eisenach SIGTRYGGUR Albertsson ákvað í gær að ganga til liðs við í slands- meistara KA í handknattleik, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins. Sigtryggur, sem hefur leikið með Gróttu, hafði hugsað sér að hætta, en tók tilboði norðanmanna um að verja mark þeirra á næsta keppnistímabili. Róbert Julian Duranona verður hins vegar ekki áfram með KA því í gær gerði hann samning við Eisenach í Þýskalandi. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, leyfði honum að skreppa til Þýskalands með því skilyrði að hann gengi frá sínuin máluni svo hann gæti ein- beitt sér að næsta verkefni, HM í Japan. Eisenach sigraði í sínum riðli i 2. deild á nýliðnu tímabili og leik- ur þar af leiðandi í 1. deild á næsta tímabiH en fyrsti leikur þess verð- ur við „íslendingaliðið" Wupper- tal. Sem kunnugt er þjálf ar Viggó Sigurðsson Wuppertal en á meðal leikmanna þess eru landsliðsmenn- írnir Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Geir Sveinsson, sem gekk til liðs við þýska liðið í vor. NBA-DEILDINIKORFUKNATTLEIK: LARRY BIRD ÞJALFARIINDIANA / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.