Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 1997 C 3 JAR IÞROTTIR iii glím- af af- uþingi með því íþróttinni gagn frekar en að koma að henni með sigur sem loka- og einasta takmark eins og um lífið eða dauðann væri að tefla. Sækjandi á aö njóta vafans Ég vona að ég þurfi aldrei aftur að svara umræðu í blöðum um bol og níð í glímunni. Sömuleiðis vona ég að ég þurfi aldrei að horfa uppá dómara á komandi árum, sem sjald- an eða aldrei hafa glímt og skildu aldrei eðli glímunnar eða hvað hún gekk út á, standa úti á miðjum glímuvelli í tíma og ótíma og þinga eða krunka um það hvaða skoðun þeir eiga að hafa á þessu eða hinu og dæma síðan eins og um væri að ræða „áramótaskaup" sjónvarps, þannig að sá sem sækir bragð og er dreginn niður fær gult spjald eða „vítabyltu" fyrir sigurbragð sitt. Ef vafi leikur á niðurstöðu í viðureign á sækjandinn að njóta vafans. Allt of oft er samúð dómara hjá þeim sem fellur. I glímukeppni er verið að leita eftir „sigurvegara" sem getur lagt sem flesta viðfangsmenn sína án þess að hrekja þann sem fellur úr öruggri handvörn. Það er ekki verið að leita eftir glímumanni í hlutverki gólftuskunnar sem þurrkar upp svitapolla á gólfinu með frammistöðu sinni. Þetta ætti ekki að þurfa að vera flókið en það verð- ur það ef menn skilja ekki eðli glí- munnar eða eru undir áhrifum frá mönnum sem hefur verið hampað um langt árabil með fegurðarverð- launum í keppnisglímu fyrir það hvað þeir eru grannir og léttir í hreyfingum og hvað þeir m.a. detta fallega. Sýningarglíma og keppnis- glíma hafa óskild markmið og má ekki blanda saman. Sýningarglíman hefur það markmið að sýna einstök sóknarbrögð og varnir oft eftir fyrir- fram ákveðinni dagskrá en keppnis- glíman hefur það markmið að fá frarn sigurvegara eins og útskýrt var hér að ofan. Á meðan glímumenn deila um þessi atriði og hvort byltan sé lðgleg eða ekki þá er ekki hægt að ætlast til að lítið kunnandi glímu- dómarar sem fyrir löngu eru hættir að sjást þar sem gllma er iðkuð geti gert það upp við sig heldur. Glíman á uppleiö Ég er sannfærður um að glíman eigi mikla framtíð fyrir sér og segja má að glíman sé í uppsveiflu um þessar mundir sem byggist á því að starfandi félög í glímu hafa eflt starfsemi sína og einnig hefur kom- ið fram nýtt félag í Grafarvogi sem hefur hafið öflugt ungliðastarf á liðnum vetri með hjálp frá Hjörleifi Pálssyni glímumanni sem hefur þjálfunarreynslu úr Vesturbænum. Það er von mín að þetta samstarf megi eflast milli félaganna þannig að fleiri skref megi stíga til að byggja upp öflugri starfsemi hjá hinu nýja félagi. Þrátt fyrir dapurleg kosningaúr- slit á nýafstöðnu glímuþingi tel ég víst að allir glímumenn og glímu- unnendur muni virða úrslitin og sameinast um að efla glímuna á komandi ári. Fjöldamörg mál bíða úrlausnar og því er ekki seinna vænna en bretta upp ermarnar og taka á þeim og leysa þau. í matarboði hjá nýkrýndum glímukóngi, Ingibergi Sigurðssyni, kysstumst við Hjálmur Sigurðsson í tilefni af afstöðnu glímumóti. Ég ætla bara að vona að við fáum fleiri tækifæri til að minnast hvor við annan í stað þess að vera að tala um neikvæða hluti í þau sárafáu skipti þegar minnst er á glímu á opinberum vettvangi. Höfundur er glímumaður. KORFUKNATTLEIKUR Chicago tapaði Reuter MICHAEL Jordan nær hér frákastl í keppnl við Steve Smlth, leikmann Atlanta Hawks. Chicago Bulls tapaði óvænt á heima- velli fyrir Atlanta Hawks, 95:103, í öðrum leik liðanna í undanúrslitum austurdeildar í fyrrinótt. Staðan er því jöfn, 1:1, en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki kemst í úrslit austurdeildar. Þetta var fyrsta tap Chicago á heima- velli í úrslitakeppni síðan 1995 er liðið tapaði fyrir Orlando í sjötta leik liðanna. Mookie Blaylock setti niður átta þriggja stiga skot af níu og gerði alls 26 stig í leinum, Steve Smith gerði 13 af 27 stigum sínum í fjórða leikhluta og Dikembe Mutombo stóð sig vel og var með 19 stig og tók 15 fráköst fyr- ir Atlanta. „Við komum hingað til að jafna og gerðum það," sagði Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta. Michael Jordan gerði 27 stig og tók 16 fráköst og Scottie Pippen 24 stig. Toni Kukoc og Ron Herper gerðu 15 stig hvor fyrir Bulls sem var með 41% skotnýtingu utan af velli. „Við þurfum allir sjálfsskoðun og að koma síðan betur einbeittir i næstu leiki," sagði Jordan. „Við lékum ekki vel í þessum leik." Bulls átti í vandræðum í vörninni, sérstaklega vegna þess að Dennis Rod- man náði sér ekki á strik. Hann tók aðeins fimm fráköst og gerði tvö stig í leiknum. „Dennis náði ekki að spila vel í kvöld. Við þurfum allir að leika betur, ekki bara Rodman," sagði Scottie Pippen. í vesturdeildinni sigraði LA Lakers lið Utah Jazz 104:84 en Utah hefur yfir 2:1. Táningurinn Kobe Bryant, sem lék aðeins í 19 mínútur, gerði 16 af 19 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Lakers sem hefur ekki tapað heima síð- an 4. apríl. Nick Van Exel setti niður 17 stig og Elden Campbell 14 fyrir Lakers. Fjórði leikur liðanna fer fram í Los Angeles í kvöld. „Þetta var frábær leikur hjá okkur, bæði í vörn og sókn. Ég er mjög ánægður með alla strák- ana. Þetta var leikur. sem við urðum að vinna," sagði Del Harris, þjálfari Lakers. Jeff Hornacek var stigahæstur í liði Utah með 26 stig en Karl Malone gerði aðeins 15 stig. „Eg man ekki einu sinni hve Iangt er síðan ég lék svona illa," sagði Malone. „Það mistókst nánast allt sem ég ætlaði að gera. En eins og íþróttamenn vita kemur alltaf einn og einn dagur þar sem ekkert gengur og þetta var einn af þeim." Skotnýting Utah var aðeins 29% utan af velli, en meðaltal liðsins í úrslitakeppninni fram að þessum leik var 50,6% skotnýting. New York sigraði Miami á útivelli, 88:79, í fyrstu viðureign liðanna í austurdeildinni á fimmtudagskvöld. Allan Houston var með 27 stig og Patrick Ewihg 24 fyrir New York. Pat Riley þjálfari Miami vonaðist til að þúsundasti sigur hans kæmi á móti gamla liðinu sem hann þjálfaði með svo góðum árangri fyrir nokkrum árum. En hann verður að bíða enn. „Það var fyrst og fremst Állan Hous- ton sem gerði út um leikinn," sagði Riley. Tim Hardaway var stigahæstur í liði Miami með 21 stig og Alonzo Mourning kom næstur með 20. Seattle vann Houston einnig á úti- velli 106:101 og er staðan jöfn, 1:1. „Leikmenn verða fyrst og fremst að hafa trú á því sem þeir eru að gera og það gerðum við í þessum leik," sagði Shawn Kemp sem var stigahæstur í liði Seattle með 22 stig og tók auk þess 15 fráköst. Hersey Hawkins var með 21 stig og Sam Perkins 18. Clyde Drexler var með 25 stig fyrir Houston, Charles Barkley 21 og Olajuwon 19 stig og tók 12 fráköst. ÓLAFUR Haukur Ólafsson, fyrrum glímukóngur og núverandi þjálfari hjá KR, er óhress með ummæli mín um íslandsglímuna sem birtust í Morgunblaðinu 29. apríl sl. Ólafur sendir mér kveðju sína í blaðinu 1. maí og heldur því fram að þekking mín á glímuíþróttinni sé nánast engin. Þessi ummæli hans lýsa þekkingarskorti um glímumál sem mér er ánægja að bæta úr. Sann- leikans vegna er ekki hægt að láta þeim ósvarað. Ég skal þá upplýsa Ólaf og lesend- ur Morgunblaðsins um að ég tók dómarapróf í glímu 1986 og hef stundað dómgæslu töluvert síðan. Almennt eru dómarar taldir búa yfir meiri þekkingu á leikreglum en margir aðrir liðsmenn íþrótta. í öðru lagi hef ég stundað þjálfun í glímu um tíu ára skeið. Lauk A- og B-stigs þjálfaranámskeiði 1986. Hef þjálfað fámennan, en nokkuð duglegan hóp unglinga. Þar af hafa tveir af nemendum mínum hlotið titil- inn „efnilegasti glímumaður ársins" árin 1994 og 1996. Slíkt er veitt fyrir góða frammistöðu á glímumót- um og þó ekki síður fyrir góða glímu. Ég hef undanfarin sex ár gegnt þularstarfi við útsendingu Sjónvarps á íslandsglímunni. Slíkt krefst góðr- ar þekkingar á íþróttinni og það hlýt- ur að vera álit félaga minna í stjórn GLÍ sem hafa falið mér þetta ár eft- ir ár. Innan stjórnar GLÍ hef ég starfað frá árinu 1986 og verið ýmist dóm- ari eða við önnur störf á flestum glímumótum á vegum GLÍ frá þeim tíma. Þessar staðreyndir virðast hafa farið fram hjá Ólafi og því veiti ég þessar upplýsingar. Ef þessi upptaln- ing ber keim af karlagrobbi verður bara að hafa það. Nú vona ég að ég hafi aukið nægi- lega þékkingu Ólafs Hauks Ólafsson- ar og lesenda Morgunblaðsins til þess að hver geti myndað sér skoðun á ummælum mínum um íslandsglím- una og þeirri þekkingu á íþróttinni Með glímu- kveðju sem þar liggur að baki. Það er ekki lítil ein- kunn sem „glímu- gúrúinn" gefur mér fyrir glímu - lesendum til fróðleiks og skemmtunar. Fegurð- arsmekkur manna hlýtur að mótast af þeim fyrirmyndum sem þeir hafa kringum sig og vitna til og einhvern veginn fínnst mér að þar hafí Ólafur verið nokkuð seinheppinn. Fyrir löngu dáðist ég að tilþrifum Ólafs á glímuvellinum en því miður virðist sú aðdáun ekki gagnkvæm. Svo eru það ummælin um Jón Unndórsson. Þau voru eitt af mörgu sem bar á góma þegar blaðamaður Morgunblaðsins hafði samband við mig daginn eftir íslandsglímuna til að leita upplýsinga. Jón er svo sem ekkert einn um það að ganga stund- um of langtí sókninni á kostnað glímunnar. Ástæðan fyrir orðum mínum var fyrst og fremst slysa- hættan sem við blasti. Glímumaður á að leggja andstæðing sinn í völlinn en ekki kasta honum af afli til jarð- ar. Síst á hann að fleygja sér ofan á hann á eftir. Jón var heppinn að slasa ekki Pétur Eyþórsson með að- förum sínum. Ég tel að dómarar hefðu átt að grípa inn í og spjalda Jón fyrir níð. Það villti þeim sýn að Jón Magnús ívarsson. vörn Péturs var slík að hann fékk aldrei byltu. Hefði svo farið tel ég líklegt að níð hefði ver- ið dæmt á Jón. Níð getur átt sér stað þótt ekki verði bylta eins og í þessu tilfelli. En ef þessi umræða vekur athygli manna á því sem betur má fara í glímunni þá er vel. 3. maí var svo tæp- lega hálftíma útsend- ing frá íslandsglímunni í sjónvarpi allra lands- manna og þar gátu all- ir sem vildu lagt mat sitt á frammi- stöðu manna og einnig þular. Þó er rétt að athuga að mikið var klippt burtu og ekki sýndur nema fjórðung- ur mótsins að tiltölu. Nú hefur reyndur glímumaður með mikla yfírsýn yfir íþróttina lagt orð í belg um þetta mál. Hjálmur Sigurðsson, fyrrum glímukóngur og þjálfari hjá Ungmennafélaginu Vík- verja, tekur heilshugar undir gagn- rýni mína á glímulag Jóns Unndórs- sonar og slæma glímu yfírleitt í ágætri grein sinni í Morgunblaðinu 3. maí sl. Þar vitnar Hjálmur í glímu- lög svo enginn fari í grafgötur um hvað hann á við. Þá stígur Orri Björnsson, fyrrum bæði glímukóngur og formaður glímudeildar KR, fram á ritvöllinn í Morgunblaðinu 8. maí með innlegg „Níðið er versta brot á drengskaparhugsjón glímunnar," segir Jón Magnús ívarsson, for- maður GSÍ. „Ég heiti á Orra, Ólaf Hauk og aðra góða menn að veita þessu þarfa málefni lið." um þessi mál. Sú grein lýsir höfundi sínum vel og betur en ég gæti og hef ég ekki meira um hana að segja. Þó má ég til að benda Orra og Ólafí Hauki á einn hlut sem við eigum sameiginlegan: Við höfum allir verið sendir af GLÍ við annan mann vestur um haf til að sýna þar glímu. Ólafur og Orri sýndu glímu í Boston 1991 og við Halldór Konráðsson sýndum glímu í Winnipeg og víðar í Kanada 1989. Þetta sýnir að við getum allir glímt vel ef á þarf að halda því ekki eru valdir til utanferða nema glímu- menn sem hafa gott vald á íþrótt- inni. Allar þessar sýningar undirbjó Hjálmur Sigurðsson. Hann skipu- lagði þær, sá um þjálfun og æfingar og stjórnaði einnig sýningum þeirra Orra og Ólafs erlendis. Helsta hugsjón mín í starfi for- manns Glímusambandsins er sú að fjölga glímumönnum og bæta glí- muna. Því fylgir að losa glímuna við níðið sem of oft skýtur upp kollinum í keppni þeirra elstu. Níðið er versta brot á drengskaparhugsjón glímunn- ar og ég heiti á Orra, Ólaf Hauk og aðra góða menn að veita þessu þarfa málefni lið. Á skal að ósi stemma °g þjálfarar hafa bestu aðstæður til að vísa glímumönnum leiðina að góðri og drengilegri glímu. Höfundur erformaður Glímusambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.