Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1997, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Larry Bird þjálfar Indiana L ARRY Bird var ráðinn þjálf- ari Indiana Pacers í fyrradag eftir að hann hafði hafnað t il- boði um starf hjá Boston Celtíes. Bird, sem er 40 ára, tekur við af Larry Brown, sem sagði upp i liðinni viku og var síðan ráðinn þjálfari Philad- elphia. Sagt var að um langtíma- samning væri að ræða með ýmsum möguleikum í framtíð- inni, m.a. starfi á skrifstofu félagsins og eignaraðUd, en fjölmiðlar sögðu að árslaunin yrðu fjórar milljónir dollara (um 28,6 miUj. kr.). „Ég er mjög spenntur vegna þessa tækifæris og hlakka til að fara heim og þjálfa Indiana," sagði Bird, sem er einn frægast leik- maður NBA-deildarinnar og Indiana. „Indiana er eina liðið sem ég vildi þjálfa og gaman verður að takast á við nýtt verkefni." „Við erum mjög ánægðir með ákvörðun Birds," sagði Donnie Walsh, forsetí Pacers. „ Við vitum að hann á eftír að verða sérstaklega góður þjálf- ari." Bird hefur aldrei þjálfað en var ráðgjafi hjá Celtícs eft- ir að hann lagði keppnisskóna á hilluna 1992 vegna meiðsla. Eitt af síðustu verkum hans var að koma á viðræðum við Rick Pitíno, sem var svo ráðinn þjálfari Celtics sl. þriðjudag, en áður en tilky nningin kom frá Indiana sagði Pitíno á blaðamannafundi að hann von- aði að Bird yrði framkvæmda- stióri Celtics. „Það verður ánægjulegt að starfa með leik- mönnunum, Donnie Walsh og starfsliði," sagði Bird. „Ég byggi á reynslu minni og geri það sem ég get til að tefla fram besta mögulega liði í Indiana." Bird er frá Indiana og stund- aði nám m.a. við ríkisháskól- ann í Indiana. Hann var mað- urinn á bak við árangur skólalUðsins sem lék tíl úrslita í háskólakeppninni 1979 en tapaði fyrir Magic Johnson og skólabræðrum í ríkisháskóla Michigan. Einvígi félaganna hélt áfram í NBA-deildinni og áttí stóran þátt í að hún hélt velli þegar allt stefndi í óefni vegna lyfjaneyslu margra leik- manna, einstaklingshyggju og slakra liða. Bird Iék í 13 ár með Celtics, var kjörinn efnUegast leikmaO- ur deUdarinanr, þrisvar sá besti og varð þrisvar meistarí. Indiana komst ekki í úrsUta- keppnina í ár í fyrsta sinn síð- an 1989 en engu að síður tekur Bird við góðu Uði þar sem fara fremstir Reggie Miller, Rik Smits, Dale, Antonio Davis og Mark Jackson. KNATTSPYRNA Fjögur liðgeta fallið með Forest Staða Middlesbrough er allt annað en vænleg, Leeds hefur ekki fengið mark á heimavelli á árinu Blackburn Rovers leikur í ensku úrvalsdeildinni næsta keppnistímabil, Nottingham Forest er þegar fallið en Middlesbrough, Coventry, Sunderland og Southamp- ton berjast fyrir sæti sínu í lokaumferðinni á morgun. Reuter ERIC Cantona, fyrlrllðl melstara Manchester Unlted, lœtur Kelth Qlllespie hjá Newcastle ekkl ná af sér boltanum í lelk lloanna í fyrrakvöld. United og West Ham áSýn LEIKUR Manchester United og West Ham f 1 okaumfer ð ensku úrvalsdeildarumar verður í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni Sýn og hefst útsendingin kl. 15. Vegna kjaradeilu Rafiðn- aðarsambands íslands og Pósts og síma var jafn vel talið að stöðin gæti ekki sýut leikinn en Valtýr Bjðrn Val- týsson, unisjónarmaður íþrótta hjá Stöð 2, sagði við Morgunblaðið í gser að ekk- ert værí að óttast. „ Við náum leiknum og hann verður sýndur," sagði hann. Samkvæmt heimUdum Morgunblaðsins var Sjón- varpið í viðbragðsstöðu og ingarréttíndin frá fyrrnefnd- umleik. FOLK ¦ KEVIN Davies einn leikmanna Chesterfield sem komst í undanúr- slit bikarkeppninnar hefur verið seldur til Southampton fyrir 145 milljónir króna. Davies er sóknar- maður. ¦ STUART Pearce sem hefur verið knattspyrnustjóri Notting- ham Forest síðan í lok desember hefur sagt starfinu lausu og ætlar að einbeita sér að því að leika. Við starfi hans tekur Dave Bassett. ¦ SLAVEN Bilic króatíski fram- herjinn sem hefur verið í herbúðum West Ham í vetur flytur sig um set í sumar og leikur með Everton frá og með næsta hausti. Everton greiðir um 500 milljónir fyrir dreng. ¦ DAVID Ginola, sóknarleikmað- ur Newcastle, fer að öllum líkind- um til Arsenal. ¦ MATTHEW Upson, varnar- maður hjá Luton, sem er nýorðinn átján ára, er með tilboð frá Arse- nal, sem er tilbúið að borga rúma milljón pund fyrir hann. Upson hefur enn ekki leikið með aðalliði Luton. ¦ ARSENE Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, segir að Up- son sé verðugur leikmaður í fram- tíðarliði Arsenal. ¦ ÍTALSKI sóknarleikmaðurinn Fabrizio RavanelU leikur með Middlesbrough gegn Leeds á morgun. ¦ NORSKI markvörðurinn Espen Baardsen leikur sinn fyrsta leik með Tottenham gegn Coventry, þar sem Ian Walker er meiddur. Coventry og Middlesbrough eru með 38 stig, Sunderland 40 stig og Southampton 41 stig. Boro sækir Leeds heim, Coventry mætir Tottenham á White Hart Lane, Wimbledon tekur á móti Sunder- land og Southampton, sem er með bestu markatölu liðanna á hættu- svæðinu, leikur við Aston Villa í Birmingham. Blackburn og Boro gerðu markalaust jafntefli í fyrrakvöld og þar með var staða Blackburn tryggð. Viðureignin átti að fara fram í desember sem leið en Boro mætti ekki til Ieiks þar sem marg- ir leikmenn voru veikir og fyrir vikið voru þrjú stig dæmd af lið- inu. Flensan getur því reynst fé- laginu afdrifarík. Newcastle er í baráttu um 2. sætið og rétt til að leika í Meistara- deild Evrópu en liðið gerði marka- laust jafntefli við meistara Man- chester United á Old Trafford og verður að sigra Forest til að eiga möguleika. Liverpool sækir Sheffield Wedn- esday heim á morgun og verður í 2. sæti með sigri en Newcastle og Arsenal, sem leikur í Derby, hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Ljóst er að staða Boro er allt annað en vænleg en Leeds hefur ekki fengið mark á sig í deildinni á heimavelli á árinu. Coventry hefur sloppið með skrekkinn und- anfarin ár en jafnvel sigur á Spurs nægir ekki að þessu sinni. Sunder- land tryggir stöðu sína með sigri á Wimbledon en það er hægara sagt en gert. Platt úti í kuldanum David Platt, fyrrum fyrirliði Englands, er ekki í landsliðs- hópi Glenn Hoddle, fyrir vináttu- leik gegn Suður-Afríku 24. maí, leik gegn Póllandi í undankeppni HM 31. maí og fjögurra þjóða móti í Frakklandi í júní, sem Bras- ilíumenn, Frakkar og ítalir taka einnig þátt í. Paul Gascoigne er kominn í hópinn á ný, eftir að hafa misst þrjá landsleiki vegna meiðsla á ökkla og þá er Paul Merson einnig kominn í hópinn. Paul Scholes hjá Man. Utd. var valinn í fyrsta skipti í landsliðshóp Englands, sem er þannig skipaður. Markverðir: Tim Flowers (Black- burn), Nigel Martyn (Leeds), David Seaman (Arsenal). Varnarmenn: Gary Neville (Man. Utd.), Graeme Le Saux (Black- burn), Gareth Southgate (Aston Villa), Tony Adams (Arsenal), Sol Campbell (Tottenham), Gary Pal- lister (Man. Utd.), Martin Keown (Arsenal), Stuart Pearce (Nott. Forest), Philip Neville (Man. Utd.). Miðjumenn: Paul Ince (Inter Mflanó), David Beckham (Man. Utd.), Steve McManaman (Li- verpool), David Batty (Newcastle), Robert Lee (Newcastle), Jamie Redknapp (Liverpool), Paul Gasco- igne (Glasgow Rangers), Paul Scholes (Man. Utd.), Paul Merson (Arsenal), Nicky Butt (Man. Utd.). Sóknarleikmenn: Robbie Fowler (Liverpool), Ian Wright (Arsenal), Teddy Sheringham (Tottenham), Alan Shearer (Newcastle), Les Ferdinand (Newcastle).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.