Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 16.05.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINN er hver einn, það smásaxast á atvinnuleysið . . . Breytingar gerðar á varðskipunum Ægi og Tý Pólverjar bjóða lægst MIKILL munur er á tilboðum sem bárust í endurbætur á varðskipun- um Ægi og Tý sem opnuð hafa verið hjá Ríkiskaupum. Lægsta til- boð var annars vegar 14,7 og hins vegar 12,9 milljónir króna og það hæsta 49,8 og 43,2 milljónir. Kostnaðaráætlun Landhelgisgæsl- unnar hljóðar uppá 22,8 og 18,4 milljónir króna. Fjórir innlendir aðilar buðu í bæði skipin og þrír erlendir í Ægi og tveir í Tý. Pólska fyrirtækið Mrs. Swinoujscie bauð lægst í Ægi, kr. 14.780.405, og dönsku fyrirtækin Aarhus Flydedock og Svendborg Værft buðu 23,1 m.kr. og 24,8 milljónir. Vélsmiðjan Gils í Garðabæ átti lægsta innlenda til- boðið, kr. 23.610.000, Slippstöpin bauð 36,9 milljónir, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar kr. 44.199.450. Hæsta tilboðið tæpar 50 milljónir Hæsta tilboðið í skipið kom frá Stálsmiðjunni og hljóðaði það upp á 49,8 milljónir króna. Áætlun Gæslunnar var 22,8 milljónir. Pólska fyrirtækið átti einnig lægsta tilboðið í Tý, kr. 12.992.053 og Aarhus Flydedock bauð 20,9 milljónir króna. Vélsmiðjan Gils var með lægsta innlenda boðið, kr. 21.130.000, Slippstöðin bauð kr. 30.950.000, Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar kr. 35.459.950 og Stálsmiðjan 43,2 milljónir króna. Kostnaðaráætlun Gæslunnar var 18,4 milljónir króna. Aðrir islensk- ir bjóðendur voru Slippstöðin og Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar. Tiiboðin verða metin í vikunni og segir Ingvar Kristjánsson, tæknistjóri Landhelgisgæslunnar, að stefnt sé að því að ljúka því fyrir vikulok. Um er að ræða með- al annars lengingu á þyrlupalii og lokun á aftanverðum skipunum. Breytingarnar á Tý eiga að hefjast 5. júní og á að vera lokið 27. júlí og verkáætlunin með Ægi er 3. ágúst til 30. september. Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt f punktum. altttilalls K'oduk fílroa 100 ASA. 24 mynda Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga Heilsuspillandi umhverfi fyrir ungafólkið Margrét Héðinsdóttir ALÞJÓÐA hjúkrunar- fræðidagurinn er hald- inn ár hvert á afmæl- isdegi Florence Nightingale. Alþjóðasamtök hjúkrunar- fræðinga gera jafnan eitt og annað til hátíðarbrigða á deg- inum og senda jafnan frá sér ákveðna yfirskrift og að þessu sinni var hún „Heil- brigt ungt fólk - björt fram- tíð“. Margrét Héðinsdóttir segir viðfangsefnið eiga vel við hér á landi. „Ég veit ekki hvort tilefnið var eitthvað sérstakt að þetta efni varð fyrir valinu að þessu sinni, en ég reikna með því að þroskaviðfangsefni barna og unglinga séu svipuð um allan heim og fari ekíri í einu og öllu eftir menntun og menningu á hverjum stað. Unga fólkið fer í gegnum svipað ferli hvar sem það er. Þetta efni hentar mjög vel hér á landi, því margt er hægt að benda á sem betur má fara hér á landi. Ég er búin að vinna með ungl- ingum í 11 ár og hef séð eitt og annað og myndað mér ákveðnar skoðanir um ýmsar úrbætur. Þannig er það m.a. tilkomið að ég var beðin um að flytja erindi á þessum alþjóðadegi. Ég var fús til þess því ég viidi gjarnan láta í mér heyra,“ segir Margrét. - Viltu ekki útskýra það nánar? „Ég kom nú víða við í erindi mínu. Yfirskriftin hjá mér var „Unglingar og uppeldisskilyrði“ og fyrst vildi ég nefna nokkuð sem varðar grunnskólakerfið. Það er rekið með ákveðnum hætti í dag, öll börn eru bundin þar í tíu ár, frá 6 til 16 ára aldurs, og ljúka setunni þar með samræmdum prófum í fjórum greinum. Eitt skal yfir alla ganga og það er engin undankoma. Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er, að það felur t.d. í sér að heyrnarlausir og heyrnar- daufir verða að taka stafsetning- arpróf eftir upplestri. Viðurkennd- ar sérdeildir eru prófaðar eins og aðrar þótt vitað sé að nemendur þar hafa ekki lært allt námsefnið. Lesblindir, eða torlæsinemendur, sem eru fimm prósent hópsins, þurfa að taka enskupróf þar sem helmingur prófsins byggist á skilningi á lesnu máli. Þannig mætti áfram halda og þó stendur einhvers staðar í grunnskólalög- unum að taka skuli tillit til allra þátta sem snúa að nemendum í öllu skólastarfi. Útkoman er sú, að stórum hópi nemenda er stillt upp við vegg. Allir vita að fimm er fall og hvað gerist? Þessi hópur fær ekki að blómstra. Það verður erfitt eða ómögulegt að komast í framhaldsskól- ana. Krakkar verða út- undan og þeim líður illa. Þetta er heilsuspillandi umhverfi fyrir unga fólkið. Þeir sem selja dópið, m.a. innan veggja skólanna, vita sínu viti. Þeir vita við hverja þeir eiga að tala og hveijir eru móttækilegir. Það eru þessir nemendur sem við erum að ræða um. Þetta hef ég séð gerast æ ofan í æ í gegnum árin og þessu þarf að breyta." - Þú hefur komið víðar við? „Já, ég nefndi einnig t.d. náms- efni í grunnskólunum. Það er að mínum dómi allt of einhæft og eins og gengið sé út frá því að allir eigi að gera það sama. Það er alrangt, námsefni verður að vera fjölbreyttara því ekkert okkar ► Margrét Héðinsdóttir hjúkr- unarfræðingur er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fædd 1957. Hún lauk hjúkrun- arfræðinámi árið 1978 og hefur síðan unnið á ýmsum spítala- deildum á Reykjavíkursvæðinu. Síðustu árin hefur hún verið skólahjúkrunarfræðingur og kennari margra greina við Tjarnarskóla. Margrét er gift Birni Guðmundssyni efnafræð- ingi og eiga þau þrjú börn, 22, 17 og 6 ára gömul. Á mánudag- inn var alþjóðlegur hjúkrunar- fræðidagur og hélt þá Margrét erindi í tilefni dagsins. er eins og það sem hentar einum hentar ekki endilega þeim næsta. Ég kom einnig inn á hvernig forvarnir eru reknar í skólunum. Áhersla hefur verið lögð á að allir kennarar séu í raun móðurmáls- kennarar og er það í sjálfu sér vel enda þörf á því að standa vörð um móðurmálið. En mín skoðun er að auka eigi ábyrgðina og ganga út frá því að allir kennarar séu lífsleiknikenn- arar. Ef við reiknum með því að það sem kennarar gera og gera ekki, segja og segja ekki, sé eitt allsherjar púsluspil sem nemendur reyna að raða upp, verður að hafa t huga að þar með eru kennarar orðnir að fyrirmyndum. Kennarar verða að vera meðvitaðir um þetta því annars er hætta á að þeir verði alls ekki nógu góðar fyrirmyndir. Þetta er það sem ég á við með því að tala um lífsleiknikennara." - Þú komst einnig inn á hlutverk heilsugæslunnar, var það ekki? „Jú. Hún ber enn keim af göml- um arfi, enda mótuð á tímum er skæðir smitsjúkdómar og næring- arskortur voru umtalsverð vanda- mál. Það hefur breyst mikið, en heilsugæslan setið dálítið eftir á ýmsum sviðum. Það er margt sem við íslend- ingar getum verið stoltir af á þessu sviði, einhver minnsti ungbarnadauði í veröldinni, mjög góð mæðravernd, en svo bregst kerfrð á öðrum svið- um. Á sama tíma er hér á landi að finna einhverja hæstu slysat- íðni á börnum sem um getur. Þá eru engin tilboð til handa foreldrum unglinga. Á umrótar- og breytingatímum í þjóðfélaginu er erfitt að sækja í smiðju fyrri kynslóða, en samt þurfa foreldrar á stuðningi að halda. í þessu vel- ferðarkerfi hefur fjölskyldan ein- hvern vegin orðið að afgangsstærð á sama tíma og sérhópar fara mik- inn út um allt. Á tyllidögum er vinsælt að tala um fjölskylduna sem homstein þjóðfélagsins, en svo er fátt gert til að hlúa að henni.“ En samt þurfa foreldrar á stuðningi að halda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.