Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.05.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 25 LISTIR Morgunblaðið Albert SÖNG Samkórs Fáskrúðsfjarðar var vel tekið af áheyrendum. Vortónleikar í Skrúð Fáskrúðsfjörður. Morgunblaðið. Samkór Fáskrúðsfjarðar hélt vortónleika í Félagsheimilinu Skrúð sunnudaginn 11. maí, undir sljórn Eyjólfs Ólafssonar, sem jafnframt er undirleikari kórsins. í kórnum eru 11 konur og átta karlar, sem hófu að syngja saman í vetur. Á dagskrá voru 18 lög auk syrpu af rússneskum lögum. Kórinn frumflutti lag eftir sljórnandann við ljóðið Fá- skrúðsfjörður eftir Jórunni Bjarnadóttur, fyrrum húsreyju í Lækjarhvoli. Einsöngvari með kórnum var Páll Gunnarsson sem söng tvö Iög. I hléi á tónleikunum lék Anna Lilja Karlsdóttir tvö lög á trompet en hún er kennari við Tónskólann. Kórnum var vel tekið af áheyrendum og varð hann að endurtaka nokkur lög. Nýjar bækur • „STOCHASTIC Processes and Random Vibrations: Theory and prací/ce “eftir Júlíus Sólnes, prófessor við verkfræðideild Há- skóla íslands, er komin út. Bókin er skrifuð á ensku og er að mestu leyti stærðfræðileg umfjöllun um til- viljunarkennd ferli og sveiflu- hreyfingar og byggir á áralöngum rannsóknum og athugunum höfundar á eðli jarð- skjálftahreyfinga og vindálags á byggingarmannvirki. Mörg raun- hæf verkefni og dæmi eru með í texta bókarinnar, þar sem höfundur kemur m.a. inn á jarðskjálftahönn- un stórbygginga í Mexíkóborg. í bókinni er einnig fjallað um þreytu- brot í byggingarefnum af völdum titrings, F'ouriergreiningu og undir- stöðuatriði merkjafræði og áhættu- greiningu á jarðskjálftavá svo dæmi séu tekin. Útgefandi erJohn Wiley&Sons sem ereitt stærsta vísindabókafor- lag heims. Bókin er 432 síður og verður henni dreift á alþjóðlegum markaði. Kristján Jóns- son sýnir í Vest- mannaeyjum í VESTMANNAEYJUM hefur skap- ast sú hefð um hvítasunnuhelgina að halda menningarhátíðina Dagur lita og tóna og er þá einum myndlist- armanni jafnan boðið að sýna auk þess sem jasstónleikar eru haldnir. í ár var myndlistarmanninum Kristjáni Jónssyni boðið að sýna verk sín og er sýningin í sal Akóg- es, en það eru félagsmenn innan vébanda Akóges sem standa að sýn- ingunni. Kristján sýnir 14 málverk sem mörg hver hafa tilvísun til Eyj- anna, segir í kynningu. ------♦ ♦ ♦----- Lagt á borð fyrir tvo LISTAMAÐUR maímánaðar í gall- eríi Smíðar og skart, Skólavörðustíg 16A, er Guðbjörg Káradóttir. Guðbjörg hefur lagt á borð fyrir tvo og er með sýningu á matar- og kaffistelli og öllum fylgihlutum þess. Sýningin stendur til 1. júní og er opin á verslunartíma frá kl. 11-18 virka daga og 11-14 laugardaga. Kirkja o g kirkjuskrúð í Þjóðminjasafninu Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDEGI Norð- manna laugardaginn 17. maí, verður opnuð í Þjóðminjasafni ís- lands, kl. 14, sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðaldakirkjan í Noregi og á íslandi, samstæður og andstæður. Á sýningunni verða valdir kirkjumunir frá miðöldum úr Þjóðminjasafni og sambærilegir gripur úr norskum söfnum. Tveir íslenskir gripir koma úr Þjóð- minjasafni Dana í Kaupmanna- höfn sem þar hafa verið vistaðir hátt á aðra öld og fáir Islending- ar hafa séð. Annar er sá Grundar- stóllinn sem Danir héldu eftir 1930 en hitt er helgiskrín frá Keldum. Til sýnis verða líkön af norskum stafkirkjum frá miðöldum og ný- smíðað líkan af íslenskri miðalda- dómkirkju en dómkirkjurnar í Skálholti og á Hólum voru stærstu timburhús á þeim tíma í norðan- verðri Evrópu. Þá verður endur- gerð í fullri stærð lítil kirkja eins og þær munu hafa tíðkast í sveit- um hér á landi í upphafi kristni. Sýningin er unnin fyrir fjárveit- ingu úr norsk-íslenskum menn- ingarsjóði sem stofnaður var af Norðmönnum 1994 í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Að henni hafa unnið íslenskir og norskir miðaldasérfræðingar, arkitektar og smiðir, og í tengsl- um við sýninguna verður gefin út bók á þrem tungumálum með greinum um ýmislegt tengt sýn- ingunni, auk þess sem í henni verður sýningarskrá. KIRKJUSMÍÐ í Þjóðminjasafninu. Unnið að endurgerð lítillar kirkju, eins og þær munu hafa tíðkast í sveitum hér á landi í upphafi kristni. TVEIR íslenskir gripir koma úr Þjóðminjasafni Dana í Kaup- mannahöfn sem þar hafa verið vistaðir hátt á aðra öld og fáir íslendingar hafa séð. Annar er sá Grundarstóllinn sem Danir héldu eftir 1930 en hitt er helgiskrín frá Keldum. Augað sem sér „LOCUS OCULI“, Augað sem sér, var yfírskrift samsýningar átta lista- manna frá Danmörku, Finnlandi og íslandi, haldin í Seinajoen Taidehalli, Finnlandi, dagana 4.-27. apríl sl. „Sýningunni var, í gi-ófum drátt- um, ætlað að lýsa skyldleika og mis- mun í norrænum byggðum andstætt öðrum hluta veraldarinnar," segir í kynningu. íslendingurinn Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir fór ásamt Lars Munde, dönskum grafíklistamanni, til að setja upp sýninguna í Seinájo- en. Magdalena sýndi 20 verk unnin VERK eftir Magdalenu Margréti. í dúkristu og með blandaðri tækni. Seinájoen er 35.000 manna borg og prýða hana byggingar Alvars Aaltos; kirkja, bókasafn, leikhús, sönghöll og borgarráðsbyggingar reistar í miðri borginni. Samsýningunni var vel tekið og birtust margar í finnskum blöðum. Tvær sýningar á Stokkseyri ELFAR Guðni opnar myndlistar- sýningu í Gimli og á kaffihúsinu Við fjöruborðið á Stokkseyri, á morgun, laugardag kl. 14. Á sýningunni á Gimli eru myr.d- ir málaðar með olíu á striga, mas- onít og olíupastel. Einnig verða á sýningunni sjávarmyndir úr Borgarfirði. Við fjöruborðið eru sýndar olíumyndir málaðar á sér- stakan pappír. Sýningunum lýkur 1. júní. Gimli er opið um helgar frá kl. 14-22 og virka daga frá kl. 17-22. <5g> TOYOTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.