Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 27

Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 27 BÖKMENNTIR Sagnfræði UM LANDNÁM Á ÍSLANDI Guðrún Asa Grímsdóttir sá um útg. 200 bls. Útg. Vísindafélag íslend- inga. Reykjavík, 1996. ÞETTA er að stofni til erindi, fjór- tán talsins, flutt á ráðstefnu um landnámið. Var ráðstefnan haldin haustið 1990 og var efnið skoðað út frá ýmsum mismunandi sjónar- hornum. Útgáfa af þessu tagi orkar tví- mælis. Hafi eitthvað nýtt komið fram eru fjölmiðlar búnir að vekja á því athygli. Þar að auki er tvennt ólíkt að semja erindi til flutnings eða ritgerð til birtingar á prenti. Sum þessara erinda hafa verið endurskoðuð með útgáfu fyrir sjónum, önnur ekki. Fremst fara hugleiðingar Ólafs Halidórssonar; geta skoðast sem inngangserindi. Ölafur beinir fyrst orðum sínum almennt til viðstaddra: »Við erum á þessari ráðstefnu ... « og svo framvegis. Þannig hefst erindi hans. »Mér hefur verið falið að tala hér um málið og menning- una,« segir hann ennfremur. Síðar í erindinu minnir hann enn á hið sama: »í daskrá þessarar ráðstefnu stendur að ég eigi að tala hér um menningu landnemanna.« Athuga- semdir sem þessar kunna að eiga við þegar horft er framan í áheyr- endur en koma hálfankannalega fyrir sjónir þegar þær birtast löngu síðar á bók. Hefði höfundur að skaðlausu mátt strika þetta út áður en hann afhenti erindið til prentunar. Að öðru leyti skulu hugleiðingar hans hvergi lastaðar; þær eru að mörgu leyti fróðlegar. Þrír fara þama ofan í Land- námUj Jakob Benediktsson, Guð- rún Ása Grímsdóttir og Gunnar Karlsson. Bent er á að sú ágæta bók hafi verið í letur færð löngu eftir landnám og enn síðar endur- samin, og þá breytt og aukin á ýmsa lund. Jakob tekur meðal ann- ars upp gamla hugmynd Barða Guðmundssonar sem Sveinbjörn Rafnsson studdi síðar með end- urnýjuðum rökum »að kveikjan að þessu verki hafi verið vilji höfð- ingja að skrásetja eignarheimildir fyrir höfuðbólum ættanna.« Guð- rún Ása er sama sinnis, »að varð- veittar gerðir Landnámabókar frá miðöldum bera þess merki að vera sprottnar af lagastarfi og hræring- um á eignarétti.« Gunnar er á annarri skoðun; álítur »að bókin hafi verið skrifuð af þörf fyrir þjóð- lega sjálfsmynd fremur en þörf fyrir að sanna eignarheimildir . . .« Ásannast þarna spakmælið forna að lærða menn greinir á. Gunnar ræðir þó meira um annað, sem sé um skrif og skoðanir alþýðlegra fræði- manna á árum áður. Nefnir hann meðal annarra Áma Óla og Benedikt Gíslason frá Hofteigi sem báðir töldu að landið hefði verið meira eða minna byggt áður en Norð- menn tóku að sigla út hingað og setjast hér að. Lætur prófessorinn sér fátt um finnast; telur augljóslega að til- gátur þeirra séu reistar á veikum grunni og eigi hæpna stoð í rituð- um heimildum. Tekur hann þar sams konar afstöðu og fyrirrennarar hans sem töldu sig sjaldnast eiga nokkuð vantalað við ólærða grúskara. Giskar Gunnar á að með skrifum sínum hafi þeir, Árni og Benedikt og aðrir slíkir, viljað spyrna við ofurvaldi lærðra manna yfir fræðunum. Vafalaust er nokkuð til í því. En þá ber líka að hafa í huga að viðspyrnan sú átti sér alkunnan, sögulegan að- draganda. Á uppgangstímum Ger- mana og norrænna þjóða á 19. öld efuðust menn lítt um sannfræði fornritanna. Sú skoðun féll þá einkar vel að smekk íslenskrar al- þýðu sem trúði hverju orði sem á bækur var skráð og áleit að varla þyrfti að skammast sín fyrir upp- runann eins og hann er rakinn í ættartölum fornritanna - beint til höfðingja og konunga! íslendinga- sögurnar skópu grunninn undir íslenskri alþýðumenningu. Trúin á feðranna frægð varð ein styrkasta stoðin í sjálfstæðisbaráttunni. Snemma á 20. öld komu svo fram ungir norrænufræðingar sem turn- uðu þessari trú. íslendingasögurn- ar væru einungis bókmenntir þar sem fyrir kæmu erlendar flökku- sögur og glósur úr latínuþýðingum og sannfræði þeirra væri hæpin eða engin. Svipuðu máli gegndi um fleiri fornrit. Bókfestukenning var það kallað. Þótt háskólamenn litu á Benedikt og Árna sem rétta og slétta áhugamenn er engum vafa undirorpið að sjálfir töldu þeir sig vel dómbæra um efnið. Báðir voru landskunnir fræðimenn, höfundar margra bóka, höfðu alist upp við sagnalestur og sagna- skemmtun og álitu sig vafalaust standa nær upp- runanum en menn sem numið höfðu fræði sín á skólabekk. Með róttækum hug- myndum sínum - sem áttu þó stoð í sjálfri Islendingabók - hafa þeir talið sig mundu skáka hinum lærðu, þar með hefðu þeir fellt þá á sjálfs sín bragði. Varla þarf að efa að ráðstefnugestir hafi vitað af skoð- unum þessara gengnu fræðaþula og annarra slíkra. Af orðum og athugasemdum pró- fessorsins má líka ætla að hann hafi allt eins verið að skemmta viðstöddum með því að rifja þetta upp. Er þó ekki svo vel að vísinda- menn séu sjálfir á einu máli um þá bjargföstu undirstöðu íslands- sögunnar að landið hafi verið num- ið frá Noregi á seinni hluta 9. ald- ar samanber orð Guðmundar Ól- afssonar fornleifafræðings sem kvað »hugsanlega eiga eftir að finnast sannanir fyrir því að hér hafi menn numið land fyrr en nú- verandi heimildir gefa tilefni til að ætla.« Naumast verður séð að neitt nýtt hafi komið þarna fram í máli íslenskufræðinga og sagnfræð- inga. Oðru máli gegnir um hlut raunvísindamanna sem er meiri, bæði að umfangi og inntaki. Erfða- mörk, erfðasjúkdómar og uppruni Íslendinga heitir t.d. erindi Ólafs Jenssonar, fræðilegt vel, en Stefán Aðalsteinsson ijallar að sínu leyti um uppruna íslenskra húsdýra. Hvor í sínu lagi leitast þeir við að svara sameiginlegri meginspurn- ingu: Hvaðan komu menn og dýr? Ekki er síður fróðlegt erindi Sturlu Friðrikssonar en það ber yfirskrift- ina Nýtinglands. Lýsir Sturla land- kostum þeim sem mættu augum landnemanna í hinu ónumda landi og telur að hér hafi beðið þeirra »mikil auðlegð fyrir norræna þjóð á þeirra tíma mælikvarða.« En auðlegðin þvarr skjótt. Þóra Ellen Þórhallsdóttir ræðir um áhrif bú- setu á landið sem komu fljótt í ljós. Gróðureyðing sú, sem hófst þegar með búsetunni, er rakin til eld- virkni, kólnandi loftslags en þó fyrst og fremst til mannlegra at- hafna svo sem ræktunar, kolagerð- ar og búfjárbeitar. Jarðfræðin er að vonum fyrir- ferðarmikil í ritinu. Gjóskutímatal og gjóskulög frá tíma norræns landnáms á íslandi nefnist þáttur Guðrúnar Larsen en Árný E. Sveinbjömsdóttir nefnir erindi sitt Aldursgreiningar með geislakoli. Margrét Hallsdóttir skrifar um fijógreiningu en Grétar Guðbergs- son og Þorleifur Einarsson nefna þátt sinn Landið við landnám. Langt er síðan jarðfræðingar tóku að rýna í jarðlögin og leita þar staðfestingar á rituðum heimild- um. Svo margar gátur eru enn óráðnar að vona verður að jörðin eigi eftir að leysa að minnsta kosti sumar þeirra. Eru þá ótalin þau fræðin sem mesta athygli vöktu á sínum tíma, ískjarnar: Skuggsjá liðinna alda, höfundar Árný E. Sveinbjömsdótt- ir og Sigfús J. Johnsen. Það eru að sjálfsögðu rannsóknirnar á Grænlandsjökli sem þau eru að skýra frá. Eftir að borað hafði verið í jökulinn og búið var að lesa úr því sem upp kom fékkst skýr staðfesting á því sem bækur herma um veðurfar á liðnum öldum. Og meir en svo því loftslagsbreytingar liðinna árþúsunda stóðu þarna skráðar eins og stafur á bók. Þótt veðurfarssveiflna sé að sjálfsögðu getið bæði í fornritum og annálum hafa sagnfræðingar sjaldnast met- ið til fulls áhrif þeirra á búsetu og þjóðarhag. Árný og Sigfús minna á að árið 1695 hafi gerst »sá fá- heyrði atburður, að ísinn um- kringdi ísland og náði að auki hálfa leið til Færeyja«. Á fyrri hluta 18. aldar mildaðist veðurfarið en harðnaði aftur á síðari hluta aldar- innar. Hið sama endurtók sig á 19. öld og einnig á þeirri sem nú er brátt á enda. Áf því hefur sprott- ið sú trú að veður hljóti að versna á síðari hluta aldar hverrar. Þótt lengi hafi verið vitað af þessum sveiflum og margir hafi reynt að geta sér til um orsakir þeirra hefur engum tekist að útskýra þær enn sem komið er. En hvað skyldi ískjaminn þá segja um landnámið? Og hvað seg- ir hann um sannfræði Landnámu? Svörin em afdráttarlaus. Vafalaust munu þau gleðja þá sem hallast að sagnfestunni. Tímatalinu sam- kvæmt hafi Flóki einmitt hreppt hér það kuldakast sem olli því að hann gaf landinu það heiti sem það síðan ber. Þegar Ingólf bar að landi áratug síðar hafi veðráttan verið búin að snúa við snældunni. »Ekki er ólíklegt að batnandi veðurfar hafi átt dijúgan þátt í velgengni Ingólfs, og þeirra sem í_ kjölfar hans sigldu,« segja þau, Ámý og Sigfús. Svo mörg vora þau orð. Erlendur Jónsson Loftslag og landkostir Guðrún Ása Grímsdóttir Nýjar bækur • MENNTUN, ást ogsorg. Einsögu- rannsókn á íslensku sveitasamfélagi 19. og20. aldar er eftir Sigurð Gylfa Magnús- son. Meginþráður bókarinnar er sóttur í dagbækur, einkabréf og önnur persónuleg gögn frá tveimur sjálfmenntuðum bræðrum, Níelsi og Halldóri Jónssonum frá Tindi við Stein- grímsfjörð, sem voru fæddir á árunum 1870 og 1871. „Þeir voru haldnir óstöðv- andi áráttu til að skrá líf sitt og umhverfi, svo að rit þeirra veita einstæða innsýn í viðhorf ís- lenskra alþýðumanna um síðustu aldamót, segir í kynningu. I bókinni er jafnframt leitað fanga í persónulegum heimildum frá öðrum íslendingum á sama tíma og málin reifuð með hliðsjón af útlendum ritum á fræðasviði sem er nefnt „micro- history" á ensku og höfundur kallar ein- sögu. Bókin er þrettánda bindi í ritröðinni Sagnfræðirannsókn- um - Studia historica, sem Sagnfræðistofn- un Háskóla Islands hefur gefið út síðan 1972. Höfundurinn, Sig- urður Gylfi Magnús- son, lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Carnegie Mellon- háskólanum í Pitts- burg í Bandaríkjunum árið 1993 og hefur aðallega unnið við rannsóknir og háskólakennslu síðan. í Sagnfræðirannsóknum hefur áður komið út eftir hann bókin Lífshættir í Reykjavík 1930-1940. Sagnfræðistofnun og Háskóla- útgáfan gefur út og sér Háskóla- útgáfan um dreifingu. Ritið kostar 3.500 krónur. Sigurður Gylfi Magnússon Ljósmyndari/Krissý SJO listamenn fengu úthlutað styrk að þessu sinni frá Kópavogsbæ. Sjö hlutu listamanna- styrk Kópavogsbæjar ÁRLEG úthlutun listamanna- Bjarki Pétursson, kvikmynda- styrkja í Kópavogi fór fram á gerðarmaður, Jónas Bragi, gler- afmælisdegi bæjarins, sunnudag- listamaður, Kjartan Árnason, rit- innn 11. maí sl. Athöfnin fór fram höfundur, Kristján Long, ljós- í Listasfni Kópavogs. myndari og ljóðskáld, Martial Að þessu sinni fengu sjö lista- Nardeau, tónlistarmaður, og menn úthlutun: Ásdís Sigurþórs- Unnur María Ingólfsdóttir, tón- dóttir, myndlistarmaður, Böðvar listarmaður. Odda- stefna ODDASTEFNA, árleg ráð- stefna Oddafélagsins, verður haldin sunnudaginn 25. maí nk. að Laugalandi í Holtum, Rang- árþingi. Ráðstefnan hefst kl. 13 og lýkur milli kl. 17-18. Ráðstefnan verður helguð minningu Jóns Loftssonar (f. 1124, d. 1. nóvember 1197), höfðingja og djákna í Odda. Erindi munu flytja eftirtald- ir sagnfræðingar og fræði- menn: Dr. Helgi Þorláksson, Auður G. Magnúsdóttir, Sverr- ir Tómasson, Ásdís Egilsdóttir og Ármann Jakobsson. Hlé verður gert á erinda- flutningi og mun þá Benedikt Árnason lesa kafla úr Gullna hliðinu. Kaffi og meðlæti verð- ur á boðstólum í umsjá kvenfé- lags heimamanna. Ráðstefnu- gjald verður hóflegt. GUÐBJÖRG Sigurðar- dóttir ljósmóðir átti þennan bíld og notaði hann til blóðtöku. Nesstofusafn opið í sumar NESSTOFU S AFN verður opnað í dag, fimmtudag, og í sumar verður safnið opið á sunnudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardög- um kl. 13-17. Nesstofusafn er til húsa í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Nesstofa er eitt af elstu stein- húsum landsins. Hún var byggð á áranum 1761-1763 fyrir fyrsta íslenska landlækn- inn, Bjarna Pálsson. í safninu eru sýndir munir er tengjast sögu læknisfræðinnar á Is- landi síðustu aldirnar. í tilkynningu segir: „Nes- stofa stendur í útjaðri byggð- arinnar vestast á Seltjarnar- nesi. Vestan stofunnar eru gömlu túnin frá Nesi, Bakkat- jörn og fjaran. Svæðið er mjög vinsælt til útivistar og tilvalið að sameina heimsókn í safnið og gönguferð um þetta fallega svæði.“ Kettinum að ljúka SENN lýkur sýningum Þjóð- leikhússins á bandaríska leik- ritinu Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams. I til- kynningu segir að leikrit Ten- nessee Williams hafi verið vin- sæl hjá íslenskum áhorfendum í gegnum tíðina. Áður hafa verið sýnd verkin Sporvagninn Girnd, Leiguhjallur og Gler- dýrin. Köttur á heitu blikkþaki er átakamikið fjölskylduupp- gjör í þrúgandi molluhita suð- urríkjanna þar sem sonur auð- ugs plantekrueiganda er á góðri leið með að drekka frá sér hjónabandið og föðurarf- inn. En eiginkona hans er reiðubúin að beijast fyrir auðnum og ást þeirra með kjafti og klóm. Leikendur eru Baltasar Kor- mákur, Margrét Vilhjálms- dóttir, Erlingur Gíslason, Helga Bachmann, Halldóra Björnsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Þórhallur Sigurðs- son, Randver Þorláksson og Deborah Dagbjört Blyden. Síðustu sýningar á Ketti á heitu blikkþaki era 15. maí, 29. maí og 5. júní.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.