Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 31

Morgunblaðið - 16.05.1997, Side 31
30 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ1997 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HÆKKUN SJALF- RÆÐISALDURS MEIRIHLUTI Alþingis er þeirrar skoðunar að hækka beri sjálfræðisaldur unglinga úr 16 árum í 18 ár. Fram hafa komið skiptar skoðanir um tillögu meirihluta allsherjarnefndar um ofangreinda breytingu á sjálf- ræðisaldri. Andstæðingar breytinga telja m.a. að með hækkun sjálfræðisaldurs séu mannréttindi þúsunda ungmenna skert. Stuðningsmenn breytinganna telja á hinn bóginn að rétt sé að samræma löggjöf þessa því sem tíðkast í nágrannalöndunum, þar sem sjálfræðisaldur er 18 ár og að fylgja beri þeirri meginreglu barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna þar sem allir einstaklingar undir 18 ára aldri eru skilgreindir sem börn. Þeir benda auk þess á, að auðveldara sé að grípa í taumana hjá 16-18 ára unglingum, sem leiðst hafa út á braut afbrota og fíkniefnaneyslu, ef forræði foreldranna yfir börnunum er til 18 ára aldurs. Röksemdir þeirra sem styðja hækkun sjálfræðisald- urs vega þyngra en röksemdir andstæðinganna. Stað- reyndin er sú, að þessi hækkun mun afar litlu, ef nokkru breyta, hjá þorra ungmenna á aldrinum 16-18 ára. Mikill meirihluti unglinga á þessum aldri býr í foreldra- húsum, í skjóli foreldra, við leiðsögn þeirra og beint eða óbeint forræði. Þótt Alþingi ákveði með lagasetningu sem þessari, að foreldrar hafi forræði yfir börnum sínum tveimur árum lengur en hingað til hefur tíðkast, er það í hæsta máta ólíklegt, að foreldrar velji leið valdboðsins, til þess að knýja fram vilja sinn í óþökk barnanna. Þetta á að sjálfsögðu við um heimili þar sem samskipti for- eldra og barna eru í eðlilegum og réttum farvegi. Hækkun sjálfræðisaldursins getur á hinn bóginn orð- ið áhrifamikið tæki í höndum foreldra og aðstandenda þeirra unglinga, sem ratað hafa í ógæfu fíkniefna- neyslu og afbrota. Unglingar á aldrinum 16-18 sem þannig er ástatt um, hafa hvorki dómgreind né vilja til þess að leita sér hjálpar. Þannig getur foreldravaldið í slíkum tilvikum bjargað börnunum frá voða - jafnvel gegn þeirra eigin vilja. Slíka björgun munu þau læra að þakka síðar. HAGSMUNIR í SUÐRI HREYFING gæti nú verið að komast á Rockall-mál- ið á nýjan leik, eins og fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í gær. Annars vegar styttist í að nefnd Sameinuðu þjóðanna um mörk landgrunnsins skeri úr um ytri mörk landgrunns íslands og hins vegar hefur Bretland, eitt þriggja ríkja sem deila við ísland um yfirráð á Hatton-Rockall-svæðinu, lýst yfir að það hygg- ist senn staðfesta hafréttarsamning SÞ. Niðurstöður vísindarannsókna hafa gefið vísbending- ar um að olíu gæti verið að finna í setlögum á Hatton- Rockall-svæðinu. Reynist það rétt skiptir miklu máli að ísland skyldi strax árið 1985 hafa gert vel rök- studda kröfu til yfirráða á landgrunninu á þessu svæði, byggða á ákvæðum hafréttarsamningsins. Þar kom til framsýni Eyjólfs Konráðs Jónssonar og atbeini Geirs Hallgrímssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Miklu skiptir að íslenzk stjórnvöld nýti sem bezt þá breyttu stöðu, sem nú virðist vera að koma upp, og leitist við að tryggja hagsmuni íslands á hafsbotninum sunnan við landið. SPOR í RÉTTA ÁTT HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sagði í ræðu sinni við almennar stjórnmálaumræður á Alþingi í fyrrakvöld, að það væri til athugunar, hvort rétt væri að skipta Pósti og síma hf. upp í tvö fyrirtæki og í fram- haldi af því hlyti að koma til skoðunar að bjóða út nýtt hlutafé, með mjög dreifðri eignaraðild. Þessi orð ráðherrans eru í tíma töluð. AMOCO Cadiz á strandstað á Bretaníuskaga í mars 1978. ■ GÍFURLEGT olíumagn rak á land á strönd Bretaníuskaga eftir strandið, Strand Amoco Cadiz og Yíkartinds Ótrúlega margt er líkt með aðdraganda strands risaolíuflutningaskipsins Amoco Cadiz við strönd Bretaníuskaga og strands Víkartinds við Þjórsárósa, segir Guðjón Armann Eyjólfsson. I þessari grein ber hann saman þessi tvö strönd og ræðir við- brögð franskra stjómvalda til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir gerist aftur. Kl. 10.05 Ferðlaust I: Kl. 09.45 Stýrið festist III: Kl. 13.30 Taug frá dráttarbát næst yfir í skipið Kl. 14.18 Dráttarbátur byrjar að toga íAmoco Cadiz Stefna straums kl. 11.00-16.00 NV-vindur VI: Kl. 19.00 2. tilraun i/ið að koma dráttartaug um borð VII: Kl. 20.00 Kastar akkeri. Taug um borð ( í 5. tilraun Kl.21.55 Dráttartaugin slitnar 6 sjóm. frá skerjagarði Stefna straums kl. 18.00-21.00 Portsall Argenton BRETANÍA Atburðarás þegar olíuskipið Amaco Cadiz strandaði við Bretaníuströnd í Frakklandi þann 16. mars árið 1978 — <-q England Londono ... ^"'UaRSUNO Frakkland Olíumengaðar strendur Bretaníu Svart belti sýnir hvar olíueðjan var mest Quessant . BRETANIA AÐDRAGANDI og strand gámaskipsins Víkartinds í suðvestan ofsaveðri við Þjórsárósa hinn 5. mars sl. og olíuflutningaskipsins Amoco Cadiz við strendur Bretaníu í Vest- ur-Frakklandi árið 1978 eru ótrú- lega lík. Með tilliti til væntanlegra ráð- stafana til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig hér við íslands- strendur er þetta mikla mengunar- slys, strand Amoco Cadiz 16. mars 1978, rifjað upp til samanburðar. Með viðbrögð franskra yfirvalda og reglur, sem franska þingið og ríkis- stjórnin setti strax í kjölfar strands Amoco Cadiz, í huga, getur það ekki verið flóknara fyrir íslensk yfír- völd að setja hér á landi svipaðar reglur, eins og fullyrt var í utandag- skrárumræðu á Alþingi hinn 11. mars sl. um strand Víkartinds. Frá því að Frakkar settu reglur um breyttar siglingaleiðir og heimild til aðgerða, stuttu eftir strand Amoco Cadiz, hafa þessar reglur nýlega verið endurskoðaðar og tóku gildi hinn 1. mars sl. Samkvæmt alþjóðasiglingaregl- unum er heimilt að setja reglur um aðskildar siglingaleiðir eða ein- stefnuleiðir þar sem er mikil umferð skipa og siglingar eru vandasamar; sbr. einnig 22. gr. Hafréttarsamn- ings Sameinuðu þjóðanna um sigl- ingaleiðir í Iandhelgi strandríkis og 194. gr. um „ráðstafan- ir til að koma í veg fyr- ir, draga úr og hafa eftirlit með mengun hafrýmisins“. Eftir þær hremming- ar sem landsmenn hafa orðið vitni að frá því að Víkartindur varð vélarvana og rak upp verður að gera allt sem unnt er-til þess að sli'k- ir atburðir gerist ekki aftur. Strand Amoco Cadiz Amoco Cadiz var risa-olíuflutningaskip með um 224 þúsund tonna burðar- getu (DW). Skipið var 334 metrar á lengd og 51 metri á breidd; djúp- rista, miðuð við fullfermi (223.690 tonn), var um 20 metrar. Amoco Cadiz sigldi undir þægindafána og var skráð í Líberíu. Hinn 16. mars 1978 var skipið á siglingu inn í Ermarsund á leið til Lyme-flóa í Suður-Englandi, nær fulllestað hrá- olíu, 219.617 tonnum, djúprista var 19,60 metrar. Klukkan 0940 að morgni 16. mars 1978 var Amoco Cadiz 9 sjómílur norður af eyjunni Quessant út af Bretaníu, þar sem Frakkland nær lengst til vesturs, þegar stýrið festist í stöðunni hart í bakborða. Á þessum slóðum var norðvestan stormur, 8 til 10 vind- stig, og stórsjór með a.m.k. 8 metra öldu- hæð. Klukkan 1005, tutt- ugu mínútum eftir að stýrið festist, hélt Amoco Cadiz ekki leng- ur stefnu og ferð á móti veðrinu. Með stýr- ið fast í stöðunni hart í bakborða snerist skip- ið hálfhring og sló flötu með stjórnborðshlið á móti vindi og stefnið til suðausturs. Amoco Cadiz valt mikið og hrakti með 1,5 sjómílna hraða á klukkustund í áttina til Iands að skerjunum við Quessant. Þarna er misdýpi og skerjótt, en sjólag sérstaklega slæmt, þegar kröftuga sjávarfalla- strauma leggur á móti vindi. Vélstjórar Amoco Cadiz hófust strax handa undir stjórn yfiivél- stjórans og með aðstoð allra til- tækra háseta að reyna að gera við stýrið. Einu eða tveim árum áður hafði komið upp bilun í stýri Amoco Cadiz og leki að glussakerfinu, sem aldrei hafði verið gert við til fulln- ustu. Skipaeftirlit í ríkjum sem bjóða upp á þægindafána er oftast mjög slakt. Klukkan 1120 varð yfirvélstjór- anum ljóst að ekki yrði unnt að gera við stýrið, en mikill leki var í glussakerfinu. Af 6 stórum boltum sem festu stýrisbogann (sektorinn) við stýrisstammann voru 5 brotnir. Stýrisblaðið á risaskipinu var 13 metrar á hæð og vó 110 tonn. Stýr- ið var kolfast og Amoco Cadiz nötr- aði stafna á milli, þegar reynt var að bakka skipinu með afturstafninn upp í sjó og vind. Á Víkartindi var það upphaf vél- arbilunar, að kælivatnsrör í tengsl- um við aftöppun á kælivatni gaf sig. Sannaðist í báðum tilvikum hið fornkveðna: „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.“ Dráttarbátur reynir björgun Þennan stormasama vetrarmorg- un vildi svo til að stór þýskur drátt- arbátur - Pacific - var í aðeins 13 sjómílna fjarlægð frá Amoco Cadiz. Pacific var einn öflugasti dráttar- bátur í heimi, 71,50 metrar á lengd, með tvær 3.000 hestafla dísilvélar. Skipstjóri dráttarbátsins bauð að- stoð, sem skipstjórinn á Arnoco Cadiz hafnaði þar til hann hefði fengið samþykki fulltrúa útgerðar- innar. Þegar náðist loks í útgerðina var dýrmætum tíma eytt í að leita tilboða í björgun Amoco Cadiz! Stóð í þrefi lengi dags. Tryggingafélag skipsins, Dradnats Inc., var reyndar í eigu móðurfélagsins Standard Oil! I fréttum af strandi Víkartinds kom fram, að staðið var í hliðstæðu samningaþrefi á sama tíma og skip- ið rak óðfluga til lands í ofsaveðri. Forsvarsmenn Landhelgisgæslunn- ar og íslenskir sjómenn, þrautreynd- ir hér við landið, reyndu að gera skipstjóra Víkartinds ljósa þá hættu sem skipið var í, en árangurslaust. Orðrétt var haft eftir skipstjóranum í DV hinn 8. mars sl.: „Mér var sagt, að þar sem staða okkar væri í lagi að gera þá ekki samning við varðskipið.“ Hvernig skipstjórinn á Víkartindi komst að þeirri niður- stöðu, að staða 9.200 tonna vélar- vana skips væri í lagi í foráttuveðri og álandsstormi skammt út af suðurströnd íslands, er mörgum ráðgáta. Skipstjórinn á Víkartindi þáði fyrst aðstoð, þegar skipið var komið upp í landsjói og brot. Lengi vel var afstaða skipstjórans á Amoco Cadiz hin sama; hann tók þó af skarið og þáði aðstoð drátt- arbáts áður en útgerð skipsins, víðs fjarri vettvangi atburða, gekk að kröfum eigenda þýska dráttarbáts- ins og skrifaði undir samning. Það gerðist ekki fyrr en klukkan 4 síðdegis. Lög og reglur, sem frönsk yfirvöld settu eftir strandið á Amoco Cadiz, eiga einmitt að koma í veg fyrir slíkt vanmat og storkun á ráðleggingum staðkunn- ugra og reyndra manna, hvort held- ur það er útgerð skips eða skipstjór- inn, sem ætlar sér að hundsa öll ráð og aðstoð til að forða stjórnvana skipi frá strandi og afstýra hugsan- Guðjón Ármann Eyjólfsson Hafni skip- stjóri aðstoð í Frakklandi, eru honum settir úrslita- kostir lega stórslysum og mengun lands- ins. Það var fyrst kl. 1418 eða rúm- lega 4 'h klukkustund eftir að stýrið festist, að dráttarbáturinn Pacific byrjaði að toga í Amoco Cadiz. Þá var skipið komið allt of nærri landi. Allan daginn var drátt- arbáturinn Pacific að beijast við að bjarga skipinu frá hættulegri strönd og skeijunum út af Bretaníu. Klukkan 1618 slitnaði dráttartaug- in. Fyrst um þremur ______________ klukkustundum síðar var hægt að toga aftur í olíu- flutningaskipið sem rak fyrir sjávarfallastraumn- um til norðausturs. Klukkan 2100 tók skip- ið fyrst niðri; nærri klukkustund síðar, kl. “ 2155 hinn 16. mars, var skipið end- anlega strandað. Mesta mengunar- slys við strendur Evrópu var stað- reynd. Nærri því 400 kílómetra löng strandlengja á Bretaníuskaganum var undirlögð svartolíu. Klukkan 2230 hófst björgun áhafnarinnar með þyrlum franska sjóhersins. Skipstjórinn á Amoco Cadiz sendi þó aldrei út neyðarkall! Kostnaður vegna strands Amoco Cadiz og olíumengunar frá skipinu var geipilegur; samtals rúmar 400 milljónir franka eða tæpir 5 millj- arðar íslenskra króna. I lok apríl var talið að milli 19.000 og 37.000 sjófuglar hefðu drepist af völdum olíunnar og um 6% af fiski, auk þess var sjávargróður og skelfiskur, sem mikið er af þarna á grunn- sævi, meira og minna ónýtur og dauður. Ráðstafanir eftir strand Amoco Cadiz í kjölfar strands Amoco Cadiz gerði franska ríkisstjórnin róttækar ráðstafanir. I lok júní árið 1978 var strand Amoco Cadiz og mengun af völdum þess ítarlega rætt í franska þinginu og reglur um varnir gegn mengun sjávar voru hertar. Efst í forgangsröð var að halda oiíuflutn- ingaskipum og öllum skipum sem flytja hættuleg efni sem lengst frá landi. Settar voru reglur um aðstoð við skip sem lentu í erfiðleikum. Franska ríkisstjórnin setti strax reglur um sigl- ingaleiðir skipa og vald strandgæslunnar til eftir- lits um borð í skipum á hafi úti. Gerð var tillaga um aðskilda siglingaleið fyrir olíu- flutningaskip og önnur skip með hættulegan farm á leið inn í Ermar- sund í 27 sjómílna fjarlægð frá eyj- unni Quessant, en áður var leiðin í 5 sjómílna fjarlægð. Franska ríkis- stjórnin fyigdi tillögunum fast eftir og lagði þær fyrir Alþjóðasiglinga- málastofnunina sumarið 1978, en 1. janúar 1979 tóku reglurnar gildi. Reglur um tilkynningaskyldu skipa voru hertar. Skipstjórar olíu- flutningaskipa eiga að tilkynna yfir- völdum allar bilanir sem verða um borð í allt að 50 sjómílna fjarlægð frá landi og er skylt að halda uppi hlustvörslu og svara uppkalli varð- skipa og strandstöðva. Öll skip, Skip með hættulegan farm ekki nær franskri strönd en 7 sjómílur 1.600 brúttólestir og stærri, sem flytja hættulegan farm, skulu ætíð vera í a.m.k. sjö sjómílna fjar- lægð frá ströndum Frakklands (sum staðar fjær eins og við Quess- ant), nema á aðskildu siglingaleið- inni í Doversundi og á þröngum leiðum og í skipaskurðum. íslensk lög og reglur í íslenskum lögum um leiðsögu skipa, nr. 34/1993, er öllum skipum ________ sem koma að utan inn í íslenska landhelgi skylt að tilkynna komu sína til fyrstu viðkomuhafnar með minnst 24 klst. fyrir- vara. Með minnst þriggja klst. fyrirvara áður en komið er í höfn skal skip- ið hafa samband við við- komandi hafnaryfirvöld. Öll skip með hættuleg efni í meira magni en tekið er fram í reglugerð skulu ætíð nota hafnsögumann við sigl- ingu um hafnarsvæði. Erlend veiði- skip sem kóma inn í íslenska efna- hagslögsögu skulu tilkynna það Landhelgisgæslunni. Þrjú svæði sérstakra siglingamálastj óra í Frakklandi er strandsvæðum og lögsögu nærliggjandi hafsvæða skipt í þrjú meginsvæði, er heyra undir sérstaka siglingamálastjóra, sem hafa vald til þess að grípa inn í, ef eitthvað fer úrskeiðis um borð í skipum innan við 50 sjómílur frá landi í franskri landhelgi. Þeir hafa lögregluvald og framfylgja siglinga- og hafréttarlögum. Um vald sigl- ingamálastjóra skrifaði Jean Bulot skipstjóri í bók sinni um strand Amoco Cadiz: „Siglingamálastjóri getur gefið ströng fyrirmæli, þegar skip er bilað undan ströndum Frakklands, hvort heldur skipið er innan eða utan landhelgi, og hætta er á að það mengi strendur lands- ins. Hafni skipsljórinn aðstoð dráttarbáts eru honum settir úr- slitakostir. Ef nauðsyn krefur er beitt valdi og skipið tekið í tog til þess að komast hjá því að það farist eða strandi með þar af leið- andi hættu á mengun. Til þess að fylgja þessu eftir getur orðið að flytja menn með þyrlu um borð í skipið sem er bilað til þess að meta fyrst hættuna og grípa síðan inn í atburðarás- ina og fram fyrir hend- ur skipsljórans, ef það telst nauð- synlegt,.“ Ný reglugerð siglingamálastjór- anna fyrir Atlantshaf, Ermarsund og Norðursjó, gefin út í Brest og Cherbourg hinn 30. janúar sl„ tók gildi 1. mars 1997. í 8. grein reglugerðarinnar segir orðrétt: „Skipstjórum á öllum skip- um, sem eru á siglingu innan land- helgi og flytja hættulegan farm, er skylt að gera allar þær varúðarráð- stafanir sem viðkomandi siglinga- málastjóri mælir fyrir um að skuli gerðar til þess að tryggja öiyggi við siglingar og til að komast hjá yfirvof- andi mengun, ef stjórn- eða siglinga- tæki skipsins vinna ekki eðlilega.“ í 12. grein segir: „Ef skip í franskri landhelgi eða á alþjóðahaf- svæði, innan við 50 sjómílur frá landi, er í erfiðleikum er skipstjóra viðkomandi skips og skipstjóra á dráttarbát eða skipi sem er til að- stoðar skylt að gera eftirfarandi: - tilkynna eftirlits- og björgunar- stöðvum (CROSS) um ástandið ” og gang mála í sérstökum skeyt- um [þ.e. svonefndum MAREP- skeytum]. - hlusta stöðugt og svara á þeim rásum sem mælt er fyrir um í 6. gr. [þ.e. neyðarrásum, VHF - 16 o.fl.]. - gera allar þær ráðstafanir sem siglingamálastjóri mælir fyrir um að skuli gerðar til þess að koma í veg fyrir hættur með tilliti til siglingar skipsins og hættu á mengun.“ Brot gegn fyrirmælum þessarar ^ reglugerðar varða sektum. Aðgerðir hér á landi Á hveiju ári eru flutt um 600.000 tonn af olíu til íslands (584.000 tonn árið 1993) með fremur litlum olíuflutningaskipum, sem flytja á milli 20 og 30 þúsund tonn í hverri ferð, þ.e. 20-25 farma á ári. Miðað við fulllestuð olíuflutn- ingaskip var Víkartindur með til- tölulega hættulítinn farm, þó ekki hættulausan, en auk eiturefna í nokkrum gámum voru í tönkum skipsins 300 tonn af svartolíu, 40 tonn af gasolíu og 5 tonn af smurol- íu. Að þessu athuguðu; slysi, meng- ** un og efnahagslegu tjóni, sem Is- lendingar hafa orðið fyrir við strand Víkartinds, á tafarlaust að setja lög og ákveðnar reglur um siglingaleið- ir skipa með olíu og annan hættu- legan farm hér við landið og inn Faxaflóann. Hugsanlega ætti að herða enn frekar tilkynningaskyldu skipa sem koma frá útlöndum til landsins. Þessu máli hefur verið hreyft hér á Alþingi, en hefur ekki verið fylgt nægilega eftir og var drepið á dreif. Samræmdar aðgerðir - ein stjórn Við strand flutningaskipsins Erik Boye í höfninni á Breiðdalsvík í júlí árið 1992 var mikil hætta á mengun af völdum olíu frá skipinu, en fyrir framgöngu varðskipsmanna fór samt betur en á horfðist. Útgerð skipsins og skipstjóri gerðu lítið sem ekkert til þess að bjarga farmi eða skipi. Skipstjóri flutningaskipsins var átalinn fyrir aðgerðarleysi og skort á samstarfsvilja við björgunar- aðgerðir. Er vísast hægt að fmna mörg svipuð dæmin. Ekki var byijað að losa 800 tonn af salti úr skipinu < fyrr en umhverfísráðuneytið hafði krafist þess að skipið yrði fjarlægt. Sjóslysanefnd benti á að nauðsyn- legt væri að setja lög sem „kveði skýrt á um rétt og valdsvið íslenskra stjórnvalda til tafarlausra viðbragða til að koma í veg fyrir umhverfis- spjöll og alvarleg tjón af völdum eriendra skipa við strendur lands- ins. “ Rangt mat á aðstæðum hér við íslandsstrendur ásamt skorti á lögg- jöf og samræmdum aðgerðum undir einni stjórn, þegar stór skip með hættulegan farm verða vélarvana og stjórnlaus á siglingaleiðum hér við landið, hafa reynst okkur íslend--* ingum dýrkeypt. Ef ekkert verður aðhafst geta svipuð slys orðið enn alvarlegri. Hefur samt öjlum þótt nóg um. Full ástæða er til að fylgja þessum málum eftir með löggjöf, sem vernd- ar strendur okkar og hagsmuni. Hcimildir: . 1. „Harmleikur Amoco Cadiz“ (Le drame de l’Amoco Cadiz) eftir Jean Búlot, skipstjóra á einum stæreta dráttarbát Frakka, útg. 1990. 2. Tímaritið „Chasse-Marðe44 nr. 52. 3. Reglugerð um siglingar við Atlantshafs- og Norð- ursjávarstrendur Fi-akklands, frá 30. janúar 1997, nr. 02/97 Brest og nr. 03/97 Cherbourg, dags. 30. jan. 1997 og tók gildi 1. mars. 1997 4. Náttúrufræðingurinn 62, 1993. Olíuslysið við Hjaltland í janúar 1993, Davíð Egilsson og Ævar Petersen. [Strand olíuflutningaskipsins Braer, þeg- ar 85.000 tonn af hráolíu fóru í sjóinn og meng- uðu allt lífríkið umhverfis Hjaltland og Orkneyjar. j 5. Skýrsla Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árið 1992; útg. 1994. Höfundur er skólomeistari Stýrimannaskólans í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.