Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 25

Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 25 ERLENT Skipulagðir skæruliðar og óvirkur stjórnarher AGI, erlendur stuðningur og hrun hers Mobutus Seses Sekos, forseta Zaire, sem hefur nú fengið nafnið Lýðveldið Kongó, voru lykilþættirnir í sigri Laurents Kabilas og valdatöku um helgina. Baráttan um þriðja stærsta land Afríku tók aðeins sjö mánuði og talið er að aðeins tvö þúsund manns hafi fallið í átökun- um. Því hefur hins vegar verið hald- ið fram að skæruliðar Kabilas stundi skipulögð morð á flóttamönnum í Lýðveldinu Kongó og í þéim ofsókn- um hafi sýnu fleiri fallið. Samtök Kabilas, Bandalag lýð- ræðisafla um frelsun Kongó, lögðu Kinshasa, höfuðborg landsins, undir sig á laugardag, eftir að Mobutu hafði fiúið vegna þess að lífverðir forsetans kváðust ekki geta tryggt öryggi hans. Kabila hafði barist gegn Mobutu í þijá áratugi, en með litlum ár- angri. Það var ekki fyrr en kalda stríðinu lauk og leiðtogar grannríkja Lýðveldisins Kongó, Angólu, Ug- anda og Rúanda, gerðust vinveittir Kabila að hagur hans vænkaðist. Þegar Kabila lýsti því yfír í októ- ber að hann hygðist steypa Mobutu tók hann hins vegar enginn alvarlega. Gegnum frumskóginn Til að sigrast á her Mobutus þurftu skæruliðar Kabilas að ryðja sér leið gegnum einhvern myrkasta frumskóg heimsins. Þeir höfðu engin vélknúin tæki til að flytja hermenn, ekkert stórskotalið og engan flugher fyrr en seint í átökunum. Þeir gátu ekki smíðað brýr til að komast yfir voldug fljót. Hemaðarsérfræðingar vildu gjarnan komast að því hvaða huldu- maður var herfræðingur skæruliða, en þeir segja að sigur þeirra megi ekki síst rekja til dugleysis stjórnar- hersins. Þegar alger ósigur blasti við kvaddi stjóm Mobutus til málaliða frá Serb- íu, Frakklandi og Belgíu, en þeir gátu litlu breytt. „Koma Messíasar hefði ekki hjálpað hemum,“ sagði herforingi úr her landsins. Málaliðarnir hafa sennilega reynst baggi á stjórnarhemum þegar allt kom til alls. Þeir kostuðu herinn peninga og skæruliðar gátu knúið áróðursmyllu sína með yfirlýsingum um að útlendingar væru að murka lífíð úr íbúum landsins. Lítið er vitað um það hvernig her skæruliða var þjálfaður. Talið er að í röðum þeirra séu sex þúsund þjálfaðir bardagamenn og 20 þúsund hafi bæst við, flestir sjálfboðaliðar og þar á meðal mörg þúsund lið- hlaupar úr her landsins. Einnig er lítið vitað um stuðning, en talið er að stuðningur hermanna frá Rúanda og Uganda hafi skipt sköpum. Herinn vanræktur Sigur hefði ekki orðið þetta auð- veldur fyrir áratug. Her Mobutus þótti aldrei glæstur, en hann hafði þó staðið sig sómasamlega. Forseta- deild hersins fékk þjálfun hjá ísrael- um, Frakkar þjálfuðu flugherdeild, ítalir veittu flughernum aðstoð og Belgar stjórnuðu herskóianum. Út- búnaður og aðstoð við flutninga kom frá Bandaríkjamönnum. Þegar kalda Reuter HERSTIGVEL og hermannabúningar liggja í reiðileysi fyrir utan innganginn að herbúðum, sem kenndar eru við Mobutu Sese Seko marskálk. stríðinu lauk dró hins vegar mjög úr þessum stuðningi. Vestrænar þjóðir hættu að veita hernaðaraðstoð og gagnrýndu Mobutu skyndilega fyrir að virða ekki mannréttindi og neita að koma á lýðræði. Mobutu og stjórnmálamennirnir héldu áfram að skara eld að eigin köku, en herinn var látinn reka á reiðanum. Yfirmenn stungu fé í eig- in vasa og úti á landi voru hermenn sendir út á akrana til að rækta kál á meðan hermenn í borgum óku leigubílum og fundu sér önnur verk. Þeir fengu litla sem enga þjálfun og vopn ryðguðu á víðavangi. Þegar skæruliðar réðust á Lubum- bashi, næststærstu borg Lýðveldis- ins Kongó, hafði herinn sem hugðist veija borgina 15 sprengjuvörpur sem hver var búin 40 sprengjum. Þær voru hins vegar ónothæfar vegna ryðs. Þegar átökin hófust fyrir sjö mán- uðum hafði herinn ekki fengið mark- tæka þjálfun í sjö ár. í upphafi var ætlunin að tæma flóttamannabúðir á Kivu-svæðinu í austurhluta lands- ins. Þar voru hútúar frá Rúanda, sem höfðu flúið í júlí 1994 eftir að Paul Kagame, leiðtogi uppreisnarhers undir forustu tútsa, steypti stjórn hútúa. Uppreisn tútsa hófst eftir að stjórn hútúa hafði myrt hálfa miiljón manna, meirihlutann tútsa. Atökin hefjast Hermenn höfðu notað flótta- mannabúðirnar til að gera árásir inn í Rúanda. Ekki er vitað hvort ætlun- in var að gera meira en að tæma búðirnar. Tveimur vikum eftir að átökin hófust birtist Kabila hins veg- ar og tók vöidin í sínar hendur. Ekki er hins vegar vitað hvort hann var í vitorði með forustu Rúanda eða sætti lagi. Stjórnarherinn var nánast engin fyrirstaða og skæruliðarnir, sem nú voru undir stjórn Kabilas, færðust jafnt og þétt í aukana. Sjálfboðaliðar bættust í hópinn og sóttu áfram á strigaskóm og stuttermabolum. Skæruliðarnir gerðu sér far um að fara vel með fólkið þar sem þeir komust til valda. Þótt stjórnarher- mennirnir væru á flótta gáfu þeir sér hins vegar tíma til að fara ráns- hendi um þau þorp sem urðu á vegi þeirra. „Eftir það fyrirlitu íbúar landsins herinn,“ var haft eftir vest- rænum stjórnarerindreka. Stjórnvöld sem lömuð Stjórnvöld voru sem lömuð og virtust ekkert geta aðhafst. Þegar Kabila vildi semja sagðist Mobutu ekki tala við óbótamenn. Hernaðar- sérfræðingar segja hins vegar að hefði stjórnarhernum tekist að hægja örlítið á sókn skæruliða hefði það getað haft mikil áhrif vegna þess hvað skógurinn sem þeir sóttu gegnum er þéttur. Þá hefðu sjúk- dómar farið að heija á skæruliða og baráttuandinn hefði dvínað. Á sjö mánuðum gerðu leiðtogar Iandsins hins vegar ekki tilraun til að hvetja almenning eða veijast. Nú er að skapast nýtt flótta- mannavandamál. Tugir þúsunda flóttamanna frá Rúanda bíða nú við landamæri Kongó og óttast stjórn- völd þar að ekki verði hægt að stöðva strauminn. Fólkið ‘ er allslaust og talið er að skæðir sjúkdómar á borð við kóleru geti blossað upp. Alþjóðlegu samtökin Læknar án landamæra sökuðu leiðtoga Lýðveld- isins Kongó, eins og Kabila kallar Zaire, um að hafa lagt á ráðin um að myrða alla flóttamenn úr röðum hútúa frá Rúanda, sem eftir væru í landinu. í skýrslu samtakanna, sem afhent var fjölmiðlum, sagði að flóttamenn úr röðum hútúa hefðu verið sveltir eða myrtir kerfísbundið og komið væri í veg fyrir að hjálparstofnanir kæmust til aðstoðar. „Þetta virðist vera afleiðing vísvitandi áætlunar [sveita Kabilas] um að útrýma öllum rúandískum flóttamönnum sem eftir eru, einnig konum og börnum,“ sagði í skýrslunni. hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu" er rekinn vandaður veitingastaður og þar kikna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum. Má freista ykkar með ævintýralegri ferð og sælkeramáltíð á góðu verði? Stórfjölskyldan, starfsmannafélögin, átthagasamtökin, félagssamtökin, niðjamótin, allir hinir hóparnir og líka þið sem dettið inn - kvöldverður í Viðey situr eftir í minningunni. Sigling út í Viðey tekur aðeins skemmtiiegar 5 mínútur. NímMSEMWBOBBAl! Upp öLj. Upplýsingar og borðapanlanir hjá Hótel Óðinsvéum ísíma 552 8470 og 552 5090 VÍÐEYJARSTOFA þú gert eyrlnni rjá daga getur ótrúleg kaup a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.