Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 34

Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 AÐSEIMDAR GREIIMAR MORGUNBLAÐIÐ Arangur þró- unarsamvinnu Islands FYRIR nokkru kom út skýrsla um j>róun- arsamvinnu Islands eftir Jónas H. Haralz hagfræðing sem unnin var á vegum utanríkis- ráðuneytisins að frum- kvæði stjómar Þróun- arsamvinnustofnunar íslands (ÞSSÍ). All- miklar umræður hafa orðið í flölmiðlum um þróunarsamvinnu ís- lands í kjölfar skýrsl- unnar og ber að fagna þeirri umræðu. Enn sem komið er hefur áhugi á þróunar- málum hér á landi ver- ið lítill og eins og glögglega kemur fram í skýrslunni hafa framlög ís- lands til tvíhliða þitfunaraðstoðar verið með allra lægsta móti sé mið- að við aðrar þróaðar þjóðir sem við gjaman miðum okkur við. Frammistaða ÞSSÍ í öllum meginatriðum má segja að niðurstaða skýrslunnar sé sú að þróunarsamvinna íslands, sem að- allega hefur verið á sviði sjávarút- vegs, hafi tekist vel. Af fjórum sam- starfslöndum ÞSSÍ sem em Namib- ía, Malawi, Mozambique og Græn- höfðaeyjar kemur fram að þrátt fyrir byijunarörðugleika hafi vel til tekist í Namibíu og Malawi og upp- haf þróunarsamvinnu við Moz- ambique sem hófst 1995 lofi góðu. Til þessara landa rennur nú um 92 prósent þeirra fjármuna sem ÞSSÍ hefur til umráða. Aðeins á Græn- höfðaeyjum hafí þróunarsamvinna íslendinga misheppnast, en þangað fara nú um 8 prósent fiármuna ÞSSÍ. Nú má deila um það hversu gagn- leg störf ÞSSÍ á Grænhöfðaeyjum hafa verið. Á hitt ber að líta að sé þetta rétt verður þessi árangur í heild að teljast góður og ólíklegt er að tvíhliða þróunarsamvinnu- stofnanir nágrannalandanna hafi staðið sig betur hvað þetta varðar í Afríku. Mikiá úrvd é fðllegum rúfflffltnaái SkóUvörðustig 21 Sími 551 4050 Reykiavtk. Engin heimsálfa á við meiri efnahagserf- iðleika að stríða en Afríka. Hvergi er þörf- in fyrir aðstoð þróaðra ríkja meiri og er líklegt að svo muni verða áfram í náinni framtíð. Þróunarsamvinna í Afríku gengur yfírleitt hægt og erfiðlega. Al- þjóðabankinn telur t.d. að um 51 prósent verk- efna sinna í Afríku misheppnist að ein- hverju eða öllu leyti. Þetta gerist þrátt fýrir að bankinn hafi yfir að ráða mjög fjölmennu og hæfu starfsliði með langa reynslu, auk mikilla fjármuna. Ef rétt er að yfir 90 prósent verkefna ÞSSÍ í Afríku séu i viðunandi ástandi hlýtur það að teljast góð útkoma. Ekki síst ef haft er í huga að þó stofnunin hafí mjög góðu Þróunarsamvinna íslendinga hefur í öllum megin atriðum tekist vel segir Hilmar Þ. starfsliði á að skipa, er það bæði fámennt og fjármagn til umráða mjög takmarkað. Undirbúningur verkefna í skýrslunni er lagt til að auknu fé sé varið til undirbúnings verkefna og að vel undirbúnar tillögur að verkefnum verði lagðar til grund- vallar árlegum fjárhagsáætlunum. í höfuðstöðvum ÞSSÍ starfa nú aðeins tveir starfsmenn og hlýtur það að teljast lítið miðað við þau umfangsmiklu stjómunar- og und- irbúningsstörf sem þar þarf að sinna. Því verður að telja skynsam- legt að styrkja aðalskrifstofu stofn- unarinnar og gerir ÞSSI ráð fyrir þessu í fjárhagstillögum sínum fyr- ir árið 1998. Megin hluti starfsliðs stofnunarinnar um 20 talsins mun eftir sem áður vera staðsett í sam- starfslöndunum. Alþjóðleg reynsla af þróunarsam- vinnu undanfama áratugi sýnir að æskilegt er að þróunarverkefni séu vel undirbúin, en um leið nægilega sveigjanleg svo hægt sé að breyta þeim og aðlaga eftir aðstæðum í samstarfslandinu. Þess má geta að Alþjóðabankinn hefur ákveðið að fækka í starfsliði sínu í höfuðstöðv- um stofnunarinnar í Washington DC og ijölga um leið í starfsliði sínu í samstarfslöndum sínum. Reynsla bankans sýnir að þau verk- Hilmar Þ. Hilmarsson EXPLORER LIMITED Ár^. '96, ek. 10 þús. km, hvitur, með öllu. Skipti á ódýrari. Verð 4.400 pús. GRAND CHEROKEE ORVIS Árg. '95, ek. 13 þús. km, með öllu. Skipti á ódýrari. Verð 3.890 þús. efni sem mótuð em í samvinnu við heimamenn, eða alveg af þeim sjálf- um, era lang líklegust til að takast vel og verða sjálfbær. Þetta er líka reynsla ÞSSÍ þann tíma sem stofn- unin hefur starfað. Þó undirbúningur verkefna á aðalskrifstofu stofnunarinnar verði að öllum líkindum aukinn mun áfram verða lögð höfuðáhersla á sveigjanleika í framkvæmd þeirra og að fullt tillit sé tekið til óska heimamanna við mótun og fram- kvæmd verkefna. Stofnunin mun því áfram njóta þeirra yfirburða sinna sem talað er um í skýrslunni að bregðast fljótt við óskum heima- manna og laga sig eftir breyttum aðstæðum þegar við á. Aukið fjármagn og fleiri verkefni í skýrslu sinni leggur Jónas H. Haralz til að opinber framlög til ÞSSÍ sem árið 1997 vora rúmlega 170 milljónir króna verði um 200-250 milljónir króna fyrir árið 2000 og 350-400 milljónir króna árið 2003. Þannig myndu framlög íslands til tvíhliða þróunarmála á næstu fímm áram aukast úr 0,10% af þjóðarframleiðslu í 0,15 prósent, sem enn væri langt fyrir neðan framlög flestra nágrannaríkja okk- ar til þróunarmála. Þetta markmið telur skýrsluhöfundur ekki æskilegt markmið, heldur raunhæft að teknu tilliti til aðstæðna og aðgátar. Rétt er að taka fram að engin ákvörðun liggur enn fyrir hjá stjóm- völdum um hvort eða hversu mikið framlög til tvíhliða þróunarstarfs verði aukin. Tillögur skýrsluhöfund- ar verða að teljast hóflegar en skyn- samlegar því langan tíma tekur að undirbúa verkefni í þeim heimshluta sem ÞSSÍ starfar. Ljóst er að áætl- un til nokkurra ára, eins og lagt er til í skýrslunni, myndi styrkja stöðu stofnunarinnar mjög í þeirri viðleitni hennar að undirbúa raun- hæf verkefni fyrir samstarfslönd sín. Starfsemi ÞSSÍ hefur hingað til nánast eingöngu takmarkast við uppbyggingu sjávarútvegs, og þá aðallega við þjálfun heimamanna, rannsóknir og tilraunaveiðar. Fá samstarfslönd og eitt aðalstarfssvið er skynsamlegur vettvangur þegar fjárframlög era jafn takmörkuð og við núverandi aðstæður. Verði framlög hinsvegar aukin í takt við tillögur Jónasar H. Haralz mun skapast svigrúm til þess að hefja þróunarstarf á fleiri sviðum og jafn- vel fjölga samstarfslöndum. íslendingar hafa margt að bjóða á vettvangi þróunarmála til viðbótar sérþekkingu sinni í sjávarúvegi. Augljóst er að þjóðin býr yfir mik- ilii þekkingu t.d. á sviði mennta- mála og heilbrigðismála og myndi aðstoð íslenskra sérfræðinga á þeim sviðum ekki koma samstarfslöndum okkar að minni notum en sú aðstoð sem veitt hefur verið við uppbygg- ingu sjávarútvegs þróunarlanda. Verði ákveðið að ryðja nýjar braut- ir í þessu efni þarf að tryggja stöð- uga en hóflega aukningu fjárveit- inga til þessa málaflokks frá ári til árs, líkt og Jónas leggur til. Að lokum vil ég leyfa mér að þakka þeim fjölmiðlum sem fjallað hafa um þróunarsamvinnu íslend- inga í kjölfar útkomu skýrslu Jónas- ar H. Haralz. Sú umræða var löngu tímabær og heldur vonandi áfram. Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra og stjómar- formaður Þróunarsam vinnu- stofnunar íslands. Valdníðsla er þjóðarmein TVÖ ÁR era liðin frá því að endi var skyndi- lega bundinn á starf eiginmanns míns Ait- ors Yraola lektors í spænsku við Háskóla íslands. Eftir langvar- andi atvinnuleysi hér á landi sá hann sig til- neyddan að yfirgefa landið, sem var honum á móti skapi, þar sem hann hafði bundið tryggð við ísland. Þetta hefur haft af- drifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir hann persónulega og fjöl- skyldulíf okkar. Samkvæmt samtali sem við átt- um við Sveinbjöm Bjömsson, rektor Ég fer þess á leit við prófessorinn, segir Anna Þorsteinsdóttir, að hann láti af að beita sér gegn eiginmanni mínum. Háskóla íslands, í júlímánuði 1995 staðfesti hann að Áitor hefði aldrei brotið af sér í starfí, aldrei sætt áminningu né nokkurn tíma verið borið á brýn að hafa ekki staðið sig í starfi. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um málið og komst hann að þeirri niðurstöðu i áliti sem hann sendi frá sér hinn 20. mars sl. að fyrrverandi deildarforseti heim- spekideildar hafi farið útfyrir vald- svið sitt með að segja Aitori upp störfuih. Þegar umboðsmaður kemst að niðurstöðu um að brotin hafí verið lög á einstaklingi af erlendum upp- runa með fyrrgreindum afleiðingum, vakna með manni ýmsar spuming- ar, meðal annarra sú hver sé réttar- staða útlendinga í íslensku samfélagi og hvort mál Aitors endurspegli stjómsýslu landsins almennt? Viðbrögð Vésteins Ólasonar pró- fessors þegar fréttamenn leituðu álits hans á málinu vora óvænt. Ekki var að sjá að brygði fyrir votti af iðran hjá honum yfir að hafa á ólögmætan hátt íþyngt erlendum manni. í vandræðagangi leitaði hann allra ráða til að breiða yfír gjörninga sína. Það virðist ekki vera fyrrverandi rektorsefni mikið áhyggjuefni að deild sem hann veitti forstöðu við æðstu menntastofnun landsins hefur brotið lög, að mati umboðsmanns Alþingis. Ábyrgðinni varpar hann á aðra, deildarmenn heimspekideildar, starfsmanna- stjóra, lögfræðing háskólans og lög- fræðing menntamálaráðuneytis. Hefur embætti deildarforseta þá aðeins vald og enga ábyrgð? Vésteinn Olason deildarforseti bar upp tillögu um uppsögn Aitors í deildarráði þann 3. febrúar 1995 undir liðnum önnur mál 3b og bygg- ir hana á því að Aitor sitji í óheimil- aðri stöðu og hafí ekki hæfnisdóm. Á fundinum sátu 12 manns. Aðeins 5 greiddu atkvæði með tillögunni, aðrir sátu hjá. Um leið og deildarforseti hafði knúið fram 5 atkvæði með tillögu sinni sendi hann Aitori sem var nýlega farinn utan í rannsóknaleyfi upp- sagnarbréf. Aitor hafði fengið samþykki allra lögg- iltra aðila sem koma að veitingu rannsókn- arleyfis til að verja 6 mánuðum til rann- sókna í Madrid. Rann- sóknarleyfinu var gjör- spillt fyrir honum vegna óvæntrar og skýringarlausrar upp- sagnar úr starfi rúmum mánuði eftir að hann hóf það. Hann hafði engin tök á að reisa rönd við og veija sig utan úr heimi gegn þess- ari óvæntu atlögu. Ég tel það stríða á móti siðrænum reglum og há- skólavenjum að segja manni upp stöðu sem staddur er erlendis í rannsóknarleyfi. í heimspekideild sitja um 60 manns. Fæstir þeirra höfðu hug- mynd um uppsögnina þar sem að- förin var skipulögð í kyrrþey og í fjarvera Aitors. Aðeins 5 deildar- menn studdu tillögu deildarforseta og því þykir mér nú ómaklegt af fyrrverandi deildarforseta að varpa ábyrgðinni yfir á alla heimspeki- deild. í deildinni sitja fjölmargir sem Aitor átti langt og farsælt samstarf með. Samskipti Aitors og starfs- mannastjóra Háskóla íslands vora ætíð með vinsamlegum hætti og einnig er erfitt að sjá samhengið í því hvaða hag lögfræðingar úti í bæ höfðu af því að hvetja til ólög- legra aðgerða á hendur Aitori. Prófessor Vésteini Ólasyni virðist einkar lagið að beina spjótum sínum að einstaklingum og honum er ekk- ert heilagt í þeim efnum. Þess bera vitni greinaskrif hans í blöðum síð- ustu vikur sem með gífuryrðum byggja á ómaklegum ásökunum á hendur fréttamönnum sem ekki eiga við nokkur rök að styðjast. Þau skrif dæma sig sjálf. Þegar álit umboðsmanns lá fyrir var því komið til Félags háskóla- kennara, til stjómar BHMR og ýmissa lögfræðinga. Samhljóma niðurstaða allra aðila var að alvar- lega hefði verið brotið á vinnurétt- indum einstaklings og að málið ætti erindi í ijölmiðla. Aitor settist að hér á landi í því augnamiði að láta gott af sér leiða til íslensks samfélags og hefur aldr- ei gert á hlut nokkurs manns. Með lögbroti og langri röð ranginda og siðferðilegs misréttis hefur hann verið beittur harðræði sem ég tel að bijóti í bága við hugmyndir manna um velsæmi í vestrænu rétt- arríki. Ýmsir kennarar og nemendur heimspekideildar, Rithöfundasam- band Islands, forystumenn BHMR og fleiri einstaklingar mótmæltu uppsögninni á grandvelli mannrétt- inda bæði með formlegum og óformlegum hætti. Auknu sjálfstæði háskóladeilda þarf að fylgja aukin ábyrgð, réttlæt- iskennd og vönduð vinnubrögð. Per- sónuofsóknir hvort sem þær eiga rætur að rekja til uppruna viðkom- andi eða annars era hveijum sem Anna Þorsteinsdóttir Húðkrem dr. Guttorm Hernes Húökrem dr. Guttorm Hernes frá Bodo í Noregi hefur vakið verðskuldaða athygli á Norðurlöndunum fyrir frábæran árangur við meðhöndlun ýmissa vandamála. Nú aftur fáanlegt í Blómavali Sigtúni, Blómavali Akureyri og í versluninni Hornabæ Hornafirði. hlut eiga að máli til vansæmdar. Ég fer þess nú á leit við Véstein Ólason prófessor, að hann láti end- anlega af því að beita sér gagnvart eiginmanni mínum sem hefur hrök- klast úr landi af hans sökum. Fjölmargir íslendingar era nú við nám og störf í ESB-ríkjum. Ekki get ég til þess hugsað að þeir þurfi að sæta aðför líkt og hér hefur verið rakið. Upplýsingar í símum 555 3334,588 6369,898 8835 og 899 0840. Höfundur er grunn- og framhaldsskólakennari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.