Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.05.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ „Allt Chirac að kenna“ Franskir fjölmiðlar skiptu um tón í gær eftir þá ákvörðun Alains Juppés að víkja úr stól forsætisráðherra. Þórunn Þórsdóttir í París segir franska ölmiðla nú hamast á því að það sé Jacques Chirac forseti er beri ábyrgð á stöðunni en ekki hinn óvinsæli forsætisráðherra. Reuter ALAIN Juppe, forsætisráðherra Frakklands, hefur ákveðið að segja af sér hver sem úrslit seinni umferðar frönsku þingkosn- inganna verði. Hér sést hann á kosningafundi ásamt Marie- Josee Roig, borgarstjóra Avignon og frambjóðanda til þings. FRAKKAR fundu í gær nýjan söku- dólg. Forsætisráðherranum Alain Juppé hefur verið fórnað og „vondi karlinn" afhjúpaður. Forsetinn Jacques Chirac hefur til þessa verið sagður sterki maðurinn í erfiðu stöðunni. Einungis óvinsæll forsæt- isráðherra gerði að verkum að hann stefndi hraðbyri í samstarf við vinstri stjórn. Allt frá því Alain Juppé, sem að flestra mati er eldklár en kuldaleg- ur, tók við völdum árið 1995 hefur afsagnar hans verið krafist öðru hvoru. Á fyrstu fjóru mánuðunum í embætti forsætiráðherra minnk- uðu vinsældir hans úr 59% í 29%. Fyrst voru það verkföll og hörð mótmæli vegna niðurskurðar í vel- ferðarmálum og einkum sjúkra- tryggingum. Einnig var Juppé oft gagnrýndur fyrir hroka og stirð- busalega framkomu. Nú hafa hins vegar fjölmiðlar samúð með honum að nýju. Dagblaðið Le Monde sagði í gær að Juppé hefði einungis verið verk- færi Chiracs, klemmdur milli fijáls- hyggju og ríkisafskipta, ófær um að ná fram nauðsynlegum umbót- um. Blaðið Libération tók í svipað- an streng og hrósaði Juppé fyrir festu í efnahagslegum umbótum þótt hann hefði ekki haft nægilegt næmi fyrir vandamálum innan- lands. Aðalröksemd blaðanna var hins vegar sú að Juppé hefði verið trúr foringjanum og tekið á sig alla ábyrgð. Þrír menn voru helst taldir koma til greina í embætti forsætisráð- herra. Þingforsetinn Philippe Ségu- in, sem myndi eiga auðvelt með að bæta hinn félagslega vanda en gæti komið Frökkum í klípu í Evr- ópumálum. Einnig töldu sumir skynsamlegt að skipa Edouard Balladur, fyrrum forsætisráðherra, í embættið á nýjan leik. Það væru skilaboð um stefnu í anda fijáis- hyggjunnar en gæti verið vand- ræðalegt gagnvart Juppé. Þriðji kosturinn, sem helst er nefndur, er Jérome Monod, utanþingsmaður úr atvinnulífinu. Þótt Juppé hafi um stund horfið til Bordeaux, þar sem hann er borg- arstjóri, eftir hina „virðulegu, sárs- aukafullu og glæstu“ kveðju í fyrra- kvöld sagðist hann í gær ætla að leiða stjórnarflokkana áfram til sig- urs. Aðalfyrirsögn Le Monde var hins vegar: „Juppé farinn, Chirac tekur við taumunum." Vestræn ríki og Einingarsamtök Afríku fordæma valdaránið í Sierra Leone Forsetinn fái völdin aftur Freetown. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Bretlandi fordæmdu í gær valda- ránið í Sierra Leone á sunnudag og kröfðust þess að Ahmed Tejan Kabbah, sem var kjörinn forseti landsins fyrir ári, endurheimti völd- in. í gær hélt bandarískt herskip til Sierra Leone með um 1.200 sjól- iða innanborðs en enn hefur ekki borist beiðni til hersins um að að- stoða við að flytja útlendinga frá landinu. Áður hafði framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmt valdaránið og framkvæmdastjóri Einingarsamtaka Afríku hvatti ríki álfunnar til að sniðganga nýju vald- hafanna í Sierra Leone. Byltingarráð hersins, sem hrifs- aði völdin í sínar hendur, lofaði sam- vinnu við önnur ríki ef þau vildu flytja erlenda borgara úr landinu. Allt var með kyrrum kjörum í höfuð- borginni, Freetown, en verslanir, bankar og skólar voru enn lokaðir þótt byltingarráðið hefði hvatt íbú- anna til að heija vinnu á ný. Mat- vælahjálp Sameinuðu þjóðanna sagði að 1.650 tonnum af matvælum og 15 bílum hefði verið stolið úr vöruhúsum stofnunarinnar í höfuð- borginni á sunnudag. Leiðtoganum sleppt úr fangelsi Leiðtogi valdaræningjanna, her- foringinn Johnny Paul Koromah, var á meðal 600 fanga sem hermenn slepptu úr fangelsi þegar valdaránið hófst á sunnudagsmorgun. Hann hafði verið ákærður fyrir valda- ránsáform og átti að koma fyrir rétt daginn eftir. Koromah er frá norðurhluta iandsins og tilheyrir Limba-ætt- bálknum eins og Joseph Momoh, fyrrverandi forseti, sem var steypt af stóli í valdaráni árið 1992 og er í útlegð í nágrannaríkinu Guineu. Margir íbúa norðurhlutans voru óánægðir með sterka stöðu Mendes- ættbálksins frá suðurhlutanum í stjórn Kabbah, sem er Mendes-mað- ur. Kabbah kvaðst í gær enn vera forseti landsins. „Ég er hnugginn og reiður því ég er Sierra Leone-búi og sé og veit að hópur spellvirkja er að eyðileggja landið mitt,“ sagði hann. Byltingarráð hersins kvaðst vilja mynda stjórn með leiðtogum upp- reisnarmanna til að binda enda á borgarstyijöldina í landinu sem staðið hefur í rúm fimm ár. Her- menn leituðu í gær að ráðherrum í stjórn Kabbah og hafa handtekið fimm þeirra. Friðargæsluliðar frá Vestur-Afr- íkuríkjum lokuðu landamærum Líb- eríu og Sierra Leone á mánudag og herskip héldu uppi eftirliti við ströndina. Aðgerðirnar kyntu undir vangaveltum um að friðargæslulið- arnir, sem eru flestir frá Nígeríu, yrðu sendir til Sierra Leone til að koma Kabbah aftur til valda. Emb- ættismenn í Monrovíu sögðu að tvö herskip hefðu farið þaðan með hundruð hermanna á sunnudags- kvöld og myndu að öllum líkindum sigla til Sierra Leone. Danir eygja Schengenlausn en þjóðaratkvæði vofir yfir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVO virðist sem danska stjórnin hafi fundið leið út úr þeirri sjálf- heldu, sem skapaðist vegna áætlana um að setja Schengensamstarfið í nýjan sáttmála ESB. Jafnframt hef- ur Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra Dana nú gefið sterklega í skyn að það stefni í danska þjóðarat- kvæðagreiðslu um sáttmálann, sem verði niðurstaða ríkjaráðstefnu Evr- ópusambandsins. Þó ýmsir séu efins um að hún hafi í för með sér miklar breytingar hafa Hollendingar lagt á það áherslu að Schengensamstarfið verði fært yfir í hinn nýja sáttmála og bætt við það samstarfi um for- sendur fyrir móttöku flóttamanna og reglum um vegabréfaáritanir. Þar sem þessi atriði varða dönsku undan- þágurnar, hefur það krafist dansks mótleiks, sem nú virðist fundinn. Hugmyndin um að færa Scheng- ensamstarfið yfir í nýja sáttmálann er sprottin af óskum allra ESB-land- anna nema Bretlands og Danmerkur um að auka dómsmálasamstarf og samstarf á sviði flóttamannamála. Hollendingar, sem nú fara með for- mennsku í Evrópusamstarfinu, hafa því lagt á það áherslu í undirbúningi sínum að lokafundi ríkjaráðstefn- unnar í júní að setja Schengensam- starfið inn í nýja sáttmálann, auk þess sem þar yrði einnig bætt við ofannefndu dómsmála- og flótta- mannasamstarfi, sem bæði Bretar og Danir eru andvígir. Breytingarn- ar hafa það í för með sér að þá verða ákvarðanir á þessu sviði yfir- þjóðlegar en krefjast ekki samhljóða samþykkis eins og í núverandi Schengensamstarfi, þar sem ísland og Noregur eru auk þess aðilar. Uppsegjanleg bókun verði sett í sáttmálann Utanríkisráðuneytið danska hefur nú látið útbúa bókun, sem það hyggst fá setta inn í nýja sáttmál- ann, ef áður- nefndar breyt- ingar _ verða gerðar. í henni er því slegið föstu að sam- eiginlegar regl- ur á þessu sviði gildi ekki fyrir Dan- mörku, en bókuninni sé hægt að segja upp einhliða af Dönum. Þetta þýðir að verði undanþágur í þessa áttina afnumdar í þjóðaratkvæðagreiðslu geti Danir gengið inn í samstarfið eins og ekkert hafi í skorist. Næsti vandi, sem dönsku stjórn- inni er á höndum, er að hindra að hugsanleg þjóðaratkvæðagreiðsla um nýjan sáttmála snúist upp í að verða atkvæðagreiðsla um undan- þágurnar. í honum má því ekkert vera, sem einnig er í undanþágunum, svo hann verði ekki felldur af því kjósendur haldi að það sé verið að reyna að af- nema undan- þágurnar þeim að óvörum. Þeir sem eru með- mæltir því að Danir verði með í samræmingu á reglum um móttöku flóttamanna hafa áhyggjur af því að Danmörk með sveigjanlegri regl- ur en ESB verði eftirsóttur áfanga- staður flóttamanna. En allt þetta mun skýrast þegar endanleg niðurstaða ríkjaráðstefn- unnar liggur fyrir, sem væntanlega mun verða um miðjan júní. Einnig skiptir það máli fyrir Dani hvaða afstöðu Bretar taka. Stjórn íhalds- flokksins var á móti ýmsu af því sama og Danimir, en enn er óljóst hvaða pól í hæðina ný stjóm Verkamanna- flokksins tekur í þessum málum. *★★★*. EVRÓPA^ Viðræður í Georgíu í samningaviðræðum Georgíu og Abkasíu hefur Eduard She- vardnadze, forseti Georgíu, boðið aðskilnaðarsinnum Abk- asíu aukna sjálfstjórn. Hann hefur þó útilokað algeran að- skilnað eða samning í líkingu við samning Rússlands og Tsjetsjníu. í tilboðinu er Abkas- íu, sem á árunum 1992-1993 háði harða baráttu fyrir að- skilnaði, boðin „mesta hugsan- lega sjálfstjórn innan eins rík- is“. Georgíumenn hafa Iýst óánægju með rússnesku sátta- semjarana. Noregur vill skýringar NORÐMENN, sem sitja í for- sæti samtaka styrktaraðila pa- lestínsku sjálfstjórnarinnar, hafa beðið stjórn sjálfstjórnar- svæðanna um útskýringar á nýrri skýrslu þar sem fram kemur að embættismenn henn: ar hafi misnotað opinbert fé. í skýrslunni sem unnin var af palestínskri eftirlitsnefnd segir að 326 milljónir dollara, þ.e. rúmir tveir milljarðar íslenskra króna, hafi tapast eða þeim verið óvarlega eytt. Konur á norðurpól LEIÐANGUR tuttugu breskra kvenna komst á norðurpólinn á þriðjudag. Leiðangurinn, sem skipaður er konum á aldrinum 21 til 51 árs, er fyrsti kvenna- leiðangurinn sem nær pólnum. Konurnar, sem gengu í fimm manna hópum og drógu á eftir sér sleða með vistum, voru valdar úr hópi 100 umsækjenda eftir að auglýst var eftir þátt- takendum í dagblaði. Árásir í stað lögsókna VEGNA óskilvirkni í dómskerf- inu eru Rússar sagðir taka lög- in æ oftar í eigin hendur. Þann- ig er talið að um viljaverk hafi verið að ræða er tvær konur slösuðust í sprengingu á við- hafnarpalli hersins í Volgograd í Suður-Rússlandi. í öðru tilræði var skotið á yfirmann mennta- mála í Moskvu. Lögreglan sagði árásina líklega standa í tengsl- um við tilraunir til að koma á nýju prófakerfi. Sjónvarpið sagði hins vegar að málið tengd- ist úthlutun fjármagns til upp- byggingar menntastofnana. Fjöldamorð í Burundi Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna segir að 60 manns hafi verið drepnir í Afríkuríkinu Burundi á þriðjudag. Fólkið var flest af ættbálki hútú-manna og hafði verið þvingað til að snúa aftur til Burundi frá ná- grannaríkjunum. Átök í Alsír Undanfarna daga hafa 134 ísl- amskir uppreisnarmenn fallið í árásum alsírska hersins á vígi uppreisnarmanna í vesturhluta landsins. Uppreisnarmenn eru sagðir hafa drepið tvo óbreytta borgara og sært fimm. Engum sögum fer af mannfalli innan hersins. Tvær vikur eru þar til gengið verður til kosninga í Alsír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.