Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Odense latriburqer SVj Þýskaiai Samsunspor-Leiftur laugardag 12. júlí kl. 21.00 (18.00 ísl.t) Samsui Leiftur Ólafsfjöröiir Leiftur-FBK Kaunas laugardag S. júlí kl. 14.00 Odense BK-Leiftur laugardag 28. júní kl. 16.00 (14.00 ísl.t.) Leiftur-Hamburger S V laugardag 21. júní kl. 14.00 KSI TOTO leikir Léiftu Tyrkland ■ MARK Lawrenson, sem Kevin Keegan fyrrum knattspymustjóri Newcastle réð sem þjálfara, hefur látið af því starfi og snýr sér alfarið að umfjöilun um knattspyrnu í fjöl- miðlum. Lawrenson verður bæði í sjónvarpi, hjá BBC, og útvarpi, hjá Radio 5. ■ TOMMY Burns, fyrrum knatt- spyrnustjóri Celtic, kemur til Newc- astle í stað Lawrensons. Hann hef- ur þegar mælt með því að félagið kaupi ítalska útherjann Paolo Di Canio frá Celtic. Hann er 29 ára og er varðlagður á 3 milljónir punda. ■ EVERTON er enn að leita að knattspyrnustjóra. Andy Gray, sem starfað hefur hjá Sky sjónvarpsstöð- inni við góðan orðstír, hefur sterk- lega verið orðaður við starfíð, eins og fram hefur komið í blaðinu. Jafn- vel er talið líklegt að hann og How- ard Kendall, fyrrum stjóri Everton, taka við liðinu sameiginlega. Kend- all stjómar nú Sheffield United. ■ INGIRÚNAR Gíslason kylfing- ur úr Leyni setti vallarmet á golf- velli Oddfellowa á laugardaginn er hann lék á 72 höggum og sigraði í Morgunblaðsmótinu. Vallarmat vallarins er 71,2 og gamla metið, 73 högg, átti ívar Hauksson. ■ DANSKI hlauparinnar frábæri Wilson Kipketer hefur hætt við þátttöku á Bislett-leikunum í Osló 4. júlí, mótshöldumm og styrktar- aðilum til mikillar gremju. ■ MÓTSSTJÓRI Bislett-leikanna Svein Arne Hansen segist bæða hafa skriflegt og munnlegt sam- komulag við Kipketer. „Ég hef unn- ið að þessum leikum í 20 ár og aldr- ei kynnst öðru eins,“ sagði hann. ■ STEFFI Graf sagði í viðtali við þýskt dagblað um helgina að hún væri alvarlega að hugsa um að hætta í tennis vegna meiðsla. Graf, sem varð 28 ára á laugardaginn, hefur sigrað 21 sinni á stórmóti á 15 ára ferli. ■ MARK Philippoussis frá Astr- alíu vann Goran Ivanisevic frá Króatíu 7-5, 6-3, í úrslitum á tenn- ismóti í London á sunnudaginn. Þeir tveir eru mjög sterkir í uppgjöfum og var þetta mikil „uppgjafatennis" þar sem hinn tvítugi Astrali fékk 15 ása en Ivanisevic 12. „Þetta gekk vel og nú er ég tilbúinn fyrir Wimbledon," sagði Philippoussis eftir sigurinn en Wimbledon-mótið hefst 23. júní. ■ RÚSSNESKI tennisleikarinn Yevgeny Kafeinikov sigraði Petr Korda frá Tékklandi í úrslitum á tennismóti í Þýskalandi í geysilega spennandi ieik, 7-6 (7:2), 6-7 (5:7), 7-6 (9:7). Hann lagði Boris Becker að velli í undanúrslitum og Michael Stich þar á undan. ■ JOHN Sivebæk, varnarmaður- inn gamalkunni, lagði skóna á hill- una eftir síðasta leik AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. ■ SIVEBÆK, sem lék m.a. með Manchester United í Englandi og Mónakó í Frakklandi, tók þátt í 87 landsleikjum. Þá á að hann að baki 500 deildarleiki með sex félög- um í fjórum löndum. ■ SEPP Piontek, fyrrum landsliðs- þjálfari Dana í knattspyrnu sem nú þjálfar Silkeborg, fékk hjartaáfall um helgina. Hann er þó sagður við þokkalega heilsu og ekki í lífshættu. ALVARA að vakti athygli á viðureign svokallaðs 23 ára liðs Ak- umesinga í knattspyrnu gegn Íslands- og bikarmeistaraliði fé- lagsins á laugardaginn að Sæ- mundur Víglundsson dæmdi leikinn. Sæ- mundur dæmir fyrir Knattspyrnufélag ÍA og var þvl að dæma ieik sem hans eigið fé- lag spilaði. Furðu má sæta að ákveðið hafí verið að Sæmundur dæmi hjá eigin félagi í opinberum leik á vegum KSI. Þar með er að sjálfsögðu ekki verið að kasta rýrð á Sæmund sem dómara, enda er hann margreyndur og góður dómari, en hann er settur I þá aðstöðu að óþægileg atvik geta komið upp í leik sem þess- um. Og sú varð einmitt raunin á Akranesvelli á laugardaginn. Umdeilt atvik átti sér stað I upphafi síðari hálfleiks er Þórður Þórðarson, aðalmarkvörður meistaraflokks, lenti I samstuði við einn leikmanna yngra liðsins, Unnar Valgeirsson. Unnar þessi er frændi mark- varðarins - þó það skipti vita- skuld ekki máli, og ættartengsl algeng meðal knattspyrnumanna á Akranesi. En þarna kom I ljós að enginn er annars bróðir í ieik. Þórður brást nefnilega hinn versti við og hrinti Unnari í tví- gang i jörðina. Undir öllum venjulegum kringumstæðum þýðir svona framkoma rautt spjald og leikbann en Sæmundur sá ekki ástæðu til að áminna, hvað þá að reka Þórð út af og verður það að teijast i hæsta máta óeðlileg dómgæsla. 1 þessu tilfelli héfur sú ákvörðun dómar- ans áhrif á meira en þennan til- tekna leik, þar sem með réttri dómgæslu - rauðu spjaldi - hefði Þórður farið I leikbann strax I næsta leik, gegn Skallagrími' I næstu umferð Sjóvá-Almennra deildarinnar annað kvöld. Nokkr- ir leikmenn Skallagríms fylgdust einmitt með ieiknum á Akranesi og voru að vonum undrandi yfir dómgæslunni. Og skyldi engan undra þau viðbrögð Borgnesinga. Halda mætti að Skagamenn sitji ekki við sama borð og aðrir knattspymumenn hér á landi. Eða hefðu ekki verið litlar líkur á því, með dómara frá öðru fé- lagi á vellinum, að leikmaður slyppi við að fá spjaid fyrir svo gróft brot sem Þórður varð upp- vis að. Viðstaddir fullyrða að Sæmundur hafi komið aðvífandi til Þórðar og Unnars og beðið þá að hætta þessum iátum. KSÍ hljóta að hafa orðið á mikil mistök að láta Sæmund Víglundsson dæma leik Skaga- manna, sem er liður i opinberri keppni á vegum sambandsins og hefur gildi sem slíkur. Af þessu ber að læra. Varia getur það hafa verið i sparnaðarskyni, að heimamaður var látinn dæma. Það kostar ekki svo mikið að skreppa á Akranes, t.d. úr Reykjavík. Ef til viil má segja að það sé undarlegt að Akurnesingar mæti sjálfum sér í bikarkeppni Knatt- spymusambandsins. En að dóm- ari frá félaginu skuli dæma við- ureignina er óskiljanlegt. Halda mætti að keppnin sé ekki tekin mjög alvarlega þegar svona er staðið að málum. Skapti Hallgrímsson Hvemig má það vera að dómari frá ÍA dæmi leik ÍA og ÍA? Ætlar landsliðsmaðurinn BRYIMJAR GUMMARSSOM að feta ífótsporföðursíns? Dreymir um at- vinnumennsku KR-INGURINN Brynjar Gunnarsson, sem hefur leikið átta landsleiki með ungmennalandsliðinu og gert tvö mörk í þeim, kom eins og stormsveipur inn í íslenska landsliðshópinn er landsliðið mætti Makedóníu fyrir tíu dögum og var mjög öflug- ur á miðjunni í fyrsta landsleik sínum sem tapaðist 1:0 f Skopje f Makedónfu. Hann lék líka á miðjunni undir stjórn nýs þjálf- ara hjá KR í bikarleiknum á móti KS á Siglufirði á sunnudags- kvöld og gerði þá tvö af fjórum mörkum liðsins. Brynjar, sem verður 22 ára í haust, býr með Olgu Soffíu Einarsdóttur og starfar hjá Nat- •^■■■1 han & Olsen. Eftir Hann á sér þann Steinþór draum að verða Guðbjartsson atvinnumaður en vitað er að sænsk félög hafa sýnt honum áhuga. Hann hefur staðið sig vel með KR og ungmennalið- inu og því kom valið á honum í a-landsliðshópinn ekki öllum á óvart en hann átti samt ekki von á þessu. „Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Allir, sem eru í knattspymu af alvöru, stefna á landsliðið en ég bjóst ekki við að vera valinn núna í hópinn.“ Nú hefur ýmislegt gengið á hjá KR að undanfömu og nýr þjálfari kominn til starfa. Hvern- ig er stemmningin í hópnum? „Stemmning er ágæt. Við spil- uðum fyrsta leikinn á sunnudag- inn undir stjórn Haraldar og gekk ljómandi vel. Það tekur alltaf tíma fyrir nýjan þjálfara áð kynn- ast leikmönnum og öðmm í kringum liðið. Við voram mjög ósáttir við að Lúka var látinn fara því hann er góður þjálfari. En við fáum einnig góðan þjálf- ara í staðinn sem hefur náð frá- bæram árangri með yngri flokka félagsins. Ég var sjálfur þrjú ár undir hans stjórn og þekki hann því vel. Það er eflaust erfitt fyrir hann að taka við liðinu eins og málum var háttað. En ég veit að hann gerir allt sem hann getur til að þjappa hópnum saman. Við höfum trú á því sem við eram að gera og stefnum alltaf að sigri.“ Nú er næsti leikur KR-inga við Keflavík, sem hefur unnið alla leikina í deildinni. Það hlýtur að vera mjög mikilvægt fyrir Morgunblaðið/Amaldur BRYNJAR Gunnarsson á aeflngu með KR-liðlnu í gær. KR fær toppllö Keflvíklnga í heimsókn í FrostaskjóllA á morgun. ykkur að stöðva sigurgöngu Kefl- víkinga? „Já, það er engin spurning. Þetta er lykilleikur fyrir okkur, ef við ætlum að vera með í topp- baráttunni verðum við að vinna Keflavík." Hver er framtíðarsýn þín í boltanum? „Draumurinn er að vinna við það sem mér þykir skemmtileg- ast að gera, að vera atvinnumað- ur í knattspyrnu. Til að draumur- inn geti orðið að veruleika verð ég að standa mig með félagslið- inu og landsliði og sjá síðan til hveiju það skilar. Ekki munaði miklu að ég færi til Svíþjóðar í vetur og fái ég tilboð þaðan skoða ég það með opnum huga.“ Gunnar Gunnarsson, pabbi þinn, lék í Svíþjóð. Þið eruð ekki beint líkir á velli en á að feta í fótspor hans? „Eg hef oft heyrt þetta, að hann hafi verið heldur linari en ég, en hann hefur hvatt mig áfram og reynt að segja mér til. Hann var í KR og því fór ég í KR og vissulega væri gaman að leika í Svíþjóð eins og hann. Eins kemur til greina að ljúka stúd- entsprófi en ég á eitt ár eftir. Gerist það gæti hugurinn leitað í háskólanám og þá í fag sem ég gæti hugsað mér að starfa við í framtíðinni en ég hef ekki hugleitt það nánar. Nú er það fótboltinn. Þetta gerist allt svo fljótt og er ótrúlegt; að vera bú- inn að leika landsleik núna er eitthvað sem enginn bjóst við.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.