Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.06.1997, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKSTURSÍÞRÓTTIR Hverl skal halda? RAFN A. Guöjónsson vissi ekkl í hvora áttina hann átti aö fara á tímablli, eftir aö framhjólabúnaður bilaöl hjá honum. ÍSLANDSMEISTARINN Haraldur P um í Jósepsdal, sem voru erf Ólán Coulthards varð Schur KAPPAKSTURSMENN voru rækilega minntir á hætturnar sem fylgja íþrótt þeirra í Formúla-1 kappakstrinum í Montreal á sunnu- dag. Keppni var hætt vegna slysa á brautinni er fjórðungur leiðar- innar var enn óekinn en þá voru 12 keppendur af 22 úr leik vegna slysa. Fannst keppnisstjóra nóg komið er Prost-bifreið Frakkans Oliviers Panis slengdist utan f grindverk, endasentist yfir brautina á öryggisvegg og brotnaði í tvennt. Eftir lá Panis tvíbrotinn á báðum fótum og ekur tæpast meira á keppnistímabilinu. Alain Prost, eigandi Prost-liðsins, sagði í gær, að bilun í aftari fjöðrunarbúnaði hefði valdið því að Panis missti stjóm á bíl sínum á einum af hraðari köflum brautarinn- ar. Hefði verið ekið aftan á hann í byijun keppninnar og síðar hefði hann rekist utan í grindverk á leið inn á viðgerðarsvæði til að taka elds- neyti. Væri þar líklega að finna skýr- inguna á hvers vegna fjöðrunarbún- aður gaf sig. Keppni var hætt rétt eftir óhapp Panis á 51. hring af 69. Þjóðveijinn Michael Schumacher á Ferrari-bíl var úrskurðaður sigurvegari þar sem hann var þá með forystu í keppn- inni. Hefur hann tekið forystu í stigakeppni ökumanna af Jacques Viileneuve sem gerði byijendamistök á öðrum hring; bremsaði ekki nægi- lega mikið svo að fremri hjólbarðarn- ir gripu ekki sleipa brautina í beygju með þeim afleiðingum að hann ók út af á vegg. Kenndi hann sér sjálf- ur um hvernig fór, barði í sífelllu í hjálm sinn er hann steig upp úr bíln- um. Lét Villeneuve í ljós iðrun enda við miklu af honum búist á heima- velli á kappakstursbraut sem nefnd er eftir föður hans, Gilles. Vegna væntinga um góða frammistöðu Vil- leneuve, sem var með forystu í stiga- keppninni fyrir mótið, höfðu rúmlega 100 þúsund manns keypt sig inn í stúkuna meðfram brautinni, sem er metfjöldi í 30 ár. Meðal þeirra var móðir hans, Joan, sem var mætt til að horfa á son sinn í fyrsta sinn í Formúlu-1 kappakstri. Villeneuve hafði vonast til að vinna hundraðasta sigur Williams- liðsins í heimaborg sinni en liðið fer sneypt heim þar sem Heinz-Harald Frentzen varð einungis í fjórða sæti. Oheppni Skotans Davids Coult- hards, sigurvegara fyrsta kappakst- urs ársins, varð Schumacher að láni því sá fyrrnefndi hafði haft góða forystu í Montreal er hann skaust inn til að skipa um hjólbarða er kúplingin gaf sig og drapst á bíln- um. Við það missti Coulthard foryst- una og um sama leyti var keppnin blásin af. í stað þess að komast upp í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna sat hann eftir með sárt ennið og engin stig. Lítið var um fögnuð er verðlaun voru veitt. Keppendur höfðu áhyggj- ur af líðan hins slasaða franska fé- laga síns. Var því hinu hefðbundna kampavínssprauti sleppt. Montreal-kappaksturinn verður Damon Hill, heimsmeistara frá í fyrra, minnisstæður sakir þess að Arrow-bílarnir luku nú sinni fyrstu keppni á árinu. í flestum tilvikum hefur mótor gefið sig í báðum bílum eða önnur óhöpp orðið þess valdandi að þeir luku ekki keppni. Einna athyglisverðust var frammistaða Italans Giancarlos Fisichella á Jordan-bíl sem ók stór- vel og varð þriðji eftir harða baráttu við Frakkann Jean Alesi á Benetton. Að loknum sjö kappökstrum af 17 hefur Schumacher 37 stig, Vill- eneuve 30, Panis 15, Irvine 14, Frentzen og Alesi 13 og Coulthard 11. í keppni bílasmiða er Ferrari með 51 stig, Williams 43, Benetton 23, McLaren 21, Prost 16 og Jordan 12. Næsti kappakstur verður á Magny-Courts brautinni í Frakk- landi um aðra helgi. PROST-blfrelð Frakkans Ollvlers dekkjastæðan hentlst á loft og sk meg Haraldur velti tví- vegis en sigraði samt FOLK ■ PÉTUR S. Pétursson á Flug- unni, minnsta bíl torfærukeppninn- ar, stóð sig vel framan af, var í öðru og þriðja sæti í fyrstu þrautun- um. Hann þykir snjall við stýrið en vantar öflugri jeppa, þó suð Flug- unnar þyki eftirtektarvert. Pétur fékk tilþrifaverðlaun fyrir skemmti- lega takta í þriðju þraut. ■ PALL Þormar var aldursforseti keppninnar, nærri fimmtugsaldrin- um. Sonur hans Þór Þormar telur hann vera að reyna að setja íslands- met í veltum. Páll velti á Akureyri og tvsivar í Jósepsdal. Bróðir ■ RAFN Harðarson mætti á ný- smíðuðum jeppa með útliti Dodge Ram jeppa. Ekki náðist þó að ljúka smíði á plast yfirbyggingu jeppans. Rafn ók með frummótin af yfir- byggingu og ef hann hefði velt og skemmt þau, hefði tveggja vikna vinna farið í súginn. Rafn lenti í vandræðum með drifbúnaðinn og varð ellefti, eftir að hafa misst af tveimur þrautum. ■ SIGURÐUR Axelsson átti möguleika á sigri um tíma. Undir lokin var sjálfskipting jeppa hans farinn að hitna verulega og lyktaði illa. Hann velti í sjöundu þraut og tapaði 200 stigum. Sigurður kveðst alltaf stefna á fyrsta sæti og telur að enn sé nægur tími til að blanda sér í baráttuna um titil- inn. ■ EINAR Þór Gunnlaugsson frá Akureyri lét ekki stærðar kúa- mykjuhaug á viðgerðarsvæðinu trufla sig. Lagði nánast við hliðina á honum og andi sveitarinnar sveif yfir. Einar kvað lyktina koma sér í sveitagírinn. Það hjálpaði, en dugði bara í fímmta sætið. Enginn vissi þó hvað mykjuhaugurinn dul- arfulli var að gera í malargryfjun- um. Einhver sagði í gamni að fyrr- um sveitamaðurinn Haraldur Pét- ursson hefði komið haugnum fyrir til að trufla einbeitingu Einars. ■ ÁRNI Pálsson fékk tilþrifaverð- laun í flokki sérútbúinna götujeppa fyrir tilþrif í síðustu þraut. Árni hefur náð öðru sæti í báðum mótum ársins. ■ GUNNAR Pálmi Pétursson er efstur að stigum til íslandsmeist- ara í flokki sérútbúinna götujeppa. Hann er með 35 stig, Árni Pálsson er með 34, Gunnar Guðmundsson 33 og Rafn A. Guðjónsson 23. ■ HARALDUR Pétursson er efstur í flokki sérútbúinna jeppa með 33, Einar Gunnlaugsson hef- ur halað inn 31 stig, Gunnar Egils- son 30 og Gísli G. Jónsson 28. ■ AKUREYRINGAR héldu keppni í götumílu í miðbænum á sunnudaginn. í 4 strokka flokki vann Ægir Þormar á Toyota Celica GT4, lagði Arnar Björn Sigurðs- son á VW Golf GTi í úrslitum. í flokki bíla með átta strokka vann Einar Sveinn Sveinsson á Chev- rolet Camaro en Birgir Óli Sveinsson á Toyota Celica varð annar. ■ JÓN Geir Eysteinsson á Barracuda vann í flokki breyttra bíla, en Viðar Þór Viðarsson á Camaro kom honum næstur. í flokki minni mótorhjóla vann Unn- ar Már Magnússon á Kwazaki 750 sinn flokk, en Ingólfur Jóns- son á Suzuki GSXR flokk stærri hjóla. Besta tíma í götumílunni náði Ingólfur Jónsson, fór braut- ina á 6,73 sekúndum. ILLKLEIFAR þrautir og fjöl- margar veltur settu svip sinn á torfærumót f Jósepsdal á laugardaginn. Þetta var annað mótið af f imm sem gildir til íslandsmeistaratitils. Meistar- inn úr Ölfusi, Haraldur Péturs- son, vann sinn fyrsta sigur á árinu íflokki sérútbúinna jeppa, en í flokki sérútbúinna götujeppa vann Gunnar Guð- mundsson, fyrrum íslands- meistari. Þijár þrautir reyndust ófærar fyr- ir ökumenn í flokki sérútbúinna jeppa, þrátt fyrir öflugan búnað jepp- gggggi anna. Aðstæður ollu Grétar Þór flölmörgum veltum, Eyþórsson þar sem ökumenn skrífarfrá slógu lítið af, hvert Svíþjóö stig yar sjö ökumenn af sautján blönduðu sér í baráttuna um verðlaunasæti. Gísli G. Jónsson náði besta tíma í tíma- þraut, fyrstu þraut keppninnar, en Gunnar Egilsson og Sigurður Axels- son voru skammt undan. Sigurður jafnaði stöðuna með góðum árangri í annarri þraut, var jafn Gísla að stigum. En það munaði aðeins 20 stigum á fyrsta og fímmta sæti. Sig- urður náði síðan skammtíma forystu í þriðju þraut. Meistarinn Haraldur lét síðan finna fyrir sér í fjórðu þraut og náði 15 stiga forystu á Einar Gunnlaugsson. Erfiðar þrautirnar gerðu mönnum þó líflð leitt. „Ég og Sigurður misst- um af sigurmöguleikanum í fjórðu þraut, ruddum brautina fyrir aðra, fengum þrefalt færri stig þar sem við vorum fyrstir í þrautina. Það var sorglegt. Ég velti svo í fimmtu þraut á hálfaulalegan hátt, sem bætti ekki úr skák, fann ekki bakkgírinn þegar ég ætlaði að bjarga mér,“ sagði Gunnar. Hann gat þó verið sáttur við árangurinn. Náða að hanga á öðru sætinu í annað skiptið á árinu, varð jafn Ásgeiri Jamil Allanssyni að stigum. Tókst það með fullu húsi stiga í síðustu þraut. Sigurður féll hins vegar í sjöunda sætið. En baráttan um fyrsta sætið varð hörð alveg til loka. Eftir næst síðustu þraut, þeirri sjöundu af átta var Gísli orðinn fyrstur, Haraldur var annar og Einar þriðji. Einar komst í annað sætið, en gerði mistök. „Ég vildi sig- ur eða ekkert. Ákvað í sjöundu þraut að láta vaða, en það varð mér að falli. Það hefði kannnski verið gáfu- legra að hala inn dýrmæt stig í titil- slagnum, en ég hefði sjálfsagt nagað mig í handbökin að reyna ekki við gullið. Vogun vinnur, vogun tapar. Ég vinn bara á Egilsstöðum í stað- inn,“ sagði Einar. Haraldur lét engan bilbug á sér finna í lokaþrautinni, fékk 300 stig af 300 mögulegum og samtals 1.640 stig, Gísli 1.615 og síðna komu Gunn- ar og Ásgeir með 1.570. Gunnar fékk bronsið á betri árangri í fyrstu þraut. „Það var ekkert annað fyrir mig að gera en vinna, til að auka mögu- leika á titilvöminni. Ég er nú með eins stigs forystu á Einar Gunnlaugs- son, að tveimur mótum loknum. Eg vann með bestum árangri í síðustu þraut, tæpara mátti það ekki standa,“ sagði Haraldur eftir keppnina, „ég velti í tvígang. Það þýðir ekkert að dóla í þrautum, en ég var heppinn líka, því ég tapaði foiystunni í sjö- unda þraut tii Gísla. Állt annað en sigur hefði verið tap í mínum huga, þannig að ég er ánægður“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.