Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 2

Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 2
2 C FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKSTURSÍÞRÓTTIR Aðframkominn í mótorhjólakeppni ÍÞfémR FOLK ■ OLIVER PANIS sem slasaðist í síðasta Formula 1 kappakstri verður frá keppni í 3-4 mánuði að sögn lækna hans í París. Hann þeyttist á grindverk eftir að fjöðr- unarkerfið að aftan bilaði á braut- inni í Montreal. Tvíbrotnaði Panis á báðum fótum. ■ JARNO Trulli sem ekið hefur fyrir Minardi tekur sæti Panis. Keppnishaldarar í Kanada voru gagnrýndir fyrir að hafa togað Panis út úr bíl sínum, áður en lækn- ar komu á staðinn.Panis óskaði sjálfur eftir því og brautarverðir töldu hann í hættu inni í bílnum. ■ GERHARD Berger þurfti að fara í annan uppskurð vegna sýk- ingar í nefgöngum. Hann missti af kanadíska kappakstrinum og hugs- anlegt er að Alexander Wurz aki aftur í hans stað í franska kapp- akstrinum um næstu helgi.Wurz stóð sig mjög vel í Kanada en varð að hætta vegna bilunar í drifbúnaði. ■ MICHAEL Schumacher var heppinn að vera ekki dæmdur úr leik eftir kappaksturinn í Kanada. Hann notaði 31 dekk í stað 28 sem hann mátti nota í keppninni. Mistök í skráningu starfsmanna alþjóða bílaíþróttasambandsins ollu því að hann slapp með skrekkinn. Schum- acher er efstur að stigum í heims- meistarakeppninni með 37 stig, en Jacques Villenueve er næstur með 30. ■ GIANNI Morbildelli frá Ítalíu, ökumaður Sauber handleggsbrotn- aði á æfingu á Magny Cours braut- inni fyrir skömmu, þar sem franski kappaksturinn fer fram. Hann verð- ur frá keppni í sex vikur. í hans stað ekur líkiega Argentínubúinn Noberta Fontana sem m.a. hefur keppt í kappakstri í Japan. ■ RÚNAR Jónsson og Jón Ragn- arsson eru efstir að stigum í ís- landsmótinu í rallakstri eftir sigur í Nóatúnsrallinu um síðustu helgi. Þeir feðgar eru með 40 stig, en Sigurður Bragi Guðmundsson og Rögnvaldur Pálmasson eru með 34 og Hjörtur P. Jónsson og Isak Guðjónsson 30. ■ GARÐAR Þór Hilmarsson er efstur ökumanna í flokki Norð- dekk-bíla, en Þorsteinn P. Sverr- isson er honum næstur. ■ FOX Sports sjónvarpsfyrirtæk- ið bandaríska hefur staðfest fyrstu áhorfstölur vegna íslensku torfær- unnar. Fyrirtækið telur að 172 milljón heimili eigi möguleika á að sjá torfæruna, eða rúmlega sex hundruð milljónir áhorfenda. Meðal stöðva sem sýna torfæruna er Euro- sport. m SKOTINN Colin McRaeá Su- baru vann fyrsta þriggja daga rall- ið sem leyft er í Kína í vikunni. Faðir hans, Jimmy McRae, vann keppni fyrir sögufræga bíla í Skot- landi og annar sonur hans Alistar McRae vann skoska alþjóðarallið á sama tíma. McRae feðgamir sýndu íslenska alþjóðarallinu áhuga fyrir nokkrum árum. ■ KIA bílaframleiðandinn hefur beðið Prodrive í Engiandi að smíða rallbíl til notkunar í heims- meistaramótinu, en Prodrive ann- ast keppnislið Subaru. Þá hefur fyrirtækið áhuga á Formula 1 kappakstri í framtíðinni. KARL Gunnlaugsson mótor- hjólakappi keppti nýverið í tveimur ólíkum akstursmótum á Bretlandseyjum og lenti í mik- illi svaðilför í öðru þeirra, í tveggja daga mótorhjólakeppni fyrir torfæruhjól íWales. En ferðin byrjaði á Bishopscourt kappakstursbrautinni á írlandi, þar sem hann keppti í þol-kapp- akstri á Honda 900 ásamt Craig Johnson og Terry Wales. Þar kepptu 33 þriggja manna lið og skiptust ökumenn á að stýra hjólunum eftir malbikaðri braut. Karli og fé- Gunnlaugur lögum gekk illa að Rögnvaldsson stilla afturflöðran skrlfar hjólsins fyrir keppni og háði það þeim talsvert í keppninni. „Við náðum aðeins 24 besta tíma í tímatökum, en voram svo að aka hvern hring á tveimur sekúndum lakari tíma en bestu ökumennirnir í sjálfri keppn- inni. Hún stóð í samfleytt sex klukkutíma," sagði Karl í samtali við Morgunblaðið. „Craig datt síðan harkalega eftir að hafa ekið ágæt- lega, talsvert hraðar en Wales, sem var tveimur sekúndum á eftir okkur í hverjum hring. Hann komst í við- gerðarhlé og ég tók við, en metnað- urinn fór með mig, ég vildi gera betur, slá tíma hans út. Ég flaug í stað þess _ á hausinn, en slapp ómeiddur. Ég komst þó í viðgerðar- hlé með hjólið og við náðum að klára keppnina, sem írar á Honda 600 mótorhjóli unnu.“ Á kafi í drullu Þessi keppni var samt hátíð fyrir Karl miðað við svaðilfarir hans á torfæramótorhjóli í skógum Wales, viku síðar. Þar hellrigndi stanslaust í tvo daga og skógarstígar urðu að forarsvaði, ár uxu um helming. „Ég hló fyrst þegar mér var sagt að að- stæður yrðu erfíðar vegna rigningar, þóttist ýmsu vanur ofan af íslensku hálendi. En mér hraus hugur við, þegar ég var kominn af stað á fyrsta degi. Arsprænur vora orðnar að mórauðum íslenskum jökulám og skógarstígarnir vora eins og mykju- haugar," sagði Karl, „enda duttu 250 keppendur af 500 sem lögðu af stað út á fyrsta degi. Sjálfur var ég að- framkominn eftir 10 tíma stanslaus- an akstur og var með blóðbragð í munninum í marga tíma eftir að ég kom í mark. Örmagna. Ég var að spá í að hætta keppni í byrjun ann- ars dags, því aðstæður löguðust ekki. Gat þó manað sjálfan mig áfram. Það var drulla, drulla og meiri dralla alls staðar. Ef ég reyndi að nærast fylgdi dralla með og hjól og keppnisgalli vora eins og moldar- flag. Það rigndi í sífellu og ég veit ekki enn hvar ég fann orku og vilja til að klára þetta dæmi. Við keyrðum samtals 250 km og ég þurfti stund- um að hvílast smástund. Ætlaði í eitt skipti að þvo af mér mestu drall- una í á, en flaug þá á bólakaf í ána. Fékk kannski betri þvott en ég ætlaði mér. Ég hef aldrei upplif- að svona aðstæður, leið eins og ég væri í myndatöku fyrir þáttinn Fal- in myndavél. Menn voru allstaðar á hausnum og uppgefnir með tærnar upp í loft. Örþreyttir. Ég var þó ánægður að drattast í mark seinni daginn eftir sjö klukkutíma akstur. Varð í kringum sjötugasta sæti af þeim 200 sem luku keppni. Það var ákveðinn sigur að ljúka keppni og plata sjálfan sig áfram, kílometra eftir kílómetra", sagði Karl. Morgunblaðið/Steve Johnson Erfiðar aðstæður KARL Gunnlaugsson kepptl í 500 manna mótorhjólakeppnl fyrlr torfæruhjól í Wales um síöustu helgi og komst í mark, en 300 keppendur hættu keppni við mjög erfiðar aðstæður. Eddie Jordan skapar stjörnur í kappakstri ÍRINIM Eddie Jordan er eigandi Jordan Peugeot Formula 1 liðs- ins, sem blandar sér nú í barátt- una um verðlaunasæti í mótum ársins. Ökumenn hans, ítalinn Giancarlo Fisichella og Þjóð- verjinn Ralf Schumacher, hafa reynst geysilega vel á sínu fyrsta ári í Formula 1, en Ralf er bróðir Michaels Schumac- hers hjá Ferrari. Það var Eddie Jordan sem uppgötvaði Mich- ael, en Benetton keypti hann frá Jordan liðinu og gerði hann að heimsmeistara tvö ár í röð, 1994 og 1995. Hann er nú launahæsti ökumaður heims. Nú virðist Jordan hafa uppgötvað tvo nýja ökumenn sem gætu átt möguleika á meistaratitli á næstu áram. Báðir hafa ekið hratt í mótum ársins og Fisichella hirti bronsið í síðustu keppni og átti möguleika á sigri, en keppnin var stöðvuð vegna óhapps Olivers Panis. Þeir félagar, Ralf og Fisichella, þykja líklegir til afreka í franska kappakstrinum um næstu helgi, náðu næsbesta og þriðja besta tíma á æfingum á Magny Cours brautinni fyrir skömmu. Aðeins Jacques Villeneu- eve var fljótari á Williams. „Það þarf hugrakka ökumenn til að ná árangri á þessari braut og menn í góðu líkamlegu formi. Fisichella er djarfari ökumaður okkar, en Ralf sá sterki líkamlega. Þeir eru því góð blanda fyrir sama lið. í tímatökum er mikilvægt að ná góðum tíma strax í byijun tímatökunnar, áður en loft- Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Stjörnur og lærifaðirinn EDDIE Jordan er hér kampakátur með Ralf Schumacher og Giancarlo Flslchella sem sleglð hafa í gegn í Formula 1. Jord- an hefur uppgötvað marga góða ökumenn gegnum tíðlna f Formula 1 og Formula 3, m.a. ekur hjá hiti breytir öllum aðstæðum," sagði Gary Anderson keppnisstjóri Jordan í samtali við Morgunblaðið. Fisichella telur brautina mjög skemmtilega og hún hentar akst- ursstíl hans vel. „í fyrstu beygju þarf gjöfin að vera í botni, en í beygju sem liggur í raun í 180 gráð- ur, eiga menn alltaf í erfiðleikum. Bílarnir missa grip að aftan. Brautin er svolítið hál á köflum, sem gerir hana erfiða. En við þurfum á einum stað að bremsa úr 300 km hraða í 40 km hraða. Slíkt reynir á taugarn- Michael Schumacher sem nu Ferrarl. ar og menn læsa oft bremsunum, sem skemmir dekkin," segir Fisic- hella. Hann er ein af nýju stjörnun- um í Formula 1. Alexander Wurz, sem tók sæti Gerhards Bergers í Kanada, er annar framtíðarmaður, en kynslóðaskipti gætu verið í vænd- um í Formula 1. McLaren leitar nýrra ökumanna, Prost, Arrows og Ferrari líka. Tími upprennandi öku- manna gæti því verið að renna upp. Ralf Schumacher og Fisichella þekkja það af eigin raun og standa sig vel. Formula 1 vinsæl SAMKVÆMT nýrri könnum markaðsrannsóknarfyrirtækisins Markaðssamskipta ehf. hafa tæp 19% íslendinga mikinn áhuga á beinum útsendingum frá Formula 1 kappakstri. Könnunin var gerð eftir tvær fyrstu beinu útsending- ar Ríkissjónvarpsins, en Formula 1 er vinsælasta sjónvarpsíþrótt heims á ári hveiju. Aðeins Ólymp- íuleikar og heimsmeistarakeppni í knattspyrnu fá meira áhorf á fjögurra ára fresti. Allt að 500 milljónir manna fylgjast með Formula 1 útsendingum 17 sinn- um á ári. Þeir sem eiga sjónvarpsréttinn erlendis ieggja mikið uppúr tækn- inni á bakvið útsepdingarnar og í Þýskalandi og á Ítalíu er komið kerfi sem býður áhorfendum upp á þann möguleika að velja hvort þeir sjái myndir úr keppnisbílun- um, af viðgerðarsvæðum eða af bílum á brautinni. Þeir eru í raun eigin sjónvarpsstjórar, en þurfa að greiða sérstakt árgjald til að fá þessa þjónustu. „Eg er mjög ánægður með þennan áhuga sem könnunin segir til um. Enska knattspyrnan, sem hefur verið hornsteinn í beinum útsendingum íþróttaefnis síðustu ár, hefur mælst með 8-10% áhorf. Við eig- um eftir að fá niðurstöðu úr áhorfskönnun eftir þriðja mót ársins, sem var í Kanada. Form- ula 1 kappaksturinn fer vel af stað og kemur öragglega til með að vaxa með aukinni þekkingu manna á íþróttinni. Það eru ótrú- leg tækni í kappakstri, menn komast ekki á hærra plan með mann og tækjakost," sagði Hall- grímur Hólmsteinsson, markaðs- stjóri RÚV.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.