Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 3
Tr MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR26.JÚNÍ1997 C 3 IÞROTTIR j_ FOLK ¦ KEVIN Johnson, leikmaður Phoenix, sem hafði tilkynnt að hann væri hættur iðkun körfuknatt- leiks, sagðist í gær hafa skipt um skoðun og mundu leika með Phoen- ix á næsta tímabili. ¦ HOWARD Kendall tekur nú við starfi knattspyrnustjóra hjá Ever- ton í þriðja sinn. Hann segist hafa áhuga á að næla í Paul Ince, leik- mann Inter Milan. ¦ SAGNIR herma að Andy Gray hafi verið á óskalista Everton sem knattspyrnustjóri hjá félaginu. Sjálfur sagði Gray að sér hefði aldr- ei verið boðið starfið. ¦ MIDDLESBROUGH hefur skipað þeim Juninho og Fabrizio Ravanelli að mæta til æfinga í næstu viku, en þeir hafa báðir lýst því yfir að þeir vilji leika með öðrum liðum. ¦ BLACKBURN hefur einnig styrkt lið sitt með frönskum leik- manni en það er varnarmaðurinn Patrick Valery sem lék áður með Bastia í Frakklandi. ¦ BRIAN Little, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, hugleiðir nú að halda serbneska leikmanninum Sasa Curcic, en hann var kominn á sölulista. Einnig hefur Little í hyggju að hafna tilboðum í Savo Milosevic, en ítalska liðið Perugia hefur sýnt honum áhuga. ¦ NOTTINGHAM Forest hug- leiðir nú að bjóða í svissneska mark- vörðinn Pascal Zuberbuhler, sem leikur með Grasshopper. ¦ STOKE gerði framherjanum Mike Sheron lokatilboð á dögun- um, en hann lék með liðinu síðastlið- ið tímabil. Hann virðist ekki hafa áhuga og líklegt þykir að Queens Park Rangers semji við leikmann- inn. ¦ JOHN Toshack, breski knatt- spyrnuþjálfarinn, hefur skrifað undir samning við tyrkneska liðið Besiktas. Toshack var knatt- spyrnustjóri hjá spænska liðinu Deportivo Coruna í vetur, en sagði upp í febrúar. ¦ PAUL Gascoigne gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina á ný. Lið hans, Glasgow Rangers í Skot- landi, hefur í hyggju að kaupa sænska miðvallarleikmanninn Stef- an Schwarz af Fiorentina. ¦ SKOSKA liðið bauð 460 milljón- ir króna í Schwarz, meira en Barc- elona, Bayern MUnchen og Tott- enham. ¦ DOMINIC Matteo, leikmaður Liverpool, hefur komið þeim óljósu skilaboðum til Glenn Hoddle, landsliðsþjálfara Englands, að verði hann ekki valinn 5 landsliðið, muni hann gefa kost á sér í lands- lið Skotlands. Matteo fæddist í bænum Dumfries í Skotlandi, en hann hefur tvisvar verið valinn í landsliðshóp Englands. ¦ ÍTALSKA knattspyrnufélagið Inter Milan er nú á höttunum á eftir nígeríska varnarmanninum Taribo West og þykir líklegt að West muni ganga í raðir ítalanna. ¦ WEST var í sigurliði Nígeríu á Ólympfuleikunum ( Atlanta f fyrra en hann yrði ekki fyrsti Ní- geriumaðurinn í herbúðum Inter því fyrir er hinn snjalli Nwankwo Kanu sem reyndar hefur ekki enn getað leikið með liðinu sökum hjartagalla. ¦ DANSKI landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Jan Sörensen, hefur verið ráðinn þjálfari hjá enska 2. deildarliðinu Walsall. Samningur Sörensens er til tveggja ára. ¦ SPÆNSKA knattspyrnufélagið Celta Vigo sagði í gær þjálfara sínum, Fernando Castro, upp störfum. Brottreksturinn kemur einungis þremur dögum eftir að Celta vann 4:0 sigur á spænsku meisturunum Real Madrid. 22. LANDSMOTUMFI Morgunblaðið/JúHus ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ í Borgarnesi er orAiö mjög glæsllegt. Hér má sjá sundlauglna og fþróttavðllinn f baksýn. íbúatalan í Borgar- nesi fimmfaldast NÚ ER verið að leggja lokahönd á undirbúninginn fyrir 22. lands- mót UMFÍ sem hefst eftir viku, f immtudaginn 3. júlí í Borgar- nesi. „Það er allt að verða tilbúið hjá okkur. Undirbú ningurinn hef ur gengið vel. Við höf um reynt að dreifa vinnunni á margar hendur. Menn eru samtaka hér í Borgarnesi um að gera þetta vel. Við erum núna að snyrta svæðið í kringum íþróttamannvirk- in. Það er Ijóst að þetta verður fjölmennasta landsmót sem hing- að til hef ur verið haldið. í Borgarbyggð búa 2.100 íbúar og má reikna með að íbúatalan fimmfaldist landsmótshelgina," sagði Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri landsmótsins. Aðstæður allar í Borgarnesi eru eins og best verður á kosið. Nýr frjálsíþróttavöllur var tilbúinn í vor og í dag verður vatni hleypt í nýju 25 metra útisundlaugina ífyrsta sinn. Reiknað er með að um fimm þús- und manns komi að mótinu meira og minna hvern einasta keppnisdag. Keppendur eru um 1.800 í 16 greinum og þjálfarar og aðstoðarfólk um 2.000. Starfsmenn mótsins eru ellefu hundruð þannig að ljóst er að um 5.000 manns verða á mótssvæðinu keppnisdagana fyrir utan gesti, sem reiknað er með að verði jafnvel 5.000 til 10.000 á laug- ardeginum og sunnudeginum," sagði Ingimundur. Aðgangur að mótinu er ókeypis og er stefnt að reyklausu landsmóti. „Við leggjum áherslu á að fjölskyld- ur komi hingað og skemmti sér um leið og fylgst er með skemmtilegri keppni. Það verður mikið gert fyrir gesti, leiktæki fyrir börnin verða á svæðinu, götuleikhús og sannkölluð hátíðarstemmning. Æskuhlaup verður á laugardeginum fyrir börn 11-14 ára og fá allir verðlaun sem taka þátt í því. Eins verður Skógar- hlaupið, sem er fyrir almenning. Dansleikir verða á laugardagskvöld- ið jafnt fyrir unglinga sem full- orðna. Samhliða mótinu verður land- búnaðarsýning á Hvanneyri." Keppnisgreinarnar eru: blak karla, borðtennnis, brids, fímleikar kvenna, friálsfþróttir, glíma, golf, hestaíþróttir, handknattleikur kvenna, körfuknattleikur karla, skák, sund, knattspyrna, íþróttir fatlaðra, hestadómar og starfs- íþróttir, þar sem keppt verður með- al annars í dráttarvélarakstri og pönnukökubakstri. Nú eru í fyrsta sinn gefin stig fyrir golf og hesta- íþróttir. 31 lið er skráð til keppni í knatt- spyrnu, en hvert lið er skipað sjö leikmönnum og spilað þvert á venju- legan knattspyrnuvöll. Keppnin í knattspyrnunni fer fram við Hvann- eyri, á bökkum Hvítár þar sem landsmót UMFÍ fór fram 1943, en úrslitaleikirnir verða háðir í Borgarnesi. Á meðan á mótinu stendur verður starfrækt Landsmóts-útvarp og verður sent út á FM 101,3 Mhz og verða þar fréttir og annað efni tengt mótinu. Eins verða öll úrslit send inn á alnetið jafnóðum. Mótið hefst eins og áður segir fimmtudaginn 3. júlí, en formleg mótssetning veður laugardaginn 5. júlí og síðan mótsslit á seinni partinn á sunnudag. Ingimundur sagði að nú væri aðeins eitt sem gæti skyggt á mótið - veðrið. „Við erum löngu búnir að panta gott veður mótsdag- ana og trúum því að sú pöntum verði afgreidd," sagði framkvæmda- stjórinn. KORFUKNATTLEIKUR Svali ráðinn þjálfari Vals Svali Björgvinsson hefur verið ráðinn þjálfari úrvalsdeildarl- iðs Vals í körfuknattleik. Hann tekur við af Torfa Magnússyni sem þjálfaði liðið síðustu tvö tímabil og kom liðinu m.a. upp í úrvalsdeild sl. vor. Torfa var boðið að halda áfram með liðið en hann vildi heldur snúa sér að uppbyggingarstarfi hjá fé- laginu og þjálfar yngri flokka þess næsta vetur. „Það leggst vel í mig að taka við liðinu. Við erum með ungt og efnilegt lið og ætlum að byggja á sömu leikmönnum og unnu 1. deildina í fyrra. Við ætlum síðan að fá einn útlending til að styrkja liðið enn frekar fyrir átökin í úr- valsdeildinni," sagði Svali. ALV0RU SP0RTV0RUVERSLUN f Qdyi ^ , MEÐ bvfiondasott i v#í « ' ^^F^f^ty^^f V'íÍtíÍ, ' 411 1 Golfsett Golfskór Golffatnaður Golfkerrur Golfpokar Golf gjafavara 5% staðgreiðslu- afsláttur Unalinaasett með poka kr. 14.900 1/pre/i i ni n Fullorðinssett1/2m/pútterkr. 11.900 w Ein stærsta sportvöruverslun landsins lArmúla 40, s/mar 553 5320 oe 568 8860 . RKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.