Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 5

Morgunblaðið - 26.06.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ KIMATTSRYRNA FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 C 5 Að skora eða ekki skora Morgunblaðið/Þorkell knöttinn í lelk llðanna í gœrkvöldl, en Arnar Hrafn Jóhannsson Fn sem skoruðu mörk Valsmanna í lelknum. b Hlíðarenda síðar voru úrslitin í raun ráðin. Þórsarar börðust þó til loka og áttu m.a. skot í stöng en náðu ekki að klóra í bakkann og lokatöl- ur urðu 2:0 fyrir Þrótt. Þórsarar hljóta að vera von- sviknir að hafa fallið úr keppni í leik sem þeir áttu alla möguleika á að vinna. Leikaðferð þeirra gekk næstum því upp; að veijast vel og sækja hratt með löngum sending- um, en því miður fyrir Þórsara vantaði herslumuninn. Þróttarar voru lengi í gang og fóru fyrst að spila eins og þeir eiga að sér eftir að hafa komist yfir. Miðjumönnunum gekk illa að vinna sín svæði og seinir varnarmenn Þróttar áttu í miklum vandræðum með hinar löngu sendingar Þórs- ara. Þróttarar geta leikið betur en þeir gerðu í þessum leik og ekki má vanmeta þá í 8-liða úrslitunum þar sem þeir gætu orðið hvaða liði sem er skeinuhættir. ÞRÓTTARAR eru komnir í 8-liða úrslit bikarkeppninnar eftir 2:0 sigur á Þór frá Akureyri á Laugardagsveili í gærkvöldi. Þórsar- ar geta sjálfum sér um kennt, því þeir fengu mjög góð færi til að skora áður en þeir Einar Örn Birgisson og Heiðar Sigurjóns- son gerðu út um leikinn með tveimur mörkum um miðjan seinni hálfleik. framherjar Þórs tvö færi sem menn eiga að nýta. Fyrst komst Hreinn Hringsson einn inn fyrir, vippaði yfir Axel Gomes í marki Þróttar en fram hjá markinu. Skömmu síðar komst Hreinn aftur inn fyrir og gaf fyrir frá vinstri á Arna Þór Arnason sem stóð einn og óvaldaður fyrir framan mark Þróttar en tókst á óskiljanlegan hátt að koma knettinum fram hjá marki Þróttar. Þróttarar hófu sókn og uppskáru víti hinum meg- in. Einar Órn Birgisson skoraði af öryggi og þar með hafði leikur- inn snúist Þrótti í vil. Eftir mark- ið tóku Þróttarar öll völd á vellin- um og léku mun betur. Þegar Heiðar Sigurjónsson gerði annað mark þeirra nokkrum mínútum Fyrri hálfleikur var ekki við- burðaríkur og einkenndist af miðjuþófi. Þróttur var sterkari aðil- inn en náði ekki Borgar Þór nægilegum yfir- Einarrson burðum á miðsvæð- skrifar inu til að setja veru- lega pressu á sterka vöm Þórsara. Hættulegasta færi hálfleiksins fékk Árni Þór Árnason á 11. mínútu þegar hann komst einn inn fyrir vörn Þróttar en náði ekki að klára færið. Þróttarar sóttu stíft síðustu mínúturnar fyrir hlé. Sigurður Eyjólfsson átti þrumu- skot í þverslá norðanmanna og Sigurður Hallvarðsson fylgdi á eft- ir en varnarmenn Þórs björguðu á línu. í upphafi siðari hálfleiks fengu Morgunblaðið/Ásdís Gott hjá Blikum í Grindavík 1:Oí iÁ 68. mínútu féll 'Heiðar Sigurjónsson við í vítateig Þórs eftir samstuð við varnarmann og dæmdi Gísli H. Jóhannesson vítaspyrnu. Sýndist brotið þó eiga sér stað utan teigs en Gísli var viss í sinni sök eftir að hafa litið til aðstoð- ardómaransA Úr spymunni skor- aði Einar Örn Birgisson með föstu hægri fótar skoti C vinstra homið. 2* Heiðar Siguijóns- ■ \#son bætti við öðm marki fyrir Þrótt á 76. mínútu með góðu skoti með hægri fæti frá vítateig eftir sendingu og góðan undirbúning Einars Am- ars Birgissonar. Bikarhafar Skagamanna eru úr leik ÞAÐ var stórleikur 116 liða úrslitum bikarkeppninnar í Ól- afsfirði í gær þegar heima- menn tóku á móti Skagamönn- um, sem eru núverandi hand- hafar bikarsins. Ljóst er að bikarmeistararnir komast ekki lengra að þessu sinni því hið óútreiknanlega lið Leifturs barðist af krafti og uppskar sigur með marki Arnars Grét- arssonar á 9. mínútu. Úrslitin því 1:0 og fögnuðu Ólafsfirð- ingar ákaflega í leikslok. Mörkin hefðu vissulega getað orðið fleiri í þessum leik. Hann var kaflaskiptur en spenn- tiffgfggM andi og góð bikar- Stefán Þór stemmning á vellin- Sæmundsson um. Leiftursmenn skrifar skoruðu sigurmark- ið úr fyrsta mark- tækifærinu í leiknum og þeir voru mun sterkari í fyrri hálfleik og raunar sjaldgæft að sjá ÍA svona gjörsamlega á hælunum. Arnar Grétarsson blómstraði í fyrri hálf- leik. Þórður Þórðarson varði gott skot frá honum á 28. mínútu en missti boltann frá sér og Gunnar Már Másson var nálægt því að ■ Sigumiarkið í leikn- il#um kom strax á 9. mínútu. Há sending barst þvert yfir vítateig Skagamanna frá hægri og alveg að vinstri enda- línu teigsins. Þar tók Arnar Grétarsson við boltanum, lagði hann fyrir sig, lék á einn vamar- mann og þmmaði með hægri fæti í vinstra homið fram hjá Þórði markverði. pota honum í netið. Pétur Björn Jónsson skaut þrumufleyg fram hjá Skagamarkinu mínútu síðar og á 35. mín. skallaði Gunnar Már fram hjá eftir sendingu frá Arn- ari. Heimamenn áttu ein níu skot að marki í hálfleiknum en Skaga- menn aðeins eitt. Áhangendur Leifturs voru kvíðnir í upphafi seinni hálfleiks þegar allt annað og sprækara lið gestanna mætti á völlinn, en þó vora þetta sömu leikmennirnir. Það var greinilegt að nú átti að jafna metin í hvelli, enda eins marks forysta lítil trygging. Þótt Skaga- menn pressuðu töluvert létu færin á sér standa en þeir fóru þó að skjóta meira á markið. Haraldur Ingólfsson skaut yfir úr auka- spyrnu á 49. mínútu, Ristic komst í gott færi á 53. mín. en skallaði boltann í vamarmann og Card- aklija varði skalla frá Alexander Högnasyni á 59. mín. Leifturs- menn voru orðnir taugaóstyrkir og hreinsuðu fram í gríð og erg þar sem Pétur Björn Jónsson mátti sín lítils. Skagamenn réðu því ferðinni í einar 35 mínútur en Leiftur tók fjörkipp síðustu tíu mínúturnar eftir að Ragnar Gíslason og Þor- valdur Makan komu inn á. Sigur liðsins var því e.t.v. aldrei í vera- legri hættu en spennan var mikil í seinni hálfleik. Arnar Grétarsson var afar lífleg- ur í leiknum og Júlíus Tryggvason stóð sig vel í vöminni í fjarveru Auðuns Helgasonar sem er meidd- ur. Þá hefur Andri Marteinsson vart stigið feilspor í sumar. Skaga- menn hafa oft verið skeinuhættari en Ólafur Þórðarson skilaði sínu vel. Hann var þó bókaður fyrir mótmæli líkt og félagi hans Alex- ander Högnason svo og Daði Dervic hjá Léiftri og er það hvim- leitt og trauðla til fyrirmyndar þegar leikmenn eru með slíka uppi- vöðslusemi. Grindvíkingar geta hætt að láta sig dreyma um að komast í úrslit bikarkeppninnar eins og árið ffBmm 1994' Breiðablik, Skúli Unnar sem er í þriðja sæti Sveinsson 1. deildar, heimsótti skrifar UMFG, sem er um miðja efstu deild, og gerði sér lítið fyrir og sigraði 1:0 og var sigurinn sanngjarn. Leikurinn var afskaplega tíð- indalítill og fyrri hálfleikur hrein- lega hrútleiðinlegur. Blikar vora miklu ákveðnari og grimmari; voru á undan í alla bolta og greinilegt að stemmningin var góð í þeirra röðum. Gestirnir léku ágætlega á köflum í síðari hálfleik, vörnin hélt vel og allir lögðust á eitt um að komast í átta liða úr- slitin. Eina mark leiksins gerði Þórhallur Hin- riksson á 60. mínútu. „Boltinn kom til mín eftir hornspyrnu og ég smellhitti hann,“ sagði Þórhallur eftir leikinn. Grindvíkingar voru heppnir að Albert Sævarsson, markvörður liðsins, fékk að vera inná eftir brot sitt á Bjarka Péturssyni á 67. mín- útu. Albert ætlaði að spyrna frá markinu og var aleinn, hitti bolt- ann illa og Bjarki náði honum, lék að vltateigslínu og var að fara framhjá Alberti, sem felldi hann. Pjetur dómari dæmdi aukaspyrnu á vítateigslínunni og sýndi Alberti gula spjaldið. „Ég sá ekki alveg nógu vel hvað gerðist, þetta var beint á móti sólu. Ég taldi að ég þyrfti að vera alveg viss til að reka hann útaf og því var Salómóns- dómur niðurstaðan,“ sagði Pjetur. Om 4 Breiðablik fékk hornspynra frá ■ I vinstri á 60. mínútu og eftir hana barst boltinn út fyrir markteigshomið hægra megin. Þórhallur Hinriksson spymti fast og viðstöðulaust að marki, boltinn fór í varn- armann og í netið. Fallegt skot hjá Þórhalli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.