Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR26.JÚNÍ1997 C 7 BORN OG UNGLINGAR Vigfús Dan setti met VIGFÚS Dan er 14 ára Horn- firðingur og keppir fyrir Ung- mennasambandið Úlfljót. Hanti þykir mikið efni í kúluvarpi og setti f slandsmet á Goggamótinu í kasti með 3 kg kúlu í flokki 14 ára en var samt 2 metra frá sínu besta. „Þetta met á eftir að verða bætt. Það situr ennþá í manni ferðalagið að austan," sagði Vigfús. Hann tekur íþrótt sína alvarlega: „Ég skoða þessa helstu kappa á myndbandi, t.d. Randy Barnes með hringstílinn sinn." Vigfús hefur mikinn áhuga á að spreyta sig á Norð- urlöndum og komast á mót þar: „Mig langar," segir hann og brosir; „en það er náttúrlega dýrt. Eg gæti kannski fengið styrki." Vigfús æfir fyrir aust- an og hefur aðstöðu í netagerð- inni þegar veður eru válynd. „En ég get ekki verið þar leng- ur þar sem ég er farinn að kasta upp í loft!," sagði þessi geðþekki kúluvarpari. Morgunblaðið/Borgar Þór GOTT að hafa mömmu með á Goggalelkunum! Morgunblaðið/Borgar Þór Hvöttu ákaft lid sitt ÞESSAR stelpur fylgdust spenntar með keppni í grlndahlaup! og hvöttu ákaft sltt lið. Þær sögðust vona að FH myndl vinna. Þœr voru sammála um að Guðrún Arnarsdóttlr væri þeirra uppáhaldsíþróttakona. Frá vinstri: Hrafnhildur Eva Step- hensson, Nanna Rut Jónsdóttir, Björg Magnúsdóttir, Andrea Hilmarsdóttir, Guðrún María Omarsdóttir og Erla Magnús- dóttlr. Jón Svelnbjörn Óskarsson, 7 ára, hugsaðl sig vel um áður en hann sagði, að Magnús Scheving værl uppáhaldsíþróttamaðurlnn hans. ÞÓRDÍS Ólafssdóttlr, 8 ára, var ekkl alveg á því, að svara spurnlngum blaða- manns en leyfði honum að taka af sér eina mynd. Hún sagðist vera fljót að hlaupa og hefðl unnið í 60 metra hlaupi á Goggamótlnu. Morgunblaðið/Borgar Þðr Setti „Goggamet" VINKONURNAR Krlstín Blrna Ólafsdóttir og Guðrún Björg Ellertsdóttlr, voru hæstánægðar með mótið. Kristín hafði nýlokið við setja „Goggamet" en hún á íslandsmetin í vfða- vangshlaupl og 60 metra hlaupi Innanhúss í sínum aldurs- flokki. íí „Siáðu t gegti á Akranesi Opna LANCÖME kvennamótið hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi laugardaginn 28. júní. Leiknar verða 18 holur í opnum flokki kvenna. Þrenn glæsileg verðlaun með og án forgjafar. Nándarverðlaun á par-3 brautum. Ræstútfrá 10.00-13.00. Skráning er hafín í síma 431 2711 Síðustu forvöð til að skrá sig er kl. 20.00 á föstudag. GL LANCOME Coopers &Lybrand Open Opið golfmót verður haldið á golfvelli Oddfellowa Urriðavatnsdölum laugardaginn 28. júní 1997 kl. 8.00. Glæsileg ferðaverðlaun innanlands sem utan, með og án forgjafar. Einnig eru veitt verðlaun fyrir að vera næstur holu á 4/13 braut. Skráning fer fram í síma 565 9092. Coopers &Lybrand, KUMHO DEKK OPIÐ GOLFMÓT Opna Kumho golfmótið verður haldið á hinum glæsilega golfvelli að Kiðjabergi í Grímsnesi laugardaginn 28. júní 1997 Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti með og án forgjafar. Verðlaun fyrir lengsta teighögg, og fyrir að vera næstur holu í einu höggi. Verðmæt vinninga ca. 140.000 krónur, auk þess sem vegleg verðlaun verða veitt þeim sem fer holu i höggi. Dregið verður úr skorkortum viðstaddra keppenda og fá þrir keppendur góða vinninga. Skráning (síma 486 4495 HJÓLBARÐASTÖPIN BÍLDSHÖFDA8 HJÓLBAR0AHÖLLIN FELLSMÚLA24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.