Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.06.1997, Blaðsíða 8
&tocgmðfi$faib FRJALSIÞROTTIR Fyrsta tap Johnsons í 400 m hlaupi í átta ár MICHAELJohnsontapaði400 metra hlaupi ífyrsta skipti í átta ár, á stigamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins í París í gærkvöldi. Þetta var fyrsta mót bandaríska heims- og ólympíumeistarans, eftir að hann tognaði á lærvöðva í einvígi við Kanadamar.ninn Donovan Bailey í 150 m hlaupi í Kanada 1. júní - en Banda- ríkjamaðurinn hafði ekki tapað 400 m hlaupi síðan 1989. Hafði fagnað sigri 56 sinnum í röð. Antonio Pettigrew, landi John- sons, sigraði í 400 m hlaup- inu í gær á 44,86 sek. og David Kamoga frá Uganda varð annar á 45,19. Johnsons, sem varð ólympíumeistari bæði í 200 og 400 m hlaupi í Atlanta í fyrra, náði aðeins fimmta sæti á 45,76. Hann náði reyndar forystu strax í byrjun og hélt henni þangað til komið var úr síðustu beygjunni. Johnsons fór rakleiðis burt af leikvanginum eft- ir hlaupið, án þess að ræða við fréttamenn. Þjálfarí meistarans, Clyde Hart, sagði: „Okkur var ekki ljóst hve mikill kraftur væri í Johnson. Hraði var aukaatriði, því hann er venju- lega orðinn fyrstur eftir 200 metra, en eftir að hafa ekki hlaupið í mánuð, og ekki 400 metra í nærri tvo mánuði, kemur það augljóslega niður á viðkomandi. Hart sagði þá Johnson munu endurskoða keppn- isáætlun Michaels; ekki væri ljóst hvort hann hlypi meira í Evrópu um sinn eða snéri aftur heim. Donovan Baily, heims- og ólympíumeistari í 100 m hlaupi, sýndi í gær að hann er kóngur í ríki sínu þegar sú grein er annars vegar. Hann mætti Bandaríkja- mönnunum ungu, Maurice Green og Tim Montgomery - sem urðu í tveimur fyrstu sætunum á banda- ríska meistaramótinu á dögunum - og sigraði örugglega. Veður var ekki gott í París, rigningarúði og frekar kalt en Bailey hljóp á 10,07 sek. „Veðrið var ekki gott en mér fínnst alltaf gaman að koma til Parísar og sigra í 100 metra hlaupi," sagði Bailey á eftir. En þrátt fyrir að sigur Bailey væri öruggur sýndu Bandaríkja- mennirnir tveir að þeir gætu jafn- vel ógnað veldi hans á HM í Aþenu í ágúst. Þeir hlupu á 9,90 og 9,92 á bandaríska meistaramótinu um daginn og í gær varð Montgomery annar á 10,12, landi hans Brian Lewis hljóp á 10,19 og Green á 10,23 og varð fjórði. Frankie Fredericks frá Namibíu, sem varð annar bæði í 100 og 200 m hlaupi í Atlanta í fyrra, sigraði örugglega í 200 m hlaupinu í gær- kvöldi en Ato Boldon frá Trinidad - sem náð hefur besta tíma ársins í 100 m hlaupi - varð að gera sér sjötta sætið að góðu í 200 m hlaup- inu á 20,75. VIKINGALOTTO: 17 19 21 32 36 38 BONUSTOLUR: 6 8 34 c r r Reuter DONOVAN Balley kemur f mark sem öruggur slgurveg- arl í 100 m hlauplnu í Paris. Hir til hllðar er Michael Johnson á harðaspretti f 400 metra hlaupinu; hann náði forystunnl snemma og hélt henni allt þar tll komlð var á belnu brautlna eftir síðustu beygju - þá gaf hann eftir og varð að láta sir flmmta sætið lynda. Franska stúlkan Marie Jose Perec - ólympíumeistari í 200 og 400 m hlaupi - olli aðdáendum sínum miklum vonbrigðum með því að ná aðeins sjöunda sæti í 200 m hlaupinu. Afsökunum Perec þess efnis, að þetta væri fyrsta hlaup hennar í ár og hún væri einnig að ná sér af smávægilegum meiðslum á fæti, var illa tekið á blaðamanna- fundi eftir hlaupið; viðstaddir blís- truðu á hana. Bandarísku stúlk- unni Inger Miller var aftur á móti fagnað; hún sigraði á 22,48 sek. og jafnaði þar tímann sem náðst hafði í ár. Perec hljóp á 23,17. Bandaríkjamaðurinn Bryan Bronson er í miklum ham um þess- ar mundir og sigraði í 400 m grindahlaupi; hafði betur á öðru mótinu í röð gegn ólympíumeistar- anum Derrick Adkins, landa sfnum. Bronson náði í gær þriðja besta tíma ársins; 48,15 sek. og sigraði Zambíumanninn fræga, Samuel Matete, auðveldlega. Hann fór á 48,93 og Adkins varð þriðji á 48,96. £ £ £ Góður bolti! Urslit / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.