Alþýðublaðið - 15.12.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1920, Blaðsíða 2
2 A LÞYÐUHl A ö I Ð Sjómenn! Styðjum hver annan. Viljið þér herra ritstjóri taka xaeðanskráðan greinarstút i heiðrað b!að yðarf Mér virðist, að útgerðarmenn vilji helzt lækka kjör sjómanna. En slíkt finst mér fjarri lagi, því I raun og veru eru þessar 275 kr. ú mánuði ekkert mánaðarkaup tmðað við verðfall íslenzkra pen- inga. 275 kr. gilda nú aðeins 11 pd. sterling, rniðað við það að kaupa íslenzka peninga í bönkun- um hér. Það er ekki hátt mán- aðarkaup. Hvað finst útgerðarmönnum um kaup enskra sjómannaf í Grimsby er það 35 Shillings á viku og eitt pd. sterling í álag (premíu) á hver 100 pd. sterling af söluverði afl- ans, og loks lifur, í Fleetwood eru kjörin eins og í Grimsby, en í Hull eru kjörin sem hér segir: 4 pd. og 10 sh. á viku og 2 pence af hverju pundi sterl., sem aflinn selst fyrir, og lifur. Geta út gerðarmenn af þessu séð, með samanburði, að kaup okkar ís- lenzku sjómannanna er ekki hátt, þó við höfum 10'—Ji pd. á mán- uði, og segjum 3—4 pd. í lifur á sama tíma. Þeir sem sjó stunda frá Grimsby hafa þó altaf 7 pd. á mánuði og auk þess álag og lifur, sem altaf fer langt fram úr fasta kaupinu. 4. þ, m. var eg staddur i Grims- by, og seldi þá einn togari afia sinn fyrir 5800 pd. sterl., og fékk hver háseti því 58 pd. í álag. Já, hvað segja útgerðarmenn við þessum kjörum. Við íslenzku sjómennirnir eigum að hafa sömu kjörin. Álag (premía) er réttasta kaupið bæði fyrir útgerðarmenn og sjómcnn. Grimsby 4/n 1920. Sjómaður. Krlend mynt. Khöfn, 14, des. Sænskar krónur (100) kr. 129,10 Norskar krónur (100) —• 98,00 DoIIar (1) — 6,71 Pund sterling (1) — 23,15 Þýzk mörk (100) — Af sérstökum ástæðum verður árshátfð "V. K. F. „Framsókn44 frestaífc fram yfir hátiðar. Þær sem búnar voru að kaupa aðgöngumiða^ vitji þeirra aftur. — JVefndin. €rle»i simskeyti. Khöfn, 14. des. Holland og Serbía ósátt. Símað er frá Haag, að Holland hafi slitið trjórnmálasambandi við Serbíu, vegna þess að sendiherr- anutn í Belgrad hafi verið rnis- þyrmt, J árnbrautarverkf allið. Sfmað er frá Kristjaníu, að at kvæðagreiðsla fari fram um enda- lok járnbrautarverkfallsins á morg un. Stjórnin lofað, að taka verk fallsmenn aftur í sátt en neitar öllum öðrum kröfum. Sakarábnrðinnm á breskn her- mennina mðtmælt. Simað er frá London, að Green- wood (landsstjóri) mótmæli áburði þeim á herinn, að hann hafi kveikt í Cork. í. S. 1. boðið að taka þátt í vetraríþróttamóti Norðnrlanda. íþróttasambandi íslands er boð‘ ið að taka þátt í Vetraríþrótta móti Norðurlanda, 14. febr. n. k,, sem haldið verður í tilefni af 25 ára afrnæli danska íþróttasam- banndsins. Xýlapesf í faris. Khöfn, 13. des, í París og fleiri borgum í Frakklandi geisar farsótt, sem formaður Serum-stofnunarinnar, sem er nýkominn til París, segir að sé kýlapest. Er því strangt eftirlit haft með öllum aðkomu- skipum og hert mjög á ráðstöf- unum til að útrýma rottum, því að þær bera sjúkdóminn. Bióin Nyja Bío sýnir; „Tveir heimar" og II. kafla íslenskra kvik- mynda. Gamla Bió sýnir »Brott 9,25och Brott*. 1. fl. hang-ikjöt kr. 1,80 72 kg. og 1 fL dilkakæfa kr. 1,90 72 kg, Ennfremur fyrirtaksgóður pressaður saltþorskur, ný- komið í verzlun B. Jónss. & G. Guðjónss. Grettisg. 28. Simi 1007. Verzlunin IIlíí á Hverfisgötu 56 A selur meðal annars: strau- sykur, höggvinn sykur, hveiti„ haframjöl, hrísgrjón, sagogrjón og bsunir. Ýmsar tegundir af niður- soðnutn ávoxtum, hið ágæta kókó og brensluspiritus. Filabeins höf- uðkamba, stóra og ódýra, hár greiður o. m. m. fl. Ath. Sakar ekki, þótt spurt sé um sykurverð- ið hérna áður en fest eru kaup í .lækkaða sykrinum" annarsstaðar. Nefndin sem átti að reyna að veiða góðan banntnann á lista með Jóni Þorlákssyni, hefir boðaS til fundar í Iðnó í kvöld. í nefnd þessari eru Einar Kvaran, Arni Pálsson, Pétur Zóphoniasson,> Magnús Einarson dýral. og ein- hver sá fimti, sem sögumaður taldi sama hvort talinn væri eða ótalinn. Að sögn hefir nefndin gefist upp við að útvega bann- menn á listann með Jóni Þorláks- syni, og er fullyrt, þó ótrúlegt sé, að Einar Kvaran ætli að fórna. sér, með því að lána nafn sitt á listann með Jóni. Arthur Ólafsson hét ungur maður, er datt útbyrðis af msk, Svölu og druknaði, er hún var £ leið til Spánar síðast. Skeyti var sent áleiðis hingað jafnskjótt og Svala kom í höfn, en hefir farist á leiðinni, og fréttist því ekkert um slysið fyr en skipið kom hingað aftur. Arthur var ættaður frá ísafirði og einn af hinum al- kunnu rösku drengjum, sem þvl miður láta Iífið altaf oft í barátt- unni við Ægi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.