Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 1

Morgunblaðið - 02.07.1997, Side 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 146. TBL. 85. ÁRG. MIÐYIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Leiðtogar Kína fagna valdaskiptunum í Hong Kong Skorað á Tævan að sameinast Kína Peking. Reuter. LEIÐTOGAR kínverska kommún- istaflokksins hvöttu í gær stjórn- völd á Tævan til að stefna að sam- einingu við Kína með sama hætti og Hong Kong, sem varð aftur hluti af Kína á mánudag eftir 156 ára nýlendustjórn Breta. Li Peng, forsætisráðherra Kína, hvatti Tævani til að líta á valda- skiptin í Hong Kong sem fyrir- mynd og nokkrum klukkustundum síðar sagði Jiang Zemin, forseti Kína, að Tævanir ættu að láta af sjálfstæðistilburðum sínum og stefna að „algjörri endursamein- ingu Kína“. „Við erum ekki aðeins að fagna upphafi nýs tímabils í Hong Kong, heldur einnig að fagna miklum sigri í baráttunni fyrir friðsam- legri endursameiningu Kína,“ sagði Li. „Áætlunin um „eitt land, tvö kerfi“ gefst vel í Hong Kong og hún mun einnig gefast vel á Tæv- an.“ Samkvæmt samningi Breta og Kínverja frá árinu 1984 á Hong Kong að halda kapítalísku hagkerfi sínu og frelsi í hálfa öld eftir sam- eininguna. Lien Chan, varaforseti Tævans, tók áskorunum kínversku leiðtoganna fálega og sagði að Tævanir gætu aldrei fallist á að lúta yfirráðum kommúnista. Hann bætti við að sameining kæmi að- eins til greina ef Kína færi að dæmi Tævans og tæki upp fjölflokkalýð- ræði. Það fyrirkomulag kallaði hann „eitt land, eitt gott kerfi“. Friðsamleg mótmæli Þúsundir lýðræðissinna gengu um götur Hong Kong í gær til að krefjast lýðræðis og gangan var fyrsti prófsteinninn á það hvort íbúamir héldu rétti sínum til mót- mæla. Ríkisútvarpið í Hong Kong sagði að 10.000 manns hefðu tekið þátt í göngunni, en henni lauk án átaka eftir tvær klukkustundir og litið var á það sem sigur fyrir alla aðila. Nýju valdhafarnir í Hong Kong gátu bent á að ekki hefði ver- ið reynt að hindra mótmælin, lýð- ræðissinnarnir sýndu að þeir geta efnt til friðsamlegra mótmæla og lögreglan sýndi að ekki er þörf á kínverskum hermönnum til að hafa hemil á andófsmönnum. „Við viljum lýðræði. Við viljum það strax,“ hrópuðu göngumenn- irnir og héldu á borðum með víg- orðum eins og „Bindum enda á einsflokksræðið" og „Byggjum upp lýðræðislegt Kína“. ■ Hong Kong verði/18 Reuter ÞUSUNDIR lýðræðissinna gengu um götur Hong Kong í gær til að krefjast lýðræðis. Göngunni lauk án átaka. Kohl segir að markmið- um EMU verði fullnægt Miinchen. Reuter. Innbyrðis hatur gerir Yilmaz erf- itt fyrir Ankara. Reuter, The Daily Telegraph. TYRKNESKA þingið samþykkti í gær að atkvæðagreiðsla um trausts- yfirlýsingu við nýja ríkisstjóm Mesuts Yilmaz skyldi haldin 12. júlí. Möguleikar Yilmaz á að hafa betur hafa aukist að undanfórnu vegna þess að fjöldi þingmanna, sem tilheyra íhaldssinnuðu flokks- broti, tengdu Velferðarflokki Erb- akans, hafa yftrgefið flokkinn. Fréttaskýrendur segja þó að það geti reynst þrautin þyngri fyrir Yilmaz að halda stjórnarsamstarf- inu gangandi. Meðal samstarfs- manna hans er Bulent Ecevit, sem var forsætisráðherra 1974 og gaf skipun um innrásina á Kýpur. Við atkvæðagreiðsluna í næstu viku verður Yilmaz að reiða sig á stuðning Þjóðarflokks repúblikana, sem Deniz Baykal fer fyrir. Frétta- skýrendur fullyi-ða að Baykal og Ecevit hati hvor annan. Erbakan spáði því í gær að nýja stjórnin myndi ekki fá nægan fjölda at- kvæða 12. júlí og því myndi flokki hans gefast nýtt tækifæri til þess að komast til valda. Rannsaka ásakanir á hendur Ciller Ríkissaksóknari Tyrklands fól dómstól í Ankara í gær að kanna ásakanir Verkamannaflokksins, flokks öfgasinnaðra vinstrimanna, á hendur Tansu Ciller, fráfarandi ut- anríkisráðherra, þess efnis að hún hafi verið á mála hjá erlendum leyniþjónustum allt frá 1974 og þegið fé fyrir að láta af hendi upp- lýsingar er skaðað hefðu tyrkneska ríkishagsmuni, m.a. þau ár sem hún sat í ríkisstjórn. Reuter Slapp undan skruggum MEÐ því að flýta geimskoti bandarísku geimfeijunnar Kól- umbíu með litlum fyrirvara í gær tókst að koma í veg fyrir tafir af völdum þrumuveðurs á Flórída. í ferðinni verður lokið við rannsóknir sem ekki tókst að framkvæma í ferð sömu ferju og sömu áhafnar í apríl sl., en þá var ferjunni snúið til jarðar eftir fimm daga af 16 vegna rafkerf- isbilunar. HELMUT Kohl, kanslari Þýska- lands, ítrekaði í gær að Þjóðverjar myndu uppfylla skilyrði fyrir aðild að evrópska myntsamstai’finu (EMU) á tilsettum tíma og minnti á, að þýska þingið hefði samþykkt að taka því aðeins upp sameigin- legan gjaldmiðil Evrópu, evróið, að þær áætlanir stæðust. Kohl lýsti þessu yfir á ársfundi vinnuveitendasambands Bæjara- lands í Munchen í gær, en þar hóf hann sókn gegn andstæðingum sín- um og áhrifamönnum, sem eru fullir efasemda um að Þjóðverjar og BANDARISK stjórnvöld sam- þykktu í gær fyrir sitt leyti sam- runa flugvélaverksmiðjanna Boeing og McDonnell Douglas. Engin skilyrði voru sett og með þessu verða Boeing-verksmiðjum- ar langstærstu flugvélasmiðjur heims. Viðskiptanefnd ríkisins (FTC) samþykkti með fjórum atkvæðum gegn einu að setja enga íýrirvara við samkomulagið um samruna fyi'- irtækjanna. Að því búnu var boðað til hluthafafundar 25. júlí til að ganga frá síðustu formsatriðum fyrir samrunann, sem tekur gildi 1. ágúst en nýja fyrirtækið hefur síð- an starfsemi 4. ágúst undir merkj- um Boeing. Frakkar uppfylli ákvæði stöðug- leikasáttmálans um forsendur aðild- ar að EMU. I þeim hópi er Edmund Stoiber, forsætisráðherra Bæjara- lands, sem aukið hefur áróður fýrir því að undanfömu, að áætlunum um EMU og sameiginlegan gjaldmiðil yrði slegið á fi-est. Ottast hann að hægri öfgasinnar notfæri sér hin ströngu efnahagslegu markmið sér tO framdráttar í kosningum til þings Bæjaralands á næsta ári. Theo Waigel fjármálaráðherra, for- maður Kristilega sósíalsambands- ins (CSU) í Bæjaralandi og einarð- Andstæðingar samrunans höfðu haldið því fram að með honum myndu aðeins tvö fyrirtæki keppa um smíði farþegaflugvéla, Boeing og evrópsku verksmiðjurnar Air- bus. Því höfnuðu fjórir af fimm full- trúum í viðskiptanefndinni og sögðu að McDonnell Douglas hefði verið orðinn óvirkur samkeppnis- aðili. FTC tók þó undir megin gagn- rýni Evrópusambandsins (ESB) um að sérsamningar Boeing um þotusmíði fyrir flugfélögin Delta, American og Continental „væru til vandræða" frá samkeppnissjónar- miði, en ákvað þó að aðhafast ekk- ert á því sviði. ur andstæðingur Stoibers, hefiir lengi krafist þess að staðið yrði við ströngustu ákvæði stöðugleikasátt- málans. Blaðið Leipziger Volkszeit- ung sagði í gær, að hann hefði ákveðið að lækka efnahagsaðstoð og niðurgreiðslur til austurhluta lands- ins um 4,5 milljarða marka á næsta ári til að stoppa upp í fjárlagagatið. Kohl vísaði því á bug að fresta gildistöku EMU. Boðaði hann 2,5% hagvöxt á þessu ári og 3% á því næsta er leiða myndi til þess að markmið um minnkun fjárlaga- halla myndu nást. Afneita vefsíðu um Pol Pot Moskvu. Reuter. RÚSSNESKA fréttastofan It- ar-Tass þvertók í gær fyrir að hún tengdist vefsíðu á alnet- inu, þar sem fullyrt er að Pol Pot, leiðtogi Rauðu khmer- anna, sé kominn til Svíþjóðar, þar sem hann hyggist sækja um pólitískt hæli. Fullyrðir fréttastofan að um sjóræningjasíðu sé að ræða og ekki er vitað hvaðan hún er upprunnin. Hafði hún spurnir af síðunni er sænska utanrík- isráðuneytið fór að spyrjast fyrir um hana. Á síðunni segir að Pol Pot hafi lent á Arlanda- flugvelli á mánudagskvöld og að félagar í vinstri samtökum í Stokkhólmi hafi tekið á móti honum. Bandarísk samkeppnisyfirvöld Samþykkja sam- runa við Boeing W;ishing1on. Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.