Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gamla Sjálfstæðishúsið við Austurvöll fært í upprunalegt horf að utan Hafist handa við breytingar á næstunni Á NÆSTUNNI verður hafist handa við breytingar á Sjálfstæð- ishúsinu gamla við Austurvöll, en það hýsir nú mötuneyti Pósts og síma hf. Húsið var byggt 1878 fyrir starfsemi Kvennaskóians í Reykjavík og verður það fært í upprunalegt horf að utan, en ekki hafa verið teknar ákvarðan- ir um breytingar á húsinu að inn- anverðu. Arkitektar að verkinu eru arkitektastofan Batteríið ehf. I bókinni Reykjavík, sögustað- ur við Sund, eftir Pál Líndal, kemur fram að hús var reist á þessari lóð árið 1835 ogárið 1874 hafi hjónin Páll og Þóra Melsteð stofnað Kvennaskólann í Reykja- vík í húsinu. Árið 1878 létu þau rífa þetta hús og byggja nýtt hús fyrir skólann á lóðinni í klassísk- um stíl. Helgi Helgason snikkari og tónskáld byggði húsið en við- irnir í því voru fluttir inn frá Halmstad í Svíþjóð. Húsið var reist úr bindingi og hlaðið í binding með hraungrýti úr Kapelluhrauni og að hluta múrað með kalki úr Esjunni. Að utan var húsið klætt með listasúð TEIKNING sem sýnir húsaröðina við Thorvaldsensstræti þegar breytingum á húsinu verður lokið. LJÓSMYND sem Sigfús Eymundsson tók af Kvennaskólanum í Reykjavik árið 1880 og sýnir húsið í upprunalegri mynd. og þakið var klætt steinskífum. Kvennaskólinn flutti að Frí- kirkjuvegi 9 árið 1909 og eftir að skólinn var fluttur eignaðist Hallgrímur Benediktsson stór- kaupmaður, alþingismaður og bæjarfulltrúi húsið. Þar rak hann heildverslun en hafði íbúð á efri hæð. Þar fæddist Geir, síðar borgarstjóri og forsætisráðherra, sonur þeirra Hallgríms og Ás- laugar eiginkonu hans. Árið 1941 keypti Sjálfstæðisflokkurinn hús- ið og skömmu síðar var byggt við það og því breytt mikið, m.a. múrhúðað að utan. Auk skrifstofu flokksins var i húsinu mikill sam- komusalur þar sem haldnir voru fundir, dansleikir og rekin veitingastarfsemi, fyrst Sjálfstæð- ishúsið og síðar Sigtún. Landsími íslands eignaðist húsið árið 1969 og þar hefur mötuneyti Pósts og síma verið til húsa. Gífurleg umferð á Norðurlandi 102 teknir á hálfum mánuði LÖGREGLAN á Blönduósi hefur tekið 102 fyrir of hrað- an akstur á síðastliðinum hálfum mánuði og hefur um- ferðin verið gífurleg að sögn lögreglu. Hún hefur þó gengið óhappalítið þangað til í gær að tvö óhöpp áttu sér stað. Bíll fór út af veginum í Vest- ur-Núpi og hvolfdi. Ökumað- ur var einn í bílnum og slapp hann ómeiddur. Bíllinn fór tvær veltur Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Norðurlandsvegi í Víðidal. Bíllinn fór tvær veltur og endaði utan vegar. Þrír voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir. Einnig hefur lögreglan fylgst með bílbeltanotkun á þéttbýlisstöðum í Húnavatns- sýslum og hafa 16 verið kærðir að undanförnu. Þá hafa nokkrir verið teknir fyr- ir að aka á nagladekkjum eða fyrir aðrar yfirsjónir í um- ferðinni. Skoðanakönnun á Stöð 2 hlynntir veiði- leyfagjaldi MEIRIHLUTI landsmanna er hlynntur því að tekið verði upp veiðileyfagjald skv. nýrri skoðana- könnun sem Markaðssamskipti ehf. gerðu fyrir Stöð 2 en niður- stöðurnar voru birtar í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Af þeim sem afstöðu tóku sögðust 60,6% vera mjög eða frekar hlynntir veiðileyfagjaldi en 20,3% voru frekar eða mjög andvígir. 19% sögðust hvorki vera hlynntir því né andvígir. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar sögðust 30,9% þeirra sem afstöðu tóku vera mjög hlynntir veiðileyfagjaldi, 29,7% frekar hlynntir, 9% frekar andvíg- ir og 11,4% mjög andvígir. Rúm- lega 15% tóku ekki afstöðu til spurningarinnar. í könnuninni kom einnig fram að 69,6% svarenda, sem sögðust myndu kjósa sameiginlegan lista jafnaðarmanna ef hann byði fram í næstu alþingiskosningum, eru hlynntir veiðileyfagjaldi. 61,2% stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins sögðust vera hlynntir veiðileyfagjaldi og 46,4% stuðn- ingsmanna Framsóknarflokks eru sömu skoðunar. Meiri stuðningur er við veiði- leyfagjald meðal karla en kvenna skv. könnuninni. 37,5% karla sögðust mjög hlynntir veiðileyfa- gjaldi og 28,8% frekar hlynntir, 23,5% kvenna voru mjög hlynntar gjaldtöku og 30,8% frekar hlynnt- ar. Fjöldi aðspurðra í könnuninni var 896 og tóku 757 eða 84,5% afstöðu. H O N D A C 1 1 V 1 1 c v w S E D A N kostar á götuna aðeins 1.350.000,- [0 HONDA Morgunblaðið/Þorkell MEÐAL gesta sem fylgdust með fyrstu ferðum íslandsflugs í nýju áætlunarneti félagsins var samgönguráðherra. Áætlunarflug íslandsflugs Viðtökur Norðlendinga lofa góðu FJÖLMENNI var í afgreiðslu íslandsflugs á Reykjavík- urflugvelli í gærmorgun þegar fyrstu áætlunarvélar fé- lagsins fóru af stað til Vestmannaeyja, Akureyrar, Sauð- árkróks og Siglufjarðar. Jafnframt var tekið I notkun nýtt afgreiðsluhús félagsins þar og var forseti Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson, meðal gesta. Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri íslandsflugs, fiutti ávarp og sömuleiðis forsetinn, einnig Halldór Blön- dal samgönguráðherra og Haukur Hauksson varaflug- málastjóri. Fyrsta flugið fór í loftið kl. 7.30 til Sauðár- króks og Siglufjarðar og var það ein af þremur Dornier vélum félagsins, og Domier vél fór einnig til Vestmanna- eyja. ATR vél til Akureyrar fór í loftið laust eftir klukk- an átta með nokkuð á þriðja tug farþega. Áhöfnina skipuðu Viktor Viktorsson flugstjóri, Júlíus Þórólfsson flugmaður og Þóra Birgisdóttir öryggisvörður, en hún sér um þjálfun öryggisvarða félagsins. Þeir eru 12 tals- Morgunblaðið/jt FLUGSTJÓRI í fyrstu ferð íslandsflugs til Ak- ureyrar var Viktor Viktorsson (t.h.) og með honum er Anfinn Heinesen afgreiðslustjóri. ins og starfa um borð í ATR vélunum en gegna jafn- framt öðrum störfum hjá félaginu. Birgir Ágústsson, einn stjórnarmanna íslandsflugs, var meðal farþega á norðurleiðinni og sagði hann áætlun- arflugið leggjast vel í sig. Upphaflega hefði íslandsflug hafið starfsemi meðal annars til að keppa við Flugleiðir og nú væri nýr áfangi í þeirri samkeppni. Anfinn Heins- en afgreiðslustjóri íslandsflugs segir viðtökur Norðlend- inga lofa góðu um áætlunarflugið og ljóst sé að menn muni líta til verðsins þegar flugfélag er valið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.