Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 13 Selfosshreppur fagnar fimmtíu ára afmæli Þjónustumiðstöð í stöðugum vexti SELFOSSHREPPUR var stofnaður árið 1947 þegar byggð Sandvíkur- hrepps, Ölfushrepps og Hraungerð- ishrepps við Ölfusárbrúna var sam- einuð. Stofnunin kom í kjölfar langra og mikilla viðræðna sem stóðu samfellt á annað ár. Að lokum ákvað hreppsnefnd Sandvíkur- hrepps að leita til Alþingis svo leysa mætti málið með lagasetningu. „Frumvarp til laga um sameiningu Selfossbyggðar í eitt sveitarfélag" var lagt fyrir Alþingi í desember árið 1945. Miklar umræður urðu um málið en frumvarpið var sam- þykkt og öðlaðist gildi 1. janúar 1947. Hreppsnefndir Hraungerðis- og Ölfushreppa kröfðust bóta frá hinum nýja hreppi vegna landmissis og glataðra tekna. Bætur voru greiddar en eignir gamla Sandvík- urhrepps urðu að mestum hluta eignir hins nýja hrepps. Aðdragandi sameiningarinnar var sá að byggðin við Ölfusárbrú hafði vaxið mikið á stríðsárunum og hrepparnir þrír orðnir að einni byggð. Ymis vandkvæði fylgdu þessari þróun sem olli talsverðri óánægju íbúanna. Húsið Snæland við Austurveg 53 var á mörkum tveggja hreppa, Sandvíkur- og Hraungerðishrepps og var það talið einsdæmi. Deilur urðu um það hvor- um hreppnum húsið teldist tilheyra en þar sem reykháfur hússins var Hraungerðismegin var ákveðið að fasteignagjöld og útsvar skyldu greiðast til þess hrepps. Selfosshreppur minnist hálfrar aldar afmælis síns með ýmsum hætti. Laugardaginn 5. júlí verður barnadagskrá í Tryggvagarði þar sem Brúðubíllinn og leiktæki munu verða börnunum til skemmtunar. Hápunktur afmælishátíðar Selfoss- bæjar verður svo þann 12. júlí þeg- ar forseti íslands og frú koma í heimsókn og grillveisla og skemmt- un fyrir alla bæjarbúa verður á tjaldsvæðinu við Gesthúsið. Fólksfjölgun og uppbygging Kaupfélag Árnesinga og Mjólk- urbú Flóamanna skipa stóran sess í sögu Selfosshrepps. Áratugum saman var atvinnulíf bæjarins tengt þessum fyrirtækjum og flestir bæj- arbúa sóttu vinnu hjá þeim. Þótt enn séu þessi fyrirtæki stöndug hafa önnur bæst við samfara stækkun bæjarins. Selfossbær hef- ur mikið breyst síðustu fimmtíu árin og hefur ásýnd bæjarins tekið breytingum síðasta áratuginn. Karl Björnsson hefur verið bæj- arstjóri á Selfossi síðan 1986. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík og starfaði hjá Byggðastofnun áður en hann tók við embætti bæjar- stjóra. Karl segist hafa fengið góð- ar móttökur og alls staðar mætt mikilli velvild. Ásamt Karli tók við ný bæjarstjórn og segir hann að öllu nýju fólki fylgi einhverjar breytingar. „Við fórum að sinna skipulagsmálum og áætlanagerð mjög vel svo framtíðarsýnin yrði góð,“ sagði Karl. Fólksfjölgun hefur verið ör á Selfossi síðustu áratugi og segir bæjarstjórinn að lífsskilyrði séu þar mjög góð. „Það hefur komið í ljós að ódýrt er að eiga hér íbúðarhús- næði. Við erum með lág gatnagerð- argjöld, fasteignagjöld eru í neðri kantinum og lág gjöld eru til hita- veitu og rafveitu,“ sagði bæjarstjór- inn. Nægt framboð sé af leikskóla- plássum, engir biðlistar, einsetinn skóli og skólavistun sé fyrir börn sem þurfa að vera framyfir hefð- bundinn skólatíma. „Atvinnuleysi er hér eins og ger- Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Olfusár- brú var byggð árið 1891. Byggðin við brúna dafnaði og óx með árunum og í sumar halda Selfossbúar upp á fímmtíu ára afmæli Sel- fosshrepps. Ibúafjöldi bæjarins hefur vaxið úr rúmlega 800 árið 1947 í rúmlega 4000 árið 1997 og virðist upp- bygging og gróska ein- kenna bæinn. Rakel Þorbergsdóttir fór til Selfoss og kynnti sér sögu og mannlíf bæjarins. svæðið sem byggðist inni í landinu og hefur staðsetningin ráðið því að sjávarútvegur er ekki undirstaða atvinnulífsins. „Selfoss er fyrst og fremst þjónustu- og verslunarbær og hefur vaxið sem aðrar slíkar miðstöðvar,“ sagði Karl. Hann seg- ir að fyrir landsbyggðina sé mikil- vægt að byggja upp sterka þjón- ustukjarna því það sé besta byggða- stefnan. „Utan þess að vera þjónustumið- stöð er sérstaða Selfoss einnig fólg- in í því að vera skólabær," sagði bæjarstjórinn. Bærinn þjóni nokkr- um nágrannasveitarfélögum á grunnskólastigi og tilkoma fram- haldsskólans sé ekki síður mikilvæg fyrir sveitarfélögin í kring en fýrir Selfossbæ. Unga fólkið geti þá komið í skólabíl til Selfoss í stað þess að flytjast á höfuðborgarsvæð- ið. „Það festir þá frekar rætur á svæðinu og mér finnst vera mikið að ungu fólki sem er að byggja hús um þessar rnundir," sagði bæjar- stjórinn. Fyrir ferðamenn er ýmislegt að sækja til Selfoss, að sögn bæjar- stjórans. Auk veitingastaða, hótels, gistihúsa og svefnpokapláss hafa útivistarsvæði og sundlaug verið endurbyggð. í sundlauginni eru þijár rennibrautir, sérstök barna- laug, gufubað og uppgerðir heitir Morgunblaðið/Júlíus KARL Björnsson bæjarstjóri er ánægður með endurnýjun sund- laugarinnar en meðal annars voru settar upp þijár nýjar rennibrautir. ist og gengur. Við höfum öfluga unglingavinnu og tökum inn ungl- inga á aldrinum 13 til 16 ára. Á vegum garðyrkjustjóra hefur verið að þróast mjög áhugaverð umhverf- isfræðsla tengd unglingavinnunni," sagði bæjarstjórinn. „Við erum alltaf að fegra bæinn okkar. Höfum til dæmis gróðursett í eyjar á þjóðveg eitt og almennt reynt að fegra og gera umhverfið aðlaðandi svo fólki líði vel hérna,“ sagði bæjarstjórinn. Hann segir Selfossbúa sinna görðum sínum mjög vel og skógrækt sé mikil. „I eldri hluta bæjarins er skóg- ræktin orðin mjög skemmtileg, trén orðin há og þétt og skjólgott í þess- um bæjarhluta. Ég hef mjög gaman af því að ganga um eða hjóla um þá hluta bæjarins þar sem gróður er mikill. Ég er ánægður með Aust- urveginn og hvernig tekist hefur að gera hann vistvænni og fallegri. Það leist nú ekki öllum vel á það í byijun að tré yrðu gróðursett á þjóðvegi eitt en við heyrum ekki lengur gagnrýnisraddir,“ sagði bæj- arstjórinn. Selfossbyggðin var eitt fyrsta pottar. „í Grímsnesi og í kring tvö- faldast íbúafjöldi svæðisins um helgar og á sumrin. Þetta fólk sæk- ir hina ýmsu þjónustu og verslanir hingað,“ sagði bæjarstjórinn. Sameining sveitarfélaga hefur verið áberandi undanfarin misseri og kosningar um þær algengar. Selfoss er stærsti kjarninn á Suður- landi og því eðlilegt að spyrja hvort sameining við önnur sveitafélög sé á næsta leiti. „Eins og er þá erum við í ákveðnu vinnuferli með Sand- víkurhreppi, Stokkseyrarhreppi og Eyrarbakkahreppi. Við erum að skoða hugsanlega sameiningu og erum að gera samanburðarúttekt á sveitarfélögunum. Sameining verð- ur þó aldrei nema fólkið sjálft vilji það og kjósi samkvæmt því,“ sagði bæjarstjórinn. „Það hefur kosti að stækka og efla sveitarfélög. Það auðveldar þeim að taka fleiri og fleiri verkefni yfir frá ríkinu og flytja þjónustu og ákvörðunartöku nær fólkinu. Nýtt aðalskipulag hefur verið gert til ársins 2015 þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi stækkun Selfossbæjar. Sat í fyrstu bæjarstjóminni DIÐRIK Diðriksson sat í fyrstu bæjarstjórn, eða hreppsnefnd, Sel- fosshrepps sem kosin var árið 1947. Nokkrir listar voru í fram- boði og var Diðrik kosinn sem fulltrúi verkamanna og óháðra og sat í hreppsnefnd tvö kjörtímabil. „Þetta voru ólaunuð störf og unn- in utan venjulegs vinnutíma," sagði Diðrik. Niðiujöfnunamefnd- ir önnuðust útsvarsálagningar hreppsins á þessum tíma og var Diðrik valinn sem einn af þremur til að annast þessar álögur. „Þetta var heldur illa þokkað starf oft á tíðum og ekki beinlínis þakklátt," sagði Diðrik hress í bragði. Fyrir þetta starf á vegum hreppsins vom Diðriki greidd laun. Diðrik segir að starf hrepps- nefndar hafi verið erfitt í byrjun því fjármagn var af mjög skorn- um skammti en strax hafi verið byijað á einhverjum framkvæmd- um. „Ég man sérstaklega eftir því sem bærinn býr að núna eftir 50 ár sem gert var í tíð þessarar fyrstu hreppsnefndar. Það var keypt hér stórt land, meirihiutinn af Selfosslandi, og bærinn nýtur þess enn í dag að hafa byggingar- lóðir á þessu landi,“ sagði Diðrik. Að sögn Diðriks varð bæjarstjórn- in að fá sérstakt leyfi sýslunefnd- ar til þess að fjárfesta í landinu. Á fyrsta hreppsnefndarfundin- um var Diðriki falið að verða slökkviliðsstjóri. „Tækjabúnaður- inn var afskaplega fmmstæður og lítill og erfiðleikar að komast á milli staða. Enginn brunahani var en lítil vatnsdæla var til sem var furðu afkastamikil," sagði Diðrik. Oft var kallað út í bruna sem vom langt í burtu og útséð um að nokkru yrði bjargað. Dið- rik minnist brunaútkalls til Laug- arvatns en þá logaði í skólahúsi Morgunblaðið/Júlíus DIÐRIK Diðriksson stendur við nýja jeppann sinn sem hann keyrir sjálfur og lætur aldurinn ekki aftra sér. þar. Sundlaugin var tóm og þurfti að dæla á húsið með lítilli dælu neðan úr vatninu. Hún náði bara að austurhlið hússins en síðar kom brunabíll frá Reykjavík á staðinn. Diðrik fæddist á bænum Lang- holti í Hraungerðishreppi árið 1908. Hann var fyrst skráður til heimilis á Selfossi árið 1931 en hafði þá búið þar í nokkur ár. Hann starfaði sem bílstjóri fyrir kaupfélagið og keyrði meðal ann- ars mjólk til Reykjavíkur. „Bærinn byijaði að stækka verulega þegar Mjólkurbú Flóa- manna var byggt og þegar Kaup- félag Árnesinga tók til starfa. Það er hægt að telja á fingrum sér húsin sem vom hér um þetta leyti,“ sagði Diðrik. „Mér finnst bærinn mjög skemmtilegur og það er mikið lagt í að hafa hann hirðulegan og að ganga vel um. Bæjarstjórn- in leggur stórfé í það árlega að hafa snyrtilegt hér í bænum,“ sagði Diðrik. „Bærinn vaxið feikilega hratt“ „ÉG HELD að almennt líði fólki afskaplega vel hér á Selfossi og það flyst ekki mikið héðan í burtu. Hér er eitthvert atvinnuleysi eins og alls staðar en hér eru engar sveiflur í tekjum, engin fiskvertíð og fólk veit hvað það hefur yfir árið,“ sagði Páll Árnason málara- meistari. Páll fluttist til Selfoss árið 1936, þriggja ára gamall, og hefur búið þar síðan. „I þá daga var Austurvegurinn nánast eina gat- an í bænum og húsin hétu nöfn- um. Engin félög voru til á þessum tíma, hvorki verkalýðs- né stéttar- félög, en Stangaveiðifélagið og Bridgefélagið voru með fyrstu félögunum sem voru stofnuð," sagði Páll þegar hann minntist uppvaxtarára sinna á Selfossi. Hann segir að í bænum hafi flest- ir íbúarnir verið mjög ungir og ekki hægt að tala um eldri kyn- slóð. „Bærinn hefur vaxið alveg feikilega hratt. Það var nýbúið að ganga frá 15 ára byggingar- skipulagi þegar gaus í Eyjum. Þar með var það skipulag búið því þá varð feikileg fjölgun hér í kjölfar gossins," sagði Páll. „Viðlaga- sjóðsbyggðin var byggð hér og svo voru alltaf einhverjir til að fara í þau hús ef Eyjamenn fóru til baka. Það stóð aldrei neitt autt af þeim húsum." Fjölgunin breytir bænuin og Páll segir að ansi mörg ár séu liðin frá því að menn þekktu hvert andlit í bæn- um. Páll hefur verið virkur á ýmsum sviðum, meðal annars ver- ið í launþega- og félagasamtök- um. „Það hefur ekki verið tekið mikið mark á mér alls staðar en Morgunblaðið/Júlíus PÁLL Árnason málara- meistari í gróðurhúsi sínu á Selfossi. ég hef verið í þessum félögum," sagði Páll sposkur á svip. Selfossbær varð frægur fyrir handboltalið sitt fyrir nokkrum árum þegar liðið var nálægt Is- landsmeistaratitlinum. „Þetta var geysilega mikil lyftistöng fyrir bæinn að vera allt í einu orðinn handboltabær. Hann er í lægð í bili en þetta fellur og rís til skipt- is,“ sagði Páll. Segist vera tíður gestur á íþróttavöllum . „Þetta eru tveggja töflu leikir fyrir hjartað," sagði hann. Páll var mikill veiðimaður og nefnir Ölfusá sem eina af gersem- um Selfossbæjar. En þar sem sum- arið er uppgangstimi málara hafði Páll einhvern tíma orð á því þegar góð vinkona þeirra hjóna var að fara í frí að sjálfur tæki hann sér ekki frí. Vinkonan sagði að það væri rétt hjá honum það væru bara þessir 30 dagar í laxi sem hann tæki. „Ég ætlaði varla að trúa þessu fyrr en ég fór að telja saman dagana," sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.