Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Bennet Freeman aðalráðgjafi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna BENNET Freeman Morgunblaðið/Þorkell „Við útilokum ekki möguleikann á aðild þeirra og viljum halda áfram að efla sam- starfið við þau. Samband þeirra og NATO mun styrkjast með áframhaldandi sam- starfi á vegum friðarsamstarfsins. Það sama á við um Rúmeníu, sem Frakkar leggja mikla áherslu á að fái aðild. Mikil- vægt skref í átt að lýðræði var tekið með kosningunum þar fyrr á árinu og efnahags- legar umbætur eru hafnar. Það er því einn- ig ástæða til bjartsýni hvað Rúmeníu varð- ar og það sama á við um Búlgaríu.“ Freeman sagði NATO vera að ganga í gegnum mikilvægt breyt- ingaskeið og að á leiðtogafundi bandalagsins í Madrid í næstu viku yrði tekin ákvörðun um að bjóða nýjum ríkjum aðild. „Það er afstaða Bandaríkjastjórnar að þremur ríkjum beri að bjóða aðild að þessu sinni, Ungverja- landi, Póllandi og Tékklandi. Okkar bíður síðan það hlutverk að afla slíkri stækkun pólitísks fylgis heima fyrir því stækkunina verður að samþykkja á þingum allra aðild- arríkjanna sextán. Bandaríska öldunga- deildin tekur hlutverk sitt við staðfestingu milliríkjasáttmála mjög alvarlega og í Bandaríkjunum er í gangi mikil umræða um ágæti þess að stækka NATO. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Madeleine Albright utanríkisráðherra hafa barist hart fyrir því að af stækkuninni verði en á undanfömum ámm hefur mikið verið rætt um hlutverk Bandaríkjanna á al- þjóðavettvangi. Við teljum stækkunina vera lið í því að við gegnum áfram sam- bærilegu hlutverki alþjóðlega og ég tel að öldungadeildin muni komast að sömu niðurstöðu þótt auðvitað sé ekki hægt að ganga út frá neinu sem vísu. Málið verð- ur tekið fyrir á þingi í byijun næsta árs og það er von Clintons að nýju ríkin geti fengið aðild árið 1999.“ Rökin fyrir stækkun era sterk að mati Freemans. Gífurlegar breytingar hafi átt sér stað í þessum ríkjum og stór skref verið stigin í átt að lýðræði. Því eigi ekki að láta gamlar átakalínur setja mark sitt á framtíðina. „Rauði herinn lét staðar numið á ákveðnum stað við lok síðari heimsstyijaldarinnar. Nú hafa hins vegar mörg þessara ríkja tekið það miklum umskiptum að þau eiga að fá aðild að vestrænum stofnunum og við emm sann- færðir um að það muni styrkja en ekki veikja bandalagið. NATO gegnir áfram mikilvægu hlutverki þótt við stöndum nú ekki frammi fyrir einum óvini heldur mörg- um hættum. Okkur stafar hætta af óstöðugleika og þjóðemisátökum líkt og þeim er urðu kveikjan að styijöldinni í fyrrverandi Júgóslavíu. Með því að stækka NATO stækkum við það svæði þar sem stöðugleiki ríkir. Það er ekki síst mikil- vægt varðandi Austur-Evrópu er hefur verið uppspretta átaka undanfarna öld.“ „Það er því von okkar að í næstu viku verði ákveðið að taka inn fyrstu þrjú ríkin. Bandaríkjastjórn leggur hins vegar ríka áherslu á að fyrstu ríkin verði ekki þau síðustu til að fá aðild og að fyrr en síðar verði öðrum ríkjum boðið að ganga í banda- lagið. Engar tímasetningar hafa verið ákveðnar í því sambandi en við vonum að á næstu árum muni sú verða raunin.“ Aðspurður um stöðu Eystrasaltsríkjanna í þessu sambandi sagði Freeman að engin ákvörðun hefði verið tekin í þeim efnum. samstarfið. Það verður enginn annar flokk- ur aðildarríkja.“ Góð samskipti við Rússland væm hins vegar jafnframt mikilvæg og grundvallar- samkomulagið um samskiptin við Rússland, er undirritað var í París í vor, ætti að tryggja náið samstarf á fjölmörgum sviðum örygg- ismála. í fyrrverandi Júgóslavíu hafi sveitir frá NATO og fyrmm Varsjárbandalagsríkj- um jafnframt fengið tækifæri til að starfa saman. „Við höfum gert Rússum skýra grein fyrir því að stækkun NATO beinist hvorki gegn þeim né neinum öðrum. Rússlandi er ekki ógnað og við höfum byggt upp kerfi sem á að tryggja að Rússar geti komið öll- um áhyggjum sínum á sviði öryggismála á framfæri við okkur og þeir munu taka þátt í umræðum á okkar vettvangi. En líkt og Albright utanríkisráðherra hefur orðað það þá hafa Rússar rödd í þessum málum en ekki neitunarvald. NATO-ríkin ein munu taka ákvarðanir er þau varða. Þetta er hins vegar mál sem virðist skipta rússneska stjórnmálamenn meira máli en rússneskan almenning. Skoðanakannanir í Rússlandi sýna að almenningur veltir þessu ekki mik- ið fyrir sér heldur hefur mestar áhyggjur af efnahagslegri og félagslegri stöðu mála í heimalandinu." Töluverð umræða hefur verið um það í Bandaríkjunum í allmörg ár að hinar efnahagslegu og pólit- ísku áherslur og hagsmunir Bandaríkjanna séu að færast frá Evrópu til Asíu. Freeman segir að í raun beinist áherslur Bandaríkjanna að veröldinni allri. „Áhuginn á Asíu er ekki nýtilkom- inn. Hann hefur verið til staðar alla öld- ina og nefna má sem dæmi að við höfum á þessari öld háð þijár styijaldir í Asíu: síðari heimsstyijöldina, Kóreustríðið og Víetnamstríðið. I ljósi breyttra aðstæðna eru áherslurnar hins vegar að breytast. í fyrsta lagi vegna þess að kalda stríðinu er lokið og þar með þeirri skiptingu er það hafði í för með sér. í öðru lagi vegna þess að Asía er það svæði í heiminum þar sem mesta efnahagslega geijunin og þróunin er að eiga sér stað og það svæði þar sem bandarískur útflutningur vex hvað hraðast. Hin mikla áhersla á Asíu mun samt ekki draga úr skuldbindingum okkar gagnvart Evrópu og Evrópuríkin verða áfram okkar mikilvægustu banda- menn á alþjóðavettvangi." BENNET Freeman hóf störf í banda- ríska utanríkisráðuneytinu árið 1993 og var lengi aðalræðuritari Warrens Christophers, fyrmm ut- anríkisráðherra. Hann er nú aðalráðgjafi aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og starfar öðru fremur að viðskiptamálum. Freeman flutti í gær erindi á fundi Sam- taka um vestræna samvinnu og Varðbergs. Freeman sagði ísland vera mikilvægan bandamann Bandaríkjanna innan Atlants- hafsbandalagsins og að með samkomulagi ríkjanna frá 1996 hafi verið tryggður stöð- ugleiki í varnarsamstarfi þeirra fram á næsta áratug. „Við bindum einnig miklar vonir við almannavarnaæfingarnar á vegum Friðarsamstarfs NATO er haldnar verða hér á landi í lok mánaðarins. Þetta er kjör- ið tækifæri fyrir ísland til að sýna fram á hversu mikið það metur NATO-samstarfið og friðarsamstarfið en jafnframt einnig tækifæri til að sýna fram á hina einstöku þekkingu og reynslu, sem hér er að fínna á sviði almannavarna. Ég tel að mörg ríki geti lært af íslendingum í þeim efnum. Eitt af meginmarkmiðum okkar með friðar- samstarfínu er að styrkja borgaralega stjórn á heraflanum í ríkjum Austur-Evr- ópu. Þar er hægt að læra margt af íslend- ingum, jafnvel þótt hér sé ekki að finna her, vegna þess hversu ríku hlutverki t.d. sjálfboðaliðasamtök gegna við að sam- ræma aðgerðir er náttúruhamfarir eiga sér stað.“ NATO hefur skuldbundið sig til að staðsetja ekki kjarnorkuvopn og erlendar hersveitir í nýju aðildar- ríkjunum en Freeman segist ekki telja hættu á að varnarskuldbindingarnar gagnvart þeim verði veikari en gagnvart eldri aðildarríkjum NATO. „Það er kjarni NATO-samstarfsins að árás á eitt ríki þýði árás á þau öll. Það mun ekki breytast. Öll aðildarríki munu njóta sömu skuldbindinga en jafn- framt axla sömu skyldur. Um það snýst verkefnið sem blasir við Bandaríkjastjórn í utanríkismálum segir hann hins vegar vera að tryggja pólitískan stuðning fyrir því að Bandaríkin gegni áfram pólitísku forystuhlutverki í heiminum. Margir Bandaríkjamenn velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum Bandaríkin verði að hafa afskipti af málum út um allan heim. „Grundvallarsvarið við þeirri spurningu er að við erum samtvinnuð hagsmunum annarra ríkja og að margar gamlar jafnt sem nýjar ógnir er enn að finna í heimin- um. Þá verða efnahagsmál ríkja stöðugt tengdari. Hagsmunir okkar eru alls stað- ar og má nefna rómönsku Ameríku sem dæmi en þar hafa miklar framfarir átt sér stað. Allir ræða um hinar stórstígu framfarir í Austur-Evrópu, sem vissu- lega eru miklar. Breytingarnar í róm- önsku Ameríku hafa hins vegar ekki síð- ur verið undraverðar þótt þær hafi ekki farið eins hátt. í ríki eftir ríki hafa ver- ið teknir upp lýðræðislegir stjórnarhætt- ir og markaðir opnaðir. Vissulega eru enn alvarleg vandamál til staðar, til að mynda eiturlyfjaframleiðsla, en þar höf- um við einnig hlutverki að gegna við að leysa vandann. Hagsmunir Bandaríkjanna eru um all- an heim og við verðum því að viðhalda stöðu okkar. Okkar erfiðasta verkefni er að sannfæra þing og þjóð um mikilvægi þessa hlutverks okkar í heiminum og kost- ina við að viðhalda því. Albright lítur á þetta sem eitt mikilvægasta verkefni sitt og hún er mjög sannfærandi og kraftmikil í röksemdafærslu sinni. Við höfum mikil- vægum verkefnum að sinna víða í heimin- um en ekkert er mikilvægara en þetta, það er að koma því á framfæri heima fyrir hvers vegna Bandaríkin verða að gegna hlutverki um allan heim. Það á ekki síst við gagnvart yngri kynslóðum er ekki hafa sama sögulega grunn og þær eldri.“ Mikilvægasta verk- efni utanríkismála er á heimavelli Þrátt fyrír að mörg vandasöm viðfangsefni sé að fínna á sviði utanríkismála í heiminum segir Bennet Freeman, aðalráðgjafí aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, í samtali við Steingrím Sigurgeirsson, að erfíðasta _____verkefnið sé að sannfæra almenningsálitið í Bandaríkjunum um mikilvægi þess að Bandaríkin láti til sín taka um allan heim. i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.