Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.07.1997, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Frelsi - Frítími - Fegurð GJÖRNINGAKLÚBBURINN, „Frelsi-Frítími-Fegurð" 1997. Listmuna- braskari handtekinn New York. Reuter. BANDARÍSKUR listmunasali var handtekinn í New York á mánudag, sakaður um að svíkja listagallerí, uppboðs- fyriitæki og viðskiptavini sína, en í þeim hópi eru mörg heimsþekkt nöfn úr kvik- mynda- og tónlistarheimin- um. Listaverkasalinn sveik yfir 2,5 milljónir dala, um 175 milljónir ísl. króna, út úr við- skiptavinum sínum með því að selja verk í þeirra eigu og hirða ágóðann. Þá er hann ákærður fyrir að selja verk sem hann vissi að voru föls- uð. Hann lýsti yfir gjaldþroti árið 1995 og bar við munaðar- lífi sínu og íjölskyldunnar. Verkin sem listmunasalinn braskaði með voru m.a. eftir Salvador Dali, William Merrit Chase, Tamara de Lempicka og Andrew Wyeth en á meðal þeirra sem hann sveik fé út úr eru Steven Spielberg, aðal- söngvari Kiss, Paul Stanley, leikarinn Jack Nicholson og Christie’s uppboðsfyrirtækið. Verði hann fundinn sekur um öll ákæruatriðin 38 á hann yfir höfði sér allt að 190 ára fangelsi. TONLIST Ilallgrímskirkja „SUMARKVÖLD VIÐ ORGELIГ Verk eftir Viviani, J. S. Bach, Tele- mann, Wiedermann og Eben. Einar St. Jónsson, trompet; Douglas A. Brotchie, orgel. HaUgrímskirkju, sunnudaginn 29. júní kl. 17. ÞRÁTT fyrir rakið útivistarveður með glampandi sól í heiði, fjöl- menntu tónleikagestir í Hallgríms- kirkju seinnipart sunnudagsins sl. til að hlýða á þá Einar St. Jónsson og Douglas A. Brotchie flytja göm- ul og ný verk fyrir ýmist einleiks- orgel eða samleik orgels og tromp- ets í tónleikaröðinni „Sumar við orgelið". Með glöggu gestgjafa- auga mátti að vísu greina marga áheyrendur af erlendu bergi, enda virðist Hallgrímskirkja njóta meiri athygli ferðamanna en gengur og gerist um tónleikastaði höfuðborg- arsvæðisins, hverju sem það er að þakka, að frátöldu víðkunnu hljóð- færi og áberandi byggingu. Nema einhvers staðar sé vel unnið að kynningarmálum. Fimmþætt dagsskrá Dagskráin var fímmþætt; verk- um raðað eftir aldri frá barokki að nútíma, og veittu tvö einleiks- verk fyrir orgel, þ.e. 2. og 4. at- riði, trompetleikaranum hentuga hvíld. Hafizt var handa með Só- nötu fyrir einleikstrompet eftir lítt kunnan ítalskan smámeistara, Gio- vanni Bonaventura Viviani frá 1678. Tónleikaskráin var því miður þögul sem gröfin um þennan auð- heyrilega færa mann sem aldrei hefur áður rekið á fjörur undirrit- aðs, og eftir að hafa flett 6 tón- söguritum eða 7 gafst ég upp; nafnið fannst hvergi. Gæti Viviani þó sem hægast verið Feneyingur, því þar blómstraði lúðraspil í höf- uðkirkjum, enda gat stfllinn minnt dulítið á e.k. barokkútfærslu á Gabrieli; einfaldur en tiginn (kóng- ar og stórkirkjur höfðu nánast einkaleyfi á notkun trómeta í eina tíð), og Einar blés mjög fallega með skærum, stöðugum tóni, sem átti eftir að einkenna allan leik hans á þessum tónleikum. Douglas Brotchie réðst þessu næst á einn af höfuðprófsteinum MYNPLIST Mcnning<armiðstöðin Gcrðubcrg INNSETNING, BLÖNDUÐ TÆKNI GJÖRNINGAKLÚBBURINN Opið mánudaga-fímmtudaga kl. 12-21 og föstudaga-sunnudaga kl. 12-19 til 31. ágúst HALLDÓRA ísleifsdóttir, Eirún Sigurðardóttir, Ólöf Jónína Jóns- dóttir og Sigrún Hrólfsdóttir skipa gjörningaklúbbinn. Samstarf þeirra hófst í febrúar 1996 með „Kossa- gjörningi" í sjónvarpsþættinum Dagsljósi. „Frelsi - frítími - feg- urð“ nefnist innsetning klúbbsins í Gerðubergi og er viðfangsefni verk- anna sett fram með háði á tísku og lífshætti fólks og almennum við- horfum um hvað er fallegt og gott. Sýningin er ádeila á viðtekin gildi í þjóðfélaginu og er útfærsla verk- anna skopstæling á viðfangsefninu. Sælureitur er búinn til með gras- teppi og tjaldi komið fyrir ásamt viðeigandi búnaði og uppblásnum dúkkum af karli og konu. Á vegg hanga bleik og græn loðteppi fyrir ofan tvo hægindastóla og er annar með mjúku áklæði og hjartaformum en hinn klæddur svörtum leðuról- um. Á víð og dreif eru stórir plast- hlutir úr snyrtivöruverslun á stöpl- um, af kremkrukkum og ilmvatns- orgelleikarafagsins, Tríósónötu Bachs í C-dúr, og var mesta furða hvað hann komst upp með, verandi ekki orgelleikari að aðalstarfi, þó að gamla viðmiðun undirritaðs í tríósónötunum, Karl Richter, væri eðlilega nokkru frá og ofar í innra eyranu. Raddavalið verkaði ekki sérlega spennandi, einkum í fót- spili, er vantaði skýrleika og hljóm- aði nánast stöðugt fjórðungi úr slagi á eftir, en í heild slapp þó meira fyrir horn en vænta mátti af upphafi. Trompetið hljómaði aftur með orgelinu í Þrem hetjumörsum eftir hamhleypuna Telemann, greini- lega ekki ætluðum neinum dóna glösum og spegill í hvítum ramma hangir á vegg rétt hjá. Þrír sjón- varpsskermar sýna myndbandsupp- tökur af einni listakonunni liggjandi á bekk á meðan hinar bera á hana mismunandi tegundir tertuhjúps. Fjórar ljósmyndir í fullri stærð sýna síðan endanlega útkomu þar sem konan er hjúpuð og skreytt sem brauðterta, súkkulaðikaka, ijóma- eftir þáttarheitum að dæma: La Majesté, La Grace og La Vaill- ance. Bjartur og léttur tónn Einars hljómaði einkar fallega með orgel- inu hér, og var samleikurinn hinn glæsilegasti, enda raddavalið að þessu sinni öllu hugmyndaríkara en áður. Býsna áhrifamikið verk Bedrich Wiedermann hét næsti tónhöfundur; gæti eftir nafnsins hljóðan verið Súdetabúi frá Tékk- landi, en annars mætti um hann segja það sama og um Viviani, að hann er líklega fáum kunnur hér um slóðir. Enn þagði tónleikaskrá vandlega um annað en fæðingarár terta og með bleikum glassúr. Sýn- ishorn af hlutum sem eiga að vekja munúð er hér einnig stillt upp í lok- uðum glerskáp og tilheyrðu sýning- unni „Rannsóknarstofan Á.S.T.“ á Mokka-kaffi á síðasta ári. Klúbburinn leggur áherslu á að skemmta áhorfandanum með því að fegra veruleikann og trúa á að hið góða í heiminum sé yfírsterkara og dánar (1883-1951), og enn var leitað erindisleysu i uppflettiritum. En Næturljóð Wiedermanns fyrir orgel reyndist engu að síður býsna áhrifamikið verk, þó á fremur lág- um og dulúðlegum nótum væri. N.k. glissandó-kennd krómatísk bylgjuhreyfing á neðra tónsviði setti göldróttan svip á verkið með ítrekuðum innkomum, líkt og A- kafli í rondói, og aftar í verki, þar sem hljóðfærið tísti og korraði eins og heilt fuglabúr, mótaðist skemmtileg andstæða í ágætum flutningi Brotchies. Síðasta verk á skrá, „Okna“ (Gluggar) fyrir orgel og trompet eftir Tékklendinginn Petr Eben, var viðamesta nútímaverkið. I þessu tilviki fann tónleikaskrárhöf- undur sig knúinn til að birta nokk- urn fróðleik um verkið, en það kvað innblásið af frægum glermál- verkum Chagalls í ísraelsku bæna- húsi í Jerúsalem. Eben fékkst reyndar aðeins við 4 glugga af tólf helguðum hver einum ættbálki Israels, Ruben (I.), íssakar (II.), Zebúlon (III.) og Leví (IV.), og var hver i sínum höfuðlit - bláum, grænum, rauðum og gylltum. Hæfði húsi og hljóðfærum Hér kenndi ótrúlega margra graSa, og var verkið nánast sem klæðskerasaumað fyrir hljómburð Hallgrímskirkju og fjölbreytileika Klais-orgelsins. I. þáttur iðaði allur af öldugangi hafsins, blikandi fisk- um og sveimandi fuglum, og II. brá upp mynd af austrænni sveita- sælu. III. lýsti blóðrauðu sólarlagi og e.t.v. fleiru (þóttist maður m.a.s. á einum stað greina endu- róm af fallbyssuskothríð og síbylj- um slökkviliðsbíla). IV. og síðasti þáttur höfðaði til uppruna rúss- neska málarans og helgihalds í rétttrúnaðarkirkjunni, þar sem orgelið reifaði í sífellu rússneska sálmalagið forna sem flestir kann- ast við úr 1812 forleik Tsjækovskíjs á mjúkum nótum, meðan trompetið m.a. vitnaði í ýmsar strófur úr helgisöng gyð- inga í fjölskrúðugri stefjakös. Sam- leikur þeirra Einars og Douglasar tókst með miklum ágætum í góðu jafnvægi, og er óhætt að segja að verkið hafi hæft húsi og hljóðfær- um með eindæmum vel. Ríkarður Ö. Pálsson. hinu vonda með slagorðinu Ástin sigrar allt, tvímælalaust. Sýningin í Gerðubergi fjallar um yfirborðs- lega veröld á skoplegan hátt og tekst vel til. Hér eru á ferðinni ungar framkvæmdakonur og verður gaman að fylgjast með samstarfi þeirra ef heldur áfram sem horfir. HuldaÁgústsdóttir Grikkir vilja stytt- umar heim Lúxemborg. Reuter. BRESKA stjórnin lýsti því yfir á mánudag að hún myndi ekki skila Grikkjum marmarastyttunum úr Par- þenon-hofinu í Aþenu, sem hafa verið til sýnis í breska þjóðminjasafninu í tvær ald- ir. Þrátt fyrir þetta kveðst gríski menningarmálaráð- herrann, Evangelos Venize- los, vongóður um að stytt- urnar komist að endingu í hendur Grikkja, eftir fund sem hann átti með hinum breska starfsbróður sínum, Mark Fisher. Á fundinum minnti Venizelos Fisher á sam- komulag sem Melina heitin Mercouri, fyrrverandi menningarmálaráðherra Griklqa, gerði við Neil Kinnock, starfsbróður sinn, árið 1980, sem kvað á um það, að næsta ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi myndi skila stytt- unum. Breska sljórnin hef- ur nú lýst yfir því að það sé ekki æskilegt. Minna Bretar á að þeir hafi komist yfir styttumar á löglegan hátt fyrir um 200 árum og að ríkisstjórnin geti ekki þvingað breska þjóðminjasafnið til að skila Grikkjum styttunum. Grikk- ir halda hins vegar fast við það að styttunum hafi verið rænt. Þeir sem mótfallnir em því að styttunum verði skilað, fullyrða að þær væm án efa mikið skemmdar, ef ekki ónýtar, hefðu þær verið um kyrrt í þeirri gífurlegu mengun sem er í Aþenu. Grikkir binda vonir við að Bretar láti sér segjast, verði þeir aðilar að menn- ingarmálastofnun Samein- uðu þjóðanna, UNESCO, á nýjan leik, en stofnunin er hlynnt því að styttunum verði skilað. Chagöllsk litadýrð SAMLEIKUR þeirra Einars og Douglasar tókst með miklum ágætum, segir m.a. í umsögninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.