Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 02.07.1997, Qupperneq 44
44 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SIGFÚS Sigfússon, forstjóri Heklu, afhenti Önnu Þrúði Þorkels- dóttur, formanni Rauða kross Islands, lyklana að nýjum Mitsubishi Lancer GLX. Bifreið að gjöf frá Heklu BIFREIÐAUMBOÐIÐ Hekla hf. færði Rauðakrosshúsinu, neyðarathvarfi fyrir börn og unglinga, nýja bifreið að gjöf nýverið og er þetta í þriðja sinn sem bifreiðaumboðið sýnir slíka rausn í garð Rauðakrosshúss- ins, segir í fréttatilkynningu sem Morgunblaðinu hefur bor- ist. „Bifreiðin er af gerðinni Mitshubishi Lancer GLX ár- gerð 1997 og mun hún koma sér vel fyrir starfsemina, ekki síst við kynningu á starfsemi neyðarathvarfsins og trúnaðar- símans meðal nemenda í grunn- skólum um land allt,“ segir ennfremur. Rauðakrosshúsið veitir þrenns konar þjónustu, notend- um að kostnaðarlausu: Neyðar- athvarf sem er opið allan sólar- hringinn, allan ársins hring, trúnaðarsímann þar sem ræða má viðkvæm mál án þess að segja til nafns. Síminn er 511 5151, grænt númer 800 5151 og ráðgjöf sem börn og ungl- ingar leita eftir í auknum mæli. Gestakomum í Rauðakross- húsinu fjölgaði umtalsvert á síðasta ári miðað við árin á undan. Þær voru 170 í fyrra en 103 árið áður. Alls gistu yfir 90 einstaklingar í athvarfinu í 969 nætur. Um 35 þúsund ein- staklingar hafa rætt vanda sinn í trúnaðarsíma Rauðakross- hússins frá upphafi. Starfs- menn hússins tóku við ríflega fjögur þúsund símtölum í fyrra, segir einnig í fréttatilkynning- unni. Tríóið ÓHM á Sólon TRÍÓIÐ ÓHM sem skipað er þeim Óskari Guðjónssyni, saxafónleik- ara, Hilmari Jenssyni, gítarleikara og Matthíasi M.D. Hemstock, trommuleikara, heldur tónleika á Sóloni íslandusi í kvöld, miðviku- dagskvöld, og hefjast þeir kl. 22. Tónleikarnir í kvöld eru þeir fyrstu í röð þriggja þemakvölda og er viðfangsefni kvöldsins tónlist Óskars Guðjónssonar. Á efnisskrá tríósins næstu mið- vikudagskvöld verða annars vegar minnst þekktu lögin af annars lítt þekktri Bandarískri jasshefð og hins vegar nær óþekkt jasslög eft- ir íslenska höfunda. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl 20.00. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma í kvöld kl. 20. Jódís Konráðsdóttir prédikar. Beðið fyrir lausn á þínum vandamálum. ÉSAMBAND (SLENZKRA r KRISTNIBOÐSFÉLAGA Kristniboðssalurinn, Háaleitisbraut 58. Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ferðaþáttur frá Konsó í umsjón Sigurlaugar Þorkelsdóttur. Ræðumaður Benedikt Arnkels- son. Allir velkomnir. FERÐAFEIAG # ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 2. júlí kl. 20: Kvöldganga: Elliðaárdalur — Elliðavatn. 5. áfangi afmælisgöngu. Brottföi eingöngu frá Mörkinni 6. Ýmsar spennandi ferðir: 1. í fjallhögum milli Mýra og Dala 5.-6. júlí. Einstök ferð á slóðir árbókar F.l 1997. 2. Hrafntinnusker — Torfa- jökull 4.-6. júlf. Göngu- og- gönguskíðaferð. Gist í skála. 3. Arbókarganga um Vatna- leiðina 4.-6. júlí. 4. Landmannalaugar — Þórsmörk, gönguferð. Næstu ferðir 3., 4., 9. og 10. júlí. Undirbúningsfundir á mánu- dagskvöldum kl. 20. 5. Hesteyri — Hlöðuvík 5.— 12. júlí. Uppselt. 6. Eyðibyggðir á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálf- anda 11. —17/7. Laus pláss I einstaka ferð með Valgarði Egils- syni. Undirbúningsfundur mið- vikudaginn 2. júlí kl. 18.00 Mörkinni 6. 7. Á Hornströndum 12. —19. júlí. Hornvík og Hlööuvík. Hægl að stytta. Fá sæti laus. Breyttur brottfarartími, farið frá Isafirði kl 08.00. 8. Hlöðuvík — Reykjarfjörður 12. —19. júlf. Uppselt. Upplýsingar og miðar á skrifstof- unni. ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Leiðmlegir kynnar ÉG VAR einn af þeim sem að setja kynninguna fram horfðu á boxleikinn fræga sem sýndur var í sjónvarp- inu aðfaranótt sl. sunnu- dags. Mér fannst gasprið og þvaðrið í Ómari og Bubba ákaflega leiðinlegt og skemma fyrir að nokkru leyti. Þá fannst mér óþarfi eins og um hand- eða fót- boltalýsingu væri að ræða því kappleikur af þessu tagi á ekkert skylt við það efni. Björn Einarsson Urðarbakka 24, Rvík. Kattaplága EFTIRFARANDI barst Velvakanda: „Ég vil kvarta undan kattaplágu í Skipasundi. Fólk er hér jafnvel með tvo ketti og hund líka. Þessu er svo sleppt út og kettirnir drepa fugiana í görðunum. Við sem búum héma í götunni vitum ekki hvað við eigum að gera. Mér fínnst það of Skipasundi mikið þegar fólk er með tvo ketti og hund. Þetta er orðið algjör plága. Maður tínir upp dauða unga og fugla hér í görðunum. Ég er sammála Leifi Sveins- syni sem skrifaði um þetta vandamál og finnst að það ætti að taka upp katta- skatt. Fuglavinur. Ánægja með útvarps- stöðina Stjörnuna ÉG VIL koma á framfæri heyrist ekki á öðrum stöð- þakklæti til útvarpsstöðv- um þ.e. gamla góða rokkið. arinnar Stjömunnar. Þar Jóna er verið að spila tónlist sem Guðmundsdóttir. Tapað/fundið Blár vindjakki fannst BLÁR vindjakki með hettu fannst við Hrútagil á Þing- völlum laugardaginn 28. júní. Uppl. í síma 554-6959. Fílófax tapaðist í Skeifunni FÍLÓFAX, lítið og svart, töpaðust fyrir nokkrum dögum í Skeifunni á milli Sparisjóðsins og Amarins. Þeir sem hafa fundið fíló- faxið vinsamlega hafi sam- band í síma 487 8256 eða 854 6165. Dýrahald Kisa tapaðist á Selfossi BRÖNDÓTT læða með rauða ól tapaðist föstudag- inn 27. júní frá Baugs- tjöm, Selfossi. Þeir sem hafa orðið varir við kisu em beðnir að hringja í síma 482 2013 eða 854 8913. Kettlingar óska eftir heimili TVEIR sérstaklega falleg- ir kassavanir kettlingar óska eftir góðu heimili. Upplýsingar í síma 483 4886. Læðu vantar heimili SVÖRT læða með hvítar Ioppur og hvíta bringu (KR-litimir), kassavön, óskar eftir heimili. Upplýsingar í síma 551 8086. Páfagaukur fannst PÁFAGAUKUR (gári) fannst í Elliðaárdal sl. þriðjudag. Upplýsingar í síma 581 2201. Páfagaukur tapaðist LJÓSGRÁR páfagaukur með ljósgult höfuð tapaðist frá Skógarhjalla í Kópa- vogi sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 554 6923. Hlutavelta ÞESSAR duglegu stelpur, þær Steinunn og Heið- dís, héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 833 krónur. Ljósm. Ari Hafliðason FRÆNKURNAR Margrét Diljá Oddsdóttir og Petr- ína Sigrún Helgadóttir, héldu tombólu fyrir skömmu og söfnuðu 724 krónum og gáfu Rauða krossi Islands. ÞESSAR duglegu stelpur héldu hlutaveltu nýlega til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.418 krónur. Þær heita Ástrós Rut Sigurðardóttir og Kolbrún Björk Baldvinsdóttir. Ljósm. Ari Hafliðason SYSTURNAR íris Rut og Tinna Rut Jónsdætur söfnuðu um 700 krónur í tombólu og færðu Rauða krossi Islands. Víkverji skrifar... TLI það sé mikið til í því, að Islendingar leggi ekki upp I ferðalög hér innanlands, fyrr en júnímánuður er liðinn? Víkveiji hugleiddi þetta um helgina, þegar hann brá sér út úr bænum í góða veðrinu og keyrði austur að Þing- völlum. Veðrið var öldungis yndis- legt, Þingvellir skörtuðu sínu feg- ursta, fjallahringurinn var ólýsan- Iegur og gróðurilmur í lofti. Vík- veija kom á óvart, hversu fáir voru á ferð, þrátt fyrir alveg dæmalaust gott ferðaveður. Þeir fáu sem Vík- veiji og ferðafélagar hans rákust á, voru ekki íslendingar. xxx AÐ er mjög skemmtilegt að keyra Þingvallahringinn og komast þannig hjá því að aka sömu leið til baka til Reykjavíkur. Vegur- inn er líka ágætlega góður um þessar mundir - aðeins stuttur kafli á leiðinni niður að Ljósafossi sem er ekki mjög góður. Viðkoma í sundlauginni á Hótel Örk er allt- af hin ágætasta skemmtun, en sömu sögu var að segja um þá heimsókn og heimsóknina á Þing- velli, sárafátt fólk var í lauginni. Hvergerðingar búa einstaklega vel, að því er varðar sundlaugar- mannvirki. Þeir eiga hina ágætustu 50 metra sundlaug, Sundlaugina Laugaskarði, þá fyrstu sem byggð var á íslandi. Það er til fyrirmynd- ar hversu vel þeirri laug hefur verið viðhaldið. Þar er snyrti- mennskan í fyrirrúmi, og umhverfi laugarinnar allt hið fegursta. Raunar státar Laugaskarð einnig af hinu ágætasta gufubaði. Vík- veiji hefur alltaf ánægju af því að sækja Hveragerði heim, ráfa um Eden og fá sér kaffibolla og skreppa í gróðurhús í leit að ís- lensku grænmeti. Eina umkvörtun- arefni Víkvetja er hin skelfilega ljóta bygging, sem áður hýsti Tí- volíið. Víkveija finnst byggingin sú svo ljót, að hún skapi raunveru- lega sjónmengun. xxx OSKÖP lagðist nú lítið fyrir kappann Tyson, að bíta bara stykki úr eyra heimsmeistarans, Holyfield, þegar þeir kappar áttu að eigast við um heimsmeistara- titilinn í hnefaleikum. Slík vanstill- ing er Tyson til skammar og aug- ljóst að hann á við slíka skap- gerðarbresti að stríða, að hann þyrfti að leita sér hjálpar. Það er ljóst að geysilega margir urðu fyr- ir sárum vonbrigðum þegar bar- dagi þeirra Tyson og Holyfield var stöðvaður í þriðju lotu aðfaranótt sunnudagsins. Menn voru búnir að bíða spenntir eftir þessu „einvígi aldarinnar" eins og bardaginn var gjarnan nefndur, en á örskammri stundu breyttist hann í „hneyksli aldarinnar".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.