Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1997, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C/D 152. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Pólveijum Tékkum og Ungveijum boðin aðild að NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Madríd Stækkun sögð stórt skref í átt að auknu öryggi 1 Evrópu Reuter LEIÐTOGAR stærstu aðildarríkja NATO fögnuðu er niðurstaða lá fyrir á fundi þeirra í Madríd í gær. Jacques Chirac Frakklandsforseti lengst t.h., Helmut Kohl Þýskalandskanslari snýr baki í myndavélina, Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu. Madríd. Morgunblaðið. LEIÐTOGAR aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) lýstu því yfir í gær að þremur fyrrverandi Varsjárbandalagsríkjum, Póllandi, Tékklandi og Ungveijalandi, yrði boðin aðild að bandalaginu, en í loka- yfirlýsingu var áhersla lögð á það að dyrnar myndu áfram vera opnar og sérstaklega tekið fram að í Rúme- níu, Slóveníu og Eystrasaltsríkjun- um hefðu orðið miklar framfarir, sem ekki hefðu farið fram hjá NATO. Rúmenar lýstu því þegar yfir að þeir stefndu að aðild í næsta skipti sem hún stæði til boða og lýsti forsætisráðherra landsins, Victor Ciorbea, því yfir að ástæða þess að Rúmenum var ekki boðin aðild nú, væri sú að umbætur í kjölfar valda- tíðar kommúnista hefðu dregist. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að stigið hefði verið stórt skref í átt að auknu öryggi í Evr- ópu. „Við brúuðum sögulega gjá og hófum ferðalag til nýrrar Evrópu og nýrrar aldar," sagði Clinton og bætti við: „Ég vil segja eitt við Pólveija, Ungveija og Tékka: Hetjuskapur ykkar gerði þennan dag mögulegan. Þið hélduð lífi í voninni um frelsi gegnum löng ár myrkurs. Ég man enn uppreisnina í Ungveijalandi 1956, vorið í Prag 1968 og skipa- smíðastöðina í Gdansk 1981.“ Þjóðverjar létu fyrstir undan Rúmenar, Slóvenar og Eystra- saltsríkin voru meðal þeirra 11 ríkja, sem höfðu sótt um inngöngu í Atl- antshafsbandalagið. Frakkar voru fremstir í flokki níu ríkja, sem kröfð- ust þess að Rúmenum og Slóvenum yrði boðin aðild að NATO auk ríkj- anna þriggja, sem greint var frá í gær. Bandaríkjamenn lögðust hins veg- ar alfarið gegn því, sögðu að ríkin yrðu aðeins þijú og höfðu sitt fram á endanum. Hans Van Mierlo, utan- ríkisráðherra Hollands, sagði í gær að Þjóðverjar hefðu fyrstir látið und- an Bandaríkjunum og hin ríkin hefðu fylgt á eftir. Þegar ljóst var að Bandaríkja- menn hefðu haft sitt fram tók við rimman um orðalag yfirlýsingarinn- ar. Leggja þurfti áherslu á að dyrn- ar að NATO stæðu áfram opnar og vildu Frakkar og bandamenn þeirra að Rúmeníu og Slóveníu yrði getið. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í gær að aldrei hefði annað komið til greina en að þá yrðu Eystrasaltsríkin einnig nefnd. Norð- urlöndin voru helstu stuðningsmenn Eystrasaltsríkjanna og sagði hátt- settur embættismaður í kanadíska utanríkisráðuneytinu að þar hefði þáttur íslands verið áberandi. „Ríkulegur ávöxtur mikils erfiðis" „Bandalagið býst við að úthluta fleiri boðum um inngöngu á næstu árum,“ sagði Javier Solana, fram- kvæmdastjóri NATO, í gær. „Ekkert Evrópuríki, sem mun uppfylla skil- yrðin fyrir aðild að Atlantshafs- bandalaginu, verður útilokað frá aðild.“ Aleksander Kwasniewski, forseti Póllands, lýsti yfir ánægju sinni í gær. „Pólveijar hafa mátt bíða svo lengi og nú eru dyrnar að fullri að- ild að NATO opnar,“ sagði hann. Vaclav Havel, forseti Tékklands, sagði að boðið um inngöngu í NATO hefði verið ríkulegur ávöxtur mikils erfiðis ríkjanna þriggja til að losna við fortíð kommúnismans. Hann kvaðst stoltur af þeirri gerbreytingu, sem orðið hefði á stjórnkerfum ríkj- anna þriggja, og sagði um leið að Pólveijar, Tékkar og Ungveijar hugsuðu nú hlýtt til þeirra ríkja, sem hygðu á aðild. Chirac bar sig vel Frakkar, sem fyrir 18 mánuðum lýstu því yfir að þeir hygðust taka þátt í hernaðarsamstarfi NATO eftir að hafa staðið utan þess í rúma þijá áratugi, eru nú hættir við vegna deilna við Bandaríkin um yfirher- stjórn syðri vængs NATO, sem tekur til Miðjarðarhafsins. Vildu Frakkar að evrópskur hershöfðingi gegndi stöðunni, en Bandaríkjamenn sögðu að ekki kæmi annað tii greina en að hún yrði áfram í höndum banda- rísks hershöfðingja. Hermt var að Chirac hefði í gær farið hörðum orð- um um yfirgang Bandaríkjamanna í NATO en opinberlega tók hann ósigrinum vel. „Við ættum að líta á þennan fund sem skref á þróunar- ferli,“ sagði forseti Frakklands. „Þetta er mikilvægt skref, sem við hefðum ekki getað gert okkur í hug- arlund fyrir tveimur árum.“ Sagt var að lengi vel hefði litið út fyrir að deila Frakka og Banda- ríkjamanna hefði getað leitt til upp- lausnar á fundinum í Madrid. Hátt- settir kanadískir embættismenn sögðu í gær að leiðtogar Bandaríkj- anna og Frakklands hefðu ítrekað leitað til þeirra undanfarna daga og hefðu þeir getað miðlað málum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Jevgení Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sendu staðgengla sína á fundinn í Madríd. Rússar hafa frá upphafi lagst gegn stækkun og.þótt þeir hafi sætt sig við að hún væri óumflýjanleg mæltu þeir á móti henni í gær. Sagði Prímakov að Rússar teldu stækkunina „mikil mis- tök, kannski mestu mistök NATO frá lokum heimsstyijaldarinnar síð- ari“. Leiðtogafundi NATO lauk í gær, en fundahöld halda áfram í Madríd í dag. Undirritaðir verða samningar NATO og Úkraínu og síðar um dag- inn verður fundur leiðtoga þeirra ríkja, sem standa að friðarsamstarfi NATO í Evró-Atiantshafssamstarfs- ráðinu. ■ Sjá umfjöllun bls. 16-17 Yarað við borgara- styrjöld í Kambódíu Hætta eykst á hungur- dauða Seoul. Reuter. TALSMAÐUR Barnahjálpar- sjóðs Sameinuðu þjóðanna hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum í Norður-Kóreu, að í landinu séu 800.000 börn undir fimm ára aldri vannærð eða 37% þessa aldurshóps. Talsmaðurinn sagði að mjög illa væri komið fyrir 10% barn- anna, 65% væru vannærð en ekki sjúk og önnur hefðu ónóga næringu. Ole Gronning, fulltrúi Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálf- mánans í Pyongyang, sagði í síðasta mánuði, að hætta væri á, að fimm milljónir manna dæju hungurdauða í N-Kóreu ef ekki yrði strax brugðist við til hjálp- ar. í gær voru birtar sjónvarps- myndir sem teknar voru á sjúkrahúsi í Hamhung, í Suður- Hamgyon-héraði, sem er á aust- urströnd Norður-Kóreu og sýna lítil börn fársjúk af næringar- skorti. ■ Syninum svarðir/18 París, Phnom Penh. Reuter. NORODOM Ranariddh prins, annar af forsætisráðherrum Kambódíu, varaði við því í gær að borgarastyij- öld myndi hefjast í landinu ef hinn forsætisráðherrann, Hun Sen, sem steypti prinsinum af stóli um helg- ina, féllist ekki á að hann tæki við embættinu að nýju. Ranariddh, sem flúði frá Kambódíu á föstudag, hélt blaða- mannafund í París og hvatti ríki heims til að viðurkenna ekki nýja stjórn Huns Sens. Prinsinn sagði að Kambódía uppfyllti ekki lengur skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð frá ríkj- um og stofnunum, sem lofuðu land- inu 450 milljóna dala (32 milljarða króna) aðstoð í vikunni sem leið gegn því að stjórnin tryggði pólitísk- an stöðugleika í landinu. Hun Sen hvatti hins vegar þjóðir heims til að skipta sér ekki af mál- efnum Kambódíu og sagði að þjóðin væri einfær um að leysa vandamál sín. Útlendingar fluttir á brott Tælenski flugherinn flutti 800 útlendinga, aðallega Tælendinga, frá Phnom Penh í gær en óvissa ríkti um örlög 200 ferðamanna og starfsmanna hjálparstofnana, sem urðu innlyksa í bænum Siem Reap um helgina vegna harðra bardaga. Heimildarmaður i lögreglunni í Phnom Penh sagði að 58 manns hefðu faliið og allt að 200 særst í bardögunum sem hófust á laugar- dag. Ekki kom til átaka í höfuð- borginni í gær en Ranariddh sagði að stuðningsmenn sinir hefðu sætt ofsóknum hermanna Huns Sens. Kambódíska innanríkisráðuneytið skýrði frá því að hermennirnir hefðu myrt Ho Sok, háttsettan embættismann í ráðuneytinu úr flokki Ranariddhs, eftir að hafa handtekið hann. ■ Lýðræðistilraunin/18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.