Morgunblaðið - 09.07.1997, Page 2

Morgunblaðið - 09.07.1997, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kjaradeila verkstjóra og Reykjavíkur Verkfall boð- að á föstudag SATTAFUNDUR var haldinn í gær í kjaradeilu Verkstjórasambands íslands vegna 60 verkstjóra hjá Reykjavíkurborg og samninga- nefndar borgarinnar. Verður við- ræðum haldið áfram kl. 15 í dag og að sögn Þóris Einarssonar rikis- sáttasemjara er nokkuð góður sam- starfsandi í viðræðunum. Verkstjór- ar hafa boðað verkfall hjá borginni næstkomandi föstudag hafí samn- ingar ekki náðst fyrir þann tíma. Komi til verkfalls á föstudag mun það hafa töluvert víðtæk áhrif á starfsemi og ýmsar framkvæmdir hjá Reykjavíkurborg. Að sögn Pét- urs Kr. Péturssonar, starfsmanna- stjóra hjá borgarverkfræðingi, er líklegt að verkfallið myndi m.a. hafa truflandi áhrif á gatnaviðgerð- ir, sláttuvinnuflokka, starfsemi hol- ræsadeildar, sem hefur dælustöðvar og frárennslismál á sinni könnu, og hugsanlega einnig á starfsemi Veitustofnana. Samningur flugmanna Landhelgisgæslu Sl. mánudag undirrituðu samn- inganefnd Félags íslenskra atvinnu- flugmanna og samninganefnd ríkis- ins nýjan kjarasamning fyrir flug- menn hjá Landhelgisgæslunni. Samningurinn er í öllum meginatr- iðum svipaður þeim samningum sem flugmenn hjá flugfélögunum hafa gert að undanfömu, skv. upp- lýsingum Þóris Einarssonar. í gær héldu samninganefndir Verkamannasambandsins og Pósts og síma hf. áfram tilraunum til að ná samkomulagi vegna starfs- manna hjá fyrirtækinu og stóð fundurinn fram á kvöld. Framkvæmdastjóri VSÍ um fyrirtækjasamninga Gamaldags verkalýðs- foringjar vilja hækkanir Frjálst val gagnvart starfsmönnum en ekki stéttarfélögum en hann sagði að í nokkrum fyrir- tækjum væru þó í gangi samtöl á milli starfsmanna og stjórnenda. Aðspurður hvort atvinnurek- endur fyndu fyrir þrýstingi þessa dagana á að hækka laun umfram almennu kjarasamningana, sagði Þórarinn að það væri misjafnt eftir atvinnugreinum. „I einstaka greinum, sem hafa kannski legið eftir síðustu árin, hefur komið upp þrýstingur en í það heila tekið sýnist okkur að það sé sæmileg ró á markaðnum, sem er ekkert ólíkt því sem hefur verið,“ svaraði Þórarinn. Sagði hann að þessa þrýstings hefði m.a. gætt í málmiðnaðargreinum, þar sem uppgangur hefur verið að undanförnu. „VIÐ höfum áhyggjur af gamal- dags verkalýðsforingjum, sem koma og segja; nú viljum við fá fyrirtækjasamning um hækkað kaup og ekkert annað. Samning- arnir gefa ekkert færi á slíkum samtölum og gefa stéttarfélögun- um engar heimildir til að knýja dyra og krefjast samninga," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ í samtali við Morgunblaðið. „Það er algerlega fijálst val fyr- irtækjanna gagnvart starfsmönn- unum, en ekki gagnvart stéttarfé- lögunum, hvort þau kjósa að gera slíka samninga. Þá er grundvallar- reglan sú að samið verði um ein- hveijar breytingar þannig að það myndist eitthvert hagræði til skipta. Fyrirtækjasamningamir em ekki farvegur fyrir einhliða kauphækkanir, það þarf enga samninga til þess. Það em bara gamaldags yfirborganir," sagði Þórarinn. Engar viðræður í sumar í flestum kjarasamningum sem gerðir hafa verið á almenna vinnu- markaðnum á undanförnum mán- uðum er að finna heimild til gerð- ar fyrirtækjasamninga án aðildar stéttarfélaga, með það að mark- miði að ná fram aukinni fram- leiðni og bæta kjör starfsmanna. Viðræður um gerð fyrirtækja- samninga liggja að mestu niðri yfir hásumarið að sögn Þórarins, Fjórir mánuðir liðnir frá strandi Víkartinds í Háfsfjöru Skipið minnkar stöðugt LÍTIÐ er orðið eftir af upp- runalegu útiiti Víkartinds sem strandaði í Háfsfjöru í mars- byrjun. Búið er að logskera stóran hluta hans og hífa bitana í land með skipskrönunum. Var annar þeirra lengdur um 12 metra, meðal annars til að hægt væri að ná ljósavélunum. Síðar í mánuðinum verður annar kraninn tekinn burt en hinn notaður áfram. Um 30 starfs- menn þriggja fyrirtækja vinna við niðurrifið, frá Titan, Vijs- muller og Vélsmiðju Orms og Víglundar og starfsmenn frá Hringrás brylja bútana endan- lega niður. Æ erfiðara er að veijast ágangi sjávar eftir því sem skipið minnkar og munu verklok ráðast af veðri. Morgunblaðið/Júlíus Forsljóri Þjóðhagsstofnunar varar við of slökum taumi í uppsveiflu Ekki merki um þenslu ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, telur ekki ástæðu til að ætla að þensla sé að grafa um sig. Hann segir að batn- andi efnahag fýlgi vaxandi hætta á þenslu en erfitt sé að meta hvenær hún sé komin á það stig að nauðsyn- legt sé að bregðast við henni, mæli- kvarðamir sem líta þurfi til séu nokkrir. Verðlagsþróun undanfarið hefur að hans sögn ekki gefið tilefni til að draga þá ályktun að þensla sé að grafa um sig. „Verðlagsþróun hefur í aðalatriðum verið í samræmi við það sem menn reiknuðu með eftir gerð kjarasamninga." Bandaríkjamenn fagna auknu atvinnuleysi Þórður segir líklegt að þar sem atvinnuleysi hafí farið minnkandi að undanfömu sé vinnumarkaðurinn að nálgast þau mörk að hætta myndist á launaskriði. „Á slæmu máli er tal- að um náttúrulegt atvinnuleysi, sem menn telja að sé um 4%. Nú stefnir í að atvinnuleysi verði 3,7% á þessu ári, sem er lækkun úr 4,3% í fyrra og 5% árið þar áður. Breytingar á milli ára ættu að vera viðráðanlegar en þessi lækkun gefur tilefni til að vera vel á varðbergi. í þessu sam- bandi má geta þess til fróðleiks að fyrir nokkrum dögum var því fagnað í frétt í Financial Times að atvinnu- leysi í Bandaríkjunum hefði aukist úr 4,8% í 5% á milli mánaða. Þetta er óvanalegt í umræðunni hér heima en stafaði af því að menn vom farn- ir að hafa verulegar áhyggjur af þenslu í Bandaríkjunum,“ segir Þórður. Hann segir að nú beri á sögusögn- um um að erfitt sé að fá fólk í vinnu í sumum greinum. Það tengist af- mörkuðum sviðum og hann nefnir byggingastarfsemi sérstaklega. „Það er erfítt hjá því að komast að dálítið álag verði í þeirri grein við þær aðstæður sem em núna.“ Hann segir að reikna megi með því að atvinnuleysi minnki töluvert á næstu vikum og mánuðum og fram á haustið og menn þurfí að fylgjast mjög vel með því og vera viðbúnir að grípa inn í ef ástæða þyki til. Uppgangur í efnahagslífinu Vísbendingu um þenslu má lesa út úr ýmsum veltutölum, s.s. virðis- aukaskatti, bflasölu, sementssölu o.þ.h. en þær gefa vísbendingar um umsvif í efnahagslífínu. „Þær bera þess merki að mikill uppgangur sé í efnahagslífinu en gefa þó varla til- efni til að draga þá ályktun að þensla sé komin á hættulegt stig.“ Þórð- ur segir peningamálatölur segja sömu sögu og veltutölur, þær sýni vel upptaktinn í efnahagslífínu en varla sé tilefni enn til að hafa af þeim verulegar áhyggjur. „Þó er rétt að ítreka að í þessum efnum verður að byggja á innsæi og tilfinn- ingu vegna þess að menn sjá vana- lega ekki fyrr en eftirá að þensla og umsvif séu komin á hættulegt stig.“ Þórður segir fjárfestingar og framkvæmdir gríðarlegar í þjóðar- búinu. í þeim hafí verið stígandi allt árið og þær muni ekki ná hámarki fyrr en líða tekur á sumarið. „Ef við drögum þetta saman felur þetta í sér að það er mikill uppgang- ur en talnaefni virðist ekki staðfesta að þensla sé að grafa um sig þótt það kunni að vera. Þess vegna er skynsamlegt að fara varlega við hagstjóm og vera þess minnugur að einmitt á þessum stað í hagsveifl- unni hafa menn gert stærstu skyss- urnar hér áður fyrr, þ.e. með því að hafa of slakan taum í uppsveiflu. Þess vegna er mjög mikilvægt að gætt sé fyllsta aðhalds í peningamál- um fram eftir árinu þar til skýrari mynd fæst af efnahagslegum áhrif- um umsvifa og stefnan í ríkisfjár- málum liggur fyrir. Þá verður rétti tíminn til endurmats og fram að þeim tíma held ég að það sé mikil- vægt að hafa það á orði a.m.k. að lækka vexti ekki of mikið og ekki of fljótt. Mikilvægast er að tryggja að hlutirnir fari ekki úr böndunum," sagði Þórður. Morgun- sjónvarp RÚV hefst í haust MORGUNÞÁTTUR hefur göngu sína hjá Ríkissjónvarpinu næsta haust. Samningaviðræður standa nú yfir við Saga Film um útsendingar og tækni- lega úrvinnslu. „Ef samningar takast munu þættimir hefja göngu sína frá og með októberbyijun og verður sent út alla virka daga milli 7 og 9 á morgnana,“ sagði Sigurður Valgeirs- son, dagskrárstjóri Sjónvarpsins. „Sjónvarpið mun alfarið stjóma þætt- inum. Svo ég noti líkingamál úr bóka- útgáfu þá erum við útgefendumir, en Saga Film prentsmiðjan.“ Sigurður sagði að fyrirhuguð sam- vinna við Saga Film væri mjög spenn- andi. „Við munum fullnýta myndver okkar næsta vetur svo við höfum ekki pláss fyrir þáttinn innanhúss. Saga Film getur líka náð töluverðri hagkvæmni við vinnsluna." Sigurður segir að umsjónarmenn þáttarins hafí ekki verið ráðnir og það verði ekki gert fyrr en samning- ar hafi náðst við Saga Film. Trúlega muni Sjónvarpið auglýsa eftir starfs- fólki síðar í sumar. Flestir sem ráðn- ir séu til starfa hjá innlendri dag- skrárdeild séu ráðnir sem verktakar yfír veturinn. Morgunsjónvarp hefur verið að ryðja sér til rúms í dagskrá sjónvarps- stöðva víða um heim. í morgunþátt- um er gjaman blandað saman frétt- um og ýmsum dægurmálum. Að sögn Sigurðar er morgunþáttur Sjónvarps- ins hugsaður með svipuðu sniði og áhersla lögð á málefni líðandi stund- ar, fréttir, veðurfréttir og íþróttir. Kemur ekki niður á íslenskri dagskrárgerð Sigurður vildi ekki tjá sig um kostnaðinn við gerð morgunsjón- varps, en sagði að hann ætti ekki að koma niður á annarri íslenskri dagskrárgerð. „Við erum að stórefla innlenda dagskrárgerð. Næsta vetur verðum við til dæmis með íslenskt leikrit á dagskrá vikulega. í vor tók- um við upp 15 stutt íslensk leikrit. Þá er búið að gera samninga við leik- ara um lækkun kostnaðar við endur- sýningar svo nú getum við farið að sýna íslensk leikrit úr safni Sjón- varpsins. Það er hugsanlegt að morgunþátt- urinn eigi eftir að breyta nokkuð áherslum í öðrum þáttum eins og Dagsljósi. Ég vona að þessir þættir eigi eftir að spila vel saman,“ sagði Sigurður. \ ) I I \ I \ \ i » L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.