Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚU 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Stórframkvæmdir að hefjast
á Sultartanga
4,2 milljónir
rúmmetra j ar ð-
vegs fjarlægðar
3,4 km löng aðrennslisgöng, 7,2 km frá-
rennslisskurður og bygging stöðvarhúss
eru meðal verkþátta á Sultartanga
MIKLAR framkvæmdir eru að hefj-
ast við Sultartangavirkjun í þessum
mánuði. Þar verða gerð aðrennslis-
göng gegnum Sandafell og að magni
til verður sú framkvæmd stærri en
gerð jarðganga undir Hvalfjörð.
Einnig verður gerður 7,2 km langur
frárennslisskurður frá stöðvarhúsinu
að Þjórsá og við það verk verða þijár
milljónir rúmmetra jarðvegs fluttar.
Þetta er stærsta framkvæmd á þessu
sviði sem Landsvirkjun hefur ráðist
í. Samtals verða fluttar 4,2 milljónir
rúmmetra af jarðvegi við fram-
kvæmdirnar. Loks hefst uppsteypa
á sjálfu stöðvarhúsinu í september.
Samtals fara 42 þúsund rúmmetrar
af steypu í allt verkið, þ.e. stöðvar-
hús og annað hús sem því tilheyrir
og aðkomugöngin.
Þessa dagana er verið að grafa
fyrir stöðvarhúsinu og er það
stærsta framkvæmdin núna. Gerður
var verksamningur við ístak hf. í
marsmánuði um að grafa fyrir hús-
inu og var áætlað að því verki lyki
um síðustu mánaðamót. Þá var gerð-
ur samningur við Fossvirki-Sultar-
tanga sf., sem eru sömu aðilar og
vinna að gerð Hvalfjarðarganga,
þ.e. ístak, Skaanska og Pihl & Son,
um að ljúka greftrinum og byggja
stöðvarhúsið. Einnig fólst í samn-
ingnum að Fossvirki byggði að-
rennslisgöng frá Sultartangavirkjun
að stöðvarhúsinu.
Landsvirkjun gerði einnig samn-
ing við Suðurverk hf. og Amarfell
ehf. um að grafa frárennslisskurð
virkjunarinnar, sem er mikið mann-
virki, 7,2 km langur. Loks samdi
Landsvirkjun í lok júní við Sulzer
Hydro í Þýskalandi og ESB Intemat-
ional í írlandi um kaup á vél- og
rafbúnaði fyrir virkjunina.
Mestu efnisflutningar í sögu
verklegra framkvæmda?
Fyrsta verksamningnum, greftri
fyrir stöðvarhús, er nú að ljúka og
er nú annar verkhlutinn að hefjast,
þ.e. að ljúka greftrinum og byggja
húsið. Bygging stöðvarhússins hefst
í september. Jafnframt hefur Foss-
virki hafíð undirbúning að jarð-
gangagerðinni. Suðurverk og Arnar-
fell hefja gerð frárennslisskurðarins
í lok þessa mánaðar.
Fjarlægja þarf þijár milljónir
rúmmetra af jarðefnum úr frá-
rennslisskurðinum og eru það mestu
efnisflutningar sem Landsvirkjun
hefur ráðist í og líklega þeir mestu
í sögu verklegra framkvæmda á
landinu.
Þá þarf að flytja 500 þúsund rúm-
metra úr aðrennslisgöngunum, sem
eru 3,4 km löng, sem er 100 þúsund
rúmmetrum meira en fjarlægt er úr
Hvalfjarðargöngum. Þau eru 5,7 km
löng.
Ráðgert er að fyrsta vél virkjunar-
innar fari í gang 15. nóvember 1999
og næsta vél 20. janúar árið 2000.
Samtals verða framleidd 120 mega-
vött í virkjuninni.
Sömu tæki notuð og í
Hvalfjarðargöngum
Grétar Halldórsson, staðarverk-
fræðingur Fossvirkis í Sultartanga-
virkjun, segir að gera þurfi um 100
metra langan skurð frá lóninu að
sjálfum aðrennslisgöngunum og þar
þurfí að flytja um 100 þúsund rúm-
metra af jarðvegi. Til þess að gera
aðrennslisgöngin verða notuð á milli
700 og 800 tonn af sprengiefni og
fjarlægja þarf 500 þúsund rúmmetra
af jarðvegi úr þeim. Fossvirki leigir
borvagn frá Svíþjóð til þess að bora
aðkomugöngin og hefst sú vinna í
september. Við sjálf aðrennslisgöng-
in í haust verða notuð sömu tæki
og nú eru í notkun í Hvalfjarðar-
göngunum. Borvagninn sem er
leigður er heldur minni en sá sem
notaður er í Hvalfjarðargöngunum
og hentar betur við gerð aðkomu-
ganganna.
Byijað verður á gerð ganganna
sunnanmegin í haust og einnig hefst
þá undirbúningur að því að hefja
borun norðanmegin. Sú framkvæmd
hefst svo næsta vor. Göngin verða
15 metrar á hæð og verða boruð í
tveimur áföngum. í fyrri áfanganum
verður hæðin 8-10 metrar og f seinni
áfanganum verða þau dýpkuð um
5-7 metra.
Grétar segir að göngin séu höfð
svo stór til þess að vatnshraðinn
FRÉTTIR
Suítartangalón Búöarháls
114 d, 297,5 m.y.s •,
Sanðafé|l\ ;;;
Skurbur, 100 m
Sultar-
'tanqi
Yfirfall
Tungnaá
f-py Vaðalda
//
Sultartangavirkjun
Stöövarhús-w*
Frárennslis-
skurbur
7,É km—ré
Abrennslisskurbur-
Gangainntak-,
Þversniö
löfnunarþró
Stöbvarhús
3jarnalón
245 m.y.s.
Búrfellsstífla
verði ekki of mikill. Það er gert til
þess að vatnsstraumurinn rífi ekki
með sér gijót úr gangaveggjum.
Grétar segir að mikil reynsla hafi
fengist af gerð jarðganganna á Vest-
fjörðum og Hvalfjarðargöngum. ís-
lenskir starfsmenn hafi verið þjál-
faðir til þessara starfa en þjálfaðir,
íslenskir starfsmenn á þessu sviði
hafi ekki fyrirfundist í landinu fyrir
nokkrum árum.
Grétar segir að óhemjumikið
magn af steypu fari í þessar fram-
kvæmdir, það er byggingu húsa og
aðkomuganga, eða um 42 þúsund
rúmmetrar. Fossvirki flytur inn sér-
staka, tölvustýrða steypustöð sem
verður sett upp á staðnum. Stöðin
kemur frá Þýskalandi og verður með
stærri steypustöðvum á landinu.
Stærsta verkefnið
Dofri Eysteinsson, framkvæmda-
stjóri Suðurverks, segir að gerð frá-
veituskurðarins, frá stöðvarhúsinu
út í Þjórsá, sé stærsta verkefnið sem
fyrirtækið hefur ráðist í. Verkið er
unnið saman af Suðurverki og Am-
arfelli.
1,4 milljónir rúmmetra af lausum
jarðvegi verður fjarlægður og
sprengja þarf 1,7 milljónir rúm-
metra. Áætlað er að notuð verði allt
að 800 tonn af sprengiefni við gerð
skurðarins.
Fyrirtækið fjárfestir í átta stórum
tækjum vegna framkvæmdanna.
Dofri segir að fjárfest verði fyrir á
bilinu 220-250 milljónir króna vegna
skurðarins. Suðurverk hefur m.a.
pantað tvo borvagna, fimm 37 tonna
Caterpillar flutningabíla og eina
Caterpillar 375 gröfu sem vegur 87
tonn. Þetta verður stærsta grafan á
landinu. Einnig verða notuð fjölmörg
önnur tæki við verkið, þ.á m. jarðýt-
ur og 55 tonna Caterpillar D-10
grafa, sem Suðurverk notaði í Há-
göngumiðlun og var hún þá stærsta
grafan á landinu.
Dofri segir að skurðurinn verði
dýpstur 34 metrar og 12 metra
breiður í botni. Skurðarveggurinn
verður allur steypusprautaður og er
áætlað að í það verk fari um þijú
þúsund rúmmetrar af steypu. Steyp-
an verður löguð í steypustöð á staðn-
um sem er í eigu Arnarfells. Starfs-
mannafjöldi er áætlaður 60-70
manns.
Undirbúningur fyr-
ir Argentínuför
Islenska Olympíuliðið í stærðfræði
Morgunblaðið/Amaldur
STEFÁN Freyr Guðmundsson, Kári Ragnarsson, Pétur Runólfsson, Marteinn Þór Harðarson, Stef-
án Ingi Valdimarsson og Hannes Helgason, keppendur á Ólympíuleikunum í stærðfræði, ásamt
einum þjálfara sinna, Áskeli Harðarsyni.
ÓLYMPÍULIÐ íslands í stærðfræði
undirbýr sig af fullum krafti fyrir
Ólympíuleikana í stærðfræði sem
haldnir verða í Argentínu 24. og 25.
júlí. Þátttakendur verða frá um átta-
tíu löndum og koma sex keppendur
frá hveiju landi. íslenska liðið hóf
undirbúning sinn í byijun júní og
mun æfa látlaust fram að keppn-
inni. Æft er fimm daga vikunnar
auk þess sem keppendur fá heima-
verkefni til úrlausnar og einu sinni
i viku er haldin fjögurra og hálfs
tíma keppni.
Á haustin eru haldnar stærðfræði-
keppnir sem sjö til átta hundruð
nemendur framhaldsskóla taka þátt
í. Úrslitakeppni er haldin í framhaldi
af því og tlu efstu taka þátt I Nor-
rænni keppni í apríl á hveiju ári.
Úr þeim hópi eru sex valdir til að
taka þátt í Ólympíuleikunum.
Að þessu sinni keppa fyrir hönd
íslands þeir; Stefán Freyr Guð-
mundsson, Marteinn Þór Harðarson
og Hannes Helgason, allir úr Flens-
borgarskóla, Kári Ragnarsson, úr
Menntaskólanum við Hamrahlíð,
Pétur Runólfsson, Fjölbrautaskóla
Suðurlands, og Stefán Ingi Valdi-
marsson, Menntaskólanum í Reykja-
vík.
Fjórir keppendanna tóku einnig
þátt í keppninni í fyrra og fóru þá
til IndlandS. Þeir sögðu að hitinn
hefði verið óþægilegur og maturinn
vondur en hlakka engu að síður til
að fara til Argentínu þar sem svalt
er í veðri á þessum árstíma. Þeir
segja það vera gaman að taka þátt
I keppninni en mikill lærdómur fylgi.
„Stærðfræðikeppnir hjá okkur
byrja miklu seinna en gerist annars
staðar, börnin byija yfirleitt yngri.
Okkar keppendur hafa því minni
reynslu," sagði Áskell Harðarson,
stærðfræðikennari í Flensborgar-
skóla, einn af leiðbeinendum kepp-
enda. Fram til þessa hafa íslending-
ar unnið til bronsverðlauna í ein-
staklingskeppni en Ólympíuliðið hef-
ur aldrei lent í verðlaunasæti.
Lagt verður af stað frá íslandi
18. júlí og í för með keppendum
verða þeir Áskell Harðarson og Lár-
us Bjarnason, aðstoðarskólameistari
í Borgarholtsskóla. Undirbúningi
lýkur ekki með brottför því Áskell
heldur áfram kennslu að nokkru leyti
í ferðinni, en Lárus fer á undan og
sér um að snúa verkefnum í keppn-
inni á íslensku.
Meðal þátttökuskilyrða á Ólymp-
íuleikunum er að keppendur séu
ekki orðnir tvítugir seinni keppnis-
daginn og séu ekki í háskólanámi.
I
I
I
I
>
i
>
i
\
t