Morgunblaðið - 09.07.1997, Side 7

Morgunblaðið - 09.07.1997, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 7 FRÉTTIR VR hefur gert fjölda fyrirtækja- samninga VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur lokið gerð starfs- greina- og fyrirtækjasamninga við þrettán fyrirtæki og viðræður standa yfir við sex fyrirtæki um gerð slíkra samninga. í VR blaðinu sem er nýkomið út segir að starfsgreina- og fyrir- tækjasamningar verði fyrirsjáan- lega helsta verkefni samninga- nefnda og starfsmanna Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur á næstu mánuðum en fyrirtækjasamningar hafa um langt skeið verið eitt af baráttumálum félagsins. Lokið er gerð fyrirtækjasamn- inga við eftirtalin fyrirtæki: Fjöl- miðlun hf. vegna félagsmanna í VR á Bylgjunni og Stöð 2, Vöruveltuna hf. vegna starfsfólks 10/11 verslan- anna, Regn ehf., Dressman á ís- landi ehf., Ingvar Helgason hf., Bónus sf., Flugfélag íslands hf. og Flugleiðir hf., Bifreiðastöðvarnar Hreyfil, BSR og Bæjarleiðir, Bón- usvídeo ehf., Hagkaup á Eiðistorgi, Áburðarverksmiðjuna og Sements- verksmiðjuna. Viðræður standa yfir við Fálkann hf., Kreditkort hf., Osta- og smjörsöluna sf., Sam- vinnuferðir/Landsýn hf., Neyðarlín- una og Útfararstofu kirkjugarð- anna. I fullan gang í haust Þá hafa verið gerðir starfsgreina- samningar við Félag íslenskra stór- kaupmanna vegna starfsfólks í heildverslunum, VSI og Vinnumála- sambandið fyrir starfsfólk sölu: turna, Apót.ekarafélagið og VSÍ fyrir starfsfólk apóteka og Sam: band veitinga- og gistihúsa og VSÍ fyrir starfsfólk í gestamóttöku. Gunnar Páll Pálsson, forstöðu- maður fjármálasviðs VR, segir fé- lagið hafa að undanförnu mest unn- ið að gerð fyrirtækjasamninga við fyrirtæki sem standa utan samtaka vinnuveitenda. Kvaðst hann gera ráð fyrir að vinna við starfsgreina- og fyrirtækjasamninga færi í fullan gang í haust. -----♦ ♦ ♦---- Grunnskólar í Reykjavík og Kópavogi Misjafn tímafjöldi í GRUNNSKÓLUM í Reykjavík eru kennslustundir yngstu barnanna ekki eins margar og í Kópavogi, en ákveðið hefur verið að bæta við kennslustundum hjá yngstu nem- endunum í Kópavogi næsta vetur og verða kenndar 30 stundir á viku, sem er eins og kveðið er á um í grunnskólalögunum sem taka að fullu gildi 2001. Kennslustundirnar hjá eldri bekkjardeildum eru hins vegar nokkuð fleiri í grunnskólum Reykja: víkurborgar en í Kópavogi. „í yngstu bekkjardeildunum kennum við samkvæmt lágmarki grunn- skólalaganna í flestum bekkjum nema 4. bekk en þar verða kenndar 29 stundir í stað 28 eins og gild: andi grunnskólalög segja til um. í 7. bekk komum við til með að kenna 36 stundir en þar er lágmarkið nú 34 stundir," sagði Ólafur Darri Andrason hjá fræðslumiðstöð Reykjavíkur. „Hjá eldri nemendum grunnskólans kennum við sam- kvæmt núgildandi gunnskólalögum nema í 8. bekk þar sem við kennum 37 stundir í stað 35 sem er lágmark- ið núna.“ Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Blátt lón við Mývatn BLÍÐVIÐRIÐ sem verið hefur á norðanverðu landinu gefur ástæðu til að ieita hentugra staða til bað- ferða. Ferðalangar er leið áttu um Mývatnssveit á dögunum fundu ákjósanlegan stað til að sóla sig og fara í bað í leiðinni. Við Kísiliðj- una við Mývatn er heiðblátt lón með heitu vatni sem gott er að _ sóla sig við á góðviðrisdögum. Á viðvörunarskilti við lónið eru varn- aðarorð tii baðgesta, þar segir að þeir baði sig á eigin ábyrgð í lón- inu vegna þess að hitastig getur verið breytilegt og lónið misdjúpt. Tilraunadúkkur hafa þúsund líf - fjöLskyldan þín aðeins eitt Öryggi farþega og ökumanns er lykilatriði í hönnun og smíði á nýrri Toyota Corolla - því fengu tilraunadúkkur Toyota að finna fyrir í ótal árekstramælingum. Toyota Corolla er ein öruggasta bifreið sem völ er á í sínum ^ stærðarflokki enda setur Toyota sér mun strangari reglur um öryggisbúnað en gildandi öryggisstaölar kveóa Z) á um. Æ Toyota Corolla er öruggt val - hvernig sem á það er litið! Meðal öryggisatriða má nefna ABS hemlakerfi*, loftpúða fyrir ökumann og farþega í framsæti, tvöfalda styrktarbita í hurðum og þriggja punkta öryggisbelti fyrir alla farþega bílsins. v® TOYOTA rolla bifreiðum n

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.