Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forsvarsmenn Domus Medica og Skátabúðarinnar
Sáttir við ákvörð-
un um bensíndælu
Morgunblaðið/Kristján Maack
SVEINBJÖRN Björnsson háskólarektor undirritar samninginn
um aðild íslands að Norræna stjörnusjónaukanum. Honum á
vinstri hönd situr Johannes Andersen stjörnufræðingur og
stjórnarformaður norrænnar samstarfsnefndar sem fer með
málefni sjónaukans og til hægri handar honum Björn Bjarnason
menntamálaráðherra. Aftan við þá eru frá hægri Þorsteinn
Sæmundsson sljörnufræðingur og stjarneðlisfræðingarnir Einar
H. Guðmundsson og Gunnlaugur Björnsson.
Lyftistöng fyrir
stjamvísindi á Islandi
FORSVARSMENN Domus Medica
við Egilsgötu og Skátabúðarinnar
við Snorrabraut eru sáttir við þá
ákvörðun borgaryfirvalda að heim-
ila Olís að setja upp bensíndælu og
ganga frá lóðinni á gatnamótum
Snorrabrautar og Egilsgötu, þrátt
fyrir að borgarverkfræðingur gagn-
rýni innakstur að bensíndælunni frá
Snorrabraut.
Einar Páll Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Domus Medica, sagð-
ist vera mjög sáttur við þessa lausn.
„Segja má að óskir okkar og ann-
arra hér í kring hafí verið að þarna
yrði gróður og bílastæði en sú lausn
var ekki í boði,“ sagði hann. „Mein-
ingin var að reisa hér stórt íbúðar-
hús, sem við vorum mjög ósáttir
við og vildum þess í stað að gengið
yrði frá lóðinni. Það hefði átt að
gera fyrir 20-30 árum. Þegar þessi
tillaga kemur upp, sem felur í sér
frágang á lóðinni með gróðri, erum
við mjög hressir með hana jafnvel
þótt hún kosti litla bensíndælu. Við
erum fylgjandi því að lóðinni verði
komið í það horf, sem er viðunandi
fyrir allt nágrennið og við teljum
að þetta sé langbesta lausin sem
komið hefur fram til þessa. Við
erum að vísu óhressir með að lokað
er fyrir akstur af Egilsgötu niður
á planið hjá okkur, en við verðum
að sætta okkur við það. Við erum
sáttir við heildarlausnina en hún
er kannski ekki óskalausn íbúanna,
okkar eða Reykjavíkurborgar, en
viðunandi fyrir alla aðila.“
Gengið frá svæðinu
Halldór Hreinsson, verslunar-
stjóri Skátabúðarinnar, sagðist
fyrst og fremst hafa samþykkt til-
lögn um bensíndælu á lóðinni til
að ýta við að gengið yrði frá svæð-
inu. Þetta væri sennilega eina ófrá-
gengna svæðið á höfuðborgarsvæð-
inu vestan Kringlumýrarbrautar.
Sagði hann að aðkoman að bakhlið
Skátabúðarinnar breytist ekki
nema þá til batnaðar frá Snorra-
braut. Benti hann á að svæðið væri
yfírleitt hálffullt af sendibílum og
leigubílum og að hann teldi að inn-
keyrsla frá Snorrabraut um ljós
yrði til bóta fyrir umferðaröryggið
og myndi draga úr árekstrum og
slysum á svæðinu.
„Aukin umferð er jákvæð að
okkar mati,“ sagði hann. „Þegar
ein stærsta áfengisútsala borgar-
innar var hér við Snorrabraut var
mun meiri umferð. Ég held að þetta
sé ekkert sem menn þurfi að ótt-
ast, hvorki nágrannar, íbúar eða
aðrir. Ef ekki verður sett þarna
bensíndæla kæmi eitthvað annað,
sem væri plássfrekara og kallaði á
fleiri bílastæði."
Góð samvinna
„Loksins er almennilega gengið
frá þessu horni og í góðri samvinnu
við alla aðila,“ sagði Þorvaldur S.
Þorvaldsson, forstöðumaður
borgarskipulagsins. Sagði hann að
íbúarnir væru afar hressir með nið-
urstöðuna. Það eina sem þeir hafi
sett sig upp á móti var innakstur
á lóðina frá Egilsgötu en eftir að
aðkoman var flutt hafi viðhorfið
breyst.
Um afstöðu borgarverkfræð-
ings, sem gagnrýnt hefur aðkomu
að bensíndælunni um Snorrabraut,
sagði Þorvaldur að hún væri einka-
mál borgarverkfræðings. „Hann
er að gagnrýna innakstur á lóð en
það er ekki verið að aka inn á lóð
heldur inn á heilan byggingareit,"
sagði hann „Þetta verða því venju-
leg ljósastýrð gatnamót og ljósa-
stýrð gatnamót eru alltaf þannig
að ekið er í fjórar áttir. Það er
miklu skynsamlegra að fara inn á
stóran þjónustureit frá svona
tengibraut um ljósastýrð gatnamót
en að aka inn um erfið gatnamót
í húsagötu.“
Þorvaldur sagðist telja þetta
góða lausn, sem yrði til þess að
frekar yrði ekið um nýju gatnamót-
in en um Egilsgötu auk þess sem
innra flæði á reitnum yrði betra.
„Við lítum svo á hér á Borgarskipu-
lagi að við séum að laga aðstæður
á reitnum og að svona sjálfsaf-
greiðslubensínstöð eigi heima inni
í borginni," sagði hann. „Hún er
betri lausn en stórar bensínstöðv-
ar.“
Sæmileg sátt
Guðrún Zoéga, borgarfulltrúi
Sjálfstæðsiflokks í skipulags- og
umferðarnefnd, sagði að íbúar í
grennd við bensínafgreiðsluna hafi
í byijun óttast aukna umferð en svo
virtist sem sæmileg sátt væri kom-
in á við þá. Lóðin væri búin að
vera ófrágengin lengi og því mikils-
vert að gengið yrði frá svæðinu.
„Svo virtist sem það væri gert í
samvinnu við íbúana en auðvitað
hugaði maður að gagnrýni borgar-
verkfræðings en hitt varð ofaná,“
sagði hún. „Niðurstaðan varð sú
eftir breytingar að okkur fannst
ekki ástæða til að gera frekari at-
hugasemdir þrátt fyrir athugsemdir
borgarverkfræðings. “
REKTOR Háskóla íslands, Svein-
björn Björnsson, hefur undirritað
samning um aðiid Islendinga að
Norræna stjörnusjónaukanum.
Með aðildinni hefur íslenskum vís-
indamönnum verið tryggður að-
gangur að háþróuðu rannsókn-
artæki á einum besta stað sem völ
er á til stjörnuathugana, á Kanarí-
eyjum.
Norræni stjörnusjónaukinn er
spegilsjónauki og er spegillinn
2,56 metrar í þvermál. Þykir hann
mikil völundarsmíð og talinn einn
hinna bestu í heiminum vegna
skerpu og myndgæða sinna. Hann
var tekinn í notkun árið 1989 og
með honum hafa verið gerðar
margar athuganir á stjörnum og
stjarnþyrpingum sem og fjarlæg- |
um vetrarbrautum og dulstirnum.
í frétt frá Stjarnvísindafélagi
íslands segir aðvart þurfi að ef-
ast um að aðild Islendinga að
þessu norræna samstarfsverkefni
verði mikil lyftistöng fyrir stjarn-
vísindi á Islandi og fyrirhugað sé
að Islendingar verði virkir þátt-
takendur í rannsóknum með sjón-
aukanum strax á þessu ári.
Olíuhreinsunarstöð á Austurlandi
Spennandi verk-
efni og áhugavert
SKÚLAGATA Rúmgóð 4 herb. íbúð
með parketi á gólfum. Suðursvalir. Stórt
leiksvæði á baklóð. Stutt i bæinn. Verð
6,2 millj.
DVERGABAKKI Góð ca 104 fm
íbúð_á 2. hæð. íbúðin er mikið endurnýj-
uð. Áhv. ca 2,7 millj. Verð 7,3 millj.
3ja herb.
SÓLHEIMAR - LYFTUHÚS
3ja herb. íbúð á 11. hæð I lyftublokk við
Sólheima. Húsvörður. Gott útsýni. Skipti á
húsi með tveimur (búðum í Reykjavík.
Verð 6 millj.
HRAUNBÆR Mjög góð ca 82 fm
íbúð á 2. hæð. l'búðin er mikið endurnýj-
uð. Blokkin er klædd að utan. Parket á
gólfum. Áhv. ca 2,8 millj. Verð 6,4 millj.
FLYÐRUGRANDI Mjög góð 3ja
herb. íb. á 2. hæð við Flyðrugranda. Áhv.
góð langtímalán ca 4,0 millj. Laus
strax.
2ja herb.
SUÐURHLÍÐAR KÓP. Góð ca
60 fm íbúð á jarðhæð við Digranesheiöi.
Möguleiki á að taka bíl upp í kaupverð.
Áhv. ca 3,2 millj. Verð 5,5 millj
BOLLAGATA Til sölu ca 65 fm íbúð
í kjallara. Ekkert áhv. íbúðin snýr út i suð-
urgarð. Verð 4,8 millj.
Nýbyggingar
LAUFRIMI - TILB. UND-
jR.TRÉVERK Góð 3ja - 4ra herb.
íbúð með sér inngangi á 2. hæö. Rúmgóð
og björt. Verð 6,7 millj.
Netfang:
kjr@centrum.is
Einbýli - raðhús
Hæðir
BORGARTÚN Prýðileg 229 fm
íbúð á tveimur hæðum. Parket á gólfum
að hluta. Fallegt eldhús. jb. sem býður
upp á mikla möguleika. Áhv. langtíma-
lán 4,7 mlllj. Verð 8,5 mlllj.
4ra - 6 herb.
FLÉTTURIMI - STÓRGÓÐ
Björt 4ra herb. íbúð á 2. hæð í fallegu
fjölb. m. bílsk. Pvottaherb. í íbúðinni.
Ibúðin er öll nýyfirfarin og til fyrirmyndar. 3
stór svefnherb. Lyklar á skrifstofu. Verð
8,7 millj.
Kjartan Ragnars hrl.
Löggiltur fasteignasali.
Opið virka daga
frá kl. 9-18
LJÁRSKÓGAR Gott einbýlishús
sem er ca 263 fm. Glæsilegur garður, 4-5
svefnherb. Verð 15,9 millj.
SEFGARÐAR stórgott einbýlishús
á einni hæð, tvöfaldur bílskúr með upphit-
uðu plani. Arinn f stofu, fjögur svefnherb.
Heitur pottur. Eignin er öll nýstandsett,
bæði utan og innan. Áhv. ca 6,2 millj.
Verð 17,4 millj.
HELGUBRAUT KÓP. Gott ca
160 fm endaraöhús á tveimur hæðum.
Góðar innr. Arinn (stofu. Skipti möguleg á
annarri eign. Áhv. ca 4,4 millj. Verð 12,2
millj.
LANGHOLTSVEGUR tii söiu
einbýlishús, sem í eru tvær samþ. íb.
Mjög góð suðurlóö. ‘Húsið er endurnýjað
að hluta. Áhv. ca 4,5 millj. Verð 13,4
millj.
FORMAÐUR bæjarráðs á Seyðisfírði
segir að hugsanleg olíuhreinsunar-
stöð á Seyðisfírði sé spennandi verk-
efni og heillandi. Oddviti Reyð-
arfjarðarhrepps segir áhugavert að
fá slíka stöð í Reyðarfjörð og að þar
sé nægt landrými.
„Mér finnst það hið besta mál,“
segir Jónas Hallgrímsson, formaður
bæjarráðs á Seyðisfírði, um hug-
myndir um byggingu olíuhreinsunar-
stöðvar í bænum eða annars staðar
á Austfjörðum. Tekur hann fram að
mengunarvarnir verði að vera örugg-
ar, standa verði rétt að öryggi og
eftirliti með náttúruvernd og sigling-
um olíuskipa.
„Þetta yrði efnahagsleg gusa hér
inn á Austurland. Mér skilst að það
kosti 35-40 milljarða að byggja
svona stöð og hundruð manna fengju
vinnu. Þá myndi þetta flýta framför-
um í samgöngumálum um ár eða
jafnvel áratugi," segir Jónas og vísar
þar til jarðgangagerðar sem hann
segir forsendu þess að hægt verði
að reisa verksmiðjuna á Seyðisfirði.
Hann segir að Mið-Austurland
verði aldrei heildstæð eining nema
með jarðgöngum og það skipti engu
máli á hvaða göngum verði byijað
og hvar endað, ef fyrir liggi heildar-
áætlun um framkvæmdimar.
Ömurlegt að horfa
upp á stöðnun
„Ég fæ ekki betur séð en áhuga-
vert væri að fá svona stöð til Reyðar-
fjarðar, og raunar kannski hvaða
nýja atvinnustarfsemi sem er, því
mér fínnst ömurlegt að horfa uppá
öfugþróun og stöðnun í atvinnumál-
um. Hér býr enn álíka margt fólk
og gerði fyrir 25-30 árum,“ segir
Þorvaldur Aðalsteinsson, oddviti
Reyðarfjarðarhrepps.
Þorvaldur segir að sveitarfélögin
hér þurfa að taka saman á atvinnu-
málunum. „Við horfum náttúrlega til
jarðgangagerðar, til dæmis að opna
milli Miðíjarðanna, þ.e. Eskifjarðar,
Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og
Stöðvaríjarðar og Neskaupstaðar. Við
höfum tékið á móti fjölmörgum aðil-
um sem hafa kynnt sér aðstæður og
síðan ákveðið að þeim kæmi betur
að vera nær þéttbýlinu. Það er erfitt
fyrir einhvem aðila á einhverjum fírði
að segja; hún á að risa hjá okkur,“
segir Þorvaldur ennfremur.
„Annars finnst mér að menn eigi
að íhuga hvort jarðgangagerð sé ein-
hver allsheijarlausn. Er betra að
eyða milljörðum í jarðgöng í stað
þess að veija álíka upphæðum í at-
vinnuuppbyggingu? Það verður að
veita íjármagni í uppbyggingu til að
halda í fólkið. En ég er viss um að
svona starfsemi hér yrði þjóðinni í
heild til framdráttar," segir hann.
Oddvitinn segir í bígerð, í sam-
vinnu við stjórnvöld, að vinna skipu-
lag á nokkrum stöðum til að flýta
fyrir hugsanlegri uppbyggingu. „Það
er alltaf verið að skoða eitthvað en
niðurstaðan hefur ekki orðið okkur
hagstæð ennþá,“ sagði Þorvaldur
Aðalsteinsson að lokum.
BERGSTAÐASTRÆTI
Vorum að fá í sölu 4ra herb. íbúð á efri hæð i þríbýlishúsi
(steinhús) á vinsælum stað í borginni. 3 svefnherb., sérhiti.
Snyrtileg og góð eign. Laus 5. sept. nk.
EIGNASALAN,
Ingólfsstræti 12,
símar551 9540 og 551 9191.
)
I
I
I
>