Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bretland
Sígarettu-
framleið-
endum
stefnt
UNDIRRÉTTUR í Bretlandi hefur
veitt leyfi til hópmálshöfðunar fyr-
ir hönd fómarlamba krabbameins
á hendur sígarettuframleiðendum.
Þetta verður fyrsta málshöfðunin
þessarar tegundar í Bretlandi, og
segir fréttaskýrandi Intemational
Herald Tríbune að hún gæti kom-
ið af stað skriðu málaferla að
bandarískum hætti á hendur evr-
ópskum tóbaksfyrirtækjum.
í síðasta mánuði náðist sam-
komulag milli 40 ríkja í Banda-
ríkjunum og allra stærstu tóbaks-
fyrirtækjanna þar í landi um að
fyrirtækin myndu greiða sem
svarar 26 þúsund milljörðum ís-
lenskra króna gegn því að ekki
verði höfðuð skaðabótamál á
hendur þeim.
Þrýstingur
á auglýsingabann
Samkomulagið hefur aukið
þrýsting á að algert bann verði
lagt við tóbaksauglýsingum í að-
ildarlöndum Evrópusambandsins,
og yfirvöld í sumum héruðum
Bretlands íhuguðu alvarlega að
fara að dæmi nokkurra ríkja í
Bandaríkjunum og höfða mál til
þess að fá greiddar bætur vegna
sjúkrakostnaðar sem hlotist hefur
af reykingum fólks.
Nú er ólíklegt að málaferli muni
lama tóbaksiðnað í Bretlandi og
Evrópu, að mati lögfróðra manna
og þeirra sem hafa sérþekkingu á
iðnaðinum. Evrópsk réttarhefð
byggir ekki á hópsmálhöfðunum
og dómstólar veita jafnan fremur
lágar skaðabætur miðað við
bandaríska dómstóla.
Martyn Day er lögmaður 47
krabbameinssjúklinga sem höfða
málið gegn tveim stærstu sígar-
ettuframleiðendunum í Bretlandi.
Farið er fram á um það bil 50
þúsund sterlingspund, eða um
fimm milljónir íslenskra króna,
fyrir hönd hvers sjúklings, eða
alls um 2,3 milljónir punda. Eru
þessar flárhæðir einungis brot af
því sem þekkist í sambærilegum
málaferlum í Bandaríkjunum.
Lögmenn breska krabbameins-
félagsins sögðu engu að síður að
ákvörðun undirréttarins væri mik-
ilvægt skref í baráttunni við reyk-
ingar í Evrópu.
Kim Jong-il
Norður-Kóreumenn hætta að syrgja Kim Il-sung
800 þúsund börn undir
fimm ára aldri vannærð
N-Kóreumenn leggja blóm að minnisvarða Kim Il-sungs við lok
sorgartíðar í tilefni þess að þá voru þijú ár liðin frá dauða hans.
Syninum svarðir hollustueiðar
flokksins en þó telja þeir, að hann
muni bíða enn með það í nokkra
mánuði. Það gæti talist óviðeigandi
að flýta sér of mikið og auk þess
er ekki víst, að Kim Jong-il kæri sig
um að taka formlega við eins og
ástandið er, efnahagslífið í rúst og
hungursneyð í landinu.
Park Sung-hoon, sérfræðingur í
sameiningarráðuneytinu í Suður-
Kóreu, segir, að Kim Jong-il sé eins
og á milli steins og sleggju. Veruleg-
ar umbætur séu óhjákvæmilegar til
að bjarga efnahagslífinu en með
þeim verði líka grafið undan alræði
kommúnistaflokksins.
Við athöfnina í gær lýstu yfir-
menn í hernum hollustu sinni við
Kim Jong-il og hétu að fylgja honum
fram í rauðan dauðann.
STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu til-
kynntu í gær, að lokið væri þriggja
ára sorgartíma vegna andláts „leið-
togans mikla“, Kim Il-sungs. Ekkert
var þó um það sagt hvenær sonur
hans, Kim Jong-il, tæki formlega
við völdunum.
Kim Yong-nam, utanríkisráðherra
N-Kóreu, tilkynnti við athöfn í
Pyongyang, höfuðborg landsins, að
sorgartíminn væri liðinn. Var Kim
Jong-il viðstaddur athöfnina, sem
var haldin við Kumsusan-forsetahöl-
lina en hún er nú eingöngu helguð
minningu Kim Il-sungs og þar hefur
smurðu líki hans verið komið fyrir.
Sérfræðingar í málefnum N-
Kóreu segja, að nú sé fátt í vegi
fyrir því, að Kim Jong-il taki við sem
forseti . og leiðtogi kommúnista-
írlandsmálaráð-
herra sætir gagnrýni
Belfast. Reuter.
MO Mowlam, ráðherra írlandsmála
í bresku ríkisstjóminni, sætti mikilli
gagnrýni kaþólskra í gær, eftir að
lekið var í fjölmiðla skjali ráðuneytis-
ins frá 20. júní, þar sem fram kom
að „skásti kosturinn í stöðunni"
væri að leyfa göngu Óraníureglunn-
ar í bænum Portadown síðastliðinn
sunnudag.
Kaþólskir stjórnmálamenn á
Norður irlandi fullyrða að skjalið
sýni fram á að bresk stjómvöld hafi
verið búin að taka ákvörðun um að
leyfa gönguna áður en samningavið-
ræður um málið hófust. Haft var
eftir Mitchel McLaughlin, formanni
Sinn Fein, að Bretar hefðu gerst
sekir um „dæmalausa tvöfeldni" og
að um skipulögð svik hefði verið að
ræða.
Mowiam vísaði þessum ásökunum
á bug í gær og sagði að í skjalinu
væri aðeins fjallað um nokkra kosti
sem öryggisráðgjafar hefðu lagt til.
„Sé skjalið lesið gaumgæfilega er
augljóst að í því ern settir fram
margir möguleikar. Ég hefði helst
kosið að komist hefði verið að sam-
komulagi um málið, enda hefði að-
eins verið hægt að koma í veg fyrir
óeirðir helgarinnar með því móti.“
Ráðherrann viðurkenndi að það
hefðu verið mistök að leyfa gönguna,
en yfír 100 manns hafa slasast í
óeirðunum síðan á sunnudag.
Tvær göngur fyrirhugaðar
Mowlam sagði að viðræður stæðu
yfír við Óraníumenn vegna fyrirhug-
aðrar göngu reglunnar um Lower
Ormeau veg í Belfast næstkomandi
laugardag. Kaþólskir íbúar við göt-
una vilja ekki taka þátt í viðræð-
unum vegna þess að ráðherranum
tókst ekki að koma því til leiðar að
ganga reglunnar síðastliðinn sunnu-
dag færi ekki um hverfi kaþólskra.
Lærlingareglan hyggst einnig halda
göngu í Londonderry á laugardag
og óttast er að til átaka komi milli
mótmælenda og kaþólskra.
Óeirðirnar I kjölfar göngu Óraníu-
reglunnar á sunnudag héldu áfram
í gær. Vopnaðir menn kveiktu í lest
70 kílómetrum suður af Belfast, en
farþegar sluppu ómeiddir. Breska
lögreglan gat ekki staðfest fregnir
um að mennimir hefðu sagst vera
meðlimir í írska lýðræðishernum.
Sambandssinnar
sýna klærnar
Hópur vopnaðra sambandssinna
kom fram í útsendingu sjónvarps-
stöðvar í Ulster á Norður írlandi í
gær og hét því að veija hverfí mót-
mælenda fyrir árásum írska lýðveld-
ishersins og óspektum kaþólskra
ungmenna. Mótmælendur hafa ekki
beitt sér í óeirðunum til þessa, en
minntu með þessu á að í þeirra röð-
um eru einnig skæruliðar sem tilbún-
ir eru að beijast fyrir málstaðinn.
Mennirnir sex, sem báru grímur
og sjálfvirkar vélbyssur, sögðust
hafa umboð til að tala fyrir hönd
CLMC, regnhlífarsamtaka sam-
bandssinnaðra skæruliðahópa á
Norður írlandi. Samtökin lýstu yfir
vopnahléi árið 1994, en lögreglan
grunar meðlimi um að hafa staðið
fyrir hryðjuverkum gegn írskum
þjóðemissinnum síðan IRA batt endi
á eigið vopnahlé í febrúar 1996.
Albanía
Kosning-
arnar „við-
unandi“
Varsjá. Reuter.
EFTIRLITSMENN Öryggis-
og samvinnustofnunar Evrópu
(OSE) sögðu í gær að fram-
kvæmd kosninganna í Albaníu
hafi verið viðunandi þótt því
færi fjarri að þær hefðu verið
fullkomnar.
í skýrslu ÖSE var þó tekið
fram að stjórnmálamenn lands-
ins þyrftu að læra að virða lýð-
ræðislegar leikreglur og reyna
að ná sáttum, einkum þar sem
7.000 manna fjölþjóðiegar ör-
yggissveitir undir forystu ítala
myndu fara úr landinu 12. ág-
úst. Án slíkra sátta væri ekki
hægt að veita landinu alþjóð-
lega fjárhagsaðstoð.
Talningunni er ekki lokið en
líklegt er að sósíalistar og
bandamenn þeirra hafí fengið
tvo þriðju þingsætanna. Fatos
Nano, leiðtogi sósíalista og
verðandi forsætisráðherra,
kveðst vonast til þess að þingið
komi saman ekki síðar en 20.
júlí til að samþykkja nýja stjórn
þótt úrslitin liggi þá ekki fyrir
að fullu.
Berlaymont
aftur í gagnið
árið 2000
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins,
ESB, tilkynnti í gær að hún myndi flytja aftur inn
í og kaupa Berlaymont-bygginguna frægu í Bruss-
el, sem 3.000 embættismenn neyddusttil að yfir-
gefa árið 1992, þegar í ljós kom að byggingin var
heilsuspillandi vegna asbestmengunar.
Erkki Liikanen, sem fer með fjármál og innri
stjórnunarmál ESB í framkvæmdastjórninni,
greindi frá því á fréttamannafundi að flutning-
arnir væru áætlaðir sumarið 2000, þegar viðgerð-
um og endurbótum á húsinu væri lokið. Liikanen
sagði að heildarkostnaður við að gera hið 30 ára
gamla, 128.000 fermetra stóra skrifstofuhús upp
yrði í kring um 30 milljarðar króna.
Belgar borga í fyrstu
Þessi kostnaður hefur fram að þessu verið að
mestu greiddur af belgíska ríkinu og einkaeigna-
raðilum byggingarinnar, tveimur belgískum
bönkum. Liikanen sagði að framkvæmdastjórnin
hygðist endurgreiða reikninginn á 27 árum, og
að því loknu eignast bygginguna.
Meðal helztu einkenna Berlaymont-byggingar-
innar eftir endurbætur verður liturinn á henni.
Ljósskermar, sem þekja munu bygginguna að
utan og skýla starfsmönnum fyrir sólarljósi,
verða hvítir á að líta, ólíkt hinu svarta gleri sem
byggingin var áður þekkt af endemum fyrir.
Myndin sýnir líkan af Berlaymont-
byggingunni, eins og áætlað er að hún líti út
eftir að hvítu plast-„umbúðunum“, sem hulið
hefur húsið frá því viðgerðir hófust 1994, hefur
verið sviptaf því.
Framkvæmdastj órn ESB um stækkun
Mælt með sex ríkjum
Brussel. Reuter.
Framkvæmda-
stjóm Evrópu-
sambandsins,
ESB, hyggst í
næstu viku mæla
með því að við-
ræður um aðild
að sambandinu
verði hafnar við
fímm Austur-Evrópuríki og Kýpur.
Þetta hafði Aeuíers-fréttastofan
eftir ónafngreindum embættis-
mönnum framkvæmdastjórnarinn-
ar á mánudag.
„Samkvæmt því mati sem fram-
kvæmdastjórnin hefur lokið við
fram að þessu bendir allt til að hún
muni á grundvelli óhlutlægra skil-
yrða mæla með því að viðræður
verði hafnar við sex ríki,“ sagði
embættismaður, sem ekki vildi láta
nafns síns getið.
Annar embættismaður tjáði
fréttastofunni að mælt yrði með
Póllandi, Tékk-
landi og Ung-
veijalandi, sem
almennt hafa
verið talin
fremst í biðröð-
inni, þegar
framkvæmda-
stjórnin kynnir
mat sitt á aðildarhæfni tíu ríkja
Mið- og Austur-Evrópu, sem sótt
hafa um aðild að ESB, hinn 16.
þessa mánaðar.
Samkvæmt vinnuplaggi, sem
framkvæmdastjórnarmeðlimirnir
20 hafa nú til nákvæmrar skoðun-
ar, er einnig gefið til kynna að Eist-
land og Slóvenía teljist reiðubúin
til að ganga til liðs við Evrópusam-
bandið.
Þetta þýðir að Lettland, Litháen,
Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía,
sem öll hafa líka sótt um ESB-
aðild, neyðast til að sýna biðlund.