Morgunblaðið - 09.07.1997, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 19
V íkingafyrirlestur
í Norræna húsinu
• FYRIRLESTRAR verða haldnir í
Norræna húsinu í tengslum við Vík-
ingahátíðina í Hafnarfirði og fjalla
þeir allir um handverk frá tímum
víkinga.
Miðvikudaginn 9. júlí kl. 20 verða
fluttir tveir fyrirlestrar: Nanna Paal-
gard Pape lektor frá Osló talar um
víkingatímann og seiðkonur og nefn-
ir fyrirlesturinn „Vikingetid í et sja-
manistisk kvinneperspektiv“. Rann-
ver Hólmsteinn Hannesson for-
vörslufræðingur talar í fyrirlestri
sínum um íslenskt bókfell, verkun
og endingu. Fyrirlesturinn er fluttur
á dönsku og ber heitið íslandske
pergamenter; fremstillingsmetode
og holdbarhed.
Þriðji fyrirlesturinn sem auglýstur
var þetta kvöld, fyrirlestur Thue
Christensen frá Grænlandi, fellur
niður að óviðráðanlegum ástæðum.
Fimmtudaginn 10. júlí kl. 20
verða þrír fyrirlestrar í Opnu húsi
Norræna hússins. Amy Lightfoot,
mannfræðingur og líffræðingur
nefnir fyrirlestur sinn: „Fra Lyng-
heia til Kirketak - en historie om
et ullseil:" Hún er sérfræðingur í
ullarvinnslu með fornum aðferðum.
Jochem Komber fornleifafræðingur
talar um „Vikingetidens byggeskikk
rundt Nordatlanteren - sammenheng
og variasjon". Jochen er einn af
fremstu fræðimönnum á Norður-
löndum í fornri byggingarlist. Fyrir-
lestrarnir eru báðir fluttir á norsku.
Þriðji fyrirlesari kvöldsins er Eric
Zehmake fornleifafræðingur. Hann
nefnir fyrirlesturinn „Sko i vik-
ingetid og tidlig middelalder i det
sydvestlige Ostersoomráde", og tal-
ar hann á dönsku. Eric Zehmke er
sérfræðingur í handverki víkinga-
tímans, sérstaklega leðurvinnslu.
Aðgangur er ókeypis.
Umhverfisverkið Vaxtarbroddar
Vaxtarbroddar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Saga MK komin út
NÝLEGA kom út saga Menntaskól-
ans í Kópavogi, MK, eftir Ingólf A.
Þorkelsson fyrrverandi skólameist-
ara, í tveim bindum. Af því tilefni
fóru Ingólfur og Jón Kristinn Snæ-
hólm, formaður skólanefndar MK, á
fund Ólafs G. Einarsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, og afhentu
honum eintak af sögunni í þakklæt-
isskyni fyrir það að Ólafur veitti
Ingólfi styrk til að skrifa söguna á
öndverðu ári 1994 þegar hann var
menntamálaráðherra.
Sagan er heimildarit um stofnun
og starf MK í 20 ár en auk þess
fjallar hún um stúdentauppreisnir
erlendis og andófið í framhaldsskól-
unum hérlendis í kjölfarið og kenn-
araverkföllin á níunda áratugnum.
Margrét Bára Sigmunds-
dóttir sýnir á Hótel Geysi
Myndlistasýning á
verkum Margrétar
Báru Sigmundsdóttur
er á Hótel Geysi í Bisk-
upstungum. Margrét
Bára er fædd á Selfossi
4. júlí 1952. Hún hefur
starfað meira og minna
við myndlist sl. 20 ár
og haldið fjölda sýn-
inga um land allt. 53
vatnslita- og olíumynd-
ir eru á sýningunni sem
unnar eru á sl. tveimur
árum. Myndefnið er
fjölbreytt, m.a. hlutir
sem minna á gamla
bændasamfélagið, hús-
kofar, bílar, verkfæri
no* fl
Sýningin stendur frá MARGRÉT Bára Sigmundsdóttir með eitt
9. júlí til 1. september. verka sinna.
Tríóið ÓHM í Sölvasal
TRÍÓIÐ ÓHM leikur í Sölvasal Sól-
ons íslandus í kvöld, miðvikudag.
Meðlimir tríósins eru Óskar Guðjóns-
son saxófónleikari, Hilmar Jensson
gítarleikari og Matthías M.D.
Hemstock trommuleikari en sérstak-
ur gestur kvöldsins verður Þórður
Högnason kontrabassaleikari.
Er þetta annað af þremur þema-
kvöldum tríósins en viðfangsefni
kvöldsins verða ballöður og banda-
rísk sveiflu- og söngleikjalög. Öll
lögin eiga það sameiginlegt að vera
sjaldan flutt hér á landi, að því er
segir í kynningu.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22.
ITILEFNI af 50 ára afmæli Egilsstaðabæjar
var Finna B. Steinsson fengin til að gera umhverf-
isverk í kaupstaðnum. Hún ákvað að tengja verkið
leiðunum sem liggja til Egilsstaða úr fjórum átt-
um. Hún málaði græna þríhyrninga á aðalgötuna
í bænum, Fagradalsbrautina, og inngönguleiðirnar
fjórar. Þeir vísa í átt til bæjarins og mætast á
miðri Fagradalsbraut. Verkið heitir Vaxtarbrodd-
ar og tengist m.a. vexti Egilsstaða á undanförnum
50 árum og „lífæðunum“ sem liggja þangað.
Utsalan
hefst á morgun
láttur
Útsölutilboð:
Drusa blússa 990
Stinne peysa -4&KT 1.290
Guess dragt ,5^90 1.590
Belly Buxur -&29tf 1.590
i