Morgunblaðið - 09.07.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 21
AÐSENDAR GREINAR
Skammsýni hagsmunasamtaka
í íslenskum sjávarútvegi
Samtök útvegsmanna og sjómanna leggjast gegn framförum
Á FYRRI hluta
þessarar aldar sótti afi
minn sjó frá verstöðv-
um á Suðurnesjum.
Hann var skipstjóri og
með afbrigðum veður-
glöggur. Haft var á
orði, að færi hann á
sjó þá væri öðrum
óhætt. Þessi eiginleiki
var eitt af því sem
gerði hann eftirsóttan
sem skipstjóra. Nú
hafa veðurfarsvísindi
og Veðurstofa íslands
komið í stað þessa
forna samkeppnisfor-
skots afa míns og hans
líka. Nú keppa menn á
öðrum grunni, sem betur fer.
Ef hann hefði hugsað eins og
forystumenn í Landssambandi ísl.
útvegsmanna og Farmanna- og
fiskimannasambandinu og það sem
verra er stjórnarformaður Hafrann-
sóknastofnunar, þá hefði hann að
öllum líkindum barist af öllu afli
gegn framförum í veðurfarsvísind-
um og hagnýtingu þeirra í þágu
íslensks sjávarútvegs.
Hvað er ég að fara? Eru veður-
spár ekki sjálfsagðar? Þetta skal
nú útskýrt.
Aflaspárkerfi meistaranema
við Háskóla íslands
Síðastliðin tvö ár hefur ungur
verkfræðingur, Kristján Guðni
Bjamason, unnið að meistaranáms-
verkefni undir handleiðslu Páls
Jenssonar prófessors, í samstarfi
við forsvarsmenn Radíómiðunar.
Verkefnið hafði hlotið styrk frá
Rannsóknarráði íslands og mjög
lofsamlega umsögn þar. Viðfangs-
efnið var gerð aflaspárkerfis fyrir
f|órar fisktegundir á Islandsmiðum.
Kerfi þetta byggði á upplýsingum
sem unnar voru úr gagnasafni Haf-
rannsóknastofnunar,
þar sem skráð hefur
verið hvar, hvenær og
í hvaða magni fiskiteg-
undir voru veiddar sl.
20 ár. Gögnin voru frá
íslenskum skipum, af-
hent sem trúnaðarmál.
Þau gögn sem Krist-
ján Guðni fékk hjá töl-
fræðingum Hafrann-
sóknastofnunar voru
safntölur um fimm ár
í senn fyrir hvert veiði-
svæði. Gögnin voru af-
hent þannig að óger-
legt er að rekja veiði-
slóð einstakra skipa.
Frumgögn voru að
sjálfsögðu ekki afhent.
Með aðstoð aflaspárkerfisins,
yrði hægt að staðsetja og tímasetja
ferðir íslenskra fiskistofna af mik-
illi nákvæmni, en slík kerfi eru not-
uð við veiðar bæði í Bandaríkjunum
og Japan. íslenskir skipstjórar gætu
síðan með aðstoð þess, veitt úthlut-
aðan kvóta sinn með mun minni
tilkostnaði en þeir gera í dag, þar
sem þeir hafa fyrst og fremst eigin
veiðireynslu til að styðjast við. Auð-
velt er að reikna út sparnað vegna
betri nýtingar flotans, lægri út-
haldskostnaðar o.sv.frv. Þegar fram
í sækti mætti bæta inn fleiri upplýs-
ingum t.d. um meðalstærð fiska í
togi og gera þannig kleift að bæta
afrakstur fiskistofnanna enn meir.
Kristján Guðni hafði unnið að gerð
kerfísins í rúmt ár og lofuðu fyrstu
niðurstöður mjög góðu um hagnýtt
gildi þess fyrir íslenskan sjávarút-
veg.
Steinar í götu
sj ávarútvegs ví sinda
Í sjávarútvegsblaði Morgun-
blaðsins, Verinu sl. miðvikudag og
í fréttaauka i Ríkisútvarpinu sl.
Með aðstoð aflaspákerf-
is yrði hægt, að mati
Margrétar S. Björns-
dóttur, að staðsetja
og tímasetja ferðir ís-
lenskra fískistofna af
mikilli nákvæmni, en
slík kerfi eru notuð við
veiðar bæði í Banda-
ríkjunum og Japan.
laugardag var rakið ítarlega hvern-
ig forystumenn í hagsmunsamtök-
um í íslenskum sjávarútvegi komu
í veg fyrir gerð aflaspárkerfisins
og var í Ríkisútvarpinu m.a. rætt
við stjórnarformann Hafrannsókna-
stofnunar Brynjólf Bjarnason for-
stjóra Granda og stjórnarmann í
Landssambandi ísl. útvegsmanna.
Rök þeirra voru í stuttu máli
þau, að ef gögnin yrðu nýtt með
þessum hætti þýddi það trúnaðar-
brest milli Hafrannsóknastofnunar
og íslensks sjávarútvegs, að auki
væri starfsöryggi skipstjórnar-
manna í hættu og einnig samkeppn-
isforskot bestu skipstjóranna.
Hver hagnast á afturhaldi
í þekkingarleit?
Þetta mál sem hér hefur verið
rakið endurspeglar margt sem mið-
ur er í okkar samfélagi.
í fyrsta lagi. Sjávai'útvegsráð-
herra skipar einn helsta útgerðar-
forstjóra landsins og stjórnarmann
í Landssamband ísl. útvegsmanna,
Brynjólf Bjarnason, stjórnarfor-
mann Hafrannsóknastofnunar.
Stofnunar sem er vísinda- og ráð-
gjafarstofnun, opinber stofnun sem
ætlað er að þjóna almannahags-
munum og vera stjórnvöldum o.fl.
til ráðgjafar. Hér er á ferðinni enn
eitt dæmið um það hversu frum-
stætt hið pólitíska kerfi á íslandi
er. Kerfi sem hvers kyns hagsmuna-
aðilar valsa með í góðu samkomu-
lagi við þjóðkjörna fulltrúa og þeirra
stjórnmálaflokka.
I öðru lagi um trúnað. Um allt
þjóðfélagið er safnað viðkvæmum
upplýsingum sem varða hagsmuni
einstaklinga, fyrirtækja eða hópa.
Við hagnýtingu slíkra upplýsinga í
almannaþágu gildir sú meginregla
að slíkt er heimilað af til þess bærri
nefnd, Tölvunefnd, með því skilyrði
m.a. að ekki sé hægt að tengja
upplýsingar þeim aðilum sem þær
gáfu. Þannig er í okkar þjóðfélagi
farið með fjölda viðkvæmra, en
mikilvægra upplýsinga um einstakl-
inga og fyrirtæki sem ekki skal
rakið hér. Það hefði verið skylda
stjórnarformanns Hafrannsókna-
stofnunar að láta Tölvunefnd skera
úr í þessu máli, en ekki láta for-
mannafund Farmanna- og fiski-
mannasambandsins og stjórnarfund
Landssamband ísl. útvegsmanna
ráða för eins og gerðist í þessu
máli á sl. vetri.
í þriðja lagi leyfí ég mér að full-
yrða að hér endurspeglist líka það
viðhorf hagsmunaaðila í íslenskum
sjávarútvegi, að þeir eigi fiskimiðin
og að með þau skuli fara með þeim
hætti sem samrýmist þeirra
þrengstu hagsmunum, skilgreind-
um af þeim sjálfum á hveijum tíma.
Okkur, íslenskum almenningi komi
þannig ekki við hvar fiskur veiðist
á hverjum tíma, það sé þeirra einka-
mál.
í fjórða og síðasta (dapurlegasta)
lagi endurspeglar þetta mál átök
milli gamalla og nýrra viðhorfa til
atvinnugreinarinnar.
Annars vegar eru hugmyndirnar
um aflaklóna, skipstjórann sem af
eðlisávísun, eða samkvæmt fyrir-
mælum frá draumkonum sínum,
ratar ávallt á gjöfulustu miðin og
um fiskifæluna sem ekki fær
bröndu úr sjó, hversu gott skip og
veiðarfæri sem henni eru fengin.
Hins vegar eru svo viðhorf sem
segja; leggjum saman um að gera
tæknistig atvinnugreina okkar sí-
fellt hærra og breytum þannig með
hverri framför þeim grundvelli sem
keppt er á. Rétt eins og afí minn
þurfti að gera með tilkomu veð-
urspáa og Veðurstofu íslands.
Ef íslenskir skipstjórar fá aðgang
að upplýsingum, sem sýna þeim,
eins og gert var ráð fyrir í aflaspár-
kerfi Kristjáns Guðna, hvar fiskur-
inn er á hveijum tíma, þá breytist
sá grundvöllur sem keppt er á. Fisk-
urinn verður sóttur með minni til-
kostnaði á grundvelli upplýsinga
sem allir hafa aðgang að, en sam-
keppnisforskot skipstjóra eða fyrir-
tækja mun byggja á meðferð þeirra
á aflanum, kunnáttusemi í notkun
æ flóknari veiðarfæra, vali á á veiði-
aðferðum, góðu samstarfsfólki um
borð eða í landi, o.sv.frv. Allir munu
fá meira í sinn hlut. Við bætist að
við munum geta nýtt aflaspárkerfið
í menntun nýrra skipstjórnarmanna.
Ráði hins vegar afturhald og
þröngsýni áfram för erum við að
bregðast öllum, ekki síst ungum
sjómönnum og sjómönnum framtíð-
arinnar.
Höfundur er afkomandi sjómanna
á Suðurnesjum.
timanum
að næturlagi...?
Ef svo er, þá þjáist þú örugglega af...
SvefnleysL
IDE BOX sænsku fjaöradýnurnar leysa málin hvort
sem er fyrir einstaklinga eöa hjón. IDE BOX eru
einstakar gæöadýnur á haastæöu veröi.
Áralöng reynsla okkar og sérþekking starfsfólks
mun auövelda þér valið. Aöalmarkmiö okkar er
aö þú sofir vel og eigir
góöa daga í líkamlegri
yellíðan. Þúsundir
íslendinga hafa treyst
okkur fyrir daqleqri
ir?E
Margrét S.
Björnsdóttir
^ Bifreiöar til sýnis og sölu á Skemmuvegi 12, sími 899 0840 og
555 3334 - Ath. engin sölulaun.
Wolkswagen Polo 1,3 árg. '95,
ekinn 47 þús. km, 5 dyra,
blásans., 5 gíra, 14 tommu álfel-
gur. Verð 890 þús./820 þús. stgr.
V
MMC Diamonte (Sigma), árg.
'93, ekinn 55 þús. km, svartur,
sjálfskiptur, álfelgur o.fl. Verð
1.990 þús. Skipti á ódýrari.
Góð grkjör.
Mercedes Benz 190E, 2,0L,
árg. '92, ekinn 105 þús km,
blár, sjálfskiptur, álfelgur, top-
plúga o.fl. Toppeintak. Verð
1.890 þús. Skipti. Góð grkjör
Oldsmobile 88 Royal, árg.’94,
ekinn aðeins 35 þús. km,
blásans., sjálfskiptur, álfelgur,
rafm. í öllu o.fl. Verð 1.770
þús. Skipti. Góð grkjör.
Ford Mustang 4,0L, '94, ekinn
55 þús. km, flöskugrænsans.,
sjálfskiptur, álfelgur, rafm. í
öllu, o.fl. Verð 2.290 þús. Skipti
á ódýrari. Góð grkjör. Stgr.
1.990 þús.
Cherokee Grand Orveis, árg.
'95, ekinn aðeins 22 þús. km.
Eins og nýr. Einn meö öllu.
Verð 3.890 þús. Skipti á
ódýrari. Góð grkjör.