Morgunblaðið - 09.07.1997, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
T
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STÖÐUGLEIKI í
ST J ÓRNMÁLUM
FRIÐRIK Sophusson hefur gegnt embætti fjármála-
ráðherra samfleytt lengur en nokkur annar íslenzk-
ur stjórnmálamaður, eða í 2.260 daga. Fyrra metið átti
Magnús Jónsson frá Mel, sem var fjármálaráðherra
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í viðreisnarstjórninni, en ferill
hans sem fjármálaráðherra spannaði samfleytt 2.258
daga á árunum 1965 til 1971. Viðreisnarstjórnin, sam-
stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sat lengur að
völdum en nokkur önnur íslenzk ríkisstjórn, frá nóvem-
ber árið 1959 til júlí 1971, eða í tæp 12 ár.
Stöðugleiki hefur ekki verið mikill í íslenzkum stjórn-
málum á lýðveldistímanum, mældur í líftíma ríkis-
stjórna, ef viðreisnarárin eru undanskilin. Ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar sat út kjörtímabilið 1974 til 1978
og ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sat allt kjör-
tímabilið 1983 til 1987, en aðrar lifðu skemur. Allt
bendir til að tvær ríkisstjórnir í röð, undir forsæti Dav-
íðs Oddssonar, sitji út tvö heil kjörtímabil Alþingis á
líðandi áratug. Það færir okkur heim sanninn um að
stöðugleikinn í íslenzku þjóðfélagi nær ekki aðeins til
atvinnu- og efnahagsmála, heldur einnig til stjórnmál-
anna.
Það er engin tilviljun að fjármálráðherra situr lengi
á líðandi áratug sem á viðreisnartímanum á 7. áratugn-
um. Nú sem þá hefur þjóðarbúskapurinn brotið af sér
haftahlekki og rétt í kjölfarið úr kút efnahagslegra
erfiðleika. Verðbólgudraugurinn hefur verið kveðinn
niður, stöðugleiki í efnahagslífi fest rætur, almannakjör
batnað og ríkisbúskapurinn nálgast jöfnuð. Það þarf á
hinn bóginn sterk bein til að þola góða daga, það er
að sporna gegn þensluáhrifum góðærisins. Mest er um
vert að halda ríkisútgjöldum í skefjum, greiða niður
erlendar skuldir og hanna skilyrði og hugarfar til hlið-
stæðs sparnaðar fólks og samfélags og grannríki státa
af.
NÆSTLÆGSTU
IÐGJÖLDIN
OPINBER NORRÆN skýrslugerð um tryggingamál
sýnir, að íslenzk tryggingarfélög bjóða næstlægstu
iðgjöld á Norðurlöndum fyrir heimilistryggingar og líf-
tryggingar. Aðeins í Svíþjóð er unnt að fá þessar trygg-
ingar fyrir lægri iðgjöld. Miðað við þau umbrot, sem
verið hafa undanfarin misseri á íslenzkum trygginga-
markaði, ekki sízt bílatryggingum, hlýtur þessi niður-
staða að koma mörgum Islendingum þægilega á óvart.
Skýrslan var gerð á vegum norrænu ráðherranefndar-
innar og nefnist „Ráðgjöf og aukið gagnsæi á trygginga-
sviðinu", en neytendum er nú heimilt að kaupa trygging-
ar hvar sem er á Evrópska efnahagssvæðinu. Neytenda-
samtökin hafa skýrt frá þáttum úr skýrslunni, m.a. um
heimilistryggingar og líftryggingar og segir Jóhannes
Gunnarsson, framkvæmdastjóri þeirra, m.a.:
„Frammistaða íslenzku tryggingafélaganna í saman-
burði við tryggingarfélög á öðrum Norðurlöndum er
ágæt. Fram kemur, að verð á heimilis- og líftryggingum
er næstlægst á íslandi." Hann bendir og á, að íslenzku
tryggingarfélögin eru þau einu sem eru með sérstakan
bótaflokk vegna slysa í frítíma og ásamt þeim sænsku
með bótaflokk vegna líkamsárásar. Hins vegar vanti
bótaflokk vegna réttaraðstoðar og vegna greiðslukorta-
tryggingar. Neytendasamtökin vekja athygli á, að niður-
stöður skýrslunnar sýni, að neytendur hafi ríka þörf
fyrir ráðgjöf óháða tryggingarfélögunum. Það er vafa-
laust rétt, því skilmálar eru mismunandi milli trygging-
arfélaga í ýmsum löndum Evrópska efnahagssvæðisins
auk þess sem iðgjöldin ery breytileg.
Það er fagnaðarefni, að íslenzku tryggingafélögin eru
fyllilega samkeppnisfær við erlend félög á sviði heimil-
is- og líftrygginga. Islendingar eru svo vanir því að
vörur og þjónusta séu dýrari hér en annars staðar að
niðurstöður á borð við þessar koma fólki á óvart en eru
um leið mjög ánægjulegar.
NORRÆNI stjörnusjónaukinn í turni sínum á Strákakletti.
Þyngdar-
linsur, dui-
stirniog
hulduefni
íslenskar rannsóknir með Nor-
ræna stjörnusjónaukanum:
*
Með þátttöku Islendinga í norrænu samstarfi
um rekstur Norræna stjömusjónaukans á La
Palmaer,aðmatiEinarsH.Guðmundssonar
og Ömólfs E. Rögnvaldssonar, hafíð nýtt
tímabil í sögu stjamvísinda hér á landi.
VETRARBRAUTAHÓPURINN og
ílöngu deplarnir eru flestir mism
vetrarbrautinni, sem er á bak við
Hubblessjói
EÐ þátttöku
íslendinga í
norrænu
samstarfi
um rekstur stjörnusjón-
auka á La Palma er
hafið nýtt tímabil í sögu
stjamvísinda hér á
landi. íslenskum
stjömufræðingum er nú
í fyrsta skipti tryggður
aðgangur að háþróuðu
mælitæki á einum besta
stað sem völ er á til
stjörnuathugana. Hing-
að til hefur algjör skort-
ur á nútíma tæknibún-
aði staðið þróun greinar-
innar mjög fyrir þrifum
og meðal annars gert það að verkum
að rannsóknir íslenskra stjamvís-
indamanna hafa nær eingöngu verið
fólgnar í útreikningum og líkana-
gerð. Slíkar rannsóknir hafa að sjálf-
sögðu skilað umtalsverðum árangri,
en nú gefst að auki langþráð tæki-
færi til að framkvæma nákvæmar
mælingar á hvers kyns fyrirbæram
í óravíddum himingeimsins.
í greinarkorni þessu verður gef-
in stutt lýsing á Norræna sjónauk-
anum og jafnframt sagt frá áætl-
unum um fyrstu íslensku stjarn-
mælingarnar á La Palma. Verkefn-
ið felst í því að nota svokölluð
þyngdarlinsuhrif til rannsókna á
mjög fjarlægum vetrarbrautum og
dulstirnum. Markmiðið er fyrst og
fremst það að kanna magn og
dreifingu svonefnds hulduefnis í
hópum vetrarbrauta. Þetta dular-
fulla efni hefur áhrif á venjulegt
sýnilegt efni með þyngd sinni en
er sjálft ósýnilegt. Þrátt fyrir ítar-
legar rannsóknir er ekki enn vitað
hvers eðlis hulduefnið er, en
þyngdaráhrifin gefa upplýsingar
um dreifingu þess í geimnum, og
nú þegar er vitað að magn þess
er mun meira en sýnilega efnisins.
Mælingar á hulduefni gefa því
mikilvægar upplýsingar um efnis-
þéttleika alheimsins, en af þéttleik-
anum ræðst það hvort alheimurinn
heldur áfram að þenjast út eða
ekki. Ef heppnin er með gætu
mælingar á dulstirnum einnig gef-
ið vísbendingar um útþensluhraða
alheimsins og þar með um það
hversu langur tími er liðinn frá
sjálfum Miklahvelli.
Vinnan í kringum þessi fyrstu
verkefni mun að auki veita íslensk-
um stjörnufræðingum dýrmæta
reynslu í notkun sjónaukans, sem
án efa kemur að góðum notum við
önnur rannsóknarverkefni í fram-
tíðinni.